Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK 26. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jeltsín vill geimvarnarkerfí fyrir alla heimsbyggðina Sameinuðu þjóðunum. Reuter. Ödýrari hamborgarar Stjómendur McDonalds-veit- ingastaðarins í Moskvu ákváðu í gær að lækka verð á hamborg- urum um 28% það sem eftir er vetrar til að létta undir með Moskvubúum. Um 30.000 manns borða þar daglega. Skæruhðafylking Habash sagði hins vegar í yfirlýsingu, að hún hefði samið við frönsku stjómina, sem bæri því „pólitísk og siðferðileg" skylda til að láta hann fara fijálsan ferða sinna. Talsmaður PLO í Frakk- landi sagði Habash munu neita að svara spurningum yrði hann yfir- heyrður. Heimildir innan franska dómkerfisins hermdu í gærkvöldi að til stæði að flytja Habash úr landi snemma að morgni laugardags. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, var í opinberri heimsókn BORIS Jeltsin, forseti Rússlands, hvatti í gær til smíði alþjóðlegs geimvarnarkerfis, er byggði á geimvarnaráætlun Bandaríkja- manna að viðbættri rússneskri tækniþekkingu. „Ég held að tími sé tii kominn að búa til hnattrænt kerfi sem myndi vernda heims- byggðina aila,“ sagði Jeltsín I ræðu við upphaf leiðtogafundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en þetta er í fyrsta skipti í sögu SÞ sem slikur fundur er haldinu. í Oman á Arabíuskaga þegar ákveð- ið var, án hans vitundar, að leyfa Habash að koma til Parísar. „Þegar við komumst að þessu tók okkur bara tíu sekúndur að átta okkur á því hvað þetta þýddi,“ sagði Mitter- rand við blaðamenn í flugvél á leið til New York í gær. „Þeir eru viti sínu fjær,“ var það eina sem Mitter- rand gat sagt og átti þá við emb- ættismennina sem sagðir eru hafa samþykkt komu Habash. Mitterrand var heldur ekki fyrr kominn heim á fímmtudag en hann Fundurinn stóð í einn dag og var tilgangurinn að ræða nýtt skipu- lag heimsmála að kalda striðinu loknu. Bretar höfðu veg og vanda að skipulagi fundarins og sagði John Major í setningarræðu fund- arins að hann markaði tímamót í sögu heimsins og Sameinuðu þjóð- anna. Yrðu leiðtogarnir að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að það væri SÞ og öryggisráðið sem þeir hygðust nota til að tryggjafrið ogstöðugleika. krafðist afsagnar fjögurra háttsettra embættismanna; Georginu Dufoix, yfirmanns franska Rauða krossins sem starfað hefur sem ráðgjafi for- setans; Francois Scheer, æðsta emb- ættismanns utanríkisráðuneytisins, og starfsmannastjóra í utanríkis- og innanríkisráðuneytinu. Franska stjórnarandstaðan segir hins vegar að útilokað sé að ákvörð- unin um Habash hafi verið tekin án vitundar einhverra ráðherra og krefst þess að Edith Cresson forsæt- isráðherra, Roland Dumas utanríkis- ráðherra og Philippe Marchand inn- anríkisráðherra segi af sér. „í þessu máli hafa undirsátarnir verið hafðir sem blóraböggull," sagði Alain Juppe, einn helsti forystumaður í RPR, flokki nýgaullista. Habash og félagar hans í Alþýðu- Rússlandsforseti sagði í ræðu sinni að Rússar litu svo á að Banda- ríkjamenn og Vesturlönd í heild sinni væru ekki bara samstarfsaðilar þeirra heldur bandamenn. Hann sagði að nú þegar kalda stríðið væri liðið undir lok yrði öryggisráðið að gegna virkara hlutverki og lagði til að svo yrði búið um saumana að ráðið gæti með skömmum fyrirvara gripið inn í staðbundin átök til að tryggja frið og stöðugleika í heimin- fylkingunni til frelsunar Palestínu eru meðal annars grunaðir um að hafa staðið að baki ýmsum morðum í Frakklandi á áttunda áratugnum og rænt franskri farþegaþotu, sem neydd var til að lenda í Entebbe í Uganda. Samkvæmt frönskum lög- um má halda manni, sem er grunað- ur um hryðjuverk, í gæslu í fjóra sólarhringa án dómsúrskurðar. Talsmaður ísraelska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær, að hugsan- lega færu ísraelar fram á það við Frakka að Habash yrði framseldur þeim vegna glæpa sem hann bæri ábyrgð á. Saka ísraelar Habash meðal annars um að hafa skipulagt árás japanska Rauða hersins á fólk í Lod-flugstöðinni 1972 en þá féllu 26 manns. Hann gaf líka í skyn að Rússar væru nú reiðubúnir að hverfa frá þeirri stefnu sinni að