Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/LESBOK

STOFNAÐ 1913

132.tbl.80.árg.

LAUGARDAGUR 13. JUNI 1992

Prentsmiðja Morgimblaðsins

Leiðtogi Serba

boðar einhliða

vopnahlé í Bosníu

Opna Bandaríkjamenn loftbrú til Sarajevo?

Karadzic

Belgrad, Washington. Reuter.

RADOVAN

Karadzic,

helsti  leiðtogi

Serba í Bosníu-

Herzegovínu,

tilkynnti óvænt

í gær að her-

sveitir   sínar

myndu  hætta

árásum á höf-

uðborgina,

Sarajevo,  á  mánudag  til  að

freista þess að binda enda á

meira en tveggja mánaða blóðs-

úthellingar.  Hersveitir  Kar-

adzics hafa setið um borgina

og haldið uppi stöðugum stór-

skotaárásum á hana með þeim

afleiðingum  að  hungursneyð

vofir yfir 300.000 íbúa hennar.

Karadzic bauðst til að leyfa 800

friðargæsluliðum   Sameinuðu

þjóðanna að vera í vígjum Serba

til að fylgjast með því að þeir

virtu vopnahléið.

Haris Silajdzic utanríkisráð-

herra Bosníu sagði ekkert mark

takandi á yfirlýsingu Karadzics,

með þessu væru Serbar einungis

að vinna tíma; takmark þeirra

væri að svelta íbúa Sarajevo í

hel. Þrátt fyrir yfirlýsinguna héldu

Serbar uppi hörðum árásum á

borgina í allan gærdag og biðu

a.m.k. 12 óbreyttir borgarar bana.

Öldungadeild Bandaríkjaþings

samþykkti í gær ályktun þar sem

skorað var á SÞ að hugleiða hern-

aðaríhlutun í Bosníu til þess að

stöðva bardaga þar. Silajdzic utan-

ríkisráðherra Bosníu sagði það

einu leiðina til að hrinda árásum

Serba að bandarískt herlið yrði

sent til landsins. James Baker ut-

anríkisráðherra sagði Bandaríkja-

menn hins vegar engin áform hafa

um íhlutun. Hins vegar íhuguðu

þeir að opna loftbrú með hjálpar-

gögn til Sarajevo.

Hinar stríðandi fylkingar í

Bosníu hafa margsinnis lýst yfir

vopnahléi án þess að bardögunum

hafi linnt, meðal annars vegna

þess að hluti serbnesku hersveit-

anna er stjórnlaus. Þetta er hins

vegar í fyrsta sinn sem Karadzic

fellst formlega á að friðargæslulið-

ar Sameinuðu þjóðanna haldi uppi

eftirliti í vígjum Serba. Karadzic

er harður þjóðernissinni og hafði

ítrekað svarið þess eið að ná

Sarajevo á sitt vald. Stjórnarerin-

drekar telja að hann hafi lýst yfir

vopnahléi að undirlagi Slobodans

Milosevics, forseta Serbíu.

Serbar hafa náð tveimur þriðju

hlutum Bosníu á sitt vald í stríð-

inu, sem hefur kostað að minnsta

kosti 5.700 manns lífið frá í apríl,

auk þess sem 22.000 hafa særst.

Friðargæsluliðar Sameinuðu

þjóðanna, sem komu til Sarajevo

á fímmtudagskvöld, ræddu í gær

við yfirmenn serbneskra hersveita

til að freista þess að fá þá til að

opna flugvöllinn í borginni að nýju.

Lewis MacKenzie hershöfðingi,

yfirmaður friðargæsluliðanna,

kvaðst vongóður um að samkomu-

lag næðist og hægt yrði að nota

flugvöllinn til að flytja vistir til

Sarajevo.

Reuter

Jeltsín kannar árangur

sljórnarstefnunnar

Eitt ár var í gær liðið frá því Borís Jeltsín var kjörinn Rússlandsfor-

seti. í tilefni dagsins reyndi hann að kynnast árangri stjórnarstefnunn-

ar af eigin raun og var myndin tekin er hann kom við í verslun í

einu úthverfa Moskvuborgar.

Sjá „Mótmæli og verkfallshótanir gera Borís Jeltsín lífið leitt"

á bls. 25.

Þýðing inngöngu

Norðmanna í EB;

EBfengi

ekki auknar

veiðiheimild-

ir við Noreg

Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly fréttarítara

Morgunblaðsins.

RÍKI Evrópubandalagsins (EB)

geta ekki vænst aukinna fisk-

veiðiréttinda í norskri efnahags-

lðgsögu þó Noregur fái aðild að

EB, að því er Ruth Albuquerque,

einn nánasti samstarfsmaður

Manuels Marins, sem fer með

sjávarútvegsmál í framkvæmda-

stjórn EB, sagði á fiskveiðiráð-

stefnu á Hjaltlandi í gær.

