Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C/D
tfgnuWUiMfe
STOFNAÐ 1913
49.tbl.80.árg.
FOSTUDAGUR 28. FEBRUAR 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Atlantshafsbandalagið:
Varnirnar efldar
á suðurvængnum
Kanadískir hermenn í Evrópu fluttir heim
Brussel. Eeuter.
MEÐ umskiptunum í Austur-Evrópu og sovétlýðveldunum fyrrver-
andi hafa varnaráætlanir Atlantshafsbandalagsins, NATO, verið
að breytast í mikilvægum atriðum. Er áherslan að færast meira
á suðurvænginn, til Miðjarðarhafslandanna, og til marks um það
hefur verið ákveðið að flytja þangað mikið af hergögnum, sem
ekki er lengur þörf fyrir í Mið-Evrópu. Þá hefur Kanadastjórn
ákveðið að flytja heim alla kanadíska hermenn í Evrópu.
Samkvæmt áætluninni verða
um 4.000 vígtól, skriðdrekar, stór-
ar fallbyssur og brynvarðar bif-
reiðar, flutt til Tyrklands, Grikk-
lands, Spánar og Portúgals og
raunar til Danmerkur og Noregs
einnig og er gert ráð fyrir að sér-
staklega Tyrkir og Grikkir fækki
á móti í úreltum herbúnaði. Er það
nauðsynlegt vegna gildandi af-
vopnunarsamninga. Niðurstaðan
verður því sú, að vopnabúnaður
þessara ríkja, einkum Miðjarðar-
hafsríkjanna, batnar verulega
enda er talið að NATO-ríkjunum
stafi nú einna helst hætta frá
Norður-Afríku eða Miðausturlönd-
um.
Mest af hergögnunum kemur
frá Bandaríkjamönnum og Þjóð-
verjum en það eru Tyrkir sem fá
mest í sinn hlut, um 1.600 eining-
ar. Grikkir fá rúmlega 1.300 en
hin ríkin minna. Áætlaður kostn-
aður við þessa tilfærslu er um sex
milljarðar ÍSK.
Kanadastjórn tilkynnti á mið-
vikudag að vegna niðurskurðar á
framlögum til varnarmála yrði
kanadíska herliðið í Evrópu, 7.000
manns, flutt heim fyrir árslok
1994. Uffe Ellemann-Jensen, ut-
anríkisráðherra Danmerkur, sagði
í gær að þessi ákvörðun sýndi hve
mikilvægt væri að Evrópuríkin
treystu Vestur-Evrópusambandið,
WEU, sem hornstein NATO í álf-
unni. Danir, Grikkir og írar eru
einu Evrópubandalagsþjóðirnar
sem ekki eiga aðild að WEU, en
danska minnihlutastjórnin vill
sækja um hana. Stjórnarandstað-
an er því aftur á móti andvíg en
meðal jafnaðarmanna eru þó mikl-
ar deilur um málið. Hafa þær leitt
til þess að á skömmum tíma hefur
tveimur frammámönnum í flokkn-
um verið sagt að taka pokann sinn
vegna stuðningsyfirlýsinga þeirra
við WEU.
Reuter
Vináttasamningi mótmælt í Prag
Vaelav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, undirrituðu vináttusamning
ríkjanna í Prag í gær. Með honum var ætlunin að binda enda á gamlar deilur ríkjanna en reyndin hefur orðið
sú að hann hefur fremur orðið til að ýfa upp gömul sár. Var myndin tekin er hundruð manna mótmæltu
undirrituninni í Prag í gær.
Finnska stjórnin ákveður
að sækja um aðild að EB
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
FINNSKA ríkisstjórnin ákvað í
gær að sækja um aðild að Evrópu-
bandalaginu (EB). Endanleg
ákvörðun um að skila umsókn til
Brussel verður tekin á þjóðþing-
inu þann 18. mars, en þegar í
byrjun næstu viku hyggst stjórnin-
kynna EB ákvörðun sína. Með
henni telur Esko Aho forsætisráð-
herra tryggt að umsókn Finna
komi til umfjöllunar á ráðherra-
fundum EB-ríkja þegar í vor. Tal-
ið er að formlegar aðildarviðræð-
Morgunblaðsins.
ur geti hafist í byrjun næsta árs,
þ.e. jafnhliða þeim viðræðum sem
verða um aðild Svia.
Fjallað verður um EB-skýrslu
fmnsku stjórnarinnar á þingi í næstu
viku og atkvæðagreiðsla um hana
verður jafnframt prófsteinn á stöðu
stjórnarinnar. Öruggt þykir að meiri-
hluti þingmanna styðji stjórnina.
Hins vegar þykir óvissara hvort
skýrslan verði samþykkt án breyt-
inga. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa
togast á um megináherslur í þeim
aðgerðum sem þurfa þykir til þess
að koma efnahag Finna á réttan kjöl
áður en aðild að EB yrði að veru-
leika. Þar að auki skiluðu þegar tveir
ráðherrar séráliti, þ.e. þeir lýstu yfír
andstöðu við umsóknina án þess þó
að segja af sér.
