Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
134.tbl.80.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 16. JUNI 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Varaforsætisráðherra Króatíu;
Bosnía og Króatía
stofna varnarbanda-
lag gegn Serbum
Zagreb, Belgrad, Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
KROATÍA og Bosnía-Herzegovina hyggjast mynda varnarbahdalag
og berjast sameiginlega gegn sveitum Serba, að því að varafprsætis-
ráðherra Króatíu sagði í gær. Utanríkisráðherra Bosníu bað Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna í gær um heimild til að beita loftárásum
til að opna flugvöllinn í Sarajevo og sagði að Atlantshafsbandalagið
væri best til verksins fallið. Nokkur átök voru í Sarajevo og nágrenni
í gær þrátt fyrir yfirlýst vopnahlé.
Zoravko Tomac, varaforsætis-
ráðherra Króatíu, sagði að forsetar
ríkjanna tveggja væru að reka
smiðshöggið á yfirlýsingu um varn-
arbandalag þeirra. Hann sagðist
myndu fagna því ef stjórn Bosníu-
Herzegóvínu biði Króatíu um hern-
aðaraðstoð og sagði að sveitir ríkj-
anna ættu að berjast sameiginlega
Kommúnistar og rússneskir þjóðernissinnar efndu í gær til mótmæla fyrir utan höfuðstöðvar rússneska
sjónvarpsins um það leyti sem Boris Jeltsin var að leggja af stað til Bandarikjanna. Fólkið mótmælti
umbótum Jeltsíns og því sem það sagði vera yfirráð gyðinga yfir útvarpi og sjónvarpi.
Jeltsín boðar frekari efnahagsumbætur fyrir Bandaríkjaför:
Einkavæðingu flýtt og Gajdar
gerður að forsætisráðherra
Solzhenítsyn boðið að flytjast aftur til Rússlands eftir 18 ára útlegð
Moskvu, Washington. Reuter.
BORÍS Jeltsin, forseti Rússlands, gaf fyrirskipanir um hröðun einka-
væðingar áður en hann hélt til fundar við George Bush Bandarikja-
forseta í gær. Hann sagði að þúsundum óarðbærra ríkisfyrirlækja
yrði gert að greiða skuldir sínar innan þriggja mánaða, ellegar yrðu
þau gerð gjaldþrota og starfsemi þeirra einkavædd. Einnig skipaði
hann Jegor Gajdar, helsta talsmann róttækra cfnahagsiunbóta, starf-
andi forsætisrádherra Rússlands.
Jeltsín kom til Washington í
gærkvöldi að íslenskum tíma. Talið
Líbýa upplýsir
Breta um IRA
London, Reuter.
LÍBÝUMENN hafa gefið bresk-
um stjórnvöldum upplýsingar um
tengsl sín við Irska lýðveldisher-
inn, IRA, sem kunna að reynast
mjög verðmætar í baráttunni við
hryðjuverkasamtökin, að sögn
breskra embættismanna. Þetta
þykir merkja aukinn sállavilja
Gaddafis Líbýuleiðtoga við vest-
ræn ríki.
Breska utanríkisráðuneytið sagði
að upplýsingarnar væru þó aðeins
eitt af skilyrðum vestrænna ríkja
sem Líbýumenn yrðu að fullnægja
til að koma sambúð þeirra í eðlilegt
horf. Áður en viðskiptabanni Sam-
einuðu þjóðanna yrði aflétt þyrftu
líbýsk sýórnvöld að framselja tvo
menn sem sakaðir eru um að bera
ábyrgð-4 því þegar bandarísk far-
þegaþota var sprengd í loft upp
yfir Lockerbie í Skotlandi með þeim
afleiðingum að 270 manns forust.
Yfirvöld í Líbýu studdu IRA árum
saman, sem sannaðist árið 1987,
þegar frönsk lögregla tók yfir skip
á leið til írlands með líbýsk vopn.
Vopnasendingarnar urðu til þess að
írski lýðveldisherinn varð að langð-
flugasta hryðjuverkahópi í Evrópu,
að sögn breskra sérfræðinga.
er að hann hafi tímasett fyrirskip-
anir sínar með það fyrir augum að
sýna gestgjöfum sínum að hann sé
fastur fyrir í ásetning sínum að
koma á markaðskerfi í Rússlandi,
en ýmis nýleg ummæli Jeltsíns og
skipanir harðlínumanna í embætti
hafa þótt benda til hins gagnstæða.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna fagnaði í gær skipan
Gajdars í embætti.
Jeltsín og Bush munu einkum
ræða um mikinn niðurskurð á
kjarnorkuherafla. Baker sagði í
gær að enn væru fjögur eða fimm
vandamál óleyst, þar af hefðu tvö
reynst samningamönnum erfið í
skauti. Bush hefur sagst vilja meira
en helmings fækkun kjarnorku-
vopna, sem leyfði hvoru ríkinu fyr-
ir sig að halda 4.700 kjarnaoddum,
en Jeltsín hefur sagst vilja skera
niður enn meira. Nú ráða Banda-
ríkjamenn yfír um 12.000 kjarna-
oddum, en Rússar 10.000. Frétta-
skýrendur telja að Bush kunni að
samþykkja lægra þak á heildar-
fjölda kjarnaodda, ef Rússar sam-
þykki að eyðileggja allar 154 SS-18
flaugar sínar, sem hver um sig
getur borið 10 kjarnaodda.
