Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/C
JWtfnr0jttiMW>it>
42.tbl.80.árg.
STOFNAÐ 1913
FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Evrópska efnahagssvæðið:
Nýtt álit frá Evrópu-
dómstólnum í apríl
Brussel. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Kristófer M. Kristinssyni.
Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) ákvað í gær að
leita að nýju eftir umsögn Evrópudómstólsins um niðurstöður
samningaviðræðnanna um Evrópskt efnahagssvæði (EES) hvað
varðar dómstóla og eftirlitsstofnanir. Samkvæmt heimildum í
Brussel er vonast til, að hægt verði að undirrita samninginn á
ráðherrafundi EB 6. apríl næstkomandi þannig að hann geti tekið
gildi 1. janúar 1993.
Þrátt fyrir yfirlýslngar um hið
gagnstæða ' samþykkti fram-
kvæmdastjórn EB á fundi í Bruss-
el í gær að senda samkomulagið,
sem náðist við aðildarríki Frí-
verslunarbandalags             Evrópu
(EFTA) um nýjan dómstólakafla í
EES-samningnum, til umsagnar
hjá dómstóli bandalagsins í Lúx-
emborg og bar framkvæmda-
stjórnin við skýlausri beiðni Evr-
ópuþingsins þar að lútandi. Segja
talsmenn EB, að allar líkur séu á
því, að umsögn dómstólsins verði
jákvæð enda brjóti samkomulagið,
sem gert var við EFTA, í engu í
bága við sáttmála EB. Samkvæmt
heimildum í Brussel hefur þegar
verið haft samband við Evrópu-
dómstólinn auk þess sem flest þyk-
ir benda til, að lausnin hafi verið
fundin í nánu samráði við hann. I
gær ákváðu samningamenn
bandalaganna að ganga frá endan-
legum samningstexta með stað-
festingu aðalsamningamannanna
frá því á föstudag til dreifingar
innan aðildarríkja samningsins.
Það þykir þess vegna líklegt að
undirbúningur undir staðfestingu
EES samningsins geti hafist nú
þegar í aðildarríkjum hans.
Þá hefur Evrópuþingið farið
fram á að fá samningstextann sem
fyrst til þess að hægt sé að kynna
efni hans rækilega þó svo að ekki
sé mögulegt að taka hann fyrir
formlega fyrr en samningurinn
hefur verið undirritaður. í Brussel
eru skiptar skoðanir um hvaða
áhrif sú óumflýjanlega töf sem ný
umfjöllun Evrópudómstólsins veld-
ur kemur til með að hafa en rík
áhersla er lögð á að standa við þær
dagsetningar sem settar vorufram
í upphafi. Fari svq að umsögn
dómsins verði neikvæð verður, að
sögn talsmanna EB, að taka málið
upp að nýju en ekki er talið útilok-
að að ákveðið verði að ganga frá
samningnum þrátt fyrir neikvæða
umsögn EB dómstólsins. Á fundi
utanríkisviðskiptanefndar Evrópu-
þingsins sagði talsmaður fram-
kvæmdastjórnarinnar að samning-,
unum væri að fullu lokið og engin
ástæða væri til að ætla annað en
að Evrópudómstóllinn legði bless-
un sína yfir niðurstöður samninga-
mannanna frá í síðustu viku. Hann
sagði jafnframt að álit dómstólsins
lægi fyrir eftir 6—8 vikur. Þing-
menn á Evrópuþingingu lýstu í gær
ánægju með ákvörðun fram-
kvæmdastjórnarinnar jafnframt
því sem þeir ítrekuðu mikilvægi
þess að standa við þann ásetning
að samningurinn taki gildi í upp-
hafi næsta árs.
Kosningar í Punjab
Um þriðjungur kjósenda í Punjab á Indlandi virti
að vettugi hótanir öfgamanna af trúflokki sikha
og tók í gær þátt í fyrstu kosningunum í ríkinu í
fimm ár eða síðan ríkið var sett beint undir stjórn-
ina í Nýju Delhí. Var mikill viðbúnaður við alla
kjörstaði en um hálf milljón hermanna og þjóð-
varðliða gætti þess, að kosningarnar færu friðsam-
lega fram. Á síðustu fimm árum hafa 12.000 manns
misst lífið í óöldinni í ríkinu og þar af 5.700 aðeins
í fyrra.
Úkraínumenn gagnrýna af-
vopnunarviðræður Jeltsíns
Talið að 64 milljónir manna í Rússlandi einu þurfi á aðstoð að halda
Kíev, Frankfurt, Moskvu. Reuter.
LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, gagnrýndi Borís Jeltsín, forseta
Rússlands, harðlega í gær fyrir að eiga viðræður um kjarnorkuafvopn-
un fyrir hönd samveldisrík;janna án þess að hafa til þess umboð. Er
óttast, að þessi yfirlýsing geti aukið enn ágreininginn með leiðtogum
tveggja stærstu samveldisríkjanna. Háttsettur rússneskur embættis-
maður sagði í gær, að Rússar þyrftu að fá eina milljón tonna af mat-
vælum sem fyrst og þrjár milljónir tonna að auki á árinu.
