Morgunblaðið - 31.12.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1991, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 1991 Elsta verslun á Siglufirði 7 0 ára Elsti verslunarmaður bæjarins áttræður eftir Benedikt Signrðsson Elsta starfandi verslun á Siglu- firði, verslun Sigurðar Fanndals í Eyrargötu 2, átti 70 ára afmæli í sumar. Stofnandinn, Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal, var Húnvetn- ingur, fæddur 6. apríl 1876 á Gunnfríðarstöðum í Langadal, dá- inn 14. október 1937. Kona hans var Soffía Gísladóttir frá Akur- eyri. Þau eignuðust fjögur börn. Tvö þeirra, Gestur og Dagmar, eru á lífí, en Georg, sem tók við versl- uninni af föður sínum 1937, lést 1970 og Svava andaðist í haust. Verslunin er nú rekin af Sigurði Gestssyni Fanndal, sonarsyni stofnandans. Gestur H. Fanndal, sonur Sfe- urðar eldri og langelsti starfandi verslunarmaður Siglufjarðar, varð áttræður 10. júlí í sumar. í tilefni af afmæli hans og afmæli verslun- arinnar, sem faðir hans stofnsetti á Siglufirði fyrir 70 árum, átti ég fyrir nokkru við hann langt og fróðlegt viðtal. Gestur hóf verslun- arstörf skömmu eftir að faðir hans settist að á Siglufirði og hefur rekið eigin sölubúð síðan 1934, eða hátt í sextíu ár. Það segir sig sjálft að maður sem hefur rekið fyrirtæki í eigin nafni jafnlengi og Gestur og alltaf starfað við það fullan vinnudag er fyrir löngu orðinn fastur dráttur í svipmóti bæjarins. Þegar fólk, sem hefur dvalist áratugi á Siglu- firði og flust þaðan aftur, kemur í skyndiheimsókn mörgum árum eftir brottflutninginn er Gestur og verslun hans enn á sínum stað, rétt eins og Hvanneyrarskálin eða Álfhyman, fjall staðarins. Eiginkona Gests er Guðný Sig- urbjörnsdóttir hjúkrunarkona frá Seyðisfirði. Þau eiga tvo syni, Sig- urð og Sigurbjörn, og nokkur barna- og barnabarnaböm. Hér fara á eftir nokkur brot úr samtal- inu við Gest. Ég spyr fyrst um upphaf versl- unarrekstursins. Faðir minn kom hingað frá Akureyri með fjölskyldu sína nótt- ina milli 14. og 15. maí 1921. Á bryggjunni tóku á móti okkur Gunnlaugur Sigurðsson, Margrét kona hans og synir þeirra, Sigurð- ur og Anton. Við fórum með þeim heim í Eyrargötu 17, nú Eyrar- götu 2, og það fyrsta sem vakti athygli okkar systkinanna var raf- magnsljósin. Það gekk ekki á öðru hjá okkur fyrst en að kveikja og slökkva þessi merkilegu ljós. Var ekki komið rafmagn á Ak- ureyri þá? Nei, og við höfðum aldrei séð rafljós fyrr en þama, en ég hafði talsvert heyrt talað um rafmagn. Á Akureyri var til húsa hjá föður mínum Frímann nokkur Am- grímsson, skrítinn sérvitringur, en greindur maður, fékkst við steina- rannsóknir og hafði mikinn áhuga á rafmagnsmálum. Ég hafði fyrir sið að færa honum sérkennilega steina sem ég fann. Frímann mun hafa verið verk- fræðingur? Já, hann var það víst, en um það vissi ég ekki þá. Það sem mér fannst aðallega einkenna hann var að hann gekk alltaf í lörfum og vafði utan að sér yfirhöfnina með reipi, - ekki kaðli, heldur ullar- reipi. Einu sinni sem oftar þegar ég var að sniglast uppi á kvistinum í kringum hann og steinasafnið