Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 91. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR B/C
*Y0nuftUiMto
STOFNAÐ 1913
91.tbl.80.árg.
MIÐVIKUDAGUR 22. APRIL 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Skæruliðar Harikat-hreyfingarinnar, eins fjöhnargra skæruliðahópa í Afganistan, með rússneskan skrið-
dreka úr vopnabúri stjórnarhersins. Þessi hópur hefur Sarobi-raforkuverið á sínu valdi en það er 60
km austur af Kabúl og sér borginni fyrir rafmagni.
Diuga refsiaðgerðir
gegn Serbíustjórn
Sarajevo. Reuter.
SERBAR héldu uppi miklum stórskotaliðsárásum á Sarajevo, höfuð-
borg Bosníu-Herzegovínu, í gær og réðust einnig á byggðir Króata í
vesturhluta landsins. Hafa sijórnvöld í Bandarikjunum og Evrópu-
bandalagsríkjunum til athugunar að mótmæla yfirgangi Serba og júgó-
slavneska sambandshersins með því að slíta stjórnmálasambandi við
stjóruiiia í Belgrad.
Vopnaðar sveitir Serba og sam-
bandsherinn hafa haldið uppi hern-
aði í Bosníu síðan meirihluti lands-
manna, Króatar og múslimar, lýsti
yfir sjálfstæði í mars og hafa nú
stóran hluta landsins á sínu valdi.
Eru Serbar, sem vilja áframhaldandi
samband við Serbíu, 31% íbúanna
en krefjast yfirráða í næstum hálfu'
landinu. Eru árásirnar á Sarajevo
sagðar liður í áætlun Serba um að
leggja hana að hálfu undir sig og
árásirnar á króatísku bæina virðast
eingöngu gerðar til að hrekja burt
íbúa þeirra. Tölur um látna í
Sarajevo voru nokkuð á reiki en frið-
argæsluliðar Sameinuðu þjóðanna
fóru í gær um borgina á brynvörðum
bílum til að reyna að bjarga særðu
fólki.
Bandaríkjastjórn   og   Evrópu-
Stjórnin í Kabúl býðst til
að víkja fyrir skæruliðum
bandalagið, EB, hyggjast slíta
stjórnmálasambandi við stjórnina í
Belgrad láti hún ekki af hernaðinum
í Bosníu og EB ætlar jafnvel að fara
fram á það við Sameinuðu þjóðirn-
ar, að sett verði viðskiptabann á
Serbíu. Alois Mock, utanríkisráð-
herra Austurríkis, tilkynnti einnig í
gær, að Austurríkisstjórn myndi fara
að dæmi Bandaríkjanna og EB í
þessu máli. Slobodan Milosevic, for-
seti Serbíu, vísar hins vegar ásökun-
um Bandaríkjamanna og EB á bug
og segir Serba ávallt hafa verið
hlynnta friðsamlegri lausn.
-----------» » ?-----------
Kabúl. Reuter.
YFIRVÖLD í Afganistan buðust í gær til að afsala sér völdum til
skæruliðahreyfinga, sem hafa umkringt höfuðborgina, Kabúl, en settu
það skilyrði að skæruliðarnir friðmæltust og næðu samkomulagi um
að mynda bráðabirgðastjórn. Ólíklegt er þó talið að skæruliðarnir
komi sér saman um stjórnarmyndun og stjórnarerindrekar í Kabúl
segja að enn sé hætta á árás á borgina.
Najibullah var steypt af stóli for-
seta á skírdag og hann leitaði hælis
í skrifstofum Sameinuðu þjóðanna í
Kabúl. Benon Sevan, sendimaður
Sameinuðu þjóðanna, fór í gær til
borgarinnar Mazar-i-Sharif, í norð-
urhluta landsins til að freista þess
að ná samkomulagi við skæruliða
um að hleypa Najibullah úr landi.
Flugvöllurinn í Kabúl er á valdi
skæruliða og talið er að forsetinn
fyrrverandi hafi í hyggju að fara til
Nýju Delhí.
Abdul Rahim Hatif, sem gegndi
embætti varaforseta á valdatíma
Najibullahs, tók við forsetaembætt-
inu og sagði í gær að stjómin væri
reiðubúin að láta af völdum. „Vanda-
málið er að skæruliðarnir verða að
sameinast og mynda stjórn sem get-
ur tekið við völdunum," sagði hann.
„Okkur er mest í mun að stjórnar-
skiptin fari friðsamlega fram." Hann
sagði hins vegar ekki koma til greina
að einhver ein skæruliðahreyfing
tæki við völdunum.
