Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 40
IBM PS/2 KEYRIR STÝRIKERFI FRAMTÍÐARINNAR: IBM OS/2 SJOVA miwí: LMENNAR VÁTRYGGING SEM BRÚAR BILID MORGUNBLADIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Byrjað verði á jarðgöngum undir Hvalfjörð á Hnausaskersleið vorið 1993: Valið úr erlendum lána- tilboðum um mánaðamót Sala á tækniþekk- ingn í sjávarútvegi: Rætt við ‘aðila í mörg- um löndum í RÆÐU sem Magnús Gunnars- son, formaður Samtaka atvinnu- rekenda í sjávarútvegi, hélt á ráðstefnu Verktakasambands Is- lands í gær fjallaði hann m.a. um sölu á íslenskri þekkingu og tækni í sjávarútvegi erlendis. Sagði hann að verið væri að und- irbúa stofnun fjárfestingarsjóðs sem gæti auðveldað þátttöku ein- stakra fyrirtækja í slíkum verk- efnum. Magnús sagði að á undanfömum árum hefðu Islendingar í auknum mæli verið að þreifa fyrir sér með sölu á íslenskri þekkingu á sviði sjávarútvegsmála á erlendum vett- vangi, og væri skemmst að minnast uppbyggingar íslendinga á fjölda frystihúsa á Grænlandi fyrir nokkr- um árum. „Um þessar mundir standa yfir viðræður við aðila í Chile, Perú og Argentínu um mögulega sölu á skipum, vélum og þekkingu. I und- ^irbúningi eru viðræður við aðila í Namibíu, Suður-Afríku, Rússlandi, Mexíkó og Indlandi," sagði Magnús. Hann sagði að þessum þreifíng- um hefði ekki verið flaggað í fjölmiðlum því reynslan hefði oftar en ekki verið sú að ekki hefði verið hægt að fínna boðlegan rekstrar- grundvöll fyrir þau verkefni sem í boði hefðu verið. Það þýddi þó ekki að menn sætu heima með hendur í skauti og vonir stæðu til að innan tíðar mætti sjá árangur af þessu starfi. „íslensk fyrirtæki og íslensk- ir bankar hafa hins vegar ekki efni á mikilli áhættu í þessum efnum og því er nauðsynlegt að vanda það sem gert er eins og kostur er,“ ^ sagði Magnús. Tveir slösuð- ust í árekstri MAÐUR og kona slösuðust í hörðum árekstri á mótum Breið- holtsbrautar og Stekkjarbakka klukkan tæplega níu í gær- kvöldi. Að sögn lögreglu voru meiðsli þeirra ekki talin lífs- hættuleg. Báðir bílamir voru óöku- færir eftir óhappið. SAMGÖNGURÁÐHERRA og Vegagerð ríkisins hafa samþykkt þá niðurstöðu Spalar hf., sem ann- ast undirbúning jarðgangagerðar undir Hvalfjörð, að göngunum verði valinn staður á svokallaðri Hnausaskersleið, frá Saurbæ á Kjalarnesi að Rein. Gylfi Þórðar- son, stjórnarformaður Spalar hf., segir að nú sé komið að lokum fyrsta áfanga verksins og þessa dagana séu fulltrúar félagsins í viðræðum um fjármögnun fram- kvæmdanna við fjórar erlendar lánastofnanir og gera ráð fyrir að taka ákvörðun um hvaða aðili verður fyrir valinu um næstu mánaðamót. Útreikningar um arð- semi ganganna miðast við að lagð- ur verði á 700 kr. vegtollur á smábíla þegar göngin verða tilbú- in og 3.750 kr. af þungabifreiðum. Gylfí segir að þegar hafí farið fram viðræður við fulltrúa frá Nomura- bank og í gær fóm fram viðræður við fulltrúa frá Sumitomobank. í næstu viku fara fram viðræður við fulltrúa frá Barclays auk þess sem væntanlegt er tilboð frá Oppenheim- er-fjármögnunarfyrirtækinu í Bandaríkjunum, sem haft hefur upp- lýsingar um verkefnið til athugunar. Gylfi segir að félagið ætli að taka ákvörðun um hvaða fjármögnunar- banki verði fyrir valinu um næstu mánaðamót. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði að unnið væri að undir- búningi framkvæmdanna af fullum krafti og fyrirspurnir hefðu borist frá erlendum fjármagnsaðilum um hugs- anlega Ijármögnun mannvirkisins. „Næsti áfangi er að fá erlendan banka til að gera arðsemis- og fjár- mögnunaráætlanir vegna hugsan- legrar lánsfjármögnunar síðar. Við höfum nokkra erlenda aðila í takinu og hafa þrír þeirra komið inn í þetta að eigin frumkvæði," sagði Gylfi. Aætlaður kostnaður við ganga- gerð undir Hvalfjörð er 3,4 milljarðar kr. auk vaxtakostnaðar. Til viðbótar er áætlað að kostnaður Vegagerðar- innar nemi 500-600 millj. kr. við vegatengingu. Til stendur að 20% kostnaðarins verði aflað með söfnun hlutafjár en erlendir fjármögnuna- raðilar fjármagni afganginn. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist vorið 1993 og er framkvæmdatími áætlaður 3 ár. Samgönguráðherra sagði að þar sem búið væri að leggja bundið slit- lag fyrir Hvalfjörð yrði sú leið áfram þótt af jarðgöngum verði. Kynnti hann stöðu þessa málsins á ríkis- stjórnarfundi í gær. Á annað hundrað skíp án lögboðínna neyðartalstöðva ÍSLAND er eina landið í heiminum sem hefur bundið það í lög að neyðartalstöð skuli vera um borð í öllum skipum, jafnt fiskiskipum sem flutningaskipum. Páll Guðmundsson, deildarstjóri lyá skipaskoðun Sigl- -ingamálastofnunar, telur að hátt á annað hundrað skip séu án neyðar- talstöðva og þeim fjölgi jafnt og þétt eftir þvi sem talstöðvamar gangi úr sér. Færanlegar neyðartalstöðvar sem eru um borð í mörgiun íslensk- um skipum á tíðninni 2.182 metrum og hafa verið fluttar inn frá Eng- landi, hafa ekki verið framleiddar í 3-4 ár, og síðustu árin vom þær eingöngu framleiddar fyrir íslenskan markað. Póstur og sími hefur ekki viðurkennt aðrar gerðir neyðartalstöðva, en við prófanir á þeim fer stofnunin eftir stöðlum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar sem miðast við notkun um borð í flutningaskipum 500 rúmlestum eða stærri. Páll sagði að ný reglugerð Alþjóða- siglingamálastofnunarinnar væri um þessar mundir að öðlast gildi og sam- kvæmt henni yrðu færanlegar neyð- artalstöðvar í flutningaskipum á rás 16. Hins vegar væri engin alþjóðleg reglugerð til um slíkar talstöðvar fyrir minni skip. Stofnunin gerir strangar kröfur um gæði færanlegra neyðartalstöðva og Póstur og sími, sem prófar slík tæki, fylgir stöðlum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Samkvæmt þessum stöðlum eiga neyðartalstöðvar t.a.m. að vera vatns- og höggheldar. „Það er bundið í íslensk lög að það eigi að vera færanleg neyðartalstöð um borð í skipum. Við höfum átt marga fundi með Pósti og síma og samgönguráðuneytinu vegna þessa. Við viljum ekki gefa frávik frá lögun- um við skoðanir skipa en við getum ekki annað. Það eru á annað hundrað skip sem ekki eru búin færanlegum neyðarstöðvum. Engin slík talstöð er til á markaðnum sem samþykkt hefur verið af Pósti og síma,“ sagði Páll. Hann sagði að Siglingamála- stofnun hefði lagt til að þær talstöðv- ar sem að gæðum nálguðust þessa staðla mest yrðu samþykktar. Páll sagði að nýjar stöðvar væru að koma á markað en of snemmt væri að segja til um hvort þær stæð- ust kröfur Pósts og síma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (15.01.1992)
https://timarit.is/issue/124497

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (15.01.1992)

Aðgerðir: