Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 132. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins hafi linnt, meðal annars vegna þess að hluti serbnesku hersveit- anna er stjórnlaus. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Karadzic fellst formlega á að friðargæslulið- ar Sameinuðu þjóðanna haldi uppi eftirliti í vígjum Serba. Karadzic er harður þjóðemissinni og hafði ítrekað svarið þess eið að ná Sarajevo á sitt vald. Stjórnarerin- drekar telja að hann hafi lýst yfir vopnahléi að undirlagi Slobodans Milosevics, forseta Serbíu. Serbar hafa náð tveimur þriðju hlutum Bosníu á sitt vald í stríð- inu, sem hefur kostað að minnsta kosti 5.700 manns lífið frá í apríl, auk þess sem 22.000 hafa særst. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna, sem komu til Sarajevo á fimmtudagskvöld, ræddu í gær við yfirmenn serbneskra hersveita til að freista þess að fá þá til að opna flugvöllinn í borginni að nýju. Lewis MacKenzie hershöfðingi, yfirmaður friðargæsluliðanna, kvaðst vongóður um að samkomu- lag næðist og hægt yrði að nota flugvöllinn til að flytja vistir til Sarajevo. Reuter Jeltsín kannar árangur sijórnarstefnunnar Eitt ár var í gær liðið frá því Borís Jeltsín var kjörinn Rússlandsfor- seti. í tilefni dagsins reyndi hann að kynnast árangri stjórnarstefnunn- ar af eigin raun og var myndin tekin er hann kom við í verslun í einu úthverfa Moskvuborgar. Sjá „Mótmæli og verkfallshótanir gera Borís Jeltsín lífið leitt“ á bls. 25. Leiðtogi Serba boðar einhliða vopnahlé í Bosníu Opna Bandaríkjamenn loftbrú til Sarajevo? Karadzic Belgrad, Washington. Reuter. RADOVAN Karadzic, helsti leiðtogi Serba í Bosníu- Herzegovínu, tilkynnti óvænt í gær að her- sveitir sínar myndu hætta árásum á höf- uðborgina, Sarajevo, á mánudag til að freista þess að binda enda á meira en tveggja mánaða blóðs- úthellingar. Hersveitir Kar- adzics hafa setið um borgina og haldið uppi stöðugum stór- skotaárásum á hana með þeim afleiðingum að hungursneyð vofir yfir 300.000 íbúa hennar. Karadzic bauðst til að leyfa 800 friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna að vera í vígjum Serba til að fylgjast með því að þeir virtu vopnahléið. Haris Silajdzic utanríkisráð- herra Bosníu sagði ekkert mark takandi á yfirlýsingu Karadzics, með þessu væru Serbar einungis að vinna tíma; takmark þeirra væri að svelta íbúa Sarajevo í hel. Þrátt fyrir yfirlýsinguna héldu Serbar uppi hörðum árásum á borgina í allan gærdag og biðu a.m.k. 12 óbreyttir borgarar bana. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær ályktun þar sem skorað var á SÞ að hugleiða hem- aðaríhlutun í Bosníu til þess að stöðva bardaga þar. Silajdzic utan- ríkisráðherra Bosníu sagði það einu leiðina til að hrinda árásum Serba að bandarískt herlið yrði sent til landsins. James Baker ut- anríkisráðherra sagði Bandaríkja- menn hins vegar engin áform hafa um íhlutun. Hins vegar íhuguðu þeir að opna loftbrú með hjálpar- gögn til Sarajevo. Hinar stríðandi fylkingar í Bosníu hafa margsinnis lýst yfir vopnahléi án þess að bardögunum Þýðing inngöngu Norðmanna í EB: Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna ræða afvopnunarmál: Líkur á samningi um veru- lega fækkun kjamavopna London. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Andrej Kozyrev, rússneskur starfsbróðir hans, sögðust í gær hafa náð verulegum árangri í viðræðum sínum i London um fækkun langdrægra kjarnorku- vopna en Iokaskrefið i þeim efn- um myndu George Bush Banda- ríkjaforseti og Borís Jeltsín Rússlandsforseti stiga á fundi sínum í Hvíta húsinu í Washing- Bush vill nýja ráðstefnu fyrir árslok GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti hvatti til þess í ræðu á um- hverfisráðstefnunni í Rio de Jan- eiro í gær að aðildarríki ráðstefn- unnar útbyggju sérstaka áætlun um framkvæmd ályktunarinnar um vemdun andrúmsloftsins og ný ráðstefna um það efni yrði haldin fyrir árslok. Sjá „Okkur má ekki mistak- ast að virkja orð til athafna" á bls. 26 - 27. Reuter ton næstkomandi þriðjudag. Óvænt var boðað til fundar þeirra Bakers og Kozyrevs en um tíma var óttast að yfirlýsingar Jeltsíns heima fyrir undanfarna daga um afvopnunarmál gætu orð- ið til þess að fundur þeirra Bush yrði endasleppur í þeim efnum. Eftir hálfrar fjórðu stundar fund utanríkisráðherranna sagðist Koz- yrev meta líkur á því að samning- ar tækjust í Washington góðar og tók Baker undir þá skoðun. Var- aði hann þó við óhóflegri bjartsýni og sagði að forsetarnir myndu eiga síðasta orðið. Jeltsín jók hins vegar vonir um árangur er hann sagði í viðtali við Washington Post í gær að þeir Bush gætu hugsanlega gengið frá nýju samkomulagi um vemlega fækkun langdrægra kjarnavopna á fundinum í næstu viku. Sá samn- ingur sem risaveldin freista þess að ná samkomulagi um er sagður ganga mikið lengra í niðurskurði en START-samkomulagið, sem Bush og Míkhaíl Gorbatsjov þáver- andi Sovétforseti undirrituðu í fyrra en hefur ekki komið til fram- kvæmda. Það samkomulag skuld- batt risaveldin til að fækka kjama- oddum í langdrægum flaugum um 2.000 hvort, Bandaríkin úr 12.000 í 10.000 og Sovétmenn úr 10.000 í 8.000. Síðar lagði Bush til enn frekari fækkun þessara vopna eða í 4.700 odda hjá hvomm aðila. Hermt er að Rússar geti fallist á slíka fækkun en þó sagðist Jeltsín um tíma vilja ganga enn lengra og fækka þeim í 2.500. Baker neitaði að skýra efnislega frá viðræðum þeirra en talsmaður rússneska utanríkisráðherrans sagði Kozyrev hafa lagt nýjar hugmyndir og tillögur á borðið en ekki var skýrt frá hverjar þær voru. Helsta ágreiningsefnið í við- ræðum um fækkun langdrægra vopna hefur verið sú tillaga Bush að uppræta fjölodda flaugar sem skotið er af landi, en talið er að það leiddi til ójöfnuðar Bandaríkja- mönnum ‘ í vil vegna yfirburða þeirra í kjamorkuherafla á höfun- um. EB fengi ekkiauknar veiðiheimild- ir við Noreg Ósl6. Frá Jan Gunnar Furuly fréttaritara Morgunblaðsins. RÍKI Evrópubandalagsins (EB) geta ekki vænst aukinna fisk- veiðiréttinda í norskri efnahags- lögsögu þó Noregur fái aðild að EB, að því er Ruth Albuquerque, einn nánasti samstarfsmaður Manuels Marins, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- sljórn EB, sagði á fiskveiðiráð- stefnu á Hjaltlandi í gær. Albuquerque sagði EB-ríkin full- nýta þær veiðiheimildir sem þau hefðu í norskri lögsögu samkvæmt tvihliða fiskveiðisamningi. Hún sagði að ekki stæði til að gjörbreyta sjávarútvegsstefnu EB og þær grundvallarreglur sem mót- aðar voru 1983 myndu standa áfram. Ennfremur lagði hún áherslu á að fískveiðar væru svo sérstök atvinnustarfsemi að ákvæði Rómar-sáttmálans um frjálsan að- gang fyrir alla ættu ekki við um þær. I því sambandi yrði tekið sér- stakt tillit til þýðingar fískveiða fýrir einstök byggðalög. Albuqu- erque sagði einnig að framkvæmda- stjórn EB hygðist heldur ekki nema úr gildi einkarétt ríkja til fískveiða innan 12 mílna lögsögu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.