Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						v •'


112 SIÐUR B/C/D

STOFNAÐ 1913

128. tbl. 80. árg.

SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1992

PRENTSMWJA MORGUNBLAÐSINS

Laganemar fá að

endurtaka próf

SJO hundruð laganemar á öðru ári við

Iiáskólann í Ósló í Noregi hafa fengið

það í gegn að þeir fá að taka aftur próf

sem reyndist meingallað. Þegar um

klukkustund var liðin af próftímanum

kom nefnilega í Ijós að ártal í einni

spurningunni var rangt og gerði það

hana merkingarlausa. Á þetta var bent

og kennarar úr deildinni leiðréttu vili-

una. Sú leiðrétting olli hins vegar keðju-

verkun þannig að fjðlmargir aðrir liðir

spurningarinnar misstu merkingu sína.

Kennarar neituðu samt að aflýsa prðfinu

en eftir kvartanir nemenda við yfir-

sljórn skólans var hins vegar ákveðið

að þeir fengju að taka prófið upp á nýtt.

Afengi veld-

ur martröðum

ÁÆTLAÐ er að inilfjónir manna um

allan heim fái sér lítinn áfengan drykk

áður en gengið er til náða til að eiga

auðveldara með svefn. Breskur læknir

telur sig nú hins vegar hafa sýnt fram

á að þettageti haft ófyrirséðar hliðar-

verkanir. Afengið ýti ekki bara til hliðar

áhyggjum dagsins heldur hafi það einn-

ig bælandi áhrif á hið mikilvæga fyrsta

stig svefnsins, REM-stigið. Þegar áhrif

áfengisins hyrfu reyndi síðan líkaminn

að vinna upp REM-stigið á ný. Þetta

gæti leitt til svefnrofs eða jafnvel mar-

traða.

Ríó hefur áhrif

á matarvenjur

NYR sáttmáli um verndun ýmissra dýra-

tegunda sem verið er að undirrita á

Ríó-ráðstefnunni á eftir að hafa veruleg

áhrif á matarvenjur Hong Kong-búa.

Ibuar borgarinnar hafa Iðngum þótt

sólgnir í leggja sér ýmsar óvenjulegar

dýrategundir til munns og er þannig

talið að 80% þeirra hafi einhvern tímann

borðað slðngur. Nú bætast hins vegar

fimm „vinsælar" dýrategundir á listann

yfir tegundir sem ekki má veiða. Þ6

yfirvöld hafi löngum reynt að sporna

við þessu fara borgarbúar einfaldlega f

auknum mæli yf'ir landamærin til Kína

þar sem reglur um þessi efni eru ekki

teknar eins alvarlega. Alþjóðlegum

dýraverndunarsamtökum tókst nýlega

að fá kinversk yfirvöld til að loka

veitingastað þar sem hlébarðakjöt var

á boðstólum. Við skoðun á veitingastaðn-

um fundust fjörutíu apahausar og hlutar

af tígrisdýri í frystikistu. „Eigandinn

sagði að tígrisdýrið hefði ekki verið

veitt ólðglega heldur hefði það dáið úr

berklum f dýragarði. Eins og að það

værí einhver afsðkun fyrir að bera það

á borð," sagði talsmaður dýraverndun-

arsamtakanna.

/       t

BUÐIR A HVITASUNNU

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Aukin óánægja með Maastricht imian breska Dialdsflokksins:

Miðstýringartilburðir Del-

ors sagðir orsök vanda EB

London. The Daily Telegraph.

NORMAN Lamont, fjármálaráðherra Bretlands, réðst harkalega að framkvæmda-

stjórn Evrópubandalagsins f ræðu sem hann hélt í kjðrdæmi sínu á föstudag. Gagn-

rýndi hann sérstaklega miðstýringartilburði framkvæmdastjórnarinnar og sagði þá

hafa valdið því að Maastrícht-samkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu í

Danmörku í vikunni. Ræða Lamonts, sem er harðasta árás bresks ráðherra á EB

síðan Margaret Thatcher var forsætisráðherra, hefur verið túlkuð sem bein gagn-

rýni á Jacques Delors, forseta framkvæmdasljórnarínnar, þótt hann hafi ekki veríð

nefndur á nafn.

„Það sem mig grunar að hafi riðið bagga-

muninn í Danmörku og hefur einnig valdið

svo mikilli óánægju í þessu landi [Bret-

landi] undanfarin ár er hinn að því er virð-

ist endalausi þrýstingur frá Brussel um að

völd bandalagsins verði aukin og fleiri og

fleiri mál leyst á evrópskum grunni með

miðstýringu. Það er þetta sem hefur valdið

svo miklu mgli og leitt til svo sterkrar and-

stöðu," sagði Lamont.

Lagði hann til að við Maastricht-sáttmál-

ann yrði bætt ákvæðum sem gerðu það að

verkum að ákvarðanir um fleiri mál yrðu

færð til aðildarríkjanna. Þetta væri hins

vegar ekki nóg, að sögn breska fjármálaráð-

herrans. Framkvæmdastjórn EB notaði nú

þegar þá sáttmála sem fyrir hendi væru til

að þvinga Breta til að fylgja reglum sem

þeir gætu á engan hátt sætt sig við. Nefndi

Lamont sem dæmi tilraunir tií að koma á

48 stunda lögbundinni vinnuviku í Bretlandi

og áætlanir um samræmingu á virðisauka-

skatti. „Sú ákvörðun dönsku þjóðarinnar

að hafna Maastricht-sáttmálanum er tíma-

bær áminning um að ekkert varðandi þróun

Evrópubandaíagsins er óhjákvæmilegt eða

fyrirfram gefið," sagði Lamont.

Mikillar óánægju gætir innan breska

íhaldsflokksins með Maastricht og er talið

að allar tilraunir til að reyna að bola Dönum

út úr bandalaginu vegna þjóðaratkvæðá"-

greiðslunnar muni leiða til uppreisnar

óbreyttra þingmanna. Þá eru einnig skiptar

skoðanir innan ríkiss^órnarinnar um málið

og á ríkisstjórnarfundi í vikunni létu marg-

ir ráðherrar í ljós þá skoðun að úrslitin í

Danmörku væru tákn þess hversu djúpt

óánægja almennings með þróunina í Evrópu

risti.

Bretar taka við forystunni í ráðherraráði

bandalagsins síðari hluta ársins og hefur

John Major forsætisráðherra því farið mjög

varlega í öllum yfirlýsingum. Á fundi sínum

með Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, á

föstudag gaf hann líka í skyn að Bretar

myndu ekki beita neitunarvaldi sínu gegn

því að Delors yrði skipaður forseti fram-

kvæmdastjórnarinnar í tvö og hálft ár til

viðbótar. Danir ætla einnig að samþykkja

að Delors verði forseti þriðja kjörtímabilið

í röð en fyrir því eru engin fordæmi.

Styrkurinn

lioourí

samstoðunni

Sighvatur Bjarnason

hjá Vinnslustöðinni

18

HANNERAÐKOMA

FYRIR KLETTINN

Þorskur

þrotuni

Tillögur Alþjóðahafrannsókna-

ráðsins um 40% skerðingu í

þorsksókn er mikið áfall fyrir

þjóðarbúskapinn.         10

Cbktð

iífI

OG

DAUÐll

ISAUÐBURÐINUM

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48