Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/LESBOK
tvBunHiifrife
STOFNAÐ 1913
32.tbl.80.árg.
LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Aætlun Rússa um einkavæðingu:
Miklar hömlur á er-
lendri fjárfestingu
Moskvu. Kiev. Reuter.
RÚSSNESK stjórnvöld kynntu í gær áætlun um einkavæðingu ríkis-
fyrirtækja. Þar er gert ráð fyrir miklum hömlum á erlendri fjárfest-
ingu vegna veikrar stöðu rúblunnar.
Anatólíj Tsjúbajs, sá ráðherra
rússnesku stjórnarinnar sem sér um
einkavæðingarmál, sagðist því mið-
ur verða að tilkynna að erlendri
Rússland:
Síðustu pól-
itísku föng-
unum sleppt
Moskvu. Reuter.
SÍÐUSTU tíu pólitísku föng-
unum í Rússlandi var sleppt
í gær. Mennirnir höfðu verið
í haldi í Perm-35 vinnu-
búðunum í Úral-fjöllum en
Borís Jeltsín, forseti Rúss-
lands, náðaði þá í síðustu
viku.
Mönnunum tíu, sem eru á
aldrinum 25-65 ára, hafði öll-
um verið gefið að sök að svíkja
ættjörðina eða gera tilraun til
þess. Alexander Dolzhikov var
lengst í haldi. Hann var dæmd-
ur árið 1983 fyrir ýmis afbrot
þ. á m. hafði hann reynt að
flýja land. Tveir voru dæmdir
fyrir flugrán og einn var fund-
inn sekur um að hafa ljóstrað
upp um ríkisleyndarmál. I frétt
fréttastofunnar Ita.r-Ta.ss seg-
ir um þessi tímamót: „Frelsun
þjóðfélagsins úr hlekkjum lög-
leysunnar hefur náð ákveðnum
endapunkti. Gnindvallarreglur
lýðræðislegs frelsis og mann-
réttinda hafa sigrað í landi
okkar."
Að sögn breska útvarpsins
BBC voru kunnir andófsmenn
eins og Vladímír Búkovskíj og
Natan Sharanskíj í haldi í
Perm-35 vinnubúðunum.
fjárfestingu yrðu settar strangar
skorður á meðan rúblan væri svo
veik gagnvart vestrænum gjald-
miðlum sem raun ber vitni. Annars
gæti sú staða komið upp að búð í
Moskvu seldist á þúsund dalí
(57.000 ÍSK).
Tsjúbajs sagði að það gæti tekið
tíu til fimmtán ár að brjóta upp
ríkisrekna efnahagskerfið í landinu.
Þó væri stefnt að því að einkavæða
fjórðung ríkisfyrirtækja á þessu
ári. Væru þau í flestum greinum
atvinnulífsins en þó yrðu 23 at-
vinnugreinar undanskiidar í fyrstu.
Tsjúbajs sagði ennfremur að starfs-
fólki fyrirtækja yrði boðið að kaupa
25% hlut í þeim og jafnframt hefði
það forkaupsrétt á 10% til viðbótar
á sérstökum kjörum.
Reuter
Sögulegum EB-samningi fagnað
Ráðherrar frá aðildarríkjum Evrópubandalagsins (EB) komu saman í Maastricht í Hollandi í gær og undir-
rituðu samning um sameiningu ríkjanna sem gengið var frá í borginni í desember. Taljð er að þetta sé
mikilvægasti samningur bandalagsins frá því Rómarsáttmálinn var undirritaður 1957. Á myndinni skála
nokkrir ráðherranna í kampavíni eftir að hafa undirritað samninginn. Þeir eru, frá vinstri: Cavaco Silva
forsætisráðherra Portúgals, Ruud Lubbers forsætisráðherra Hollands, Hans-Dietrich Genscher utanríkisráð-
herra Þýskalands, og Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB. Sjá frétt á bls. 23.
Pakistanar segjast geta
framleitt kjarnorkuvopn
Washington. The Daily Telegraph.
PAKISTÖNSK stjórnvöld viður-
kenndu í fyrsta sinn í gær að þau
gætu framleitt kjarnorkuvopn.
Hingað til hafa þau ávallt vísað
á bug öllum staðhæfingum um
að þau stefni að framleiðslu
kjarnorkuvopna.
Shahryar Khan, utanríkisráð-
herra Pakistans, sagði á fundi með
blaðamönnum bandaríska dag-
blaðsins Washington Post að Pak-
istanar hefðu orðið sér úti um allt
sem þyrfti til að framleiða kjarn-
orkusprengju.
Þessi yfirlýsing kom bandarísk-
um embættismönnum mjög á óvart
þótt þá hefði lengi grunað að Pak-
istanar gætu framleitt kjarnorku-
vopn. Þessar grunsemdir urðu til
þess að Bandaríkjaþing ákvað að
hætta við 573' milljóna dala efna-
hagsaðstoð við Pakistan fyrir
tveimur árum. Talið er ólíklegt að
þingið heimili aðstoð við landið í
bráð eftir þessa yfiriýsingu utanrík-
isráðherrans.