Allar helstu borgir landsins, nema
Kabúl og Jalalabad í austurhlutan-
um, eru nú á valdi hinna ýmsu
skæruliðahreyfinga. Leiðtogi einnar
af hreyfingunum, Gulbuddin Hek-
matyar, sem er heittrúaður múslimi,
hefur hótað að gera árás á Kabúl
ef stjórnin gefist ekki upp án skil-
'yrða fyrir sunnudag. Þann dag verða
fjórtán ár liðin frá valdatöku komm-
únista, sem olli borgarastyrjöldinni
í landinu.
Hekmatyar er atkvæðamesti
skæruliðaleiðtogi Pushtun-ættbálks-
ins, sem byggir einkum suðurhluta
landsins, og hatrammur andstæð-
ingur Ahmads Shah Masoods, leið-
toga Tadsjika, sem hefur myndað
bandalag með skæruliðaleiðtogum í
norðurhluta landsins.
Masood hefur sagt að skæruliða-
sveitir hans ráðist ekki á Kabúl á
meðan friðarviðræður fari fram við
stjórnina. Sveitir hans eru um 75
km norðan við höfuðborgina. Skæru-
liðar Hekmatyars eru hins vegar um
40 km sunnan við borgina.
Sjá   „Ættbálkaerjur   skapa
hættu ..:" á bls. 26.
Fellur Egede
á fiskeldinu?
Kaupmannahöfn. Frá N..I. Bruun, frétta-
rítara Morgunblaðsins.
HART er lagt að Kaj Egede, sem
fer með sjávarútvegs- og atvinnu-
mál í grænlensku landsstjórninni,
að segja af sér vegna fiskeldis-
eða urriðaeldishneykslisins sem
svo er kallað en það hefur kostað
Grænlendinga mikið fé.
Lars Emil Johansen, formaður
landsstjórnarinnar, flokksstjórnin í
Siumut, flokki Egedes, og öll stjórn-
arandstaðan hafa krafist þess, að
Egede segi af sér embætti vegna
urriðaeldisverkefnisins, sem hófst
fyrir nærri þremur árum qg hefur
kostað um 400 rniUjónir ISK. án
þess út úr því hafi komið einn ein-
asti urriði. Egede segir hins vegar,
að málið sé á ábyrgð landsþingsins
sjálfs og því muni hann hvergi fara.
Rússland:
Jelteín segir harðlínuöflin sigruð
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKA fulltrúaþingið lauk í gær fundum sínum, sem staðið hafa
í tvær vikur og einkennst af miklum átökum milli harðlínumanna og
umbótasinna. I ræðu sinni í gær sagði Borís Jeltsín, forseti Rúss-
lands, að harðlínumenn hefðu farið halloka og sagði að hin kommún-
íska hugmyndafræði yrði ekki endurvakin í Rússlandi. Þá krafðist
hann þess að samþykkt yrðu lög, sem gerðu rikisstjórnina ábyrga
gagnvart forsetanum.
„Sumir þingmannanna reyndu að
bregða fæti fyrir umbæturnar og
draga úr tjáningarfrelsi og lýðræði
í landinu en meirihlutinn á þingi kom
í veg fyrir þessar fyrirætlanir,"
sagði Jeltsín og lagði áherslu á, að
hvergi yrði hvikað frá róttækri upp-
stokkun í rússneskum efnahagsmál-
um. Áður hafði Jeltsín lagt fram
lagafrumvarp þar sem völd hans
yfir ríkisstjórninni eru staðfest og
er litið á það sem svar við ályktun
harðlínumanna um, að Jeltsín láti
af forsætisráðherraembætti  innan
þriggja mánaða en hann gegnir því
ásamt forsetaembættinu.
„Sá tími er liðinn, að Rússlands-
stjórn sé einhver strengjabrúða í
annarra manna höndum," sagði
Jeltsín þegar hann lauk ræðu sinni
og var þeirri yfirlýsingu vel fagnað
af þingheimi. Samkvæmt skoðana-
könnunum, sem birtar hafa verið
síðustu daga, hafa vinsældir Jeltsíns
meðal almennings aukist verulega
þrátt fyrir erfiðleikana og miklar
verðhækkanir, nú síðast á bensíni.
Álit fólks á þinginu hefur hins veg-
ar minnkað að sama skapi.
Reuter
Umdeild aftaka
Robert Alton Harris, sem dæmdur hafði verið til dauða fyrir að
myrða tvo unglingspilta, var tekinn af lífi í gær í gasklefa San
Quentin-ríkisfangelsisins í Kaliforníu. Hefur aftakan og aðdragandi
hennar vakið miklar umræður í Bandaríkjunum um réttmæti dauða-
refsingar almennt og einnig um Hflátsaðferðina, sem er mjög kvala-
full. Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti Bandaríkjamanna
hlynntur dauðarefsingu þegar um alvarlegan glæp er að ræða. Þess-
ir menn, sem söfnuðust saman fyrir utan San Quentin-fangelsið í
gær, voru augljóslega sama sinnis.
Sjá „11 mínútna ... " á bls. 27.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56