Jeltsín sagði í gær að hann myndi
hringja í rithöfundinn Alexander
Solzhenitsyn á meðan á tveggja
daga dvöl sinni í Bandaríkjunum
stæði og bjóða honum að flytjast
aftur til Rússlands. Solzhenitsyn,
sem er nú 74 ára að aldri, var gerð-
ur útlægur frá Sovétríkjunum árið
1974.
Rússneskir embættismenn sögðu
í gær að þeir væru að rannsaka
orðróm um að bandarískur flug-
maður sem skotinn var niður yfír
Sovétríkjunum á sjötta áratugnum
væri enn á lífi í rússnesku fang-
elsi. Jeltsín sagði nýlega að hann
myndi opna leyniskjöl um afdrif
tólf bandarískra flugmanna sem
skotnir voru niður í sovéskri loft-
helgi í kalda stríðinu.
Fundur Jeltsíns og Bush er talinn
pólitískt mikilvægur fyrir báða leið-
togana. Jeltsín vill fá aukin fjár-
framlög frá vestrænum ríkjum við
umbætur sínar til að sýna árangur
af þeim og hrinda gagnrýni íhalds-
manna og kommúnista. Bush von-
ast eftir að samningur um róttækan
niðurskurð á kjarnorkuvopnum
auki fylgi hans í skoðanakönnun-
um, en hann nýtur nú samkvæmt
þeim minna fylgis en auðjöfurinn
Ross Perot.
gegn Serbum í norðurhluta Bosníu.
Atökin í Sarajevo kostuðu að
minnsta kosti tvo menn lífið, en
voru að sögn heldur minni en áður
en leiðtogar Serba í Bosníu-
Herzegóvínu lýstu yfir einhliða
vopnahléi á föstudaginn síðastlið-
inn. íbúar komu margir upp úr kjðll-
urum sínum og reyndu að afla sér
matar, sem er nánast á þrotum.
Ef ekki verða stórfelld brot á vopna-
hléinu mun Öryggisráð SÞ væntan-
lega samþykkja að senda þúsund
manna friðargæslulið til Sarajevo
til að opna flugvöllinn og koma vist-
um til 300.000 íbúa borgarinnar,
sem hafa verið einangraðir í herkví
Serba í tvo mánuði.
Utanríkisráðherra     Bosníu-
Herzegóvínu, Haris Silajdzic, sagði
á blaðamannafundi í SÞ í gær að
Serbar væru að nota vopnahlé og
samningaviðræður til að draga
umsátur sitt um Sarajevo á langinn
og svelta íbúana til uppgjafar. Serb-
ar ráða nú yfir tveimur þriðju hlut-
um Bosníu.
í Serbíu sjálfri eykst andspyrna
gegn stjórn Slobodans Milosevics
og í gær gengu 10.000 stúdentar
og kennarar um götur Belgrad til
að krefjast afsagnar hans. Ráða-
menn í Evrópubandalaginu og Alb-
aníu sögðu í gær að héraðið Kosovo
í Serbíu, þar sem fólk af albönsku
þjóðerni er í miklum meirihluta,
gæti fljótlega orðið næsti vettvang-
ur stórátaka í fyrrum lýðveldum
Júgóslavíu.
Tveir Þjóðverjar leystir úr haldi í Líbanon:
Síðustu gíslarnir frjálsir
eftir 1.127 dagaprísund
Beirút Reuter.                                                             ^™
TVEIR Þjóðverjar voru látnir lausir í Beirút í Líbanon í gær eftir
að mannræningjar höfðu haft þá í gíslingu í 1.127 daga. Þeir voru
síðustu vestrænu gislarnir í haldi í Libanon, en mannræningjar tóku
80 vestræna rikisborgara í gíslingu í landinu á síðustu tíu árum.
Mennirnir tveir, Heinrich Striibig
og Thomas Kempter, voru afhentir
líbönskum og sýrlenskum yfirvöld-
um í gær, að sögn embættismanna
í löndunum og írönsku fréttastof-
unnar IRNA. Aður höfðu mannræn-
ingjarnir gefið út yfirlýsingu um
að þeir yrðu látnir lausir innan 48
stunda og létu fylgja ljósmynd af
þeim, þar sem þeir virtust vel á sig
komnir. Búist var við að þeir yrðu
fljótlega afhentir þýskum yfirvöld-
um, sem sendu sérlegan fulltrúa til
Damaskus og Beirút til að taka á
móti þeim.
Embættismenn í Líbanon sögðu
í gær að Striibig og Kempter hefðu
verið látnir lausir eftir að stjórnin
í Bonn hefði samið um lausn á
máli tveggja líbanskra bræðra, sem
sitja af sér dóm fyrir hryðjuverk í
þýsku fangelsi. Ekki var frá því
skýrt f hverju sú lausn væri fólgin.
í yfirlýsingu mannræningjanna
sagði að þó að síðustu „njósnararn-
ir" hefðu nú verið leystir úr haldi
gæti sagan endurtekið sig ef Ham-
adi-bræðrunum yrði ekki sleppt.
Þjóðverjunum tveimur, sem
störfuðu fyrir samtök til hjálpar
palestínskum flóttamönnum, var
rænt í maí 1989 af fylgismönnum
Flokks __ Guðs, öfgasamtaka sem
fylgja írönum að málum. George
Reuter
Heinrich Strtibig (til vinstri) og
Thomas Kempter á mynd sem
mannræningjarnir  sendu  fjöl-
miðlum.
Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær
að endanleg lausn gíslamálsins í
Líbanon kynni að bæta samskiptin
við íran.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48