Kravtsjúk, forseti Úkraínu, sagði
á fréttamannafundi í gær, að hefði
Jeltsín verið að ræða um að fækka
kjarnorkuvopnun samveldisríkjanna
á fundi sínum með George Bush
Bandaríkjaforseta nýlega, hefði
hann ekki haft til þess neitt umboð.
Sagði hann, að Jeltsín gæti aðeins
Danmörk-Noregur:
Ósamkomulag um flutn-
ing á rússneskum þorski
Ósló. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Jan Gunnar Furuly.
ER EÐLILEGT að rússneskur þorskur sem Danir hafa keypt sé
fluttur landleiðina um Noreg og þaðan til Danmerkur? Nei, segja
Norðmenn en deilan um þetta mál er farin að valda erfiðleikum í
samskiptum frændþjóðanna. Líta Danir hana mjög alvarlegum aug-
um og Poul Schliiter forsætisráðherra og Uffe Ellemann-Jensen
utanríkisráðherra hafa rætt hana sérstaklega við norska starfsbræð-
ur sína.
Að því er segir í norska blaðinu
Aftenposten eru Danir ævareiðir
Norðmönnum fyrir óliðlegheitin og
þeir líta á þau sem vanþakklæti
af verstu tegund með tilliti til þess
sem þeir lögðu á sig fyrir Norð-
menn í samningunum um Evrópska
efnahagssvæðið. Það hafi einfald-
lega verið þeim að þakka hvað tókst
að ná fram tollalækkun á mörgum
norskum afurðum.
I hnotskurn snýst deilan um at-
vinnu og útflutningstekjur en
Norðmenn vilja að rússneski þorsk-
urinn sé unninn í Noregi. Dönsku
fiskiðjuverin þurfa hins vegar meiri
fisk en fæst af dönsku bátunum
og Dönum finnst ekki nema eðli-
legt að þeir fái að vinna þann rúss-
neska fisk sem þeir hafi borgað
fyrir, jafnvel þótt hann hafi við-
komu í Noregi. Ekkert bendir þó
til sinnaskipta hjá Norðmönnum,
sem vísa i lagaheimildir frá sjötta
áratugnum og koma í veg fyrir
landanir rússnesku fiskiskipanna —
nema fiskurinn verði unninn í Nor-
egi.
fækkað þeim vopnum, sem Rússar
réðu yfir, og lagði til, að samveldis-
ríkin fjögur, sem hafa kjarnorku-
vopn á landi sínu, Rússland, Úkra-
ína, Hvíta Rússland og Kazakhstan,
stæðu saman að afvopnunarviðræð-
um við Bandaríkjastjórn.
Á fundi þeirra Bush og Jeltsíns í
síðasta mánuði var rætt um verulega
fækkun kjarnaodda og þeir James
Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, og Andrei Kozyrev, utanríkis-
ráðherra Rússlands, samþykktu á
þriðjudag að flýta viðræðum um
frekari fækkun kjarnorkuvopna.
Ágreiningur Ukraínumanna og
Rússa í efnahags- og hermálum hef-
ur farið dagvaxandi og óttast marg-
ir, að hann geti orðið til að sundra
samveldinu. Jegor Gaidar, aðstoðar-
forsætisráðherra Rússlands, sagði í
gær í viðtali við vikuritið Líter-
atúrnaja Gazeta, að það gæti haft
skelfílegar afleiðingar og hann
kvaðst hafa meiri áhyggjur af sam-
skiptum Rússlands og annarra sam-
veldisríkja en af samskiptunum við
umheiminn að öðru leyti.
Jevgeníj ívanov, sem sæti á hjálp-
amefnd rússneskra stjórnvalda,
sagði í Frankfurt í gær, að Rússland
eitt þyrfti að fá í aðstoð eina milljón
tonna af matvælum á næstu tveimur
eða þremur mánuðum og fjórar millj-
ónir tonna alls á árinu. Tvær milljón-
ir tonna af kjöti, eina milljón tonna
af sykri, 300.000 tonn af matarolíu
og 800.000 af barnamat, þar á með-
al þurrmjólk. Sagði hann ekki um
að ræða hungursneyð í landinu en
áætlað væri, að 64 milljónir manna,
aldrað fólk, öryrkjar, munaðar-
leysingjar, börn og flóttafólk, þyrftu
á hjálp að halda.
—!--------?   ?   ?------------
Forkosningar í
Bandaríkjunum:
Áhyggjur
af einangr-
unarstefnu
.. \
Manchester, London. Reuter.
SLÖK frammistaða George Bush
í forkosningunum í New Hamps-
hire í fyrradag hefur vakið
áhyggjur víða um 18nd og ótta við
að hann fari að dæmi andstæðinga
sinna og gerist talmaður aukinnar
einangrunar- og verndarstefnu.
Niðurstöður forkosninganna voru
þær, að Bush fékk 58% atkvæða og
Pat Buchanan 40% en í forkosning-
um demókrata bar Paul Tsongas sig-
ur úr býtum með 35% atkvæða.
Raunar býst enginn við, að Buchanan
geti sigrað Bush í forkosningaslagn-
um en ljóst er að mikið fylgi hans
stafí af áróðri fyrir öllu sem amer-
ískt er og gegn því sem er útlent.
Sjá frétt á bls. 24.
"s
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52