Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR B/C
wgunWUItíb
STOFNAÐ 1913
145.tbl.80.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 30. JUNI 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Svíþjóð:
Gagnrýna ónóga
aðstoð frændþjóð-
anna við flóttafólk
Stokkhólmi. Reuter.
BIRGIT Friggebo, innflytjendamálaráðherra Svíþjóðar, gagnrýndi
í gær hin norrænu ríkin fyrir að hafa ekki gert nóg fyrir flótta-
menn sem hafa flúið bardagana í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu.
„Finnar hafa takmarkað inn-
flutning flóttamanna allt of mikið
og hin norrænu ríkin gætu líka
gert betur," sagði ráðherrann á
blaðamannafundi í Stokkhólmi.
Hún kvað Þjóðverja, Ungverja,
Austurríkismenn og Svisslendinga,
auk Svía, hafa gert mest fyrir
flóttafólkið.
50.000 flóttamenn frá fyrrver-
andi lýðveldum Júgóslavíu hafa
komið til Svíþjóðar og Friggebo
sagði að útvega þyrfti húsnæði fyr-
ir 30.000 manns til viðbótar fyrir
15. september. Sænska stjórnin og
sveitarfélög greiða 60 milljónir
sænskra króna, um 600 milljónir
íslenskra, á viku fyrir húsnæði,
fæði og klæði handa flóttafólki.
Friggebo vildi ekki svara því
hvort Svíar myndu krefjast vega-
bréfsáritana af íbúum júgóslavn-
esku lýðveldanna fyrrverandi. Bent
Karlsson, varaformaður hægri-
flokksins Nýs lýðræðis, hefur hvatt
Friggebo til að segja af sér og sagt
að sveitarfélög, sem hýsa flótta-
mennina, séu nú illa stödd fjárhags-
lega þar sem hún hafi látið hjá líða
að krefja þá um vegabréfsáritanir.
Fáni Sameinuðu þjóðanna var dreginn að húni yfir flugvelhnum í Sarajevo þegar Serbar hðfðu flutt sig
um set en þeir héldu samt áfram árásum á innikróaða íbúana, tugi þúsunda manna, í Dobrinjahverf-
inu. Hafði verið samið um vopnahlé, sem átti að standa í tvo daga, en það var rofíð þegar leið á gærdaginn.
Sveitir Sameinuðu þjóðaiina
ráða flugvellinum í Sarajevo
Loftbrú til borgarinnar gæti hafist á fimmtudag en fyrsta flugvélin kom í gær
Sarígevo, Sameinuðu þjóðunum, Belgrad. Reuter.
FÁNI Sameinuðu þjóðanna var
dreginn að húni við flugvöllinn í
Sarajevo í gær þegar sveitír
Serba yfirgáfu hann eftir að hafa
lokað honum í nærrí þrjá mánuði.
Öryggisráð SÞ hafði þá samþykkt
ályktun þar sem hótað var ólil-
greindum „aðgerðum" gegn þeim
sem veittu mótspyrnu. Ein frönsk
flugvél með hjálpargögn kom til
Sarajevo í gær en Lewis Mac-
Kenzie, yfirmaður sveita SÞ í
Sarajevo, sagði að flutningur
matvæla og vista handa 300.000
aðþrengdum íbúum borgarinnar
gæti vart hafist fyrir alvðru fyrr
en á fimmtudag.
Harðir bardagar blossuðu upp fáa
kílómetra frá flugvellinum skömmu
áður en fyrstu farartaekin úr serb-
nesku sveitunum yfirgáfu völlinn í
fylgd brynvarinna bifreiða merktum
SÞ. í sveitunum sem nú ráða flug-
vellinum eru aðeins 34 manns og
sagði MacKenzie að bíða þyrfti eftir
liðsauka til að treysta varnir hans.
í nótt áttu liðssveitir SÞ frá Króatíu
að leggja af stað til Sarajevo. Sam-
komulag sem gert var við stríðandi
aðila í borginni gerir síðan ráð fyrir
að vopnahlé verði í tvo sólarhringa
áður en hjálparstarf hefjist.
í samþykkt öryggisráðsins var
kanadískum sveitum SÞ gert að taka
yfir flugvöllinn og óbeint sagt að
heimild til beitingar hervalds yrði
veitt ef reynt yrði að hindra þær.
Ályktunin kom í kjölfar harðnandi
yfirlýsinga vestrænna leiðtoga um
helgina  og óvæntrar  heimsóknar
Francois Mitterrands Frakklands-
forseta til Sarajevo á sunnudag.
Radovan Karadzic, Ieiðtogi Serba
í Bosriíu-Herzegovínu, staðfesti í
gær að sveitir hans hefðu farið frá
flugvellinum í Sarajevo, en varaði
við því að flugvélum yrði ekki leyft
að lenda þar ef sveitir múslíma og
Króata tækju sér stöðu þar.
