Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/LESBOK

0vonni4iiM^

STOFNAÐ 1913

143.tbl.80.árg.

LAUGARDAGUR 27. JUNI 1992

Prentsmiðja Morgunblaðsins

ísrael:

Shamir vildi

tefja friðar-

viðræðurn-

ar í tí u ár "

Jerúsalem. Reuter.

YITZHAK Shamir, forsætisráð-

herra ísraels, sem beið ósigur í

þingkosningum á þriðjudag,

sagði í viðtali við dagblaðið Haar-

iv í gær að ef flokkur hans hefði

ekki tapað kosningunum hefði

hann dregið viðræður um sjálf-

sljórn Palestínumanna á her-

numdu svæðunum á langinn í tíu

ár til viðbótar.

Shamir sagði að á þeim tíma

hefði svo mátt fjölga ísraelskum

landnemum á hernumdu svæðunum

í hálfa milljón. „Mér finnst mjög

súrt í brotið að á næstu fjórum

árum mun okkur ekki takast að

fjölga landnemum í Júdeu, Samaríu

og á Gaza-svæðinu [herteknu svæð-

unum]," sagði hann í viðtalinu.

Landnemar eru nú um hundrað

þúsund.

Þegar friðarviðræður ísraela og

araba hófust síðasta haust hélt

Shamir því fram opinberlega að

hann hygðist ná árangri í viðræðun-

um um sjálfstjórn Palestínumanna

á innan við ári. Yitzhak Rabin, for-

maður Verkamannaflokksins og

verðandi forsætisráðherra, sakaði

hins vegar Shamir í kosningabar-

áttunni um að draga málið á lang-

inn.

Sú mikla áhersla sem Shamir

lagði á landnám gyðinga á her-

numdu svæðunum sætti einnig

harðri gagnrýni bandarískra stjórn-

valda sem töldu landnámið vera

helsta þröskuldinn í vegi friðarsam-

komulags.

Sjá nánar frétt á bls. 22.

Reuter

Glæsilegur árangur Dana

Danir kórónuðu glæsilegan árangur sinn í Evrópukeppni landsliða í knatt-

spyrnu í Gautaborg í gærkvöldi með því að leggja heimsmeistara Þýska-

lands að velli í úrslitaleik í Gautaborg, 2:0. Eru Danir Evrópumeistarar

í knattspyrnu fyrstir Norðurlandaþjóða. Árangur Dana er stórkostlegur

þegar að því er gáð að Danmörk fékk sæti í EM aðeins tíu dögum fyrir

keppnina. Lið Júgóslavíu missti keppnisrétt er Sameinuðu þjóðirnar settu

samskiptabann á Serbíu og Svartfjallaland. Danir byrjuðu á því að senda

Frakka, sem taldir voru sigurstranglegastir fyrir keppnina, heim. Þá slógu

þeir Evrópumeistara Hollands út og í gærkvöldi lögðu þeir sjálfa heims-

meistarana að velli. Á myndinni hampar John Jensen, sem skoraði fyrra

mark Dana, Evrópubikarnum sem fyrst var keppt um 1960.

Sjá nánar um leikinn á bls. 47.

Skelfileg hungursneyð í Sómalíu:

100 börn svelta

í hel daglega

70 flóttamenn myrtir á skipi á Rauðahaf i

Aden, Nairobi. Reuter.

70 sómalskir flóttamenn, aðallega konur og börn, voru myrtír um borð

í skipi á Rauðahafi, sem flutti hátt á fjórða þúsund Sómala til Jem-

ens. Þúsundir Sómala voru á öðrum skipum á leið til landsins í gær og

í einu þeirra hrynja börn niður af völdum sjúkdóma. Fólkið er að flýja

hungursneyð í Sómalíu, þar sem 1,5 milljónir manna eiga á hættu að

verða hungurmorða verði þeim ekki komið til hjálpar tafarlaust. Að

meðaltali deyja nú þegar hundrað börn á dag úr hungri í höfuðborg-

inni, Mogadishu.

Skipið, sem fjöldamorðið var fram-

ið á, hafði verið á siglingu í 16 daga

við strönd landsins þegar flóttamenn-

irnir, sem voru án matar og vatns,

gerðu uppreisn og sigldu því til lands.

Aður höfðu um 150 þeirra dáið, flest-

ir úr hungri og þorsta en aðrir

drukknuðu eftir að hafa gert örvænt-

ingarfulla tilraun til að synda í land.

Yfirvöld í Jemen höfðu meinað skip-

inu að leggja í höfn.

Þegar skipið kom að landi réðust

sómalskir glæpamenn á flóttafólkið,

nauðguðu konum og drápu þær síðan

ásamt börnum þeirra, að sögn yfir-

valda í Jemen. Þeir voru handteknir

og eru í haldi í hafnarborginni Aden.

Að minnsta kosti 3.300 manns

voru flutt úr skipinu í flóttamanna-

búðir í Jemen. Margir þeirra eru með

kóleru.

Fleiri skip eru á leiðinni til Aden.

Eitt biður þegar utan við höfnina

með um sjö hundruð flóttamenn, sem

þjást af ýmsum sjúkdómum. „Þetta

er hörmuleg sjón, börnin hrynja nið-

ur í örmum okkar," sagði starfsmað-

ur Flóttamannahjálpar Sameinuðu

þjóðanna, sem fékk að kanna ástand-

ið um borð í skipinu.

