Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR B
wgmMMb
STOFNAÐ 1913
96. tbl. 80. árg.
MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sameinuðu þjóðirnar:
Vilja senda
gæslulið
tilBosníu
Sarajcvo, París, Helsinki. Reuter.
BARDAGAR brutust út í mörg-
um bæjum og borgum í Bosníu-
Herzegovínu í gær en þó var
kyrrt að kalla í höfuðborginni,
Sarajevo. Boutros Boutros-Ghali,
framkvæmdasljóri Sameinuðu
þjóðanna, segir, að samtökin séu
reiðubúin að annast friðargæslu
í Bosníu svo fremi, að aðildarrík-
in ábyrgist kostnaðinn við hana.
Útvarpið í Sarajevo sagði í gær
að kviknað hefði í olíuhreinsunar-
stöð í átökum í bænum Bosanski
Brod og króatíska útvarpið sakaði
Serba um árásir á byggðir Króata
i Bosníu. Fulltrúar á RÓSE munu
koma sáman í Helsinki í Finnlandi
í dag til að ræða um afskipti Serba
og júgóslavneska sambandshersins
af málefnum Bosníu og hvort rétt
sé að grípa til refsiaðgerða gegn
stjórninni í Belgrad. Hefur Banda-
ríkjastjórn hótað að koma Serbíu í
útlegð á alþjóðavettvangi og vill,
að tekið verði til athugunar að
svipta stjórnina í Belgrad sæti sínu
hjá RÖSE.
Boutros-Ghali, framkvæmda-
stjóri SÞ, sagði í gær í París eftir
fund með Francois Mitterrand
Frakklandsforseta, að samtökin
væru reiðubúin að senda friðar-
gæslulið til Bosníu ef aðildarríkin
ábyrgðust að greiða kostnaðinn við
það. Boutros-Ghali hefur hingað til
verið því andvígur en Frakkar hafa
lagt hart að honum í þessu efni.
Afganistan;
Reuter
Sibghatullah Mojadidi, bráðabirgðaleiðtogi Afganistans, tekur af sér
skóna um leið og hann gengur inn á nýtt heimili sitt í Kabúl en
hann hefur verið í útlegð í nærri 20 ár.
Evrópska efnahagssvæðið:
Agreiningur um
Alpaumferðina
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins.
ÁGREININGUR milli Evrópubandalagsins og Austurríkismanna um
fjöida flutningabíla sem leyft verður að fara um austurrísku Alpana.
gæti orðið til þess að fresta þurfi undirskrift samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið (EES).
Fyrirhugað er að undirrita EES-
samninginn í Portúgal á laugardag,
2. maí. Samtímis á að undirrita
samning á milli Austurríkis og EB
um umferð flutningabíla frá banda-
laginu í gegnum Austurríki. Af hálfu
EB er viðunandi samningur um Alpa-
umferðina forsenda þess að EES-
samningurinn verði undirritaður
enda hafa einstök aðildarríki banda-
lagsins lýst yfir, að þau undirriti
ékki EES-samninginn nema hinn
samningurinn liggi fyrir.
Samningur á milli Austurríkis og
EB liggur fyrir og var áritaður um
leið og EES-samningurinn fyrr í
mánuðinum. í samningnum er gert
ráð fyrir að samningsaðilar komi sér
saman um aðferð til að reikna út
heimilan umferðarþunga út frá
mengunareiningum sem samið yrði
um. Fastafulltrúar aðildarríkja EB
fjölluðu um samkomulagið við Aust-
urríki á fundi í gærmorgun í Brussel
og komust að þeirri niðurstöðu að
tilboð Austurríkismanna væri ófull-
nægjandi. Samkvæmt heimildum í
Brussel telja Austurríkismenn sig
hafa takmarkað svigrúm til þess að
koma til móts við 'EB. I Austurríki
standa yfir forsetakosningar og um-
hverfisráðherrann  sem  gekk  frá
sarruiingnum við EB er einn fram-
bjóðenda, en hann fór illa út úr fyrri
umferð kosninganna um síðustu
helgi. Samingamenn EFTA munu þó
staðráðnir í að þetta mál verði ekki
látið spilla áformum um að undirrita
samninginn 2. maí.
14 ára borgarastyrjöld lýkur
formlega við stíórnarsápti
Kabúl. Keuter.
FORMLEG stjórnarskipti fóru
fram í Afganistan í gær og lauk
þar með 14 ára stríði afganskra
skæruliða og hers gömlu
sljórnarinnar.      Sibghatullah
Mojadidi, leiðtogi landsins til
bráðabirgða, tók formlega við
völdunum af fyrri valdhöfum við
stutta athöfn í utanríkisráðuneyt-
inu. Um tveimur klukkustundum
síðar réðust sveitir nýju valdhaf-
anna á síðasta vígi skæruliða á
bandi Gulbuddins Hekmatyars,
heittrúaðs múslíma, eina skæru-
liðaleiðtogans í Afganistan er
hefur neitað að eiga aðild að 50
manna ráði, sem fer nú með vöid-
in í landinu.
Mojadidi hvatti Hekmatyar og
stuðningsmenn hans í Hezb-i-Isl-
ama til að hætta að berjast og halda
heim. „Það er nú tími til kominn
að við tökum höndum saman og
hefj'um enduruppbyggingu föður-
landsins," sagði hann og kvaðst
fagna því að íslömsk stjórn skyldi
loksins hafa komist til valda.
