Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C
tranMfybitoife
STOFNAÐ 1913
89.tbl.80.árg.
MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Lockerbie-málið:
Oryggisráðið ákveður að
fresta ekki refsiaðgerðum
Il.-iair. Kairó. Reuter.                                                     .      V  ^
Haag, Kairó. Reuter.
REFSIAÐGERÐIR Sameinuðu þjóðanna gegn Líbýu tóku gildi í
nótt, en í þeim felst m.a. að öll flugumferð til og frá landinu verður
stöðvuð. Oryggisráðið sat á fundi í gærkvöldi og komst að þeirri
niðurstöðu að ekki væru rök fyrir að fresta refsiaðgerðunum, sem
samþykktar voru fyrir tveimur vikum til að þrýsta á um framsal
tveggja manna sem sannað þykir að beri ábyrgð á sprengingunni i
Pan Am-þotu yfir Lockerbie árið 1988, er 270 manns biðu bana.
Vilja Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar draga þá fyrir rétt á
Vesturlöndum. Líbýumenn yísuðu málinu til Alþjóðadómstólsins í
Haag í kjölfar ákvörðunar Öryggisráðsins en hann hafnaði kröfu
þeirra síðdegis í gær.
Forseti Alþjóðadómstólsins, Jap-
aninn Shigeru Oda, sagði réttinn
hafa komist að þeirri níðurstöðu með
Karabakh:
Þingforset-
inn skotinn
tilbana
Moskvu. Reuter.
FORSETI þingsins í Nagorno-
Karabakh var í gær skotinn til
bana á heimili sínu í höfuðborg
héraðsins, Stepanakert, að því er
Jnterfax-fréttastofan hafði eftir
talsmanni þingsins. Ekki er vitað
hverjir stóðu að baki tilræðinu,
en þingforsetinn, Artur Mkrtsjian,
var Armeni.
Fimmtán hundruð manns hafa
fallið í deilum Armena og Azera um
yfirráð í Nagorno-Karabakh á síð-
ustu fjórum árum. Héraðið er stað-
sett í Azerbajdzhan en er að mestu
byggt Armenum.
/tar-Tass-fréttastofan sagði í gær
að leiðtogar á armenska þinginu
hefðu komið saman til neyðarfundar
er fregnir bárust af tilræðinu og
ákveðið að senda hóp sérfræðinga
til Nagorno-Karabakh til að rann-
saka málið. í tilkynningu frá innan-
ríkisráðuneyti Karabakh kemur fram
að litið er á morðið á þingforsetanum
sem pólitískt tilræ'ði og leitin að
„hryðjuverkamönnunum" væri hafin.
Talið er óhjákvæmilegt að þetta
mál verði til að auka spennu milli
Armena og Azera enn frekar en
ítrekaðar tilraunir til að koma á
vopnahléi í Nagorno-Karabakh að
undanförnu hafa mistekist.
atkvæðum 11 dómara gegn 5 að þau
efnislegu rök væru ekki fyrir hendi
í málatilbúnaði Líbýumanna er rétt-
lættu það að dómurinn beitti valdi
sínu til að vernda hryðjuverkamenn-
ina.
Með úrskurðinum var ljóst að
Líbýumenn kæmust ekki undan
refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna
og var honum fagnað af bandarísk-
um yfirvöldum. Sagði George Bush,
Bandaríkjaforseti, að þetta væru
„góðar fréttir" og James Baker
utanríkisráðherra sagðist mjög
ánægður með að Alþjóða dómstóll-
inn reyndi ekki að grípa inn í
ákyarðanir Sameinuðu þjóðanna.
í gær sagði Esmat Abdel-Maguid,
framkvæmdastjóri Arababandalags-
ins, að Möltumenn hefðu samþykkt
að taka við líbýsku léyniþjónustu-
mönnunum og réttarhöld yfir þeim
gætu farið fram þar í landi líkt og
Líbýumenn hafa boðið. Embættis-
menn í Valetta staðfestu það en
sögðu að yfirvöld hefðu sett þann
fyrirvara að öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna samþykkti þessa ráðstöf-
un. Bandarískir og breskir embættis-
menn sögðu þetta nýja tilboð Líbýu-
manna ekki ganga nógu langt til
þess að refsiaðgerðum yrði frestað.
Vesturveldin hafa hafnað öllum til-
lögum sem ekki koma til móts við
þá kröfu að mennirnir verði dregnir
fyrir rétt í Bandaríkjunum eða Bret-
landi.
Líbýumenn lýstu í gær yfir þjóð-
arsorg til þess að minnast þeirra er
biðu bana í loftárás Bandaríkja-
manna árið 1986. Árásirnar voru
gerðar vegna sprengjutilræðis í
diskóteki í Berlín, sem fjölsótt var
af bandarískum hermönnum. Síðar
þótti sýnt að líbýskir leyniþjónustu-
menn hefðu tæpast átt aðild að því
tilræði.
Að sögn fréttastofunnar Jana var
allt síma- og fjarskiptasamband við
umheiminn rofið, einnig samgöngur
á sjó, landi og í lofti, í sólarhring í
virðingarskyni við þá sem létust í
loftárásunum 1986.
írakar lýstu í gær stuðningi við
Líbýumenn í deilum þeirra við Vest-
urlönd vegna Lockerbie-málsins.
