Morgunblaðið - 21.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARZ 1992 Hið Ijósa man (Elfa Ósk Ólafsdóttir) og Arnas Arneus (Hallmar Sigurðsson) Þráinn Karlsson í hlutverki Jóns Hreggviðssonar Jóhannssonar, sem jafnframt gerði leikmynd. Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld hefur samið tónlist fyrir þessa sýn- ingu á íslandsklukkunni. Sunna segir að hlutverk tónlistarinnar sé margþætt. Hún tengi saman kafla verksins, undirstriki ákveðna þætti þess og gefi því ákveðinn blæ. Til dæmis hefjist sýningin á tónlist og talkór, þar sem leikendur komi inn á svið og fari með erindi úr kvæði Laxness, Stóð ég við Öxará, og undir því ymji Tíbetmunkasöngur og klukkuslög. Tónlistin tákni til dæmis muninn á umhverfinu, ann- ars vegar á íslandi og hins vegar í Kaupmannahöfn. Auk þess séu í tónlistinni ákveðin stef hjá óbói og flautu, táknræn fyrir Amæus og Snæfríði, en þessi stef nái aldrei að hljóma saman. Að sögn Sunnu er ljósabeiting afar mikilvæg, ekki síst í þessari sýningu, en hana hafi Ingvar Bjömsson annast af mikilli kost- gæfni. Ljósin séu stór þáttur þeirr- ar tjáningar sem fram fari á svið- inu auk þess sem segja megi að þau leiki sitt hlutverk, meðal ann- ars í Drekkingarhyl og eldinum mikla í Kaupinhafn. Leikarar í íslandsklukkunni eru 18 auk aukaleikenda, og töluverð- ur hópur þeirra aðkomufólk. „Við erum svo liðfá héma,“ segir Sunna, „og vegna þess að þetta er atvinnu- leikhús erum við skuldbundin að hafa atvinnuleikara í að minnsta kosti tveimur þriðju hlutverka. Eg hef reynt að vanda valið og strax í fyrrasumar fór ég að ráða fólk í hlutverk. Ætli við getum ekki sagt að meirihluti leikendanna séu Norðlendingar, ef við förum í svo- leiðis hreppapólitík. En þetta hefur gengið ótrúlega vel. Við höfum verið að æfa frá því í janúar og mér fannst leikararnir standa sig svo vel að ég gaf þeim frí í heila viku á meðan verið var að koma sviðsmyndinni fyrir og setja upp ljós og tæknibúnað. Núna erum við að stokka þetta allt saman og mér sýnist að við ætlum að losna við það að þessu sinni sem hefur svo oft verið hjá okkur að vera með allt í lausu lofti og alla út- keyrða af alltof mikilli vinnu fram á síðasta dag. Það er Þráinn Karlsson sem leik- ur snærisþjófinn og Kristsbóndann á Rein, Jón Hreggviðsson. Elva Ósk Ólafsdóttir leikur hið ljósa man, Snæfríði Islandssól, og Hallmar Sigurðsson fer með hlut- verk hins glæsta menntamanns, Arnas Arnæus. Valgeir Skagfjörð leikur séra Sigurð dómkirkjuprest en Felix Bergsson leikur Magnús í Bræðratungu og bregður sér líka í gervi böðulsins. Sigurður Hall- marsson leikur Eydalín lögmann og Jón Þeófílusson, Jón Stefán Kristjánsson er í hlutverkum Grindavíkur-Jóns og séra Þorsteins og Gestur Einar Jónasson leikur Jón Marteinsson. Sigurveig Jóns- dóttir leikur hina dönsku konu Amæusar, Marinó Þorsteinsson bregður sér í gervi von Úffelens og sýslumanns, Aðalsteinn Berg- dal leikur etatsráðið og Guttorm Guttormsson, Herdís Birgisdóttir er sú gamla móðir Jóns Hreggviðssonar og Guðlaug Her- mannsdóttir leikur Guðríði ráðs- konu. Fleiri leikendur koma fram í smærri hlutverkum og hópatrið- um. Með sýningu sinni á íslands- klukkunni minnist Leikfélag Akur- eyrar tímamótanna á myndarlegan og menningarlegan hátt, en auk þess mun í tengslum við þetta 75 ára afmæli félagsins verða gefin út Saga leiklistar á Akureyri 1860- 1992, mikið verk í máli og mynd- um, sem Haraldur Sigurðsson, gamall leikfélagi, hefur tekið sam- an. En á næstunni munu leikhús- gestir geta fylgst með baráttu þess arma snærisþjófs, Jóns Hreggviðs- sonar, við réttlætið og ástar: og örlagasögu menntamannsins Árna og Snæfríðar íslandssóiar, sem Jón Hreggviðsson sagði að væri mjó, eins og það tré reyrstafur sem væri grennst og veikast af öllum tijám og hefði horft á sig þeim augum sem ríkja mundu yfir Is- landi þann dag sem afgangurinn af veröldinni væri fallinn af sínum illverkum. FEITI MAÐURINN í SÖGUNNI Árið 1988 hlaut Ástralinn Peter Carey Booker-verðlaunin fyrir skáldsöguna Oscar og Lucindu, fimm hundruð síðna skopstæl- ingu á sögu Ástralíu. Þar með varð hann heimsfrægur og telst sennilega kunnasti núlifandi höf- undur „hins ókunna lands í suðri“. í fyrra sendi Carey frá sér sína fyrstu bók eftir Booker- inn