Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.12.1991, Blaðsíða 59
MOÍíGUNLSLAÐll) FÖSTUDAGUH bfe^MB^M^Í' )M Minning: Páll Gunnarsson fyrrv. skólasijóri Fæddur 20. maí 1908 Dáinn 24. nóvember 1991 Svo meistaralega er gengið frá lífsferlinu í byrjun að maðurinu, hver sem hann er, getur ekki séð til framtíðar. Einhver ósýnileg, en áþreifanleg hula er rétt við augu hans og skyn, svo næsta augnablik er óvisst öllum. Aftur er náðin sú að geta leitað á vit minninganna, þar er oft hátt til lofts og vítt til veggja. Akureyri, þegar kvöldin voru stjörnubjört, ósnortinn snjór lá yfir Vaðlaheiðinni, sem baðaði sig í mánaskini og nokkrir vinir sátu saman eftir eril daganna og ræddu um lífið og framtíðina. Nokkrir ungir foreldrar sem ræddu framtíð þess er þau áttu dýrmætast, fram- tíð barnanna sinna. Og niðurstaðan varð alltaf sameiginleg: Að hið sanna yrði að fylgja hveijum lífs- óskum, svo þær yrðu ekki hjóm. Af því að sannleikur og dreng- skapur væru svo sterk öfl í lífskeðj- unni að án þeirra væru margir hlekkir veikir eða gallaðir. Arin liðu, börnin uxu úr grasi. Brottflutningur frá Akureyri og dagarnir sem fjölskyldurnar ungu eyddu saman á annan áratug til- heyrðu minningunni. Gígja Hólmgeirsdóttir og Páll Gunnarsson kennari (seinna skóla- stjóri) á Akureyri. Hver hefðu þessi björtu kvöld, jóladagarnir og allar samverustundir ungu foreldranna verið án þeirra og barnanna þeirra Gerðar og Hólmgeirs? Engar stund- ir hefðu orðið eins litríkar, sannar og skemmtilegar án þeirra. Gígja Hólmgeirsdóttir Iést snögglega 1983 er hún var að bú- ast til ferðar til Gerðar og íjöl- skyldu hennar í Reykjavík. Siík kona veglyndis og góðvildar er vandfundin. Fráfall hennar var því mikið skarð í þann hóp vegfarenda. Páll Gunnarsson átti þá mörg ár ólifuð. En hann varð*þeirrar gæfu aðnjótandi, sem fágæt er- meðal aldraðra nú til dags, að vera umvaf- inn ástúð og nærgætni á heimilum barna þeirra og fjölskyldna til hinstu stundar, síðustu árin á heim- ili Gerðar hér í Reykjavík. Góður maður er horfinn sjónum, hjartahreinn, lífsglaður, söngvinn og félagslyndur. Trúr vinur að leita til. Það er hugsað að hinsta jarðlífs- beði, samfylgdin þökkuð og þess beðið að alvaldið mikla hafi séð um samfundi þeirra Gígu á ný. Samúðarkveðjur til barnanna, fjölskyldna þeirra og ættingja. Jenna Jensdóttir Hann fæddist að Garði í Fnjóskadal. Foreldrar hans voru hjónin Gúnnar Árnason, bóndi ætt- aður frá Skuggabjörgum í Dals- mynni, og ísgerður Pálsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjardal. Ekki mun ég með þessum fáu kveðjuorðum reyna að rekja ættir Páls. Til þess skortir mig þekk- ingu, en um þær eru til skráðar merkar heimildir. Hann ólst upp með foreldrum sínum fyrst í Fnjóskadal og Eyjafirði, en lengst bjuggu þau hjón í Þverárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Páll var elstur átta systkina. Komust sjö þeirra til fullorðinsára, en einn drengur lést í frumbérnsku. Mér skildist á Páli heitnum, að lífsbaráttan í Þverárdal hafí verið allhörð fyrstu búskaparár foreldra hans þar. Þetta er raunar vart í frásögur færandi. Á þeim tímum voru þeir fáir, íslensku bændurnir, sem gátu talist efnalega vel stæð- ir. Aldrei mun þó hafa verið skort- Ur í búi þeirra hjóna, en allt nýtt til hins ýtrasta, og þegar börnin uxu úr grasi vænkaðist hagur heimiiisins. Öll voru systkinin vinn- uglöð og námfús. Leituðu þau sér menntunar eftir því sem efni og aðstæður leyfðu. Á unglingsárum Páls Gunnai-s- sonar var það hlutskipti flestra að treysta á sjálfan sig ef hugsað var til einhverskonar framhaldsnáms. Ekki var hægt að treysta á opin- bera styrki eða námslán eins og nú. Það dróst því fyrir flestum að komast í skóla, þótt viljinn væri nógur. Fyrst þurfti að reyna að öngla saman