Khan sagði að Pakistánar myndu
ekki beita kjarnorkuvopnum eða
selja öðrum ríkjum þekkingu sína
á þessu sviði. Hann lagði jafnframt
áherslu á að Pakistanar myndu
ekki hætta kjarnorkutilraunum sín-
um nema nágrannaríkið Indland
gerði hið sama.
Ráðherrann sagði ennfremur að
stjórn landsins, sem komst til valda
árið 1990, hefði ákveðið að skýra
frá þessu til að öðlast traust Banda-
ríkjastjórnar og tryggja efnahags-
aðstoð frá henni.
Bandaríkjamenn telja að Pakist-
anar geti búið til að minnsta kosti
tvær kjarnorkusprengjur, en Khan
vildi ekkert um það segja. Banda-
rískir embættismenn ræddu við
stjórnvöld í Pakistan fyrir þremur
vikum og sögðu þeim að efnahags-
aðstoð kæmi ekki til greina nema
þau eyðilegðu allan kjarnavopna-
búnað sinn. Pakistanir höfnuðu
þessu en gengu hins vegar að kröfu
Bandaríkjamanna um að hætta að
vinna úran í kjarnorkuvopn.
Koivisto vill að Finn-
ar sæki um EB-aðild
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
MAUNO Koivisto, forseti Finnlands, sagði er hann setti þing landsihs
í gær að hann væri hlynntur því að Finnar legðu fram umsókn um
aðild að Evrópubandalaginu (EB) án nokkurra skilyrða.
			
Quayle			
fagnað í	\	<*9  ~4lm^ÆÉf	
Litháen			
Dan Quayle, varaforseti		I áMMh æsL ^LJwr'^Æ^	
Bandaríkjanna, heimsótti    1			
Litháen í gær og hélt         m		^*^wL j* s|L  j^^éÉHb	
ræðu á Sjálfstæðistorg-     ;     *		tíip .>4jPw  J|  W™k	
inu í Vilnius við mikinn     j			
fögnuð um 10.000 Lit-     |	KX,  í:':"*p^B      W. Æs&Bf \		
háa. Hann fagnaði  þar     MA|			
hruni kommúnismans og	Kflfl          \\^r  V		
spáði því að Eystrasalts-     1	¦¦'        tJ		
þjóðirnar  þrjár  myndu	S          H   4i		
brátt losna við alla rússn-			
eska hermenn. Á mynd-	¦¦ \     ¦		
inni  veifar  Quayle  til			
mannfjöldans ásamt Vy-	11		
tautás Landsbergis, for-			
seta Litháens.	' Jn    ^M~rm   *¥m		
		Reuter	
Kóivisto sagði að Finnar gætu
best haft áhrif á framvinduna með
því að semja við bandalagið án þess
að setja ákveðin skilyrði fyrirfram.
Hann kvaðst hlynntur umsókn um
aðild þótt ekki hefði náðst samstaða
á meðal landsmanna um málið. í
áramótaávarpi sínu hafði forsetinn
sagt að taka þyrfti ákvörðun í mál-
inu sem fyrst en lagði jafnframt
áherslu á mikilvægi þess að sátt
yrði um málið. Síðan hafa margir
látið í Ijós þá skoðun að leggja beri
fram skilyrði varðandi landbúnað-
ar-, varnar- og byggðamál með
umsókninni.
Ríkisstjórnin hefur ekki enn tekið
formlega ákvörðun um að sækja
um aðild að bandalaginu. Utanríkis-
mál heyra undir Koivisto og því er
talið fullvíst að umsókn verði lögð
fram. Forsetinn kvaðst viss um að
stjórnin hefði búið svo um hnútana
að Finnar gætu náð viðunandi sam-
komulagi við Evrópubandalagið.
Koivisto lagði áherslu á að auð-
veldara yrði fyrir Finna að laga sig
að breytingunum í Evrópu ef þeir
gætu látið rödd sína heyrast innan
EB, þar sem ákvarðanirnar væru
teknár. Hann sagði að ótti manna
við landbúnaðarstefnu bandalags-
ins væri ástæðulaus og taldi að
auðveldara yrði að tryggja byggð í
sveitum landsins og framtíð land-
búnaðarins með því að ganga í EB.
Forsetinn minntist hins vegar
ekki á áhrif hugsanlegrar EB-aðild-
ar á utanríkisstefnu Finna. Margir
andstæðinga aðildarinnar hafa sagt
að ógjörningur yrði að halda uppi
hlutleysisstefnu ef Finnar gengju í
bandalagið.
Talið er að þessi skýra afstaða
Finnlandsforseta með EB-aðild hafi
mikil áhrif á stefnumótun þeirra
flokka sem hafa ekki enn gert upp
hug sinn í málinu. Sá armur innan
Miðflokksins sem hefur verið and-
vígur EB mun að öllum líkindum
minnka verulega.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48