Finnskir friðargæslu-
liðar til Króatíu
Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna streyma nú til Króatíu. Á
myndinni má sjá finnska friðargæsluliða ganga frá borði á flugvellin-
um í Ljubljana í Slóveníu en þaðan héldu þeir áleiðis til Zagreb í
Króatíu. Verður verkefni þeirra næstu dagana að setja upp búðir
fyrir þær sveitir sem enn eru ókomnar, en alls verða sendir fjórtán
þúsund friðargæsluliðar til landsins.
Rússland:
Þingið leggur blessun sína
yfír áframhaldandi umbætur
Moskvu. Reuter.
FULLTRÚAÞING Rússlands samþykkti í gær í grundvallaratriðum
drög að ályktun sem gerir sljórn landins kleift að halda áfram róttæk-
um umbótum í efnahagsmálum og liðka fyrir erlendri fjárhagsaðstoð.
í ályktuninni er einnig kveðið á um að Borís Jeltsín forseti hafi vald
til að skipa sjálfur ráðherra í stjórn sína til 1. desember, eins og
hann hafði óskað eftir.
Þingið samþykkti drögin með 530
atkvæðum gegn 236. Þar er lýst
yfir stuðningi við efnahagsstefnu
stjórnarinnar í „grundvallaratriðum"
og með því orðalagi er þingmönnum
gert kleift að leggja fram breyting-
artillögur áður en fjallað verður um
ályktunina í smáatriðum í dag.
EES-samningur
staðfestur
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Aðalsamningamenn Evrópubandalagsins og Frí-
verslunarbandalags Evrópu staðfestu í gær
samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Samn-
ingaviðræðunum er þar með lokið en töluverð vinna
er enn eftir áður en hægt verður að undirrita
samninginn. Samningamennirnir staðfestu átta ein-
tök af samningnum, eitt fyrir hvert aðildarríkja
EFTA og eitt fyrir EB. Athöfnin tók rúmar tvær
klukkustundir enda er giskað á að samanlagt hafi
samningamennirnir skrifað upphafsstafí sína um það
bil tvö þúsund sinnum. Á næstu dögum verður tek-
in ákvörðun um það hvort samningurinn verður
undirritaður 1. eða 11. maí. Á myndinni má sjá
Svíann Franz Belfrage setja upphafsstafi sína á
samninginn.
Reuter.
Rússneska stjórnin lagði fram
afsagnarbeiðni á mánudag eftir að
kommúnistar og þjóðernissinnar á
fulltrúaþinginu höfðu knúið fram
ályktun sem stjórnin taldi torvelda
frekari efnahagsumbætur og tak-
markaði völd Jeltsíns til að skipa
ráðherra. Flestir túlka ályktunina
frá í gær þannig að stjórnin geti í
raun sniðgengið fyrri ályktunina,
sem kvað meðal annars á um aukna
landbúnaðarstyrki og aukin útgjöld
til iðnfyrirtækja. Búist er við að
stjórnin afturkalli afsagnarbeiðnina.
Athygli hefur vakið að Borís Jelts-
ín hefur ekki setið fundi þingsins frá
því á laugardagsmorgun og hefur
hvorki lýst yfir stuðningi við stjórn
sína né fallist á afsagnarbeiðni ráð-
herranna. Talið er að forsetinn vilji
með fjarveru sinni sýna vanþóknun
sína á þinginu, sem var myndað
þegar kommúnistar voru við völd.
Ennfremur er talið að hann sé að
sýna fram á að hann geti hvenær
sem er grafið undán ákvörðunum
þingsins með því að efna til þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Jeltsín aflýsti einnig fundi með
Nicholas Brady, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, sem var í heimsókn
í Moskvu í gær. Brady ræddi þess
í stað við Jegor Gajdar, sem hefur
haft yfirumsjón með framkvæmd
umbótastefnu stjórnarinnar. Fjár-
málaráðherrann kvaðst að loknum
fundi þeirra hafa trú á að Rússar
myndu fá erienda efnahagsaðstoð
þótt rússneska þingið hefði tekið
„nokkur skref afturábak".
Fjöldahreyfing umbótasinna, Lýð-
ræðislegt Rússland, sem lætur til sín
taka víða um landið, byrjaði í gær
að safna undirskriftum til að knýja
á um þjóðaratkvæðagreiðslu um
hvort forsetinn skuli hafa völd til
að stjórna efnahagsmálunum með
tilskipunum. Hreyfingin vill enn-
fremur að efnt verði til þingkosninga
fljótlega eftir þjóðaratkvæðagreiðsl-
una, sem yrði mikið áfall fyrir
kommúnista sem náðu margir hverj-
ir kjöri í dreifbýliskjördæmum án
mótframboða.
Fulltrúaþingið lagði í gær blessun
sína yfir þá ákvörðun íbúa Péturs-
borgar að taka upp fyrra heiti borg-
arinnar í stað Leníngrad eins og hún
hét á valdatíma kommúnista. Tveir
þriðju þingsins þurftu að samþykkja
nafnbréytinguna og það tókst ekki
fyrr en við þriðju atkvæðagreiðslu
eftir að umbótasinnar frá Pétursborg
höfðu gengið af fundi og hótað að
mæta ekki aftur fyrr en málið yrði
leyst.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52