Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR B/C/D

wgmifybiMfe

STOFNAÐ 1913

136.tbl.80.árg.

FOSTUDAGUR 19. JUNI 1992

Prentsmiðja Morgunblaðsins

Reuter

Kosið um Maastricht

írar kusu í gær um Maastricht-samninginn um aukinn samruna Evrópubandalagsríkjanna og bentu síð-

ustu skoðanakannanir til, að hann yrði samþykktur. Allir helstu stjórnmálaflokkarnir hafa hvatt til stuðn-

ings við samninginn en andstæðingar hans eru m.a. þeir, sem telja samninginn ganga of nærri fullveld-

inu, umhverfisverndarsamtök og þeir, sem vilja ævarandi hlutleysi. Það, sem vekur mesta furðu, er, að

andstæðingar fóstureyðinga og kvennahreyfingar, sem berjast fyrir frjálsum fóstureyðingum, hafa snúið

bökum saman í andstöðunni. Myndin er tekin við kjörstað í Dyflinni en ekki var búist við tölum fyrr en í dag.

Viðræður um framtíð Tékkóslóvakíu:

Tékkar íhuga ein-

hliða aðskilnað

Prag. The Daily Telegraph.

TÉKKAR efndu til fjöldamótmæla á Wenceslas-torgi í miðborg Prag

í gær til að krefjast þess að tékkneski lilutinn í Tékkóslóvakíu fengi

sjálfstæði sem allra fyrst. Heimildarmenn The Daily Telegmph sögðu

að Tékkar og Slóvakar hefðu aðeins viku til að semja um framtíð

Tékkóslóvakíu.

Mótmælendurnir hrópuðu vígorð

til stuðnings Vaclav Havel, forseta

Tékkóslóvakíu. Skipuleggjendurnir

hafa einnig safnað undirskriftum

til stuðnings Havel og til að krefj-

ast þess að lýst verði yfir sjálfstæði

tékkneska hlutans, jafnvel áður en

viðræðum um framtíð Tékkóslóvak-

íu lýkur. Meira en 50.000 manns

hafa skrifað nafn sitt á listann.

Heimildarmenn The Daily Tele-

graph sögðu að leiðtogar Tékka

væru að missa þolinmæðina í samn-

ingaviðræðunum við Slóvaka um

framtíð Tékkóslóvakíu. Ef viðræð-

unum lyki ekki innan viku myndu

Tékkar undirbúa þjóðaratkvæða-

greiðslu um einhliða aðskilnað frá

Slóvakíu.

Slóvakar segjast ætla að koma í

veg fyrir að Vaclav Havel verði

endurkjörinn forseti Tékkóslóvakíu

á þingi landsins og leiðtogar Tékka

segja að það muni vekja hörð við-

brögð tékknesks almennings. Slóv-

akar vilja að Tékkóslóvakía verði

nokkurs konar efnahags- og varn-

arbandalag en Tékkar eru því and-

vígir og vilja frekar algjöran að-

skilnað frá Slóvakíu. „Slóvakar vilja

sjálfstæði en að Tékkar haldi þeim

uppi efnahagslega og annist varn-

irnar. Við viljum ekki sambands-

ríki," sagði einn heimildarmanna

The Daily Telegraph.

Sérfræðingar um afvopnunarsamkomulag Bush og Jeltsíns:

Vestræn ríki verða að borga

eyðingu kjarnavopna Rússa

Varað við andstöðu innan rússneska hersins gegn samkomulaginu

Reuter, The Daily Telegraph. Washinjrton, Moskvu.

EYÐING kjarnavopna Rússa er efnahag þeirra gjörsamlega ofviða,

að sögn rússneskra og vestrænna sérfræðinga, og vestræn ríki verða

að fjármagna hana, ef standa á við nýgert samkomulag Borís Jeltsíns

Rússlandsforseta og George Bush Bandaríkjaforseta. Þá varaði rúss-

neska blaðið ízvestSja við því að margir yfirmenn hersins og harðlínu-

menn á þingi myndu leggjast gegn staðfestingii samkomulagsins.

Samkomulag Jeltsíns og Bush

gerir ráð fyrir að tveir af hverjum

þremur kjarnaoddum verði eyðilagð-

ir en það er geysilegt vandaverk í

framkvæmd. „Þetta er ekki eins og

henda frá sér bogum og örvum,"

sagði bandarískur hermálasérfræð-

ingur, „við erum að tala um skipu-

lagða eyðileggingu á niðurgröfnum

skotpöllum sem eru byggðir til að

þola kjarnorkuárás."

Blaðið Krasnaja Zvezna, sem er

málgagn rússneska hersins, hafði

það eftir Alexander Pískúnov, vara-

forseta varnarmálanefndar rússn-

eska þingsins, að það væri á mörk-

unum að Rússar hefðu efni á að

standa við fækkun kjarnavopna

samkvæmt START-samningunum,

sem gerðir voru í fyrra, og ómögu-

legt að standa undir frekari sam-

drætti kjarnavopna.

