Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
*t&tribUútfb
STOFNAÐ 1913
46.tbl.80.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skipverjar á Guðbjörgu fajálpa Jóhannesi Arnberg Sigurðssyni bátsmanni af Krossnesi inn á þilfar Guðbjargar. Tóku þeir skipbrotsmennina úr gúmmíbjörgunarbátunum
tveimur inn um dyrnar á stjórnborðssíðu skipsins. Á myndinni sést út um dyrnar á bak við mennina og út á haf. Flosi Arnórsson skipverji á Guðbjörgu tók myndina.
Þriggja manna saknað en níu bjargað er Krossnes SH-308 frá Grundarfirði sökk á Halamiðum:
„Þá kom Sléttanesið og ég lenti
í ljósgeislanum frá kösturunum"
- segir Garðar Gunnarsson, einn skipbrotsmannanna
ÞRIGGJA manna er saknað en níu mönnum var bjargað innan hálfrar klukkustundar
eftir að Krossnes SH-308, 296 tonna skuttogari frá Grundarfirði, sökk skyndilega
þar sem hann var í hópi um 20 skipa að veiðum á Halamiðum, um 44 sjómílur norð-
vestur af Galtarvita, um klukkan átta á sunnudagsmorgun. ítarleg leit að mönnum
þremur sem saknað er hefur ekki borið árangur. I henni tóku þátt 26 skip og bátar
auk Fokker-vélar og þyrlu Landhelgisgæslunnar.
í samtali Morgunblaðsins við Hafstein
Garðarsson skipstjóra kom fram að vart hafi
liðið meira en 3-4 mínútur frá því að skipið
lagðist á bakborðshlið í þann mund er byrjað
var að hífa inn trollið uns það sökk. Einung-
is tveimur skipbrotsmannanna átta sem kom-
ust í björgunarbáta gafst ráðrúm til að klæð-
ast flotgöllum áður en þeir urðu að stökkva
í hafið. Togarinn Guðbjörg ÍS fann björgunar-
bátana og kom mönnunum til hjálpar. Níunda
skipbrotsmanninum,   Garðari   Gunnarssyni,
föður Hafsteins skipstjóra, bjargaði Bergþór
Gunnlaugsson 2. stýrimaður á Sléttanesi ÍS,
sem varpaði sér eftir honum í sjóinn með líf-
taug og Markúsarnet.
Garðar Gunnarsson liggur nú á Landa-
kotsspítala en hann fótbrotnaði er hann féll
frá borði Krossnessins. Aðrir skipbrotsmenn
komu í gærkvöldi til Stykkishólms þar sem
sjópróf hefjast líklega á morgun, miðvikudag,
að sögn Jóns Magnússonar sýslumanns.
„Guðbjörgin var búin að fara framhjá mér
en þá kom Sléttanesið og það fór aðeins nær
þannig að ég lenti í ljósgeislanum frá köstur-
unum þeirra," sagði Garðar Gunnarsson um
aðdraganda þess að menn á Sléttanesi komu
auga á endurskinsmerkin á flotgalla hans í
sjónum.
Allt er á huldu um orsakir þess að skipið
sökk. Garðar, sem á að baki áratugaferil sem
sjómaður og skipstjórnarmaður, segir að skip-
ið hafi sokkið á svo skömmum tíma að hann
treysti sér ekki til að áætla hvað valdið hafi.
„Þetta gerðist svo hratt, menn trúðu því ekki
að þetta gæti gerst," sagði Garðar. Hafsteinn
Garðarsson skipstjóri kveðst hafa sínar hug-
myndir um hvað hafí gerst en hann kveðst
ekki vilja greina frá þeim hugmyndum fyrr
en við sjóprófin. Hann segir Krossnes hafa
verið afburða vandað sjóskip, en það var
smíðað í Englandi árið 1972.
„Oft hefur nú Guðbjörgin komið með verð-
mætan farm að landi, en aldrei sem nú,"
sagði Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri á
Guðbjörgu ÍS-46 í samtali við Morgunblaðið,
skömmu eftir að hann kom til hafnar með
skipbrotsmennina átta.
Ekkert var unnt að leita skipverjanna
þriggja sem saknað er úr lofti í gær vegna
illviðris vestra en skip svipuðust um á svæð-
inu, sem 26 skip, þyrla og flugvél höfðu haf-
ist handa um að fínkemba skammri stuhdu
eftir skipsskaðann á sunnudaginn. Leitar-
svæðið var um 12 sjómílur á lengd en 4 sjóm-
ílur á breidd. Að sögn Gunnars Bergsteinsson-
ar forstjóra Landhelgisgæslunnar verður leit-
að úr lofti á svæðinu í dag, verði þess ein-
hver kostur sökum veðurs.
Sjá einnig bls. 22, 23, 26, 27, 51 og
baksíðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
26-27
26-27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52