einhveiju skotsilfri yfir sumartímann til þess að fá þraukað af veturinn yfir lærdóms- bókum. Gekk þetta misjafnlega, því að vel borguð sumarvinna var sjaldnast auðfengin. En með reglu- semi og dugnaði heppnaðist mörgu ungmenninu þetta, svo var um Pál í Þverárdal. I þann tíð voru fram- haldsskólanemar miklu eldri en nú, fólk sem rekið var áfram af þekkingarþrá og fór í skóla til þess eins og læra sem mest á seín styst- um_ tíma. Á árunum 1924-1925 stundaði Páll nám við Búnaðarskólann á Hvanneyri. Starfaði hann síðan á búi foreldra sinna milli þess er hann vann að plægingum og öðrum jarðabótastörfum fyrir bændur í Húnavatnssýslum og víðar. Veturna 1934-1936 dvaldist hann við nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Settist hann síðan í Kennaraskóla íslands og lauk það- an burtfararprófi vorið 1938. Eftir að þeim áfanga var náð varð aðal- lífsstarf Páls barnafræðsla. Fyrstu árin eftir að námi lauk kenndi hann á ýmsum stöðum, sunnanlands og norðan og hafði stuttan stans á hveijum stað, allt til ársins 1945, en þá urðu þátta- skil í lífi hans. Það ár réðst hann sem kennari til Barnaskóla Akureyrar. Þar var starfsvettvangur hans alla tíð síð- an, uns hann lét af störfum sökum aldurs. Hann var lengi yfirkennari skólans og að síðustu skólastjori. Að hittast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Þessar gömlu hendingar komu í huga minn er mér barst fregnin um andlát Sigurðar Haraldssonar, Sigga, sem látirui er langt um aldur fram. Vissulega er lífið eins og ferðalag og mikil gæfa að eignast góða samferðamenn um lengri eða skemmri tíma. Leiðir okkar Sigga lágu saman fyrir rúmum þremur árum þegar fyrsta Búsetahúsið var á lokastigi. Hann var einn af fyrstu búsetunum og kosinn til forystu í Búsetufélag- inu, en ég var stafsmaður Búseta. Það fór ekki á milli mála að þar var á ferð félagsmálamaður sem vanur var að taka til hendinni. Það sem auðkenndi hann var prúðmennska, lipurð og ósérhlífni sem kom sterkt fram á í ótrauðu brautryðjendastarfi hans sem for- mans í Frostafold. Það var mikil gæfa fyrir Búseta að Siggi kom inn í starfið. Eins og landnemar allra tíma, er það viljinn til að takast á við það óþekkta með opnum huga sem heldur starfinu gangandi. Þar sem verið er að feta einstigið, leita leiða, byggja upp og læra af reynsl- unni. Þegar litið er til baka, var Siggi alltaf tilbúinn að taka á Auk kennslunnar sinnti Páll mörg- um öðrum störfum, m.a. í stjórn Kennarafélags Eyjafjarðar, Barna- verndarfélags Akureyrar og for- maður barnaverndarnefndar um árabil svo að nokkuð sé nefnt af því sem hann tók sér fyrir hendur. Árið 1944 gekk Páll að eiga Guðrúnu Margréti (Gígju) Hólm- geirsdóttur frá Hrafnagili, mikla myndar- og mannkostakonu, sem bjó manni sínum og börnum vist- legt og friðsælt heimiln Þau hjónin reistu sér fljótlega myndarlegt einbýlishús við Helga- magrastræti á Akureyri og bjuggu þar ætíð síðan. Þar var gott að koma. Öllum, sem að garði bar var tekið með glaðværð og gestrisni. Umhverfis hús sitt höfðu þau eign- ast fallegan gróðurreit, sem rækt- aður var upp úr grýttum og rýrum jarðvegi. Þar undi Páll löngum stundum við matjurta- og trjárækt meðan kraftar leyfðu. Gígja féll skyndilega frá árið 1983 á góðum aldri. Var hún harm- dauði öllum, sem kynnst höfðu henni og átt með henni samleið lengur eða skemur. Þau hjón eign- uðust þrjú börn. Einn drengur lést fárra daga gamall. Hin eru Gerð- ur, kennari, gift Einari Ragnars- syni, tannlækni. Þau búa í Reykja- vík og eiga fjögur börn, þíjár dæt- ur og einn son. Hólmgeir Þór Páls- son, kjötiðnaðarmaður og bóndi að Hvammi í Vatnsdal. Hans kona er Ástríður Erlendsdóttir. Þau eiga eina dóttur. Fyrir átti Ástríður „dæminu” eins og hann sjálfur kall- aði það, vinna að úrlausn og leggja