Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						112 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
87. tbl. 80. árg.
SUNNUDAGUR 12. APRIL 1992
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Gæludýraeig-
endur huggaðir
HARMI slegnir gæludýraeigendur í
Bandaríkjunum geta nú fengið þann
stuðning og þá huggun sem þeir þurfa
á að halda þegar ástvinir þeirra, hund-
ar, kettir, fuglar og fleiri dýr, hafa burt-
kallast úr þessum heimi. Hefur verið
komið á fót sérstakri símaþjónustu i
dýralækningadeild Flórídaháskóla og
þangað getur fólk hringt í raunum sín-
um. „Grátur, einmanakennd og þung-
lyndi eru eðlileg viðbrögð við andláti
gæludýrsins og stundum þarf að full-
vissa fólk um, að allt sé með felldu með
þessar tilfinningar," segir dýralæknirinn
Thomas Lane en fyrirtæki sem framleið-
ir lyf fyrir dýr stendur aðallega straum
af kostnaðinum.
Stalín lét drepa
200 Norðmenn
RUSSNESK stjórnvöld viðurkenna nú
að Stalín hafi látið-gjöreyða norskri land-
nemabyggð á strönd Kólaskaga í hreins-
uiiunum á fjórða áratugnum. Um það
bil 200 Norðmenn munu hafa verið fang-
elsaðir, pyntaðir og drepnir. Ríkissak-
sóknarinn í Múrmansk mælir með að
afkomendum þeirra verði greiddar bæt-
ur. „Það sem gerðist var hörmulegt,"
segir Viktor Kruglov saksóknari. „Norð-
mennirnir voru iðjusamt og duglegt fólk
og það var alls engin ástæða til að refsa
þeim fyrir liðhlaup eða njósnir." Sagan
um gleymdu Norðmennina frá Stalíns-
tímanum var rakin í fréttaþætti í norska
ríkisútvarpinu, NRK, og hefur vakið
mikla athygli í Noregi. Tveir kvikmynda-
höfundar hafa þegar ákveðið að festa
þessa sögu á filmu. Norðmennirnir
bjuggu í litlum þorpum á strönd Kóla-
skaga og stunduðu meðal annars fisk-
róðra, landbúnað og hreindýrarækt.
Flestir komu þeir þangað á síðustu öld,
eftir að hafa fengið boð Rússakeisara
um að taka sér bólfestu í ríki hans.
Gullöld græn-
ingjanna liðin
BRESKIR græningjar mega muna sinn
fífil fegurri en í kosningunum á Bret-
landi á fimmtudag fengu þeir ekki einn
tíunda hluta þess fylgis sem þeir fengu
í kosningunum til Evrópuþingsins 1989.
Nú var uppskeran hjá þeim 1,3% at-
kvæða en 15% fyrir þremur árum, sú
mesta sem nokkur græningjaflokkur
hefur fengið í kosningum. Bauð þó flokk-
urinn fram í fleiri kjördæmum en áður,
eða 245. Missti hann alls staðar af trygg-
ingarfénu, sem tapast ef flokkur fær
minna en 5% atkvæða. Aðeins einn fram-
bjóðandi flokksins hlaut meira en 2.000
atkvæði í sínu kjördæmi.
Páskarnir nálgast
Morgunblaðið/Sverrir
Mikið úrval páskaeggja er í hillum verslana landsins enda
páskahátíðin að nálgast. Þessi drengur horfði löngunar-
augum á hluta úrvalsins i Konfektbúðinni í Kringlunni
þegar ljósmyndarinn var þar á ferð fyrir helgina.
Evrópudómstóllinn sam-
þykkir EES-samninginn
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
EVRÓPUDÓMSTÓLLINN hefur lagt blessun sína yfir áætlanir um stofnun stærsta
markaðsbandalags í heimi, Evrópska efnahagssvæðisins, EES, sem tengir saman
19 ríki, 12 aðildarríki Evrópubandalagsins, EB, og sjö aðildarríki Evrópska frí-
verslunarbandalagsins, EFTA. Var skýrt frá þessu í Brussel og Luxemborg í gær
en dómararnir hafa þann fyrirvara á, að úrskurðir EB-EFTA-nefndarinnar, sem
á að skera úr um hugsanleg deilumál, stangist ekki á við úrskurði Evrópudómstóls-
Samningurinn um Evrópska efnahags-
svæðið komst í uppnám í nóvember síðast-
liðnum þegar Evrópudómstóllinn komst að
þeirri niðurstöðu, að ákvæðið um sameigin-
legan dómstól bryti í bága við Rómarsátt-
málann, stofnsamning Evrópubandalagsins.
Var þá sest að samningaborðinu að nýju
en Evrópuþingið, sem hefur áhyggjur af,
að völd þess minnki með tilkomu EES,
krafðist þess, að dómstóllinn tæki endur-
skoðaðan samninginn aftur til úrskurðar.
í niðurstöðu dómstólsins segir, að öll rík-
in verði að ábyrgjast, að álit EB-EFTA-
nefndarinnar gangi ekki gegn úrskurðum
Evrópudómstólsins en hér er um tæknilegt
atriði að ræða en ekki efnislega aðfinnslu.
Þá er tekið fram, að ákvæðið um meðhöndl-
un samkeppnismála sé í samræmi við lög
og reglur EB. I athugasemdum með álitinu
kemur einnig fram, að nokkur atriði í
samningsákvæðunum geti orkað tvímælis
en um þau verði að láta reynsluna skera úr.
Umfjöllun Evrópudómstólsins hefur vald-
ið verulegum töfum á staðfestingu EES-
samningsins og er óttast, að í sumum ríkj-
anna, einkum Sviss, gefist ekki tími til að
staðfesta hann fyrir 1. janúar 1993. Raunar
er talið nokkuð ljóst, að sú tímasetning
muni ekki standast alveg enda verður samn-
ingurinn að fá staðfestingu allra þjóðþing-
anna 19 auk Evrópuþingsins.
Aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins
yerða EFTA-löndin Austurríki, Finnland,
ísland, Noregur, Sviss, Svíþjóð og Liechten-
stein og EB-löndin Belgía, Bretland, Dan-
mörk, Frakkland, Grikkland, Holland, ír-
land, ítalía, Luxemborg, Portúgal, Spánn
og Þýskaland.
Sjá „Hindrun rutt . . . á bls. 2.
VEGALAUS BÖRN
"i^
'\ ¦W0

10

BL0DV0LLUM
KAMBÓDÍU
16
ENGINN GRÆTUR
NORIEGA
<jf<stmv2Æ %f
22

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48