Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
130.tbl.80.árg.
FIMMTUDAGUR 11. JUNI 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Meciar neitar að
ræða við Havel
Reuter
Prag. Reuter.
VACLAV Havel forseti Tékkósló-
vakíu sagðist í gær myndu sækj-
ast eftir endurkjöri þegar sam-
bandsþingið kýs nýjan forseta í
næsta mánuði en framtíð hans í
starfi þykir óviss og ekki bætti
úr skák í gær þegar Vladimir
Meciar leiðtogi stærsta flokks Sló-
vakíu afþakkaði boð um að koma
til viðræðna við hann í forseta-
höllinni í dag.
Havel freistar þess að koma í veg
fyrir að Tékkóslóvakía liðist í sundur
og hugðist ræða við Meciar í því
skyni. Sá afþakkaði boðið og ítrek-
aði kröfur um að forsetinn færi frá
en aðstoðarmenn Meciars sögðu
hugmyndir þeirra Havels um framtíð
landsins ósamrýmanlegar. Ennfrem-
ur sögðu þeir í gær að Slóvökum
gremdist það mjög að Havel skyldi
fela Tékkanum Vaclav Klaus fjár-
málaráðherra stjórnarmyndun án
þess að ráðfæra sig áður við leiðtoga
tveggja stærstu flokka Slóvakíu.
Sveit forystumanna úr flokki Mec-
Nokkur árangur virðist hafa orðið af refsiaðgerðum SÞ gegn Serbum. Andstaða við Slobodan Milo-
sevic, forseta Serbíu, fer vaxandi og í gær kröfðust þúsundir námsmanna í Belgrad þess, að hann segði
tafarlaust af sér. Var myndin tekin við það tækifæri.
Bandaríkjamenn leggja til
hertar aðgerðir gegn Serbum
iars mun þó fara til fundar við Havel.
Ráðgert er að Meciar og Vaclav
Klaus hittist öðru sinni í dag'til
stjórnarmyndunarviðræðna. Veru-
legur skoðanaágreiningur um fram-
tíð landsins einkenndi fyrri fund
þeirra sl. mánudagskvöld.
-----------? ? ?-----------
Ráðist á friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo
Belgrad. Brussel. Washington. Reuter.
FBJÐARGÆSLUSVEIT á veg-
um Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
lagði af stað í gærmorgun frá
Belgrad áleiðis til Sarajevo,
höfuðborgar Bosníu, þar sem
hún mun freista þess að opna
flugvöll borgarinnar svo hægt
verði að hefja flutninga á mat-
vælum og hjálpargögnum Ioft-
leiðis til sveltandi íbúa borgar-
innar. Um 300.000 manns eru
innilokaðir í Sarajevo og horfast
þeir nú í augu við hungursneyð
eftir tveggja mánaða umsátur
Serba. Ráðist var á sveit friðar-
gæsluliða í Sarajevo í gærkvöldi
er hún var á leið út úr borginni
til móts við gæsluliðið sem hélt
áleiðis til hennar frá Belgrad.
Einn gæsluliði særðist í árásinni
en talið var að þar hefðu sveitir
Serba verið að verki.
Algert  neyðarástand  ríkir  í
Sarajevo. Tugir manna hafa látið
lífið síðustu daga í hörðum átökum
milli Serba annars vegar og Króata
og múslíma hins vegar. Lík liggja
á víð og dreif um borgina, og ná-
grenni hennar, og ókleift er að
veita öllum þeim læknishjálp sem
þurfa á henni að halda.
Bandaríkjamenn ætla að reyna
að koma í veg fyrir að Serbar taki
þau sæti í alþjóðastofnunum sem
Júgóslavar  höfðu  áður.  Þessar
Harðar „árásir" á Gaddafi
Líbýuleiðtoga í fjölmiðlum
Taldar vera fyrirboði stefnubreytingar
fyrirætlanir koma í kjölfar efna-
hagsþvingana Sameinuðu þjóðanna
gegn Serbum sem hófust fyrir
tveimur vikum. Ef ráðagerðir
Bandaríkjamanna takast er ljóst
að Serbar muni einangrast enn
frekar á alþjóðavettvangi, en þær
fela meðal annars í sér að Serbar
tækju ekki sjálfkrafa við sætum
fyrrum Júgóslavíu í lykilstofnunum
eins og SÞ, Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um og Ráðstefnunni um samvinnu
og öryggi í Evrópu. Til þess að fá
aðild að þessum stofnunum þyrftu
Serbar að fullnægja ýmsum skil-
yrðum og er búist við að þeir þyrftu
meðal annars að leggja sitt af
mörkum til að stöðva hernað serb-
neskra sveita í Bosníu.