sitt af mörkum. Fyrir réttu ári veiktist Siggi af krabbameini og baráttan hófst. Við hlið hans stóð Hanna ótrauð, með ómældan styrk og kraft. Af einurð var horfst í augu við illkynja sjúk- dóm. Með opnum huga var byrjað að byggja upp á breyttum forsend- um. Siggi kom til liðs við okkur á skrifstofu Búseta. Þar nutu eigin- ieikar hans og reynsla sín vel, og er hans nú sárt saknað af sam- starfsfólki. Starfið var skipulagt, innra starf- ið — félagslega hliðin. Það var „dæmið” sem var framundan. Við skipulögðum og undirbjuggum ferð til Stokkhólms þar sem læra mátti af reynslu og þekkingu frænda okkar. I þeim undirbúningi var Siggi í fremstu línu. I gegnum samstarfið tókst með okkur einlæg vinátta þar sem lífið og dauðann bar á góma í samtölum okkar. Einnig, að ekkert fæst án fyrirhafnar og hversu fátt er sjálf- sagt og sjálfgefið. Framtíðin beið með fjölþætt verkefni. Það fór ekki framhjá mér að þarna háði lífið heljar baráttu við dauðann. Fáeinum dögum áður en fara átti í ferðina, var ljóst að Siggi kæmist ekki með og voru það mik- il vonbrigði. Er við kvöddumst, var dreng og stúlku. Það er liðið nokkuð á þriðja ára- tuginn síðan Einar sonui' minn kom heim til okkar foreldra sinna og kynnti fyrir okkur unga og fallega stúlku, Gerði Pálsdóttur frá Akur- eyri, sem unnustu sína. Að gömlum íslenskum sið og meðfæddri forvitni, spurði ég stúlk- una um ætt og uppruna. Þótt ég fengi greið svör, var ég litlu nær, bæði föður- og móðurætt langt norðan heiða, en við hjónin rótgrón- ir Sunnlendingar aftan úr öldum. En þetta tók breytingum með árun- um. Kynnin við foreldra Gerðar urðu til þess að ég fékk f'orvitni minni svalað um fjölda fólks fyrir norðan. Á kveðjustundu minnist ég margra góðra stunda með þeim hjónum, Páli og Gígju. Allar minn- ingar um þau eru góðar og fyrir þær vil ég flytja þakkir nú er leið- ir skiljast. Páll Gunnarsson var fríður mað- ur og vel á sig kominn. Hann var alla tíð mikið snyrtimenni og hátt- vís í framgöngu. Hann var mikill útivistar- og reglumaður, félags- lyndur og viðræðugóður. Fróður var hann um menn og málefni, einkum í Eyjafirði, Húnavatns- og Þingeyjarsýslum. Hann var mjög 1‘róður um íslenskan alþýðukveð- skap, bæði frá eldri og nýrri tím- um. Hann kunni ógrynni af lausa- vísum og naut þess að hafa þær yfir fyrir menn, ef hann fann að viðmælandinn var á sömu bylgju- lengd hvað þetta varðaði. Ef hann heyrði vel orta stöku, lærði hann hana um leið og það fram á elliár. Hann kunni og mikið af skemmtilegum sögum af sérkenni- legu fólki, sem hann hafði kynnst á langri ævi, sérstaklega á sínum yngri árum. Nú skera sig fáir orð- ið úr fjöldanum. Heita má að allir séu hnoðaðir í sama mótið. Aldrei heyrði ég Pál Gunnarsson hallmæla nokkrum manni, og dóm- harka var honum víðsfjarri. Hann var allt frá unga aldri mikill hesta- maður og átti um dagana marga gæðinga, hvern öðrum betri. Hann var mjög hestvandur og fór mildum höndum um þessa vini sína. Með þeim undi hann löngum stundum. Þótt aldur færðist yfir og kraftar færu þverrandi hin síðari ár, átti hann alltaf reiðhest og fór á bak hvenær sem heilsa leyfði, allt fram á þetta ár. Eftir að hann fluttist til dóttur sinnar og tengdasonar í Reykjavík hafði hann aðstöðu fyrir hestinn í það starfið framundan er heim kæmi, sem átti hug hans allan, við þyrftum að vinna úr því sem ferðin gæfi og koma því á framfæri. En nú er hann lagður af stað í sína lokaferð, inn á bjartar og fagrar brautir hins framandi h'fs. Sigga bið ég Guðs blessunar og þakka honum samfylgdina og óeig- ingjarnt starf í þágu Búseta. Að kynnast þessum einarða, góða dreng, verður hvatning til áfram- haldandi starfa. Elsku Hanna, þér og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Harpa Njáls. hesthúsahverfinu í Víðidal. Við