Finnar hyggjast knýja fram sér-
skilmála i þeim viðræðum sem munu
fara fram áður en endanlegur samn-
ingur um aðild liggur fyrir. Einkum
vill ríkisstjórnin leggja áherslu á
byggða- og landbúnaðarmál. Jafnað-
Rússar draga frek-
ar úr verðstýringu
Víðtækum umbótum og einkavæðingu
í landbúnaði hrint í framkvæmd
Moskvu. Reuter.
STJÓRN Borís Jeltsíns Rússlandsforseta ráðgerir að aflétta fyrir mars-
lok nær allri verðstýringu sem enn er við lýði í Rússlandi, að því er
Jegor Gajdar, fyrsti varaforsætisráðherra, skýrði frá í gær. Verðlag
var almennt gefið ftjálst í Rússlandi í byrjun janúar með þeim afleiðing-
um að verð á flestum nauðsynjum stórhækkaði.
Ákvörðun Rússlandsstjórnar um
að ganga enn lengra í því að gefa
verðlag frjálst er í samræmi við til-
lögur stjórnar Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins (IMF) um leiðir til að koma
á markaðsbúskap þar í landi. Hefur
skjal þar sem ákvörðunin er kynnt
verið sent stofnuninni til þess að
knýja á um að Rússland fái aðild að
henni. Gera Rússar kröfu til þess að
fá stóran kvóta hjá IMF eða 4%, en
það er mælikvarði á hversu mikla
lánafyrirgreiðslu rússneska ríkið get-
ur farið fram á hjá stofnuninni.
Gajdar sagði að með" þessari
ákvörðun ætti „eðlilegt markaðs-
kerfi" að verða við lýði í Rússlandi
fyrir árslok. Hann spáði því að þá
yrði verulega farið að draga úr verð-
bólgu og lækkun hennar myndi nema
um 2-3% á mánuði um næstu áramót.
Gajdar sagði að verð á eldsneyti
og raforku yrði gefið frjálst þegar
hlýnaði í vor. Afram myndu lyf, ung-
barnamatur og hluti opinberrar þjón-
ustu þó lúta verðlagsákvæðum.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti fól
Alexander     Rútskoj     varaforseta
Najna Jeltsín forsetafrú kynnti sér kjör eldra fólks í Rússlandi í gær
af eigin raun og ræðir hér við vistkonu á elliheimili í Moskvu.
með tilskipun í gær að hrinda í fram-
kvæmd umbótum og einkavæðingu
í landbúnaði. Veitti Jeltsín Rútskoj
víðtæka heimild til þess að stuðla
að erlendri fjárfestingu í rússneskum
landbúnaði,fjármagna umbætur með
sölu hergagna og mannvirkja fyrrum
sovéska   heraflans   erlendis,   reka
embættismenn sem stæðu í vegi fyr-
ir umbótunum og breyta hergagna-
verksmiðjum í fyrirtæki sem fram-
leiði matvæli og landbúnaðarvélar.
Jeltsín gerði Rútskoj ábyrgan fyrir
umbótunum og gaf honum m.a. leyfi
til að senda hermenn til landbúnaðar-
starfa í sveitunum.
armenn sem eru í stjórnarandstöðu
hafa þegar gagnrýnt *þá stefnu
stjórnarmnar að taka sérstaklega á
erfiðleikum landbúnaðarins. Þing-
flokkur hægri flokksins tók einnig í
sama streng og urðu ráðherrar
flokksins þess vegna á síðustu stundu
að knýja fram breytingar er varða
félagsmál.
Andstæðingar EB-aðildar hafa
verið að sækja í sig veðrið upp á
síðskastið. Einn stjórnarflokkanna,
Kristilegi flokkurinn, hefur tekið af-
stöðu gegn EB og er talið líklegt að
hann hverfi úr ríkisstjórn innan
skamms. Miðflokkurinn, stærsti
stjórnarflokkurinn, er klofinn;
flokksforystan vill EB-aðild en meiri-
hluti flokksfélaga er á móti. Þing-
menn flokksins taka afstöðu til máls-
ins á sérstökum fundi í dag.
? ?  ?
Færeyjar:
Hundruð
húsa laskast
TILKYNNT var um tjón á um 400
ltúsum af völdum fárviðris í Fær-
eyjum í gær, samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið fékk í
gærkvöldi hjá útvarpinu í Þórs-
höfn.
Fulltrúar Foroya Brunatrygging
eiga von á allt að 1.000 tjónatilkynn-
ingum þegar upp verður staðið.
Manntjón varð ekki í fárviðrinu
en auk húsa skemmdist fjöldi bifreiða
og báta en skipsskaðar urðu þó ekki.
Fjöldi húsa stóðst ekki veðurálagið
og jafnaðist við jörðu. Þak fauk af
tugum húsa. Rafmagnslaust varð
víða og símasamband slitrótt.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40