Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 30
MGRGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 30 C 1 ÆSKUMYNDIN..7 ER AF ÞRÁNIKARLSSYNILEIKARA Góður prakkari „Þráinn var afskaplega góður í sér, mik- ill dýravinur og mátti ekkert aumt sjá. En hann var líka svolítill prakkari, þó- nokkuð stríðinn og hafði snemma auga fyrir því hvemig hann gat strítt. Þrátt fyrir að hann væri kaldur og stríðinn átti hann mjög marga vini endá stríddi hann aldrei í illu,“ segir Ásdís systir Þráins um bernskudaga hans og bætir við „ég á ekkert nema góðar minningar um hann.“ Þráinn er örverpi foreldra sinna, þeirra Karls Valdimars Sigf- ússonar og Vigfúsu Vigfúsdóttur. Hann er fæddur 24. maí 1939 í gamla barnaskólanum á Akureyri, 'jrskammt frá húsakynnum Leikfé- ags Akureyrar. Systkinin urðu sex .alsins, fímm drengir og ein stúlka. Þegar Þráinn var fimm ára fluttist ■íann með foreldrum sínum og systkinum í Helgamagrastræti 46 3n faðir hans og bræður höfðu ayggt þar hús. „Það var mjög gott að alast upp á Akureyri á þessum árum,“ segir Þráinn „en mér tókst aldrei að taka þátt í þessum sumarleikjum á Akureyri þar sem ég var alltaf í sveit“. Þráinn fór í sveit strax sex ára gamall, var lengst af á bænum Álftagerði í Mývatnssveit og átti þar mjög góða daga að eigin sögn. „Þráinn var indælis strákur, kátur og léttur og mjög duglegur,“ segir Arnfríður Aðalgeirsdóttir, Álfta- gerði, en Þráinn var í sveit hjá for- eldrum hennar mörg sumur. „Hann stóð fyrir sínu og gerði það sem hann var beðinn að gera og mér þykir ákaflega vænt um þennan dreng enda hefur hann haldið tryggð við okkur síðan.“ Arngrímur Geirsson, kennari, er litlu eldri en Þráinn og átti heima í Álftagerði en þar var margbýlt. „Þráinn var fæddur verkfræðing- ur,“ segir Arngrímur þegar hann rifjar upp þennan bernskutíma. „Hann hafði mjög gaman af skepn- um, sérstaklega voru hestar hans líf og yndi og hann var óvenjudug- legur og vinnusamur að ógleymd- um léttleikanum og gamansem- inni.“ Þráinn átti bróður sem vann í sælgætisgerðinni Akra og sendi hann Þránni oft eitthvað útlitsgall- að sælgæti og segir Arngrímur að því hafí alltaf verið skipt bróður- lega á milli peyjanna á bænum. Á uppvaxtarárum sínum var Þráinn ekki farinn að hugsa um leiklist en áhugamálin voru fjöl- mörg. „Ég lærði á trommu og trompet hjá Lúðrasveitinni, tók þátt í skátastarfi og svo stundaði ég líka skíði talsvert þar til ég fót- brotnaði eitt sinn við þá iðkun.“ Þráinn og móðir hans áttu líka hesta og hafði hann gaman af því að ríða út og síðar á ævinni lét hann gamlan bóndadraum rætast með því að hella sér út í hesta- mennskuna af miklum fítonskrafti. Faðir Þráins bar út Morgunblað- ið og segist Þráinn eiga sterka minningu frá því þegar hann fór með föður sínum á kvöldin til þess að taka á móti blaðinu þegar rútan kom úr Reykjavík. „Áskrifendur komu þá gjaman á afgreiðsluna til þess að ná í blaðið sitt sjálfir og hún varð nokkurs konar samkomu- staður bæjarbúa og þetta fannst mér allt mjög skemmtilegt." ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Áframísland! Knattspyrnuvertíðin er nú hafin og af því tilefni birtum við myndir frá landsleik íslendinga og Norðmanna, sem háður var á gamla Melavellinum fyrir hartnær 40 árum, hinn 4. júlí 1954. Þetta var tíundi lands- leikur íslendinga frá upp- hafi og fjórði leikurinn gegn Norðmönnum og höfðu Norðmenn farið með sigur af hólmi í öll- um þremur fyrstu leikj- unum. Að þessu sinni ___________ sneru íslendingar hins vegar við blaðinu og sigruðu Norð- menn með einu marki gegn engu, en ef marka má umsögn íþrótta- fréttamanns Morgunblaðsins af leiknum hefðu 4 mörk gegn 2 verið sanngjörn úrslit. Leikurinn ein- kenndist öðru fremur af óheppni beggja liða og skal hér gripið niður í frásögn Morgunblaðsins: „Tveim- ur mínútum síðar brýst Ríkharður í gegn allt frá miðju, nálgast mark- ið á miklum hraða, fór helst til nálægt því markið lokaðist og skaut — en markvörður fékk varið. Knött- urinn hrökk frá honum út á völlinn aftur. Þar kom Þórður aðvífandi — tækifærið var stórkostlegt, því markið var opið, — en óheppnin var yfir íslend- ingum og skotið lenti í markverðinum." Síðar í lýsingunni segir frá því hvernig Islendingar skoruðu sigurmarkið: „Og enn 2 mínútum síð- ar steðjar mikil hætta að norska markinu. Hár knöttur kemur að því. Þórður og Pétur fylgja fast eftir. Þórður á í návígi við markvörðinn sem nær ekki knettinum — og Þórður skor- ar.