Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/C/D
tvgmiXftdbflb
STOFNAÐ 1913
131.tbl.80.árg.
FOSTUDAGUR 12. JUNI 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sveitir SÞ verja olíu-
lindir fyrir Serbum
Zagreb, Belgrad, Washington, Strassborg. Reuter.
FRIÐARGÆSLUSVEITIR Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa komið í veg
fyrír að Serbar fái aðgang að olíulindum í austanverðri Króatiu til að
bæta úr eldsneytisskorti í Serbíu. Bílalest á vegum samtakanna komst
loks við illan leik til Sarajevo í gær eftir að sveitir Serba höfðu skotið
á hana og tafið í sólarhring við borgarmörkin.
Króatískir embættismenn sögðu
að gæslusveitir SÞ gættu þess að
enginn kæmist að Djeletovci-olíulind-
unum, sem eru þær einu í Króatíu
sem Serbar ráða yfir. Þeir sögðust
ekki vita hvort Serbar hefðu nýtt sér
lindimar í þá sex mánuði sem sveitir
þeirra og sambandshersins réðu
svæðinu áður en gæsluliðar SÞ komu
á vettvang. Talsmenn SÞ sem Reut-
ers-fréttastofan ræddi við gátu ekki
staðfest þessar fréttir í gær.
Bílalestin, sem flutti mat og vistir
frá Belgrad til 100 friðargæsluliða
SÞ í Sarajevo, beið í sólarhring í
úthverfi borgarinnar á meðan reynt
var að semja við sveitir Serba, sem
Hvalur hvolf-
ir fiskibáti
St. John's, Nýfundnalandi. Reuter.
ÞRÍR sjómenn frá Nýfundnalandi
björguðust naumlega eftir að
hvalur réðst á bát þeirra og
hvolfdi honum.
Einn sjómannanna, Peter Jones,
sagði að hann og tveir bræður hans
hefðu verið að gera að fiski á bát
sínum undan Baine Harbour á Ný-
fundnalandi, þegar hvalur hefði risið
upp úr sjónum og lent á bátnum, sem
er sjö metra langur. Honum hvolfdi,
en mennirnir þrír komust á kjöl og
voru þar í sjö klukkustundir áður en
þeim var bjargað.
Jones sagði að tannaför hefðu
verið á bátnum, sem bendir til að
um búrhval hafi verið að ræða. Sagn-
ir eru um að búrhvalir hafi ráðist á
báta, en vísindamenn telja að einnig
gæti verið um hnúfubak að ræða,
sem hafí óvart rekist á bátinn þegar
hann kom upp á yfirborðið.
halda borginni í herkví. Einnig flutti
hún sendinefnd á vegum samtak-
anna, sem á að reyna að semja um
vopnahlé á milli hinna stríðandi fylk-
inga í Sarajevo og opna flugvöllinn
þar til að koma vistum til 300.000
íbúa borgarmnar. Franskur hermað-
ur í hópi gæsluliða sem komu á
móti bílalestinni særðist þegar skotið
var þá.
George Bush Bandaríkjaforseti
sagðist í gær vera tregur til að senda
herlið til Júgóslavíu — Bandaríkin
væru „ekki lögregla heimsbyggðar-
innar". Hann útilokaði þó ekki mögu-
leikann á hernaðaríhlutun. Blaðið
The Washington Post sagði í gær
að stjórn Bush væri að íhuga hvort
nota ætti hersveitir til að aðstoða
við flutning hjálpargagna í fyrrum
lýðveldum Júgóslavíu, en slíkar hug-
myndir mættu þó mikilli andspyrnu
í varnarmálaráðuneytinu, Pentagon.
Tillögur um hernaðaríhlutun hlutu
ekki hljómgrunn á Evrópuþinginu í
Strassborg í gær, en í ályktun þess
var krafíst að sambandsherinn yrði
leystur upp og að hinar stríðandi
fylkingar afvopnuðust undir eftirliti
SÞ.
Komu Bush mótmælt í Ríó og Panama
Reuter
Yfir 100 þjóðhöfðingjar eru nú komnir á umhverfísráðstefnuna í Rio de Janeiro eða eru á leið þangað, en
varla hefur nokkur þeirra átt jafn erfitt ferðalag og George Bush Bandaríkjaforseti. Hann varð fyrir minni-
háttar óþægindum af völdum táragass í Panama-borg í gær, þegar lögregla reyndi að tvistra þúsundum
andófsmanna, sem mótmæltu íhlutun Bandaríkjanna í landinu. Bush, sem gerði stuttan stans í Panama á
leið sinni til Ríó, var þó aldrei í neinni hættu, en öryggisverðir fluttu hann á brott í skyndi af útipalli þar
sem hann átti að halda ræðu þegar ólætin brutust út. Þeir beindu byssum sínum að hópi manna næst
pallinum, en hleyptu ekki af. Á myndinni sést hópur fólks ganga að bandarísku ræðismannsskrifstofunni
í Ríó til að mótmæla stefnu Bush í umhverfismálum, en hann liggur undir ámæli frá mörgum fyrir að neita
að skrifa undir sáttmála um verndun dýra og jurta. Bush heldur upp á 68 ára afmæli sitt í dag, en má búast
við köldum afmæliskveðjum frá umhverfisverndarsinnum.