Stuðningsmenn hans söngluðu í sí-
fellu „Allah-o-Akbar" (guð er mik-
ill).
Mojadidi sagði að fyrrverandi
valdhöfum og stuðningsmönnum
þeirra yrðu gefnar upp sakir en það
þyrfti þó ekki að eiga við um Naji-
bullah, fyrrverandi forseta, sem hef-
ur verið í skrifstofum Sameinuðu
þjóðanna í Kabúl frá því hann reyndi
að  flýja  höfuðborgina  16.  apríl.
Aðspurður um hvað gert yrði við
Najibullah sagði Mojadidi að það
væri fólksins að ákveða það.
Mojadidi er 63 ára að aldri og
fyrrverandi trúfræðiprófessor við
Kabúl-háskóla.
Um 200 stuðningsmenn Hek-
matyars voru í innanríkisráðuneyt-
inu í gær og var það síðasta vígi
þeirra í borginni eftir að hafa misst
yfirráð yfir mikilvægri hæð í grennd
við flugvöllinn. Gerð var stórskotaá-
rás á ráðuneytið og búist var við
að skæruliðarnir myndu gefast upp
fljótlega, enda við ofurefli að etja.
Sjá „Ófriður ..." á bls. 18.
Bandaríkin:
Arið hófst
með efna-
hagsbata
Washinjrton. Keuter.
HAGVÖXTUR í bandarísku
efnahagslífi vai' meiri á
fyrsta fjórðungi þessa árs en
verið hefur í þrjú ár eða 2%.
Styður það spár flestra hag-
fræðinga um að samdráttar-
skeiðinu sé að Ijúka en al-
mennt er þó búist við, að
efnahagsbatinn verði hægur.
Hagvöxturinn hefur ekki ver-
ið meiri síðan á fyrsta ársfjórð-
ungi 1989 þégar hann var 2,5%
en ekki er samt talið, að mikið
dragi úr atvinnuleysi vestra á
næstunni en það er nú 7,3%.
Verulegur bati varð á fyrstu
mánuðum þessa árs í viðskipt-
um Bandaríkjanna við útlönd
því að þá jókst útflutningur um
1,4 milljarða dollará, sem er að
vísu ekki tiltakanlega mikið, en
innflutningur minnkaði hins
vegar um 2,2 milljarða.
Hagvaxtaraukningin nú staf-
aði ekki síst af aukinni neyslu,
einkum af kaupum á heimilis-
tækjum ýmiss konar en þau
hafa mikil áhrif á efnahagslífið.
Þá er þess að geta, að hagnað-
ur var hjá General Motors-bíla-
verksmiðjunum á fyrsta árs-
fjórðungi en tap hefur verið á
rekstrinum í tæp tvö ár.
Þingmenn frjálsra demókrata í Þýskalandi tóku ráðin af flokksforystunni:
Klaus Kinkel utanríkisráðherra
Bonn. Reuter.
KLAUS Kinkel, dómsmálaráðherra Þýskalands,
verður næsti utanríkisráðherra og tekur við af
samflokksmanni símim meðal frjálsra demókrata,
Hans-Dietrich Genscher, í næsta mánuði. Aður
hafði flokkforystan lagt til að Irmgard Schwatzer
byggingarmálaráðherra yrði utanrikisráðherra
en þingflokkurinn tók fram fyrir hendur henni
og kaus Kinkel með miklum atkvæðamun.
Helmut Kohl kanslari og leiðtogi
kristilegra demókrata hafði fallist
á að utanríkisráðherraembættið
yrði áfram í höridum frjálsra demó-
krata en Genscher hafði gegnt því
Kinkel
í 18 ár þegar hann boðaði afsögn
sína á mánudag. Olli ákvörðun hans
strax óvæginni valdabaráttu innan
stjórnarinnar og flokks frjálsra
demókrata en  að loknum  fimm
klukkustunda fundi í þingflokki
frjálsra demókrata í gær var geng-
ið til atkvæða og fékk Kinkel þá
63 atkvæði en Schwátzer 25. Fór
það fyrir brjóstið á þingmönnum
að þeim fannst Otto Lambsdorff,
formaður flokksins, hafa ákveðið
upp á sitt einsdæmi að Schwátzer
yrði utanríkisráðherra og án þess
að ræða það við þá. Lambsdorff
kvaðst ekki vilja túlka atkvæða-
greiðsluna sem vantraust á flokks-
forystuna en viðurkenndi að svona
uppákoma hefði ekki orðið í flokkn-
um í 40 ár.
í þessu máli tókst Lambsdorff
ekki aðeins að móðga flokksbræður
sína, heldur einnig samstarfsflokk-
ana, kristilega demókrata og Kristi-
lega sósíalsambandið i Bæjaralandi,
með því að krefjast þess að frjálsir
demókratar sæju einir um að velja
eftirmann Genschers.
Klaus Kinkel var í eina tíð yfir-
maður vestur-þýsku leyniþjón-
ustunnar og var um margra ára
skeið náinn samstarfsmaður
Genschers í utanríkisráðuneytinu
áður en hann varð dómsmálaráð-
herra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40