Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992
33
Kveðja frá
Sam-frímúrarareglunni
Við veitum því sjaldnast athygli
hve lífið er mikil endurtekning og
oft og tíðum er um endurtekningu á
andstæðum að ræða. Okkur er tamt
að líta svo á að það sem hendi okkur
sé einstakt. En þegar grannt er skoð-
að kemur annað í ljós. Flóð og fj'ara
skiptast á, ein árstíð tekur við af
annarri, gróður jarðar vaknar til lífs
að vori og sölnar að hausti, líf fæðir
af sér líf og deyr. Hin eilífa hringrás
sköpunarverksins er stöðugt að verki
allt í kringum okkur en einstaka
þættir hennar snerta okkur dýpra
en aðrir. Þau atvik sem varða okkur
persónulega marka tilveru okkar.
Burtför vinar eða bróður setur spor
í vitund okkar en söknuður, þakk-
læti og fyrirbænir haldast í hendur
á kveðjustund.
Hinn 14. janúar sl. hvarf Þorvarð-
ur Áki Eiríksson til hins eilífa aust-
urs eftir löng og erfið veikindi. í
fyrstu leit út fyrir að hann ynni sig-
ur á sjúkleika sínum en svo náði
maðurinn með ljáinn undirtökunum
og hafði betur. Hann sigrar okkur
alltaf að lokum en stundum fmnst
okkur koma hans ótímabær þegar
mikið er eftir af starfsævinni og
mörg áhugaverð verkefni bíða úr-
lausnar.
Þetta á við þegar við lítum yfír
vegferð bróður okkar, Þorvarðar
Áka. Hann var aðeins 60 ára er
hann kvaddi þennan heim. Hann
gekk í Sam-frímúrararegluna árið
1967 og hafði því starfað þar í 24
ár. Starf reglu okkar var honum
mjög hugleikið og hann var virkur
félagsmaður frá fyrsta degi til þess
er sjúkdómur hamlaði því að hann
gæti sinnt þeim störfum er hann var
kjörinn til af systkinum sínum. Hann
var brennandi í áhuga sínum á mál-
efnum reglunnar og rækti þau trún-
aðarstörf sem honum voru falin af
ítrustu samviskusemi og hollustu.
Hugsjónir Sam-frímúrarareglunn-
ar voru Þorvarði Áka hjartans mál
og viðhorf hans til lífsins bar vott
um mikinn mannkærleika og næman
skilning á innsta eðli þess. Hann var
jafnréttismaður í fyllstu merkingu
þess orðs og átti auðvelt með að
hrífa aðra með sér í umræðum er
slík málefni bar á góma. Þorvarður
Áki var vinmarg^ir maður sem barst
ekki á en með glaðværri framkomu
og góðvild laðaði hann fólks til fylg-
is við sig. Lífsmáti hans bar vott um
hógværð og staðfestu. Kom það
glöggt fram í erfiðum veikindum
hans hve þetta lífsmunstur sem hann
hafði tamið sér var honum mikill
styrkur.
Eiginkonu Þorvarðar Áka, Mar-
gréti S. Einarsdóttur, sem stóð sem
bjarg við hlið hans uns yfir lauk, og
öðrum aðstandendum eru hér sendar
einlægar samúðarkveðjur.
Systkinin í Sam-frímúrararegl-
unni hafa misst^góðan bróður þar
sem Þorvarður Áki er. Þau þakka
óeigingjörn störf hans í þágu regl-
unnar, vináttu liðinna ára og bróð-
urkærleik og biðja honum blessunar
á ljóssins leið.
Kristín Jónsdóttír.
í dag fer fram frá Kópavogs-
kirkju útför Þorvarðar Áka Eiríks-
sonar, framkvæmdastjóra, en hann
andaðist á heimili sínu 14. janúar sl.
Við andlát Áka koma fram í hug-
ann minningar frá liðnum tíma.
Kynni okkar hófust 1953, eða fyrir
tæpum 40 árum. Við urðum svilar
þegar við héldum sameiginlegt brúð-
kaup með þeim systrum Margréti
og Valgerði Einarsdætrum, en þær
bjuggu þá á Þjórsárgötu 4 í Skerja-
firði. Síðan hafa leiðir okkar legið
saman meira og minna.