Ottast að kommúnistar reyni
að koma Jeltsín frá völdum
Moskvu, Brussel. Reuter.
SERGEJ Shakhraj, einn af nán-
ustu   samstarfsmönnum   Borísar
Reuter
Deilur Tékka og Slóvaka harðna
Vladimir Meciar, leiðtogi stærsta flokks Slóvakíu (til hægri á mynd-
inni), kom í gær til Prag til viðræðna við forystumenn Tékka um fram-
tíð sambandsríkisins Tékkóslóvakíu. Á myndinni sést hann með Alex-
ander Dubcek, forseta þings Tékkóslóvakíu, en hann ræddi einnig við
Vaclav Klaus fjármálaráðherra sem hefur verið falin stjórnarmyndun.
Lítil von virtist um að sættir næðust, en Klaus hefur hafnað hugmynd-
um Meciars um laustengt samband Tékka og Slóvaka og segir að
annaðhvort verði böndin treyst eða aðskilnaðurinn verði alger. Þúsund-
ir Tékka skrifuðu undir yfirlýsingu fyrir utan þinghúsið í Prag í gær
þar sem þess var krafist að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla í tékkn-
eska hlutanum um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði hans.
Jeltsíns Rússlandsforseta á und-
anförnum áriini, sagði í gær að
hætta væri á að harðlínukommún-
istar reyndu að koma honum frá
völdum fyrir árslok. Embættis-
menn Atlantshafsbandalagsins
(NATO) hafa einnig vaxandi
áhyggjur af því að harðlínu-
kommúnistar séu að endurheimta
fyrri völd sin innan hersins og
geti komið í veg fyrir efnahags-
legar umbætur.
Sergej Shakhraj sagði að Jeltsín
hefði nýlega skipað nokkra harðlínu-
kommúnista i stjórn sína til að af-
stýra því að reynt yrði að koma
honum frá. Áhrifamiklir hópar
kommúnista héldu samt áfram að
hindra efnahagsumbætur stjórnar-
innar. Ókyrrð í rússneskum iðnaði
vegna mikils skorts á rúblum hefði
styrkt stöðu þeirra mjög.
Shakhraj sagði harðlínumenn inn-
an hersins og landbúnaðarkerfisins,
sem væru áhrifamiklir á rússneska
þinginu, kynnu að reyna að koma
Jeltsín frá völdum fyrir áramót. „Þar
sem enginn þeirra er nógu sterkur
leiðtogi til að geta tekið við forseta-
embættinu kynnu þeir að stofna ráð,
skipað fulltrúum hersins og háttsett-
um mönnum innan löggjafar- og
framkvæmdavaldsins, sem tæki við
völdunum."
Shakhrai var aðstoðarforsætis-
ráðherra í rússnesku stjórninni þar
til hann sagði af sér í síðasta mán-
uði. í dag er ár liðið frá því Jeltsín
var kjörinn forseti Rússlands.
Sendiherrar nokkurra aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins vöktu máls
á auknum áhrifum harðlínukomm-
únista í Rússlandi á fundi í Brussel
í gær. Þótt þeir telji aðra valdaráns-
tilraun óhugsandi óttast þeir að
„nómenklatúran", embættismenn-
irnir sem nutu forréttinda á valda-
tíma kommúnista, geti komið í veg
fyrir nauðsynlegar efnahagsumbæt-
Embættismenn í höfuðstöðvum
NATO í Brussel sögðu að ýmislegt
benti til þess að rússneskir harðlínu-
menn væru að sækja í sig veðrið.
Borís Jeltsín hefði til að mynda skip-
að harðlínumenn og hershöfðingja í
sovéthernum fyrrverandi í yfirstjórn
rússneska hersins á miðvikudag.
Forsetinn skipaði einnig harðlínu-
manninn Pavel Gratsjev í embætti
varnarmálaráðherra í síðasta nián-
uði.
Svíþjóð:
Miðflokkurinn er tví-
stígandi um EB-aðild
Stokkhólmi. Reuter.
EINN stjórnarflokkanna í Svíþjóð, Miðflokkurinn, hyggst bera umsókn
Svía um aðild að Evrópubandalaginu (EB) undir flokksþing sitt á þriðju-
dag. Mikil andstaða er við EB-aðiId í Miðflokknum, en hvorki forystu-
menn flokksins né Carl Bildt forsætisráðherra vildu í gær tjá sig um
hvaða áhrif það hefði ef andstæðingar EB hefðu sigur á flokksþinginu.
Samkvæmt skoðanakönnunum
eru 61 prósent stuðningsmanna Mið-
flokksins andvíg aðild Svía að EB,
en aðeins 11 prósent fylgjandi. Hins
vegar eru stuðningsmenn EB-aðildar
í Svíþjóð ívið fleiri en hinir, eða 39
prósent á móti 38 prósentum.
Miðflokkurinn studdi ákvörðun
minnihlutastjórnar Carls Bildts um
að sækja um aðild að EB, en sú
ákvörðun hefur mælst illa fyrir í
sveitum Svíþjóðar, þar sem stuðn-
ingur við flokkinn er einna mestur.
Bildt sagði í gær að ef Miðflokkur-
inn breytti stefnu sinni varðandi
umsóknina væri það brot á stjórnar-
sáttmálanum.
Sjá frekari fréttir um Evrópu-
málin á bls. 22
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48