og er það skáldsagan The Tax Inspector eða Skattarann- sóknarmaðurinn. Hér segir frá þeirri bók og erindi sem Carey flutti þegar hann ýtti henni úr vör. Peter Carey hafði reyndar getið sér ákaflega gott orð löngu áður en sagan um Oscar og Lucindu gerði garðinn frægan. Hann stökk nánast fullskapaður fram á sjónarsviðið með afbragðsgóðum smásagna- söfnum, The Fat Man in History (1974) og War Crimes (1979). Þá vöktu skáldsögurnar hans, Bliss (1981) og Illywhaclcer (tilnefnd til Booker-verðlaunanna 1985), mikla athygli, þóttu töluvert nýmæli. Mik- il eftirvænting ríkti því í Ástralíu þegar Carey kom með nýju skáld- söguna í farteskinu frá New York, þar sem hann hefur kennt ritsmíðar undanfarin misseri. Þegar skáldskapurinn virkar Fyrsta kynningarsamkoman í tengslum við útkomu Skattarann- sóknarmannsins var haldin í Perth um mitt síðasta ár. Þá sagði Carey m.a.: „Hér sjáið þið fyrir framan ykkur mann sem fór í göngutúr þegar hann var 16 ára í leit að götu sem Nevil Shute hafði búið til. Þessi gata var ekki til og ég villtist út í mýri og sneri mig á ökkla. Svona nokkuð gerist þegar skáldskapurinn virkar, ekki bara þegar unglingar eiga í hlut, heldur einnig fullorðnir, jafnvel fágaðasta fólk. Hluti af okk- ur vill trúa því að persónur eins og Anna Karenina séu til. Hver vill trúa því að við finnum til með per- sónu sem er tómur uppspuni?“ spurði Carey. „Allir vita að rithöfundar spinna upp atburði," hélt hann áfram. „Samt eru lestraraðferðir okkar í svo mikilli andstöðu við þá vitn- eskju að við höfnum henni í þessu dularfulla rými sem er á milli augna okkar og blaðsíðunnar. I þessu rými er allt sem við lesum satt, ef það er almennilega skrifað. Þó við vitum að frásögnin sé hugarburður trúum við því að hún sé sprottin úr ein- hveiju, úr lífinu. Þess vegna held ég,“ segir Carey, „að við viljum helst trúa því að skáldskapurinn sé sjálfsævisaga. Við vitum reyndar að frásögnin-var spunnin upp, en ekki frá grunni, hún er byggð á einhveiju sannsögulegu. Og aldrei sér rithöfundurinn þetta jafn vel og þegar hann fer í viðtöl til að fylgja eftir bók. Ef maður skrifar sannfærandi bók, um glerverk- smiðju til dæmis,“ eins og Carey gerði í Oscari og Lucindu, „er spurt hvort maður hafi blásið gler í menntaskóla," segir Carey og fliss- ar. Síðan gefur hann fleiri spaugileg dæmi um hvernig. honum hafi verið ruglað saman við sögupersónur sín- ar, stundum á hinn vandræðaleg- asta hátt, eins og þegar hann var talinn vera fyrirmyndin að hinum kauðslega Oscari í verðlaunabók- inni víðfrægu. Hann víkur að því búnu máli sínu að nýju bókinni og veltir fyrir sér hvaða spurningar Peter Carey, líklega kunnasti núlifandi höfundur Ástrala. Frægasta verk Careys er skóldsagan Oscar og Lucinda sem hlaut Booker-verðlaunin 1988. Carey skrifaði handrit- ið að nýjustu mynd Wim Wenders, sem nú er til sýninga í Reykjavík. muni vakna varðandi hana. „Fólk getur hugsað en ekki spurt: Var hann kynferðislega misnotaður i æsku,“ segir Carey í framhaldi af fjölskyldulýsingunni í Skattarann- sóknarmanninum. Síðán fjallar hann um kveikjuna að bókinni, nefnir ákveðið morðmál, spillingu í Sydney og „ótrúlega græðgi nokk- urra auðkýfinga sem ég var svo heppinn að borða kvöldverð með“, eins og hann orðar það. Að lokum snýr Carey við blaðinu og kveðst sjálfur hugsa með sér þegar hann les: hvernig veit höfund- urinn þetta allt? Hann segist hafa lesið hiuta af skáldsögu eftir nem- anda sinn skömmu áður en hann lagði land undir fót, sögu sem ger- ist uppi í sveit og fjallar á sannfær- andi hátt um sveitafólk. Hann hafi spurt hina verðandi skáldkonu hvort hún hefði alist upp í sveit. Nei, hún ólst upp í New York. Þá spurði Carey hvernig hún þekkti sögusvið- ið. Ég þekki það ekki, ég bjó það til, svaraði hún. „Þá vissi ég,“ sagði Carey, „að ég var í viðurvist rithöf- undar.“ Framandleg spilling The Tax Inspector fjallar um Catchprice-fjölskylduna sem rekur bílaverkstæði og bílasölu af full- miklu kappi. Þar er hver fjölskyldu- meðlimurinn öðrum undarlegri, eða eins og það er orðað á bókarkápu: þau eiga sér hættulega drauma. Ættmóðirin er 86 ára, gengur um ÁSTRALSKI RITHÖFUNDURINN PETER CAREY SENDIR FRÁ SÉR NÝJA SKÁLDSÖGU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.