Við vorum fj'ögur á brúðkaupsferð
í Kaupmannahöfn, við heimsóttum
Húnavatnssýslu og Akureyri, en
þaðan áttu þær systur og Áki ættir
að rekja. Þetta voru skemmtileg
ferðalög, sem enn koma upp í hug-
ann eftir öll þessi ár.
Foreldrar þeirra systra Margrétar
og Valgerðar, þau Einar Þorsteins-
son skrifstofustjóri hjá Olíuverzlun
íslands og kona hans Halldóra Hall-
dórsdóttir, sem bæði eru látin, áttu
fallegt og myndarlegt heimili. Fyrst
á Þjórsárgötu 4, en síðan á Einimel
2 hér í bæ. Þar áttum við á liðnum
áratugum marga ánægjulega stund
með Þorvarði Áka og konu hans
Margréti.
Áki var fyrr á árum glæsilegur
ungur maður eins og margir frænd-
ur hans. Hann stundaði íþróttir og
hafði alla tíð á þeim mikinn áhuga.
Áki flutti snemma í Kópavog og
gerðist þar brátt forystumaður um
eflingu íþrótta. Það færði honum
mikla gleði þegar sonur hans Einar
náði þeim árangri að keppa árum
saman með landsliðinu í handbolta
og verða einn þekktasti íþróttamað-
ur landsins. Annar sonur Áka, Eirík-
ur, er einnig kunnur íþróttamaður.
Eiríkur var hjá föður sínum í veikind-
um hans og var honum mikil hjálpar-
hella.
Að lokum skólanámi á Akureyri
fór Áki til Danmerkur og kynnti sér
verksmiðjurekstur. Hann rak lengst
af eigið fyrirtæki, Aladín hf., sem
staðsett var í Kópavogi og fram-
leiddi ýmsar tegundir sælgætis.
Allra seinustu árin voru Áka erf-
ið. Hann tók ólæknandi sjúkdóm og
barðist við hann með miklum kjarki
og æðruleysi. Þó veikur væri, kaus
hann að dvelja á heimili sínu sem
var honum kært. Honum varð að
þeirri ósk sinni að eyða þar seinustu
mánuðum, vikum og dögum ævi
sinnar, og njóta hjá fjölskyldunni
einstakrar umönnunar og hjúkrunar
konu og barna.
Að leiðarlokum vil ég þakka Áka
langa samferð. Oft fórum við saman
austur að Rangá á liðnum árum og
áttum skemmtilegan dag. Minning-
arnar eru margar.
Systkinum Aka, þeim Erni sigl-
ingafræðingi, Sigurði skrifstofu-
manni og Ernu verzlunarkonu, er
vottuð hluttekning. Einn bróðir Aka,
Kristján hæstaréttarlögmaður er lát-
inn;
Ég og kona mín, Valgerður vott-
um Margréti, börnum hennar og
tengdabörnum alla okkar samúð.
Megi Þorvarður Áki Eiríksson
hvíla í friði. Honum fylgi blessun
Guðs.
Lúðvík Gizurarson.
Fleirri greinar un Þorvarð
Áka Eriríksson bíða birting-
ar og munu birtast á næst-
Minning:
Kveðjuorð:
Bjarni Oddsson
-
Mig langar til að minnast Bjarna
Oddssonar með nokkrum orðum.
Hann var giftur Svönu frænku og
var því sjálfsagður hluti fjölskyld-
unnar. Ég man eftir honum alveg
frá því ég var pínulitil. Sérstaklega
koma upp í hugann minningar frá
öllum aðfangadagskvöldunum og
síðar gamlárskvöldum sem hann og
Svana eyddu heima hjá okkur á
Sunnuveginum. Það er annars varla
hægt að hugsa um annað þeirra
án þess að hitt komi upp í hugann
líka. Því finnst mér skrýtið að hugsa
til þess að ég eigi ekki eftir að sjá
hann aftur. Að á aðfangadags- og
gamlárskvöldum framtíðarinnar
verði enginn Bjarni mitt á meðal
okkar allra.
