Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/C/D

tfttunHafeife

STOFNAÐ 1913

126.tbl.80.árg.

FOSTUDAGUR 5. JUNI 1992

Prentsmiðja Morgiinblaðsins

Utanríkisráðherrafundurinn í Ósló:

NATO fær frið-

argæsluhlutverk

Deilt um hernaðaríhlutun í Júgóslavíu

Ósló. Reuter.

Utanríkisráðherrar Atlantshaf sbandalagsins (NATO) samþykktu

á fundi sínum í Ósló í gær að bandalagið skyldi annast friðargæslu

í Evrópu í framtiðinni. Bandalagið hefur allt frá stofnun þess

árið 1949 aðeins haft það hlutverk að verja aðildarríkin yrði ráð-

ist á þau. Heimildarmenn innan NATO sðgðu að Bandaríkjamenn

hefðu lagt til að bandalagið ihugaði möguleikann á að það beitti

valdi til að framfylgja viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Serb-

íu og Svartfjallaland. Því hefði þó verið hafnað vegna harðrar

andstöðu nokkurra aðildarríkja, sem óttuðust að slíkt kynni að

leiða til hernaðarihlutunar líkt og í stríðinu fyrir botni Persaflóa.

„Þeir sem efast um að banda- , sögðu þó að ráðherramir hefðu

lagið hafi framtíðarhlutverki að

gegna fundu svarið í dag, þar sem

við höfum nú formlega fengið

nýtt verksvið," sagði Lawrence

Eagleburger, aðstoðarutanríkis-

ráðherra Bandaríkjanna, á fundin-

um. í samþykkt ráðherranna er

þó skýrt tekið fram að aðildarríki

NATO geti hafnað þátttöku í frið-

argæslu og að ríki utan bandalags-

ins geti tekið þátt í henni. Þar

segir einnig að bandalagið muni

íhuga beiðnir frá Ráðstefnunni um

öryggi og samvinnu í Evrópu

(RÖSE) um aðstoð við friðar-

gæslu.

Heimildarmenn innan banda-

lagsins sögðu að Bandaríkjamenn

hefðu viljað að í sérstakri yfiriýs-

ingu um fyrrverandi lýðveldi Júgó-

slavíu yrði setning þar sem þeim

möguleika væri haldið opnum að

bandalagið gæti beitt hervaldi til

að framfylgja ályktun Sameinuðu

þjóðanna um refsiaðgerðir gegn

Serbíu og Svartfjallalandi. Stjórn-

völd í aðildárríkjunum hefðu einn-

ig rætt að undanförnu sín á milli

möguleikann á hernaðaraðgerðum

til að tryggja að hægt yrði að

dreifa matvælum og lyfjum frá

Sarajevo, höfuðborg Bosníu-

Herzegovínu. Heimildarmennirnir

ákveðið að sleppa setningunni þar

sem nokkur aðildarríkjanna hefðu

óttast að hún skuldbyndi þau til

að beita hervaldj síðar ef þörf

væri talin á.

Utanríkisráðherrarnir sam-

þykktu hins vegar að bjóða aðstoð

vegna friðarumleitana í héraðinu

Nagorno-Karabak í Azerbajdzhan,

en hún yrði að mestu takmörkuð

við flutninga. Þetta er í fyrsta sinn

sem bandalagið ákveður.að veita

aðstoð við friðargæslu utan aðild-

arríkjanna.

Reuter

Fjöldamorðanna í Peking minnst í Hong Kong

Um 35.000 manns söfnuðust saman í miðborg Hong

Kong í gær til að minnast þess að þrjú ár eru liðin

frá fjöldamorðum kínverska hersins á Torgi hins himn-

eska friðar í Peking. Fólkið hélt á hvítum kertum —

í Kína er hvítt litur syrgjenda — og sat þegjandi fyr-

ir framan eftirmynd af Lýðræðisgyðjunni, styttu sem

kínverskir námsmenn komu fyrir á torginu í Peking

áður en herinn var sendur á vettvang. „Ég tel að það

sé mjög mikilvægt að Hong Kong-búar minnist 4.

júní vegna þess að það liggur í augum uppi að fólkið

í Kína getur það ekki, þótt það vilji," sagði einn þeirra

sem stóðu fyrir minningarfundinum.

Poul Schluter, forsætisráðherra Dana, um Maastricht-samkomulagið:

Hugsanlegt að biðja aftur

um álit danskra kjósenda

Kaupmannahofn, Ósló, London. Reuter,

POUL Schliiter, forsætisráðherra

Danmerkur, sagði í gær að það

kæmi til greina að halda nýja þjóð-

aratkvæðagreiðslu uiri Maas-

tricht-samkomulagið,   ef  til   vill

Skrífað undir í Eíó

Reuter

Eíður Guðnason umhverfisráðherra var meðal þeirra sem undirrituðu

samning um verndun andrúmsloftsins á umhverfisráðstefnu Sameinuðu

þjóðanna í Rio de Janeiro í gær. Ríki EFTA og Evrópubandalagsins

héldu í gær sameiginlegan fund um helstu ágreiningsefni ráðstefnunh-

ar og stýrðu íslendingar þeim fundi. í gærkvöldi voru haldnir norrænir

tónleikar í tengslum við ráðstefnuna og voru þar flutt þijú verk eftir

Jón Leifs. Á myndinni sést Femando Colior, forseti Brasilíu, undirrita

samninginn.

