Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/LESBOK
tvguuMaMfe
STOFNAÐ 1913
93.tbl.80.árg.
LAUGARDAGUR 25. APRIL 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Geysilegt
tjón í Guada-
lajara
.Óttast er að allt að þúsund
manns hafí beðið bana í gas-
sprengingunni í Guadalajara,
næststærstu borg Mexíkó, á
miðvikudag, en í gær höfðu
alls 230 lík fundist. Á annað
þúsund manns særðust og
rúm 15.000 misstu heimili sín.
Mikil reiði ríkir á meðal borg-
arbúanna í garð yfírvalda, sem
hafa verið sökuð um að hafa
látið hjá líða að fyrirskipa fólki
að fara af svæðinu þrátt fyrir
að þeim hafi verið skýrt frá
gasleka. Carlos Salinas de
Gortari forseti hefur fyrirskip-
að rannsókn á málinu og
niðurstaða hennar á að liggja
fyrir á mánudag. Á myndinni
kanna björgunarmenn og veg-
farendur skemmdirnar af
völdum sprengingarinnar.
Sjá frétt á bls. 24.
Reuter
Afganistan:
Skæmliðar ná Jalalabad og
undirbúa valdatöku nýs ráðs
Kabúl. The Daily Telegraph.
SKÆRULIÐAR í Afganistan
náðu í gær á sitt vald mikil-
vægri borg, Jalalabad, sem er
miðja vegu milli höfuðborgar-
innar, Kabúl, og landamæranna
að Pakistan. Skæruliðarnir
höfðu setið um borgina frá því
sovéska hernámsliðið fór úr
landinu árið 1989 og heimildir
herma að þeir hafi náð henni
án verulegrar mótspyrnu. Þá
var greint frá því að afganskar
skæruliðahreyfingar væru að
mynda 51 manns ráð til að
stjórna landinu og stefnt væri
að því að það kæmi saman í
Kabúl innan tveggja daga.
Héimildarmenn The Daily Tele-
graph sögðu að ráðið kynni að
fara til afgönsku höfuðborgarinn-
ar með Benon Sevan, sérlegum
sendimanni Sameinuðu þjóðanna,
sem hyggst fara til borgarinnar á
mánudag.
Sönnun fundin fyr-
ir Hvellinum mikla
London. Reuter.
STJARN- og stjarneðlisfræðingar víða um heim eru í sjöunda
himni ef svo má segja vegna merkilegrar uppgötvunar banda-
rískra vísindamanna. Þeir hafa fundið „gárur" á geimgeislun-
inni en þær geta skýrt hvers vegna stjörnur og stjörnuþokur
urðu til og staðfesta einnig kenninguna um upphaf alheims
í Hvellinum mikla.
„Þetta er uppgötvun aldarinn-
ar ef ekki allra tíma," sagði Step-
hen Hawking, prófessor við
Cambridge-háskóla og einn
fremsti stjarnfræðingur í heimi
þrátt fyrir að vera mikið fatlaður
og bundinn við hjólastól. Sagði
hann, að uppgötvunin staðfesti
kenningar sínar og annarra um
það, sem gerst hefði eftir Hvell-
inn mikla. „Það hefði átt að
fínnast einhver „óregla", ein-
hverjar leifar hennar, en upp úr
henni eru stjörnuþokurnar
sprottnar, sólir og reikistjörnur
eins og jörðin," sagði Hawking.
Samkvæmt kenningunni um
Hvellinn mikla var allt efni sam-
ankomið á einum stað fyrir 15
milljörðum ára. Þá var alheimur-
inn minni en ein frumeind en svo
leystist hann úr læðingi í gífur-
legri sprengingu. Hann hefur
síðan verið að þenjast út en
vísindamenn hafa furðað sig á
hvers vegna hann er ekki samur
og jafn að öllu leyti. „Gárurnar"
á geimgeisluninni, þessar leifar
óskapnaðarins í upphafi, skýra
það, „þær eru týndi hlekkurinn"
eins og Carlos Frenk, eðlisfræð-
ingur við Durham-háskóla í Eng-
landi, sagði.
Samkvæmt heimildarmönnum
úr röðum skæruliða verður Sigbut-
ullah Mujadidi, leiðtogi afgönsku
útlagastjórnarinnar frá 1988, for-
seti ráðsins. Þeir sögðu hann hafa
orðið fyrir valinu vegna þess að
hann væri veikastur afgönsku leið-
toganna og keppinautar hans
hefðu talið að þeir myndu eiga
auðvelt með að hafa áhrif á störf
hans.
