Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR B
*fgunH*feifr
STOFNAÐ 1913
141.tbl.80.árg.
FIMMTUDAGUR 25. JUNI 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tóbaksfyrirtæki:
Bótaábyrgð
þrátt fyrir
viðvaranir
Washington. Reuter.            ¦-
Tóbaksfyrirtæki í Bandaríkj-
unum urðu fyrir miklu áfalli í
gær er hæstiréttur Bándaríkj-
anna dæmdi með sjö atkvæðum
gegn tveimur að reykingamenn
gætu átt rétt á bótum fyrir
heilsutjón af völdum reykinga
þrátt fyrir viðvaranir á vind-
lingapökkum.
Hæstirétturinn hafnaði þeim
röksemdum tóbaksfyrirtækja að
lög frá 1965 og 1969 varðandi við-
varanir á vindlingapökkum og í
auglýsingum um að reykingar geti
verið skaðlegar heilsu manna firrtu
þá ábyrgð á heilsutjóni reykinga-
fólks.
Dómurinn getur haft afdrifarík-
ar afleiðingar fyrir tóbaksfyrirtæk-
in, sem eiga þegar yfir höfði sér
50 réttarhöld víðs vegar um Banda-
ríkin og skaðabótakröfurnar nema
milljónum dala. Menn, sem hafa
barist gegn reykingum, hafa sagt
að tóbaksfyrirtækin kunni að þurfa
að greiða svo miklar skaðabætur
að nokkur þeirra verði gjaldþrota.
Bandarísk heilbrigðísyfirvöld áætla
að árlega deyi um 400.000 manns
í Bandaríkjunum af völdum reyk-
inga.
Hæstiréttur tók málið upp vegna
dómsuppkvaðningar í New Jersey
frá árinu 1988, þar sem tóbaksfyr-
irtækinu Ligget Group Inc. var
gert að greiða ættingjum konu, sem
lést af völdum lungnakrabba 58
ára að aldri árið 1984, 400.000
dali í skaðabætur. Hún hafði reykt
mikið í 40 ár. Skaðabæturnar voru
ekki hærri þar sem dómstóllinn
dæmdi að konan hefði sjálf borið
80% ábyrgðarinnar á sjúkdómnum
vegna þess að hún hefði vitað um
hættuna af reykingum. Dómstóll-
inn tók hins vegar tillit til þess að
tóbaksfyrirtækið auglýsti á sjötta
áratugnum vindlinga sína sem
„einmitt það sem læknirinn mælti
með".
Reuter
ísraeli opnar kampavínsflösku yfir dansandi fólki í veislu stuðningsmanna Verkamannaflokksins eftir
að ljósl var að hann hafði borið sigurorð af Likud-flokknum í þingkosningunum á þriðjudag.
EB:
Samkomu-
lag næst um
vinnuvikuna
Lúxemborg. Reuter.
VINNU- og félagsmálaráð-
herrar Evrópubandalagsins
náðu samkomulagi um að
takmarka vinnuvikuna við
48 stundir að meðaltali, á
fundi sínum í Lúxemborg í
gær.
Stjórnarerindrekar sögðu að
samkomulag hefði náðst um
þetta í grundvallaratriðum en
sérfræðingar þyrftu að leysa
nokkur „tæknileg vandamál".
Bretar höfðu haft fyrirvara um
launþega, sem vildu auka-
vinnu, og stjórnarerindrekarnir
sögðu að tekið hefði verið tillit
til sjónarmiða þeirra. Portúgal-
ir, sem eru í forsæti í ráðherra-
ráði     Evrópubandalagsins,
lögðu fram málamiðlunartil-
lögu sem kom í veg fyrir álvar-
legan ágreining milli aðildar-
ríkjanna fyrir leiðtogafund
bandalagsins í Lissabon síðar
í mánuðinum.
Yitzhak Rabin lofar að blása nýju lífi í friðarviðræður ísraela og araba:
Vill veita Palestínumönnum
sjálfstjórn innan níu mánaða
Jerúsalem, Kaíró, Lundúnum. Reuter, The Ðaily Telegraph.
Verkamannaflokkurinn í ísrael vann óvæntan sigur í þingkosning-
unum á þriðjudag og leiðtogi hans, Yitzhak Rabin, lofaði í gær að
blása nýju h'f'i í viðræðurnar um frið í Miðausturlöndum og bæta
samskipti ísraela við Bandaríkjastjórn. „Forgangsverkefnið er að
veita Palestínumönnum á [hernumdu] svæðunum sjálfstjórn," sagði
Rabin. Viðbrögð arabaleiðtoga voru blendin, nokkrir þeirra létu í
ljós þá von að sigur Verkamannaflokksins yrði friðarumleitunum til
framdráttar en aðrir sögðu það litlu breyta þótt Verkamannaflokkur-
inn myndaði nýja stjórn í stað Likud-flokksins.