Um 800.000 manns hafa flúið

Sómalíu undanfama mánuði, aðal-

lega til nágrannaríkjanna Kenýu og

Eþíópíu. Um 900.000 til viðbótar

hafa flúið heimili sín vegna þurrka

og blóðugra átaka milli stríðandi

glæpahópa, sem ráða nú lögum og

lofum í landinu. Allt að 30.000

manns hafa beðið bana eða særst í

átökunum.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna

skýrði frá því í gær að 1,5 milljónir

Sómala gætu soltið í hel ef umheim-

urinn brygðist ekki tafarlaust við og

sendi matvæli og önnur hjálpargögn

til landsins. Alls gætu um 4,5 milljón-

ir Sómala hugsanlega orðið hungrinu

að bráð á næstu mánuðum.

,    -----------? ? ?-----------

Boutros-Ghali krefst vopnahlés eftir hörð átök í Sarajevo:

Serbar fá tveggja sólarhringa

frest tíl að hætta sókn sinni

Sameinuðu þjóðunum, Lissabon, Washington

BOUTROS Boutros-Ghali, fram-

kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-

auna, sagði í gærkvöldi að ef

Serbar hættu ekki nýrri sókn

sinni í Sareuevo innan tveggja

sólarhringa f élli samkomulag SÞ

og Serba úr gildi og öryggisráð

SÞ gæti leitað nýrra leiða til að

koma mat og hjálpargögnum til

borgarinnar. Sendiherra Frakka

hjá SÞ sagði að „ekkert yrði úti-

lokað" í því tilviki, sem er túlkað

þannig að ráðið muni e.t.v. veita

heimild til valdbeitingar í nafni

SÞ í Sarajevo.

Mjög harðir bardagar blossuðu

upp í gær í Dobrinja-hverfinu í

Sarajevo, sem byggt var í nágrenni

flugvallarins fyrir vetrarólympíuleik-

ana 1984, og beittu Serbar skrið-

drekum gegn sveitum múslima og

Króata. Talsmenn SÞ í Sarajevo

sögðu að félli hverfið í hendur Serb-

um yrði nánast útilokað að opna flug-

Belfrrad. Reuter.

völlinn eins og samið var um við leið-

toga Serba þann 5. júní.

Bretar lögðu til á leiðtogafundi

Evrópubandalagsins í Lissabon í gær

að Serbar fengju frest til 3. júlí til

að opna flugvöllinn í Sarajevo fyrir

flutningum með hjálpargögn. Utan-

ríkisráðherra ítalíu sagðist myndu

leggja það til að ríki EB tækju af

skarið á næstu dögum um opnun

flugvallarins, jafnvel þó að beita

þyrfti hervaldi til þess.

George Bush Bandaríkjaforseti

hélt í gær fund með helstu ráðgjöfum

sínum um hugsanlega hernaðaríhlut-

un í Bosníu. Að honum loknum sagði

Brent Scowcroft, öryggismálaráð-

gjafi forsetans, að íhlutunar í

Sarajevo væri ekki að vænta á næstu

dögum og að hún yrði aðeins gerð í

samráði við Sameinuðu þjóðirnar.

Bandarískar hersveitir í Evrópu hafa

fengið fyrirmæli um að undirbúa

flutninga á . hjálpargögnum til

Sarajevo, en James Baker, utanríkis-

ráðherra Bandaríkjanna, sagði að

samþykktir öryggisráðsins leyfðu

ekki beitingu hervalds við flutning-

ana. Þessar yfirlýsingar voru gefnar

áður en Boutros-Ghali

kynni að endurmeta

málinu.

sagði að ráðið

afstððu sína í

Eystrasaltsríkin:

Hóta að lama

fund RÖSE

Tallinn, Helsinki, Reuter.

LEIÐTOGAR Eistlands, Lettlands

og Litháens kröfðust þess á fundi

sínum í Tallinn í Eistlandi í gær

að Rússar leggi fram áætlun um

brottflutning 130.000 hermanna í

sovéthernum fyrrverandi úr Eyst-

rasaltsríkjunum.

Verði það ekki gert á fundi leið-

toga Ráðstefnunnar um öryggi og

samvinnu í Evrópu (RÖSE) í Helsinki

í næsta mánuði muni þeir neita að

skrifa undir allar ályktanir RÖSE,

en með því gætu þeir lamað fundinn,

því hvert land hefur neitunarvald.

Rússar segjast ekki geta flutt her-

mennina á brott fyrr en þeir hafí séð

þeim fyrir húsnæði í Rússlandi.

Júrí Derjabín, sendiherra Rúss-

lands í Finnlandi, viðurkenndi í gær

að mikill fjöldi rússneskra hermanna

hefði verið fluttur til að landamærum

ríkjanna. Finnskir stjórnmálamenn

segjast vissir um að þetta sé bráða-

birgðaráðstöfun vegna skorts á hús-

næði fyrir rússneska hermenn sem

hafa verið fluttir frá kommúnistaríkj-

unum fyrrverandi í Austur-Evrópu.

Reuter

Uffesýnirlit

Danir slógu á létta strengi við setn-

ingu leiðtogafundar Evrópubanda-

lagsins í Lissabon í gær, þó að þeir

séu í erfiðri stöðu innan EB eftir að

danskir kjósendur felldu Maastricht-

samkomulagið. Uffe Ellemann-Jen-

sen, utanríkisráðherra Danmerkur,

mætti með rauðan og hvítan trefil

um hálsinn til að sýna stuðning sinn

við danska landsliðið áður en það

lagði Þjóðverja að velli í úrslitaleik

Evrópukeppninnar í knattspyrnu.

Það er forsætisráðherra Portúgals,

Anibal Cavaco Silva, sem þarna

skoðar trefíl utanríkisráðherrans, en

lengst til hægri er Poul Schluter,

forsætisráðherra Dana.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48