Slobodan Milosevic, forseti Serb-
íu, samþykkti í gær að ræða við
leiðtoga stjórnarandstöðunnar, en
ekki kröfu hennar um að hann segði
af sér. Á sunnudag gengu 100.000
manns um götur Belgrads til að
krefjast afsagnar Milosevics í mestu
mótmælum þar í borg frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar. Fulltrú-
ar stjórnarandstöðunnar sögðu að
forsetinn hefði samþykkt að gangast
undir dóm kjósenda, en sumir sögðu
að það væri einungis fyrirsláttur til
að slá á mótmælin og vinna sér tíma.
Stjórnarandstaðan sakar Milosevic
um að bera ábyrgð á viðskiptabanni
SÞ á Serbíu og flestir telja hann
stjórna hernaðaraðgerðum Serba í
Bosníu og Króatíu.
Sjá frétt um ferð Mitterrands
á bls. 21.
Kalifornía:  «.
Þríreftir-
skjálftar
Joshua Tree. Reuter.
ÞRÍR öflugir eftirskjálftar
riðu yfir Kaliforníu í gær en
voru þó ekki jafn miklir og
skjálftarnir tveir í fyrradag.
Þá iét þriggja ára gamalt barn
lífið og um 350 manns slösuð-
ust eitthvað.
Fyrsti skjálftinn á sunnudag
var 7,4 stig á Richter-kvarða og
er hann sá mesti í Kaliforníu í
40 ár. Síðari skjálftinn var 6,5
stig en skjálftamir í gær 5,6,
4,9 og 5,4 stig. Skókust skýja-
k^júfar í Los Angeles og nokkuð
var um að vatnsleiðslur færu í
sundur en ekki var vitað um
alvarlegan skaða eða meiðsli á
fólki.
Jarðskjálftafræðingar höfðu
varað við eftirskjálftunum en að
hræringunum í gær afstöðnum
þykir líklegast að hrinan sé um
garð gengin.
Sjá frétt á bls. 20.
Mohamad Boudiaf, forseti Alsírs, myrtur:
Óttí við borgarastríð í kjölfarið
A liriMi-wK.n-fr   FÍihiíi-i-                                                    ^^^^^                                                                          ^*^^
Algeirsborjr. Reuter.
MOHAMED Boudiaf, forseti Alsírs, var myrtur í gær þegar hann
var að vígja uýja menningarmiðstðð í bænum Annaba, 450 km aust-
ur af Algeirsborg. Yar þar að verki maður, sem klæddur var einkenn-
isbúningi öryggisvarða, en talið er, að hann sé i flokki alsirskra
heittrúarmanna. Boudiaf var skipaður forseti Alsírs fyrir háifu ári
og með þvi kom herstjórnin í landinu í veg fyrir kosningar og lík-
lega valdatöku heittrúarmanna. Hefur morðið verið fordæmt viða
um heim og óttast margir að það geti leitt til borgarastríðs í Alsír
eða algerrar valdatöku hersins.
í fyrstu var talið, að fleiri hefðu
fallið auk Boudiafs en það var síðar
borið til baka. Enn er þó óttast um
líf sumra þeirra rúmlega 40, sem
særðust áður en lífverðir forsetans
náðu að yfirbuga morðingjann. Að
sögn alsírsku fréttastofunnar APS
varð fyrst sprenging skammt frá
pallinum þar sem forsetinn sat og
greip hún strax athygli hans og
annarra. Því næst var handsprengju
varpað undir stól forsetans og mað-
ur í búningi öryggisvarða ruddist
út úr mannþrönginni fyrir aftan
ræðupallinn og lét skothríðina úr
hálfsjálfvirkri hríðskotabyssu dynja
á Boudiaf og öðrum gestum. Als-
írska forsætisnefndin lýsti í gær
yfir sjð daga þjóðarsorg og aflýsti
hátíðarhöldum í tilefni af 30 ára
sjálfstæði landsins.
Mohamad Boudiaf var 73 ára að
Reuter
Særður, alsírskur embættismað-
ur borinn á burt eftir morðið á
Boudiaf, forseta Alsírs.
aldri og hafði verið í útlegð í 27
ár þegar alsírska herstjórnin leitaði
til hans í janúar sl. og bað hann
að taka við forsetaembættinu. Þá
hafði verið hætt við að halda síðari
umferð þingkosninga í landinu þar
sem ljóst þótti að Islamska frelsis-
hreyfingin, flokkur heittrúar-
manna, myndi sigra 5 þeim.
Einingarsamtök arabaríkja hafa
lýst hryggð og fordæmingu vegna
morðsins á Boudiaf og undir það
hafa tekið ríkisstjórnir og þjóðar-
leiðtogar á Vesturlöndum og í
araba- og Afríkuríkjum. I Evrópu
og sérstaklega Frakklandi óttast
ýmsir, að morðið geti valdið stórá-
tökum og jafhvel borgarastyrjöld í
Alsír.
Sjá ennfremur fréttir á bls. 20.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44