Sjá fréttaskýringu um gróðurhúsaáhrif á bls. 23.

eftir hálft ár eða þegar viðræður

hæfust um inngöngu ánnarra

Norðurlanda í Evrópubandalagið

(EB). Utanríkisráðherrar EB

ákváðu á skyndifundi í Ósló í gær

að bera samkomulagið, sem kveð-

ur meðal annars á um sameigin-

lega mynt og pólitíska einingu

EB-ríkja, óbreytt undir iiiimir

bandalagsríki, en halda „opnum

dyrum" fyrir hugsanlega þátttóku

Dana í því síðar meir.

Schluter sagði að ný þjóðarat-

kvæðagreiðsla yrði að vera á „nýjum

grunni", en hann hefur áður sagt

að það stríddi gegn stjórnarskrá

Dana að bera sama málefni oftar en

einu sinni undir þjóðina. Hann viður-

kenndi að það þyrfti að leysa bæði

lagalega og pólitíska hnúta til að

halda nýja atkvæðagreiðslu, en sagð-

ist sannfærður um að margir þeirra

sem felldu Maastricht-samkomulagið

myndu samþykkja „nýja skipan

mála" um stöðu Dana í Evrópuband-

alaginu síðar meir.

Klaus Kinkel, hinn nýi utanríkis-

ráðherra Þýskalands, sagði í gær að

úrslitin í Danmörku væru ekki stór-

áfall og það væri óhugsandi að biðja

Dani að yfirgefa bandalagið. „Ef til

vill kemur sá tími að meirihluti Dana

telur sig geta samþykkt samkomu-

lagið," sagði Hans van den Broek,

utanríkisráðherra Hollands.

Fjórðungur þingmanna breska

íhaldsflokksins, yfir 70 talsins, bað

John Major, forsætisráðherra Breta,

í gær að semja upp á nýtt í stað

Maastricht-samkomulagsins. Ekki er

þó talið að þeir muni koma í veg

fyrir staðfestingu samkomulagsins á

þingi, því það gæti hugsanlega fellt

stjórn Majors. Skoðanakönnun í

Þýskalandi sem birt var í gær sýnir

að yfir 80 prósent Þjóðverja vilja

þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð

þýska marksins, sem á að víkja fyrir

sameiginlegum Evrópugjaldmiðli

samkvæmt Maastricht.

Þátttakendur á ráðstefnu í London

um Evrópska efnahagssvæðið (EES)

sögðu í gær að úrslitin í Danmörku

kynnu að fresta gildistöku EES. „Það

er forgangsverkefni EB núna að

ganga frá sínum innri málum eftir

úrslitin og staðfesting á EES-sátt-

málanum gæti dregist af þeim sök-

um," hafði iíeuters-fréttastofan eftir

Kjell Eliassen, sendiherra Norð-

manna í London. Áður hafði talsmað-

ur EFTA í Genf hins vegar sagt að

dönsku úrslitin myndu engin áhrif

hafa á EES.

Fyrrum sovétlýðveldi

vöruð við ögrunum

Moskvu. Reuter.

RÚSSAR hafa varað ýmis fyrrverandi sovétlýðveldi, allt frá Moldovu

í suðri til Eystrasaltsríkjanna i norðri, við óþolandi ögrunum og segja,

að rússneskir hermenn muni snúast til varnar reynist það nauðsynlegt.

Pavel Gratsjev, varnarmálaráð-

herra Rússlands, sagði í fyrrakvöld,

að hermenn í 14. hernum rússneska,

sem hefur aðsetur í Dnestr-héraði í

Moldovu, myndu láta yfirlýst hlut-

leysi Iönd og leið yrðu þeir enn einu

sinni fyrir árás moldovskra sveita.

Dnestr-hérað er byggt Slöfum, aðal-

lega Rússum, sem ekki vilja lúta

rúmenska meirihlutanum í Moldovu.

Gratsjev gaf raunar í skyn, að árás-

um á Rússa yfirleitt yrði svarað.

Gratsjev var óvanalega harðorður

um Eystrasaltsríkin og sagði, að

rússneskum hermönnum þar hefði

þegar verið heimilað að skjóta yrði

á þá ráðist. í dagblaði hersins,

Krasnaja Zvezda, sagði í gær, að

rússneskir hermenn í Lettlandi og

Litháen byggju við óþolandi ástand.

„Stjórnlausir hópar, ölvaðir af þjóð-

erniskennd og vopnaðir sjálfvirkum

rifflum, eru á góðri leið með að eyði-

leggja samskipti ríkjanna," sagði í

blaðinu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48