Sigur Verkamannaflokksins er I flokksins, sem gaf til kynna þegar
mikið áfall fyrir Yitzhak Shamir, úrslitin lágu fyrir að hann myndi
forsætisráðherra og leiðtoga Likud- | setjast í helgan stein bráðlega.
Þegar öll atkvæði höfðu verið
talin í gær - nema atkvæði her-
manna sem ekki eru talin breyta
úrslitunum - voru Verkamanna-
flokkurinn, aðrir vinstriflokkar og
flokkar araba með alls 62 þingsæti
af 120 á ísraelska þinginu. Likud-
flokkurinn og bandamenn hans til
hægri fengu 58 þingsæti. Þar af
fékk Likud aðeins 32 sæti, sem er
mesta kosningaafhroð flokksins frá
1969. Verkamannaflokkurinn fékk
Mestu skógareld-
ar í sögu Noregs
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
MIKLIR hitar og metþurrkar í suðurhluta Noregs hafa leitt til
mestu skógarelda í sögu landsins. Samkvæmt könnun norska
dagblaðsins Aftenposten hafa 14 ferkílómetrar af skóglendi orð-
ið eldunum að bráð og sérfræðingar óttast að talan eigi eftir að
hækka í 30 ferkílómetra.
Eldarnir munu ekki hafa valdið
manntjóni en timburvöruverk-
smiðja og fjöldi íbúðar- og sumar-
húsa hafa eyðilagst.
Veðurfræðingar segja að hit-
arnir og þurrkarnir undanfarna
tvo mánuði séu þeir mestu í Nor-
egi frá árinu 1947. Methiti var í
maí og í suðausturhluta landsins
hefur verið lítil sem engin úrkoma
í allt sumar, þannig að skógarnir
eru skrælþurrir og eldhættan mik-
il. Slökkviliðsmenn hafa átt í bar-
áttu við elda á stóru svæði í suður-
hlutanum frá því í lok maí og
hafa þyrlur óspart verið notaðar
við slökkvistarfið. Fimm þyrlum
var til að mynda beitt til að
slökkva einn skógareldanna. Hver
þyria getur dælt allt að 70 tonnum
af vatni á skógana á klukkustund.
„Þyrlurnar hafa gefist frábær-
lega. Án þeirra hefðum við verið
því sem næst hjálparlausir," sagði
Káre Walin, varaslökkviliðsstjóri
í bænum Notodden. Slökkvistarfið
er dýrt og mikill fjárhagslegur
baggi á litlum sveitarfélögum.
Reynt að slökkva skógareld skammt frá bænum Notodden í suður-
hluta Noregs. Miklir skógareldar hafa geisað í Noregi undanfarn-
ar vikur vegna methita og þurrka. Slökkviliðsmennirnir þurfa
oft að toga slöngurnar mörg hundruð metra að eldunum.
hins vegar 45 sæti, var með 38 eins
og Likud. Lokið verður við að telja
atkvæði hermanna á morgun, föstu-
dag, og úrslitin líklega tilkynnt í
næstu viku.
Forsíðufyrirsagnir ísraelskra
dagblaða lýsa vel viðbrögðunum í
ísrael. „Landskjálfti" var fyrirsögn-
in í dagblaðinu Hadashot og „bylt-
ing" í Yedioth, útbreiddasta dag-
blaðinu.
Rabin spáði því að sér tækist að
mynda samsteypustjórn á þremur
til fímm vikum, hugsanlega með
einhverjum af flokkum heittrúaðra
gyðinga. Hann kvaðst vilja semja
um sjálfstjórn Palestínumanna á
hernumdu svæðunum innan níu
mánaða og lofaði að blása nýju lífí
í friðarviðræðurnar við araba. Jam-
es Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kvaðst vilja að viðræðurn-
ar hæfust fyrir lok júlí.
Palestinumenn á hernumdu
svæðunum fögnuðu almennt sigri
vinstriflokkanna. Yasser Arafat,
leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu-
manna, sagði að ísraelar hefðu
„greitt atkvæði gegn stríði og
hryðjuverkum" svo stjórn Verka-
mannaflokksins gæti „unnið í þágu
friðarins". Samningamenn Egypta,
Líbana og Palestínumanna sðgðu
að úrslitin lofuðu góðu fyrir friðar-
umleitanirnar en Sýrlendingar,
embættismenn Arababandalagsins
og leiðtogar róttækra Palestínu-
manna og múslimahreyfinga sögðu
það litlu breyta þótt Rabin tæki við
af Shamir.
Sjá umfjöllun um kosningarn-
ar á bls. 20.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44