Jeltsín segist
enn styðja
umbæturnar
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
lýsti því yfir í gær að hann styddi
enn heilshugar róttæka umbóta-
stefnu Jegors Gajdars, sem hefur
borið hitann og þungann af efna-
hagsumbótum rússnesku sljórti-
arinnar.
Jeltsín virtist vera að svara gagn-
rýni nokkurra rússneskra blaða sem
segja að ýmsar aðgerðir forsetans
bendi til þess að hann sé tekinn að
draga lappirnar í efnahagsmálum.
Þau benda meðal annars á að í síð-
ustu viku ákvað hann að fresta
frjálsri verðlagningu á orku og skip-
aði nokkra atkvæðamikla forstöðu-
menn ríkisfyrirtækja í stjórn sína.
„Ég er sannfærður um að við
þurfum að ganga lengra í efnahags-
umbótum. Hik er sama og dauða-
dómur yfir Rússlandi," sagði Jeltsín
og bætti við að Rússar hefðu ekki
um aðra stefnu að velja en þá sem
Gajdar hefur framfylgt.
Jeltsín kvaðst þó ekki reiðubúinn
að afsala sér forsætisráðherraemb-
ættinu, sem hann gegnir sjálfur,
fyrr en hann fengi fullvissu fyrir því
að stjórnin kæmist af án hans.
I gær sagði Jeltsín að í viðræðum
milli Bandaríkjamanna og Rússa um
eyðingu kjarnavopna sæktust hinir
fyrrnefndu eftir yfirburðastöðu á
þessu sviði gagnvart Rússum.
Bandaríkjamenn vildu ná samkomu-
lagi um að eyða öllum rússneskum
fjölodda kjarnorkuflaugum á landi
og ef slíkt gengi eftir væru þeir
komnir í yfirburðastöðu.
Sjá „Jeltsin tekinn að hika með
umbætur ..." á bls. 24.
Trípólí. Reuter.
FJÖLMIÐLAR í Líbýu hafa birt
tvær harðar árásir á leiðtoga
landsins, Muammar Gaddafi, þar
sem trú hans á arabiskri einingu
er líkt við hillingar og þess kraf-
ist að samin verði sátt við Vestur-
lðnd. Er þetta ekki aðeins óvenju-
legt, heldur einsdæmi og eru
skýringarnar aðeins taldar vera
tvær. Annaðhvort er verið að
bola Gaddafi burt eða hann
stendur sjálfur fyrir uppákom-
unni. Þykir það síðarnefnda lík-
legra.
I einu líbýsku dagblaðanna sagði
að landsmenn gætu lært meira af
samstarfi við Bandaríkjamenn en
af því að élta Gaddafi eftir arabíska
einingarveginum. „Skilaboðin til þín
eru      þessi:
Gakktu sjálfur á
vit      þinnar
íslömsku og
arabísku eining-
ar, við viljum
hins     vegar
Bandaríkin. Það
er  miklu  betra
að hafa samstarf
við þau en allar
ríkisstjórnir    í
arabalöndunum  og  í  því  liggja
hagsmunir okkar fyrst og fremst,"
sagði í blaðinu al-Jamahiriya.
„Allt er þetta skipulagt af Gadd-
afi sjálfum," sagði evrópskur stjórn-
arerindreki í Líbýu en margir hall-
ast samt að því að „árásirnar" séu
Gaddafí
undanfari verulegrar stefnubreyt-
ingar, en líbýska þingið kemur sam-
an á laugardag.
Gaddafi hefur beðið þingið að
ákveða hvort tveir líbýskir leyni-
þjónustumenn, sem sakaðir eru um
að hafa sprengt upp Pan Am-þotu
yfir Lockerbie í Skotlandi 1988,
verði framseldir en vegna fyrri neit-
unar Líbýustjórnar ákvað öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna að beita
hana refsiaðgerðum. Komu þær til
framkvæmda 15. apríl sl.
Áðurnefndur stjórnarerindreki
sagði að með þessum hætti væri
Gaddafi að taka arabísku einingar-
hugsjónina ofan af stallinum og
réttlæta þar með hugsanlegar
breytingar á stjórnarstefnunni, til
dæmis ákvörðun um að framseh'a
leyniþjónustumennina ogtaka aftur
upp samband við Bandaríkin.
Reuter
Bakfallið æft
Liðsforingjaefni í flugher Filippseyja æfðu sig í gær fyrir hersýningu
sem haldin verður á þjóðhátíðardegi landsins á morgun. Þar verða
þau að sýna hið dæmigerða kadettabakfall án þess þó að taka bakföll.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52