Síðustu árin var æ strjálla á milli
þess sem við hittumst. Eins og ger-
ist og gengur þegar börn vaxa úr
grasi og eignast eigin vini þá fær
fj'ölskyldan sífellt minni tíma. En
hvenær sem einhver átti stóraf-
mæli eða eitthvað annað markvert
gerðist í fjölskyldunni hitti ég hann
alltaf. Það var einhvern veginn svo
sjálfsagt. Bjarni hafði alltaf verið
til í mínum huga og þess vegna
átti hann alltaf að vera til staðar.
Það verður erfitt að venjast því að
vera án hans.
Nú þegar ég kveð kæran frænda
minn þá hugsa ég til allra góðu
stundanna sem við áttum og bið
Guð um að gæta hans vel.
Elsku Svana, þú hefur alla mína
samúð, Guð blessi þig.
Fyrir hönd systkinanna á Sunnu-
veginum,
Sigrún Sveinbjörnsdóttir.
Helga Guðjónsdótt-
irfráLaxnesi
Fædd 5. maí 1912
Dáin 15. janúar 1992
Elskuleg ömmusystir okkar,
Helga Guðjónsdóttir frá Laxnesi,
hefur nú fengið hvíld eftir baráttu
við erfiðan sjúkdóm, sem sigraði
að lokum. En eftir hana lifa ljúfar
minningnar "sem gleymast aldrei.
Helga var okkur systrum sem
besta amma og móður okkar sem
henni þótti svo vænt um sem önn-
ur móðir. Við minnumst sunnu-
dagsmorgna þegar hún kom spáss-
erandi eins og hún sagði frá Laug-
arveginum þar sem hún bjó, heim
til okkar og við hlupum fagnandi
niður götuna á móti henni. Eftir
matinn meðan mamma hrærði í
pönsur sat hún við eldhúsborðið
og fægði silfrið og spjallaði við
okkur um alla heima og geima.
Svo settist hún við píanóið og spil-
að undir meðan mamma söng.
Helga var píanókennari að mennt
og mikið var reynt að fá okkur í
tima en því miður var áhuginn
ekki mikill á þessum árum, okkur
fannst svo miklu skemmtilegra að
fá að róta í skúffum og skápurn
og Helga var vön að segja „það
er allt í lagi að þið gerið þetta hjá
mér en ekki hjá öðru fólki". Helga
og móðir okkar voru mjög nánar
alla tíð og þeir voru ófáir göngutúr-
arnir og tónleikarnir sem þær
sóttu.
Á sama tíma hringdust þær á
þó fréttirnar væru ekki miklar,
bara til að heyra hvor í annarri.
Þegar móðir okkar lést '85 var
missir Helgu mikill. Vonandi hafa
þær nú hist á ný bak við móðuna
miklu. Við systurnar viljum þakka
Helgu alla þá góðvild og elsku sem
hún sýndi okkur alla tíð, og hörm-
um að börnin okkar skuli ekki fá
að kynnast eins og við þessari ein-
stöku konu sem okkur þótti svo
vænt um. Við biðjum algóðan guð
að geyma Helgu.
Sigga og Inga.
Kveðja frá Tónlistar-
skólanum í Keflavík
Helga Laxness kenndi við Tón-
listarskólann í Keflavík í tæp 20
ár. Á þeim tíma kenndi hún mörgu
barninu þá list að leika á píanó.
Hún var samviskusamur kennari,
gerði kröfur til nemendánna og
lagði allan sinn metnað í kennsl-
una. Helga hóf störf við skólann í
byrjun sjöunda áratugarins og
kenndi þar fram á þann níunda. A
þessum tíma breyttust aðstæður
skólans mikið og tónlistarnám varð
æ algengara á meðal barna. Á
þessum árum fór fram mikið upp-
byggingarstarf innan skólans sem
hún átti stóran þátt í. Fyrir það
verðum við ævinlega þakklát. . **
Um leið og kennarar og annað
starfslið skólans þakka henni sam-
starfið, vottum við ættingjum
hennar okkar dýpstu samúð.
Skólastjóri.
jf
4600,
S*N£
Z9tt
250.
• \
Scenquryera sett
&690r
mJMFATA-
mH\  fHMWWVf
0 Óseyii4,  Auðbrekku2,  Skeifunni 13, §
Akureyri    Köpavogi     Reykjavik
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48