líta á aðgerðir af hálfu SÞ vegna mannréttinda- brota sem afskipti af innanríkismál- um aðildarríkja. „Þessi mál eru ekki innanríkismál ríkja heldur mun frek- ar hluti af þeim skyldum sem þau hafa gengist undir með stofnsátt- mála SÞ,“ sagði Rússlandsforseti í ræðu sinni. George Bush Bandaríkjaforseti sagði á fundinum að koma yrði bönd- um á útbreiðslu kjarnorkuvopna og annarra gjöreyðingarvopna. Ekki síst yrði að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn kæmust yfir slík vopn. „Við verðum að stilla saman strengi okkar þannig að héðan í frá muni þeir sem starfa að þróun háþró- aðra vopna beita kröftum sínum í þágu friðar,“ sagði Bandaríkjafor- seti. Telja fréttaskýrendur að Bush hafi ekki síst beint þessum orðum til Li Peng, forsætisráðherra Kína, sem sat fundinn, en talið er að Kín- veijar hafi selt tækniþekkingu á sviði kjarnorkuvopna til ýmissa ríkja þrátt fyrir að þeir haldi sjálfir öðru fram. Li Peng lagðist á fundinum gegn því að SÞ hefði í auknum mæli af- skipti af mannréttindabrotum. Sagði hann Kínveija ekki vilja afskipti af „innanríkismálum aðildarríkjanna undir yfirskini mannréttindamála". í dag munu Bush og Jeltsín hitt- ast í Camp David og verða afvopnun- armál og fækkun kjarnorkuvopna þar efst á baugi auk efnahags- ástandsins í Rússlandi að sögn bandarískra embættismanna. Þá munu þeir einnig ræða um hugsan- legan leiðtogafund í Bandaríkjunum síðar í vor. um. Krafist afsagnar þriggja franskra ráðherra vegna Habash-málsins Poríe Pouinr París. Reuter. Stjórnarandstaðan í Frakklandi krafðist þess í gær, að forsætis-, utanríkis- og innanríkisráðherrann segðu af sér vegna þeirrar ákvörð- unar að leyfa George Habash, einum róttækasta leiðtoga Palestínu- manna, að leita sér lækninga í París. Þá höfðu fjórir háttsettir embætt- ismenn látið af störfum vegna þessa máls, sem er að verða hið alvarleg- asta fyrir frönsku stjórnina. I gær reyndi hún að bæta úr fyrir sér með því að lýsa yfir, að Habash væri í gæslu og yrði yfirheyrður. Fyrsti leiðtogafundur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna: •• Utanríkisráðherrafundur ROSE í Prag: * Akveðið að herða mjög eftirlit á átakasvæðum Prag. Reuter. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) samþykktu í gær víðtækar áætlanir til að gefa samtökunum aukið vægi nú þegar samveldisríkin á rústum Sovét- ríkjanna hafa bæst í hóp aðildarríkja og þeim því fjölgað úr 38 I 48. Ráðherrarnir samþykktu svokall- að Prag-skjal um breytingar á hlut- verki og uppbyggingu RÓSE. Farn- ar verða fleiri ferðir til upplýsinga- öflunar á vegum skrifstofu samtak- anna í Vín sem vinnur að því að hindra deilur og átök. Sendinefnd fer nú þegar í þessum tilgangi til .Armeníu og Azerbajdzhans. Einnig var ákveðið að farnar yrðu könnun- ar- og eftirlitsferðir til nýrra lýð- ræðisríkja til að fylgjast með mann- réttindamálum. Nokkuð var um það deilt á fundinum hvort RÖSE ætti að koma sér upp friðargæsluliði. Þjóðveijar, ítalir og Tékkar voru fylgjandi þeirri hugmynd en Bandaríkja- menn, Rússar, Bretar og Frakkar voru henni andvígir. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sem setti ráðherrafundinn, sagði að RÖSE ætti að vera meira en „umræðu- klúbbur". Samtökin yrðu að hafa vald til að veija landamæri aðildar- ríkjanna og lýðræðislegar stofnanir þeirra. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, tók í sama streng og hvatti til þess að RÖSE kæmi sér upp friðargæsl- uliði. Douglas Hogg, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bretlands, var á önd- verðum meiði. Benti hann á að Sameinuðu þjóðirnar hefðu nú þeg- ar slíkt hlutverk og rætt væri um að Atlantshafsbandalagið og Vestur-Evrópusambandið létu einn- ig til sín taka á þessum vettvangi. Ekki tókst að jafna þennan ágreining og var málinu vísað til fjögurra mánaða ráðstefnu RÖSE í Helsinki sem hefst í mars. Sjá einnig frétt á bls. 19 John Major, forsætisráðherra Bretlands, flytur ræðu við upphaf leiðtogafundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Voru þar mættir í fyrsta sinn leiðtogar þeirra fimmtán ríkja sem aðild eiga að ráðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.