Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
0mi!mMWH§>
STOFNAÐ 1913
124. tbl. 80. árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. JUNI 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Danmörku:
Meirihluti Dana felldi óvænt
Maastrícht-samkomulagið
Talning í þjóðaratkvæða-
greiðslunni í Danmörku í
gær var æsispennandi. Sam-
kvæmt fyrstu tölum var tals-
verður munur andstæðing-
um Maastricht-samkomu-
lagsins í vil. Það bil mjókk-
aði en hélstþó allttil enda.
A myndinni fagnar fólk fyr-
ir framan Kristjánsborgar-
höll eftir að úrslitin voru
ljós seint í gærkvöld.
Ottast afleiðingar þessarar óheppilegu niður-
stððu, segir Poul Schliiter forsætisráðherra
Kaupmannahofn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morfrunblaðsins.
DANSKIR kjósendur höfnuðu í gær í þjóðaratkvæðagreiðslu Maas-
tricht-samkomulaginu um nánara samstarf aðildarríkja Evróþubanda-
lagsins. 50,7% kjósenda greiddu atkvæði á móti samkomulaginu en
49,3% með. Vonbrigði danskra ráðamanna leyndu sér ekki er þeir
komu fram í sjónvarpi í gærkvöldi að loknum þessum sögulegu kosn-
ingum, sem stefna Evrópusamstarfinu og framtíð Danmerkur innan
þess í nokkra óvissu.
Úrslitin komu mjög á óvart í ljósi
þess að skoðanakannanir síðustu
daga höfðu bent til að öruggur
meirihluti væri fyrir samþykkt sam-
komulagsins. Ennfremur höfðu leið-
togar ríkisstjórnarflokkanna og
jafnaðarmanna lagst á eitt að sann-
færa kjósendur um nauðsyn þess
að gjalda samkomulaginu jákvæði.
Tæplega fjórar milljónir manna voru
á kjörskrá og var munurinn ótrúlega
lítill er upp var staðið. Einungis um
48.000 atkvæði skildu andstæðinga
og fylgismenn samkomulagsins.
Viðbrögð ráðamanna lutu mjög
að þeirri spurningu hvort Danir
verði hérmeð viðskila við hin EB-rík-
in eða hvort búast megi við breyt-
ingum á Maastricht-samkomulag-
inu til að koma til móts við vilja
dönsku þjóðarinnar. Poul Schluter,
forsætisráðherra Danmerkur, sagði
í gær að það væri ekki raunsætt
að vænta þess að Danir gætu samið
um breytingar á samkomulaginu.
Hin ríkin ellefu myndu geta hrundið
ákvæðum þess í framkvæmd án
þátttöku Dana. Schliiter sagði að
danska stjórnin myndi hittast í dag
og velta gaumgæfilega fyrir sér
stöðu Danmerkur eftir hina „óheppi-
legu" niðurstöðu og athuga hvernig
best mætti vernda hagsmuni lands-
ins að henni fenginni. „Ég óttast
afleiðingarnar en við verðum að sjá
hvað framtíðin ber í skauti sér.
Danskur efnahagur stendur traust-
um fótum og við verðum að tryggja
að svo verði áfram," sagði Schluter.
„Við verðum að reyna að fá sem
bestan samning án þess að taka
þátt í evrópska samrunanum."
Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, sagði að
stjórnmálamenn hefðu vanmetið
djúpstæða andstöðu almennings við
Maastricht-samkomulagið. „Dansk-
ir kjósendur hafa veitt okkur öllum
ráðningu," sagði Ellemann-Jensen í
samtali við danska sjónvarpið. „Nú
verð ég að leggjast undir feld og
heyra svo hljóðið í bandamönnum
okkar í Evrópu og freista þess að
bjarga því fyrir Dani sem bjargað
verður." Ráðherranum var augljós-
lega brugðið og sagði hann að nú
yrðu danskir stjórnmálamenn að
hugsa sinn gang og meta hvernig
á því stæði að þeir væru svo fjarlæg-
ir kjósendum. Danska þingið hafði
samþykkt Maastricht-samkomulag-
ið með 138 atkvæðum gegn 25.
Holger K. Nielsen, leiðtogi Sósíal-
íska þjóðarflokksins, sagði að úrslit-
in sýndu að meirihluti Dana hefði
látið sér fátt um hræðsluáróður rík-
isstjórnarinnar finnast. Sagðist
hann vonast til að önnur EB-ríki
myndu virða vilja dönsku þjóðarinn-
ar og fallast á samningaviðræður
um breytingar á Maastricht-sam-
komulaginu.
Henning Christophersen, fulltrúi
Dana í framkvæmdastjórn EB,
sagði í samtali við Æ/£zau-fréttastof-
una í gær að nú yrði danska stjórn-
in að koma með tillögu um næstu
skref. Ekki mætti búast við að fram-
kvæmdastjórnin hefði frumkvæði
að lausn þess vanda sem nú er kom-
inn upp. Christophersen ítrekaði í
gærkvöldi spádóma sína frá því fyr-
ir kosningar um að höfnun Maas-
tricht-samkomulagsins myndi kosta
Dani 200.000 störf. Landið væri nú
í hættulegri stöðu en gera yrði það
sem hægt væri til að draga úr vand-
anum.