“ Ekki er unnt að fara hér nán- ar út í frásögnina af gangi leiks- ins, en um níu þúsund áhorfendur, sem lögðu leið sína á Melavöllinn til að horfa á leikinn, fögnuðu að vonum í leikslok er fyrsti sigur ís- lendinga á Norðmönnum í knatt- spyrnu var staðreynd. Norðmenn sækja, en Dagbjartur Hannesson bægir hættunni frá. SVEITIN MlN... ER NORÐURÁRDALUR í MÝRASÝSLU Við Norðurá í Norðurárdal, Baula í baksýn. „ÞAÐ sem kemur einna fyrst upp í hugann er Norðuráin, sem er ein besta laxveiðiá landsins, og svo Baulan, svipmikið fjall sem gnæfir yfir dalnum,“ segir Guðrún Jónína Haraldsdóttir. Hún bjó til 11 ára aldurs á Króki, sem var þriðji efsti bær í Norðurárdal í Mýrasýslu. Ekki er lengur búið á Króki, né hinum bæjunum tveimur, Forna- hvammi og Sveinatungn en þar var reist fyrsta steinsteypuhús í sveit á Islandi, 1895. Guðrún segir Norðurárdalinn vera fremur fámenna sveit og hafi íbúum fækkað síðustu tvo áratugi. „Það er vissulega erfitt að horfa upp á bæi í dainum fara í eyði. En þrátt fyrir fámennið og nálægðina við Borgarnes er nokk- uð gott félagslíf í Norðurárdal." Guðrún Jónína Haraldsdóttir. Norðurárdalur er í þjóðbraut. Þeir sem leið eiga norður í land aka eftir dalnum, sem er lengsti dalur Mýrasýslu. Þeir eru hins veg- ar færri sem stöðva og skoða sig um. „Neðst í dalnum er allmikið skóglendi og fjölbreytt náttúra. Við dalsmynnið er Grábrók og Grábrókarhraun, þar er Samvinnu- skólinn á Bifröst, og eftir miðjum dalnum rennur svo Norðuráin. Hins vegar er Norðurárdalurinn fremur þröngur og hijóstrugur ofan til, en þaðan liggur leiðin upp á Holtavörðuheiði. Síðasti áningar- staður áður en íagt var á heiðina var Fornihvammur. Þar var rekið hótel frá því á stríðsárunum og fram á áttunda áratuginn. Forni- hvammur er nú rústir einar.“ HVERT____ ER UPPHAF MAFÍUNNAR? Málsvari lít- ilmagnans Mafían er upprunnin á Sikiley og fyrstu heim- ildir um hana eru frá byrjun 19. aldar. Þá var Napóleon að ráðast inn í Italíu og ýmis konar órói fylgdi í kjölfarið á þeim umbrotum. Til að hafa hemil á bændum og leiguliðum fengu margir landeigendur sér til aðstoðar, rudda- fengna óbótamcnn sem börðu allan mótþróa niður með valdi. Þessir menn mynduðu smám saman reglu sem var í algjörri andstöðu við ríkjandi yfirvöld og var hugmyndafræðin sú að leita aldrei til lögreglu með neitt og því síður vera henni innan handar við upprætingu glæpa. Til að fá inngöngu í mafíuna verða menn að sveija þagnareið, þar sem meðal annars er heitið full- kominni þagmælsku um starfsemina, og liggur mönnum lífíð við ef þeir svíkja hann. Mafían fékk í fyrstu orð á sig fyrir að vera málsvari lítilmagn- ans gegn ráðandi yfirstéttinni, en kjarninn var þó alltaf glæpastarfsemi ýmis konar. Smám saman fóru að myndast „mafíufjölskyldur" þar sem einn maður skipaði fyrir en undirlægjur sáu um fram- kvæmdina. Útbreiðsla reglunnar varð afar hröð og brátt tók hún að íþyngja þjóðfélaginu, þar sem hún lifði á mannránum, smygli og svo kölluðu vernd- arfé. Verndarfé þurftu flestir að greiða sem stóðu í einhvers konar viðskiptum því annars var mikil hætta á „slysi“ og mafían var þekkt fyrir flest ann- Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um maf- íuna, þeirra frægastar eru líklega myndirnar um Guðföðurinn. að en elskulegar innheimtuaðgerðir. Mafíuhefð Itala fylgdi innflytjendastraumnum til Bandaríkjanna og þar náði skipulögð glæpastarfsemi hámarki þegar vínbannið stóð yfir á þriðja áratugn- um. ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að upp- ræta mafíuna á Ítalíu og í Bandaríkjunum en flest- ( ir eru þó á því að hún Iifi góðu lífí, og að á Ítalíu sé hún enn gríðarlega áhrifamikið afl í þjóðlífinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.