Einn heimildarmaður staðhæfði
að skæruliðaleiðtoginn Gulbuddin
Hekmatyar, sem er heittrúaður
múslimi, yrði forsætisráðherra.
Erkifjandi hans, Ahmed Shah
Masood, fengi hins vegar embætti
varnarmálaráðherra.
Allar helstu borgir Afganistans
eru nú á valdi skæruliða og fyrr-
verandi stjórnarhermanna, að
Kabúl undanskilinni. Skæruliða-
hreyfingarnar sitja nú um höfuð-
borgina og reyna að fá stjórnar-
hermenn, sem verja hana, til að
gefast upp. Skæruliðarnir skiptast
enn í tvær fylkingar og fréttaskýr-
endur telja að enn sé hætta á að
bardagar blossi upp á milli þeirra
þrátt fyrir stöðugar samningavið-
ræður leiðtoganna. Á miðnætti í
fyrrinótt rann út sá frestur sem
skæruliðar undir stjórn Hekmaty-
ars höfðu gefíð Masood og banda-
mönnum hans til að kalla skæru-
liða sína frá Kabúl. Allt var þó
með kyrrum kjörum í gær. Hek-
matyar hefur hótað að ráðast á
borgina gefíst stjórnin ekki upp
án skilyrða í dag.
Þrír atkvæðamiklir hershöfð-
ingjar hvöttu skæruliðahreyfing-
arnar til að mynda nýja stjórn sem
allra fyrst. „Akvörðun þeirra mun
fá Afgani til að tárast af gleði,"
sagði einn þeirra, Nurul Haq Ulo-
omi.
Stjórnin í Kabúl hefur þegar
sagt að hún sé reiðubúin að afsala
sér völdum ef skæruliðahreyfing-
arnar, sem eru að minnsta kosti
tíu, gætu komið sér saman um
myndun nýrrar stjórnar.
Frakkland;
Rússneskir
njósnarar
valda mikl-
um usla
París. The Daily Telegraph.
RÚSSNESKUR njósnahringur,
sem ljóstrað hefur verið upp um
í Frakklandi, teygði arma sina
til Bretlands og annarra Vestur-
Evrópuríkja, að sögn franskra
embættismanna.
Leyniþjónustumenn vinna nú að
því baki brotnu að reyna að gera
sér grein fyrir þeim skaða sem
nýstofnaður rússneskur njósna-
hringur hefur valdið. Sextugur
belgískur kaupsýslumaður, Emile
Eliard, stjórnaði starfsemi hans frá
Brussel.
Belgíudeild njósnahringsins hef-
ur verið upprætt en hún fékkst
aðallega við iðnaðarnjósnir og
hernaðarleyndarmál. Eftir að upp
komst um njósnirnar var fjórum
Rússum vísað úr landi í Belgíu og
voru tveir þeirra stjórnarerindrek-
ar er störfuðu við rússneska sendi-
ráðið.
I Frakklandi er hermt að
hringurinn hafi m.a. komist yfir
upplýsingar um svonefnt Rita-fjar-
skiptakerfi sem Frakkar notuðu til
þess að senda leynilegar upplýs-
ingar meðan á stríðinu fyrir botni
Persaflóa stóð. Franskur heimilda-
maður sagði að hefði njósnahring-
urinn náð eins miklum árangri í
öðrum löndum væri ljóst að mikið
tjón hefði hlotist af starfsemi hans.
Upp komst um njósnahringinn
eftir að fyrrum starfsmaður sov-
éska sendiráðsins í Brussel,
Vladímír Komoplíev, bað um póli-
tískt hæli í kjölfar hruns Sovétríkj-
anna.
Reuter
Stjórnmálakarpinu mótmælt
Allt að 75.000 félagar í verkalýðshreyfíngunni Samstöðu í Póllandi
gengu um götur Varsjár í gær til að krefjast þess að stjórnmála-
menn landsins hættu að karpa og einbeittu sér að því að koma á
efnahagsumbótum. Þetta er fjölmennasta kröfuganga í Póllandi frá
því Samstaða kom kommúnistum frá völdum 1989. „Þetta er næstsíð-
asta viðvörunin. Sú síðasta verður allsherjarverkfall," sagði Marian
Krzaklewski, leiðtogi hreyfingarinnar. Lech Walesa forseti ávarpaði
fólkið og kvaðst styðja kröfur þess. Talið er að hann hafí átt þátt
í skipulagningu göngunnar vegna óánægju með störf þingsins, sem
einkennist af sundrungu og er skipað fulltrúum 29 flokka. Myndin
var tekin af göngufólkinu og á líkkistunni fyrir miðju stendur: „Gjöf
tií stjórnarinnar frá verkalýðnum."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52