Þrátt fyrir úrslitin verða Danir
áfram í Evrópubandalaginu sam-
kvæmt ákvæðum Rómarsáttmálans
og einingarlaganna frá 1986. Hins
vegar vöknuðu efasemdir í gær um
að Danir gætu tekið við formennsku
í EB um næstu áramót.
Nordfoto
Viðbrögð ráðamanna í Evrópubandalaginu við dönsku kosningunum:
Mikil vonbrigði og ótti við
að óánægja brjótist út víðar
Brussel. Stokkhólmi. Reuter.
HÁTTSETTIR embættismenn í ríkjum Evrópubandalagsins (EB) létu
í gær í Ijósi mikil vonbrigði vegna úrslita þjóðaratkvæðagreiðslunnar
í Danmörku. Kváðust menn óttast að óánægja með áform um samruna
í Evrópu gerði nú víðar vart við sig. Því yrði enginn hægðarleikur
að semja upp á sömu býti og í Maastricht jafnvel þótt Danir yrðu
ekki með. Carl Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði að úrslitin
breyttu engu um þau áform Svía að ganga í EB. Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra telur að úrslitin kunni að lengja líf samnings-
ins um Evrópskt efnahagssvæði því að dráttur kunni að verða á iun-
gðngu nýrra ríkja í EB.
Joao de Deus Pinheiro, utanríkis-
ráðherra Portúgals, sagði í yfirlýs-
ingu í gærkvöld að úrslitin í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni yllu sér miklum
vonbrigðum. Þó vildi hann láta í ljósi
þá sannfæringu að áfram yrði keppt
að hugsjóninni um einingu Evrópu.
Sagðist hann sem forsvarsmaður
ráðherraráðs EB myndu meta niður-
stððuna í samráði við Dani og aðrar
þjóðir bandalagsins.
Utanríkisráðherrar Evrópubanda-
lagsins munu koma saman í Ósló á
skyndifundi á morgun til að ræða
afleiðingar úrslitanna í gær.
„Þetta er mjög alvarlegt áfall fyr-
ir Evrópubandalagið," sagði ónefnd-
ur embættismaður í Brussel í sam-
tali við Æeutere-fréttastofuna. „Úr-
slitin bera vott um óánægju sem
einnig er til staðar í öðrum ríkjum
þótt ástæðurnar séu ólíkar. Þegar
öllu er á botninn hvolft er bandalag-
ið ekki tilbúið til að stíga þetta skref
fram á við."
Á það var bent af viðmælendum
fleuters-fréttastofunnar að það hefði
kostað mikið erfiði að berja Maas-
tricht-samkomulagið saman og það
væri hægara sagt en gert að hefja
viðræður að nýju. Nú hefðu öll hin
ríkin afsökun fyrir því að bera fram
sínar sérkröfur af endurnýjuðum
krafti. E.t.v. væri ekki laust við að
sums staðar önduðu menn léttara.
Þjóðverjar væru t.d. þegar farnir að
sjá eftir markinu sem fyrirsjáanlega
hefði vikið fyrir sameiginlegri mynt
EB.
Á það var og bent að úrslitin hlytu
að seinka því að aðildarríkjum EB
yrði fjölgað. Einn viðmælandi Reut-
ers-fréttastofunnar í Brussel tók svo
djúpt í árinni að segja að nú væri
tómt mál að tala um fjölgun aðildar-
ríkja. Fyrst yrði að Ieysa þá flækju
sem nú hefði skapast.
í Noregi fögnuðu andstæðingar
Evrópubandalagsins. Skðmmu eftir
kl. 21 að staðartíma brutustjút fagn-
aðarlæti á veitingahúsi í Ósló þar
sem andstæðingar aðildar Noregs
að EB komu saman. Skammt frá í
höfuðstöðvum fylgismanna EB-
aðildar ríkti jarðarfararstemmning.
Carl Bildt, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, sagði í gær að úrslitin væru
„nokkuð óvænt" og „nokkurt áfall".
Sagði hann að Svíar myndu nú hafa
tvö dæmi fyrir augunum sem draga
mætti lærdóm af. Annars vegar
væru þeir sem vildu halda áfram í
átt til nánara samstarfs innan EB
og hins vegar væru þeir sem vildu
hoppa af lestinni eins og Danir.
Bengt Westerberg, félagsmálaráð-
herra, sagði að þetta kynni að þýða
að töf yrði á aðild Svía að EB.
Engin viðbrögð kpmu í gærkvöld
frá bresku stjórninni en Teddy Tayl-
or einn af 23 þingmönnum íhalds-
flokksins sem greiddu atkvæði gegn
Maastricht-samkomulaginu hafði
þetta að segja: „Þetta eru stórkost-
leg tíðindi fyrir unnendur lýðræðis
... Breska þjóðin hefði gefið sama
svarið hefði henni gefist kostur á
því."
Vafi þykir nú leika á því hvort
írar láti verða af þjóðaratkvæða-
greiðslunni um Maastricht-samkom-
ulagið sem stóð fyrir dyrum. í öðrum
ríkjum stóð ekki til að bera málið
undir kjósendur.
Sjá „EES kann að verða..." á
bls. 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48