Vestrænir sérfræðingar telja að

kostnaðurinn við eyðingu kjarnaodd-

anna nemi mörgum milljörðum doll-

ara og sé ofviða rússneskum efna-

hag. Tilboð Bandaríkjastjórnar um

400 milljóna dollara aðstoð er að

þeirra mati eins og dropi í hafíð.

Varnarmálaráðherra       Rússlands,

Pavel Gratsjev, sagði á blaðamanna-

fundi í Pentagon, bandaríska varn-

armálaráðuneytinu, að Rússar

þyrftu á bandarískri tækniaðstoð að

halda við aðeyðileggja vopn.

I grein í Izvestíja vara tveir vís-

indamenn við gííurlegu valdi hersins

og hergagnaiðnaðarins, sem hafi

ráðið allt að þriðjungi þjóðarfram-

leiðslu Sovétríkjanna og haldið uppi

50 milljón manns. Forysta þessara

afla muni ekki samþykkja róttækan

niðurskurð og sé sérstaklega ósátt

við eyðingu SS-18 flauga, sem eru

öflugustu vopn heims og voru helsta

stolt Sovéthersins. Jafnvel vilji stór

hluti almennings að Rússar haldi

hernaðarmætti sínum, þrátt fyrir

versnandi lífskjör, þar sem herinn

og kjarnorkuvopnin séu einu leifarn-

ar af föllnu veldi Sovétríkjanna.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings

samþykkti í gær frumvarp sem með-

al annars kveður á um aðstoð til

fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna og

öldungadeildin gerir það væntanlega

einnig í næstu viku. Opinberri heim-

sókn Jeltsíns til Bandaríkjanna lauk

í gær, en þá héimsótti hann meðal

annars búgarð í Kansas til að kynna

sér bandaríska hveitiræktun.

Sjá fréttir af heimsókn Jeltsíns

og kjarnorkuafvopnun á bls. 26.

Reuter'

Ákærðir

fyrir stuld

Ian og Kevin Maxwell, synir

fjðlmiðlajöfursins Roberts heit-

ins Maxwells, og Larry Trac-

htenberg, náinn aðstoðarmaður

föður þeirra, voru handteknir í

London í gær. Er þeim gefið

að sök að hafa svikið fé út úr

svissneskum banka og stolið

miklum fjárhæðum úr lífeyris-

sjóðum Maxwell-samsteypunn-

ar. Þegar þeim hafði verið birt

ákæran voru þeir látnir lausir

gegn tryggingu. Hér er Ian

leiddur út úr lögreglustöðinni.

Sjá „Synir ..." á bls. 27.

Bandarískir stríðsfangar í Sovétríkjunum:

Efasemdir um yfMýsingar Jeltsíns

Washington. Reuter,

YFIRLYSINGAR Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, um að bandarísk-

ir hermenn, sem teknir voru til fanga í Kóreu- og Víetnamstríð-

inu, hafi verið fluttir til Sovétríkjanna, hafa vakið mikil viðbrðgð

í Bandaríkjunum og jafnvel meiri en árangurinn af viðræðum Jieirra

forsetanna, Jeltsíns og George Bush, um afvopnunarmál. Ýmsir

bandarískir og rússneskir embættismenn hafa samt látið í Ijós

miklar efasemdir um þetta mál.

Óvæntar upplýsingar Jeltsíns

hafa vakið löngu gleymdar vonir

margra um að ástvinir þeirra, sem

ekkert hefur spurst til síðan í

Kóreu- eða Víetnamstríðinu, séu

jafnvel enn á lífi, en haft er eftir

embættismönnum, sem ekki vildu

láta nafns síns getið, að stundum

hafi Jeltsín virst rugla saman

vangaveltum og staðreyndum og

ekki gera neinn greinarmun á

bandarískum hermönnum, sem

hurfu í síðari heimsstyrjöld, Kóreu-

stríðinu eða Víetnamstríðinu.

Enn er ekki vitað um afdrif

2.268 bandarískra hermanna síðan

í Víetnam, 8.100 í Kóreustríðinu

og 79.000 frá því í síðari heims-

styrjöld, en Jeltsín segir, að Sovét-

menn hafi handtekið hundruð

bandarískra hermanna eftir síðari

heimsstyrjöld og tekið við ótil-

teknum fjölda fanga úr hinum

styrjöldunum tveimur. Dmítrí

Volkogonov, annar formaður

bandarísk-rússneskrar nefndar,

sem rannsakað hefur þessi mál,

vísaði í gær á bug ummælum Jelts-

íns. Sagði hann nægar upplýsingar

til um þá, sem verið hefðu í sovésk-

um fangabúðum, og taldi, að hefðu

bandarískir fangar verið þar, væru

upplýsingar um það löngu fram

komnar. í gær fór hins vegar frá

Moskvu leiðang^ur Rússa og

Bandaríkjamanna til að leita að

bandarískum flugmanni, en talið

er, að hann hafi verið handtekinn

í Kóreustríðinu á árunum

1950-53. Eru sögur um, að hann

hafi verið í fangabúðum í Pechora

í Norðaustur-Rússlandi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56