fé- lagar hans, margir nágrannar í hesthúsahverfinu, undruðumst það viljaþrek sem hann sýndi oft við að komast á hestbak á veturna, þótt kraftarnir virtust nærri þrotn- ir. Samvistirnar við hestinn voru honum svo mikiis virði, að honum virtist aukast orka þegar í söðulinn var komið. Þótt stundum þyrfti að hjálpa honum að leggja á og kom- ast á bak varð reiðskjótinn að vera viljugur. Honum leið illa eftir að hesturinn var kominn í hús á vet- urna, ef hann komst ekki til hans daglega, þótt ekki væri til annars en kemba honum og gefa honum einhvern aukabita. Eg minnist atviks frá í fyrravet- ur. Eg var staddur uppi við hesthús þegar Páll kom og sagðist ætla að fá sér smá reiðsprett. Mér fannst hann mjög óstyrkur og latti hann fararinnar. „Ef þú vilt leggja hnakkinn á fyrir mig og hjálpa mér á bak, þá er ég góður.” Þetta gerði ég. Nágranni úr næsta húsi var þarna einnig. Þegar Páll var kom- inn á bak og reið úr hlaði á hröðu tölti varð mér að orði: „Viljinn dreg- ur hálft hlass.” Þá segir maðurinn, sem hjá mér stóð: „Ég held að vilj- inn dragi nú heldur meira en hálft hlassið að þessu sinni.” Þessi aldni hestamaður skildi vel að „maður og hestur þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna markaða baug”. Þetta finna allir menn, sem hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast sálufélaga í hestinum sín- um. Fáum auðnast að lifa langa ævi þannig að engin verði áföllin. Það var honum mikill og sár missir er konan hans féll frá á góðum aldri. Og ellin hallar öllum leik. Hin síð- ari ár fór heilsu hans hrakandi og þurfti hann nokkrum sinnum að leggjast inn á sjúkrahús. Á milli átti hann samt sem áður margar góðar stundir. Páll naut þeirrar gæfu í ellinni að eiga gott og ör- uggt skjól á heimili dóttur sinnar og tengdasonar. Þar hafði hann afdrep út af fyrir sig, þar gat hann verið í næði, en haft fjölskylduna í húsinu, sem gerði allt fyrir hann sem hún best gat. Nú þegar leiðir skiljast um sinn, þakka ég Páli Gunnarssyni fyrir góð kynni frá fyrsta til hinsta dags. Hvíli hann í friði. Ástvinum hans öllum óska ég Guðs blessunar og fljrt. þeim samúð- arkveðjur frá okkur hjónum. Ragnar Jónsson Sigurður Haraldsson, framreiðslu- maður og stjórnarmaður Handknatt- leikssambands Islands, er látinn. Sigurður var fæddur á Akureyri 10. febrúar 1944, sonur Sigríðar Matthí- asdóttur og Haraldar M. Sigurðsson- ar, íþróttakennara. Sigurður fékk þegar á unga aldri áhuga á íþróttum og var mikill KA- maður eins og faðir hans. Sigurður var ávallt mik- ill áhugamaður um íþróttir og þá sérstaklega handknattleik. Þegar samtök 1. deildarfélaga í handknatt- leik voru stofnuð, þá var hann valinn fulltrúi KA í þessi samtök og síðan kosinn í stjórn Ilandknattleikssam- bands Islands, þar sem hann starfaði af miklum áhuga fram á síðasta dag. Sigurður var formaður þeirrar nefndar HSÍ sem sér um móttöku erlendra landsliða, þegar þau koma hingað til lands. Segja má að þar hafi HSI notið góðs af mikilli reynslu og kunnáttu Sigurðar frá námi hans og störfum sem framreiðslumaður. Á stjórnarfundum HSÍ var Sigurður maður málamiðlunar með því að opna augu manna fyrir farsælum lausnum yrði ágreiningur manna á meðal. Sigurður var mikill áhugamaður um að tengja betur saman hagsmuni og áhugasvið ferðaþjónustunnar og íþróttahreyfingarinnar á íslandi. Sigurður starfaði ávallt í þeim anda íþróttahreyfingarinnar að gera drengi að mönnum og menn að góð- um drengjum. Stjórn Handknattleikssambands- ins og handknattleiksfólk um land allt vottar eftirlifandi eiginkonu hans, Hönnu B. Jónsdóttur, og öllum hans ástvinum samúð og virðingu sönnum drengskaparmanni. Jón lljaltalín Magnússon, fonnaður HSÍ Sigurður Haralds- son - Kveðjuorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.