Albuquerque sagði EB-ríkin full-

nýta þær veiðiheimildir sem þau

hefðu í norskri lögsögu samkvæmt

tvíhliða fiskveiðisamningi.

Hún sagði að ekki stæði til að

gjörbreyta sjávarútvegsstefnu EB

og þær grundvallarreglur sem mót-

aðar voru 1983 myndu standa

áfram. Ennfremur lagði hún

áherslu á að fiskveiðar væru svo

sérstök atvinnustarfsemi að ákvæði

Rómar-sáttmálans um frjálsan að-

gang fyrir alla ættu ekki við um

þær. I því sambandi yrði tekið sér-

stakt tillit til þýðingar fiskveiða

fyrir einstök byggðalög. Albuqu-

erque sagði einnig að framkvæmda-

stjórn EB hygðist heldur ekki nema

úr gildi einkarétt ríkja til fiskveiða

innan 12 mílna lögsögu þeirra.

Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna ræða afvopnunarmál:

Líkur á samningi um veru-

lega fækkun kjarnavopna

London. Reuter.

JAMES Baker, utanríkisráð-

herra Bandaríkjanna, og

Andrej Kozyrev, rússneskur

starfsbróðir hans, sögðust í gær

hafa náð verulegum árangri í

viðræðum sínum í London um

fækkun langdrægra kjarnorku-

vopna en Iokaskrefið í þeim efn-

um myndu George Bush Banda-

ríkjaforseti og Borís Jeltsín

Rússlandsforseti stiga á fundi

sínum í Hvíta húsinu í Washing-

Bush  vill nýja

ráðstefnu fyrir

árslok

GEORGE Bush Bandaríkjafor-

seti hvatti til þess í ræðu á um-

hverfisráðstefhunni í Rio de Jan-

eiro í gær að aðildarríki ráðstefn-

unnar útbyggju sérstaka áætlun

um framkvæmd ályktunarinnar

um verndun andrúmsloftsins og

ný ráðstefna um það efni yrði

haldin fyrir árslok.

Sjá „Okkur má ekki mistak-

ast að virkja orð til athafna"

á bls. 26 - 27.

Reuter

ton næstkomandi þriðjudag.

Óvænt var boðað til fundar

þeirra Bakers og Kozyrevs en um

tíma var óttast að yfirlýsingar

Jeltsíns heima fyrir undanfarna

daga um afvopnunarmál gætu orð-

ið til þess að fundur þeirra Bush

yrði endasleppur í þeim efnum.

Eftir hálfrar fjórðu stundar fund

utanríkisráðherranna sagðist Koz-

yrev meta líkur á því að samning-

ar tækjust í Washington góðar og

tók Baker undir þá skoðun. Var-

aði hann þó við óhóflegri bjartsýni

og sagði að forsetarnir myndu eiga

síðasta orðið.

Jeltsín jók hins vegar vonir um

árangur er hann sagði í viðtali við

Washington Post í gær að þeir

Bush gætu hugsanlega gengið frá

nýju samkomulagi um verulega

fækkun langdrægra kjarnavopna

á fundinum í næstu viku. Sá samn-

ingur sem risaveldin freista þess

að ná samkomulagi um er sagður

ganga mikið lengra í niðurskurði

en START-samkomulagið, sem

Bush og Míkhaíl Gorbatsjov þáver-

andi Sovétforseti undirrituðu í

fyrra en hefur ekki komið til fram-

kvæmda. Það samkomulag skuld-

batt risaveldin til að fækka kjarna-

oddum í langdrægum flaugum um

2.000 hvort, Bandaríkin úr 12.000

í 10.000 og Sovétmenn úr 10.000

í 8.000. Síðar lagði Bush til enn

frekari fækkun þessara vopna eða

í 4.700 odda hjá hvorum aðila.

Hermt er að Rússar geti fallist á

slíka fækkun en þó sagðist Jeltsín

um tíma vilja ganga enn lengra

og fækka þeim í 2.500.

Baker neitaði að skýra efnislega

frá viðræðum þeirra en talsmaður

rússneska utanríkisráðherrans

sagði Kozyrev hafa lagt nýjar

hugmyndir og tillögur á borðið en

ekki var skýrt frá hverjar þær

voru. Helsta ágreiningsefnið í við-

ræðum um fækkun langdrægra

vopna hefur verið sú tillaga Bush

að uppræta fjölodda flaugar sem

skotið er af landi, en talið er að

það leiddi til ójöfnuðar Bandaríkja-

mönnum-' í vil vegna yfirburða

þeirra í kjarnorkuherafla á höfun-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52