var hann að tala um hvað allt væri nú á eftir hérna á Akureyri. Það hefði verið rætt um það í bæjarstjórn, eftir tillögu hans og fleiri, að ráðist yrði í að virkja Glerá til rafmagnsframleiðslu. Sá sem vakti máls á þessu mætti víst hálfgerðri tortryggni annarra fundarmanna, en þá kvaddi einn viðstaddra sér hljóðs og sagðist hafa séð í fyrra á Siglufírði ljós sem fengist úr kalda vatninu úr Hvanneyrarskál, og það ætti alveg eins að mega fá Ijós úr vatninu í Glerá. Frímann hafði gaman af að segja frá þessu, blessaður karl- inn. Þú sagðir mér einu sinni frá ævintýralegu ferðalagi föður þíns til Reykjavíkur þegar hann var að byrja að versla. Já, meðan Friðrik nokkur Her- mannson og. Einar Jóhannsson voru að innrétta fyrir hann búðina fór pabbi til vörukaupa suður með Veiðibjöliunni, stórri, þrímastraðri stálskonnortu sem Thor Jensen átti. Þeir lögðu af stað um miðjan júní en lentu í ís og fréttist ekkert af þeim í 21 dag. Heldurðu að þeir komi þá ekki, eftir þrjár vik- ur, lónandi á stórseglinu einu inn á Siglufjörð aftur! Þeir höfðu aldr- ei komist vestur fyrir Horn, höfðu stöðvast þar í ísnum. Var ekkert vitað um þá allan þennan tíma? Nei, þá var enginn sími, ekkert radíó, enginn dýptarmælir né önn- ur þau tæki sem nú eru sjófarend- um til öryggis. Nú, þeir nestuðu sig svo upp og tóku olíu á 16 hest- afla mótor sem var' í skipinu, notaður til að færa það við bryggj- ur. Síðan lögðu þeir af stað aftur austur um. Ferðin til Reykjavíkur þá Ieið tók átta daga. Samtals tók það föður minn jafnmarga daga að koma sér til Reykjavíkur eins og sonur hans er margar mínútur í dag við góðar aðstæður. Að hugsa sér þessa breytingu! Hvað hafði faðir þinn starfað áður en hann fluttist hingað? Faðir minn var á Möðruvalla- skóla fyrir aldamótin, lærði síðan bakaraiðn hjá Schiöth bakara á Akureyri og lauk prófi 1902. Tveim árum seinna stofnaði hann bakarí hér á Siglufirði en það brann 1905. Guðmundur móto- risti, sem svo var nefndur, byggði síðar verkstæði sitt á rústunum. Svo fór pabbi að versla á Akur- eyri en missti búðina í bruna 1909. Þá varð hann faktor í Haganesvík og gegndi því starfi til 1915. Það ár byijaði hann svo aftur að versla á Akureyri og stundaði það starf þangað til hann fluttist hingað. Eg hef heyrt að faðir þinn hafi rekið vinnumiðlun á Akureyri áður en hann kom hingað, e.t.v. fyrstur manna á íslandi. Um það er mér ekki kunnugt. Annað mál er að hann hafði mikil sambönd þar. Hann hafði af- greiðslu fyrir dönsk skip og var mikið beðinn um vinnu. Svo rak hann veitingasölu og greiddi fyrir mönnum á ýmsan hátt, þekkti marga og annaðist ýmiss konar milligöngu og fyrirgreiðslu. Eitt- hvað var um að hann væri beðinn að útvega menn til starfa. Það er vel líklegt að hann hafi verið með einskonar vinnumiðlun, en opin- berri vinnumiðlunarstofu á hans vegum man ég ekki eftir. Byijaði hann með skipaverslun héma? Nei,° þetta var bara venjuleg matvöruverslun sem hann byijaði með í júlí 1921. Árið eftir byijaði svo sonur hans 11 ára að versla. Pabbi fékk heilmikið af sýnishom- um og verðlistum. Meðal þess sem vantaði í skólann voru útsögunar- sagir, blöð í þær og teikningar til að saga út eftir. Ég fór að panta þetta og selja í skólann. Svo bætt- ist ýmislegt við. Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar ég keypti inn 200 jó-jó og seldi, fyrstur manna á íslandi. I annað skipti pantaði ég 144 stóla, ósamansetta og setti þá saman sjálfur. Ég fékk þetta allt á nafni pabba. Skipaverslunin, já. Pabbi fékk ekki umboðið fyrir Ellingsen fyrr Georg Fanndal kaupmaður, f. 13. júlí 1917, d. 13. janúar 1970. Sigurður J.S. Fanndal kaupmað- ur, f. 6. apríl 1876, d. 14. október 1937. en 1928. Áður hafði Ellingsen lát- ið Goos selja fyrir sig, en bara yfir sumarið. Em síðustu árin áður en verksmiðjurnar voru byggðar hérna 1930 var hér voðaleg fá- tækt og matvöruverslunin erfíð. Þá datt pabba þetta í hug, að taka að sér skipaverslunina og reka hana allt árið. Þetta vatt svo fljót- lega upp á sig. Það var svo mikið sem skipin þurftu af allskonar útgerðar- og viðhaldsvörum og stóijókst þegar verksmiðjan kom. Þá var þetta orðið ágætlega líf- vænlegur rekstur. Þegar pabbi dó 1937 tók Georg við. Varst þú þá byrjaður að versla? Já, ég byijaði 30. maí 1934. Mér er það minnisstætt að fyrsti Sigurður G. Fanndal kaupmaður, f. 2. október 1942. Gestur H. Fanndal kaupmaður, f. 10. júlí 1911. viðskiptavinurinn þegar ég opnaði var Helga gamla Bergþórs í bama- skólanum. Hún tók út vörur fyrir 20 krónur. Ég sagði henni svo að ég ætlaði að gefa henni þessa út- tekt í tilefni af því að hún hefði komið fyrst til að versla hjá mér. En þá fór hún að bera sig upp alveg eyðilögð yfir því að hafa ekki keypt meira! Bytjaðirðu stórt? Nei,_ ekki er nú hægt að segja það. Ég byijaði við aðalgötuna, rétt ofan við Norðurgötu, í Njáls- búð, sem stundum var kölluð svo, kennd við Njál Hallgrímsson sem bjó í húsinu austan við. Rudolf Sæby bjó vestan við. Seinna var Föndurbúðin og fleiri verslanir í þessu húsnæði. Kapitalið sem ég byijaði með var 60 krónur í pen- ingum og 720 tómar síldartunnur sem ég hafði eignast og hægt var að selja eða veðsetja. Vannst þú ekki í versluninni hjá föður þínum? Jú, ég vann þar meira og minna þangað til ég byijaði sjálfur. Reyndar vann ég dálítið annars staðar. Þegar ég kom heim frá Flensborg varð ég fyrst verkstjóri hjá Þorkeli Clementz við byggingu síldarverksmiðjunnar. Clements starfaði þar sem einskonar fulltrúi eða trúnaðarmaður Guðmundar Hlíðdals verkfræðings, sem var að mig minnir formaður byggingamefndarinnar. Clementz var eftirlitsmaður gagnvart út- lendingunum, sem voru þama fjöl- margir, meðal annarra Schrezen- meier sá sem teiknaði verksmiðj- una. Schrezenmeier er mér talsvert minnisstæður. Hann var í fyrra stríðinu í sveit sem var sérhæfð í niðurbroti, þ.e. að sprengja og eyðileggja á undanhaldi allt sem óvinunum gæti að gagni komið. Hann greip stundum til samlíkinga úr herþjónustunni. Einu sinni kom hann þar að sem menn vom að grafa fyrir undirstöðum og þótti lítið hafa gengið frá því að hann kom síðast. Honum varð þá að orði að ef þeir hefðu verið að grafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.