Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.1992, Blaðsíða 10
r 10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1992 Sumarferð aldraðra DÓMKIRKJAN efnir til árlegr- ar sumarferðar aldraðra mið- vikudaginn 29. júlí og verður Ieiðin lögð að Borg á Mýrum og í Borgarnes. Á Borg tekur sr. Árni Pálsson á móti ferðafólkinu. Helgistund verður í Borgarkirkju í umsjá dóm- kirkjuprestanna. Þaðan verður haldið í Borgarnes og drukkið kaffi á Hótel Borgarnesi. Að því búnu verður farið í skoðunarferð um Dómkirkjan í Reykjavík Borgames áður en snúið verður heim á leið á ný. Prestsvígsluafmæli: Séra Frans van Hooff Fylg þú mér! - Með þessum orðum kallaði Kristur fyrstu postu- lana og þannig kallar hann enn marga. Enn eru til menn, sem heyra þessa rödd Krists og yfir- gefa allt hans vegna: Föður, móð- ur, akur, bræður, bát og net. Krist- ur einn er fjársjóður þeirra. Einn þeirra er séra Frans van Hooff. Þann 25. júlí fagnar hann því, að fimmtíu ár eru liðin frá prests- vígslu hans. Hann yfirgaf allt og fylgdi Kristi. Hann var vígður til prests í Hollandi 25. júlí 1942. í fímmtíu ár hefur hann með lífi sínu og þolgóðri þjónustu borið Kristi vitni. Með þjónustu prestsins í hl. Messu verður kærleikur Krists til allra manna nálægur - allt til dauða á krossi. Þegar hann veitir skímarsakramentið í krafti Krists, hreinsast sálin af erfðasynd og er sökkt í líf Guðs. í iðrunarsakra- mentinu hreinsar blóð Krists sálina af syndum sínum og henni veitist aftur frelsi Guðs bama. í sakra- menti sjúkra styrkist sá, sem þjá- ist og þjáningar hans tengjast endurleysandi þjáningu Krists. Þegar prestur blessar hjónabands- sakramentið veitir hann vissu um návist Krists í kærleika manna. í fimmtíu ár hefur séra Frans þann- ig þjónað og fært mönnum gjafir, sem em öllu öðra dýrmætari, gjaf- ir frá Guði, sem gera þá er þiggja að sönnum börnum Guðs, sannar- lega frjálsa, sannarlega hamingju- sama.-Þess vegna er hátíð fimmtíu ára prestdóms séra Frans ekki aðeins hans eigin hátíð. Hún er gleðiefni fyrir okkur öll af því að hann gaf líf sitt öðram að gjöf, helgaði sig þjónustunni. I einni af bænum kirkjunnar fyrir presta segir: „Þeir umlykja heilagan lýð þinn kærieika, næra hann með orði og styrkja með sakramenti. Þeir helga líf sitt þér, bræðrum og systrum til frelsunar, þeir leitast við að líkjast Kristi og bera þér vitni í trú og kærleika." Við sjáum séra Frans daglega við altari Drottins, á hveijum degi sýnir hann fjölda barna, sem hann heimsækja, umhyggju og kennir þeim af mestu alúð að biðja. Fyrir frumkvæði hans og atorkusemi hafa bágstaddir í Afríku fengið send mörg hundrað tonn af fötum frá íslandi. Daglega sinnir hann prestsþjónustu hjá Karmelsystram af einstakri hollustu og fómfysi, og aðstoðar þær í hvívetna. í dag færam við séra Frans alúð- arþakkir og þökkum Guði fyrir gjöf prestdómsins. Við bjóðum öllum, sem vilja þakka Guði á þessum hátíðisdegi og biðja með séra Frans, að vera viðstaddir hátíðlega hl. Messu, sem verður í dag 25. júlí kl. 17 í kapellu Karmelklaustursins. Karmelsystur, Hafnarfirði. 011 KA 01 07A L*RUS Þ' VALDIMARSS0W framkvæmdastjori L I I0U falw/U KRISTINNSIGURJ0NSS0W,HRL.loggilturfasteignasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Verslunarskólanum Úrvalsíbúö 4ra herb. 104 fm, 3 góð svefnherb. Sérþvottah. Tvennar svalir. Bflskúr með geymslurisi. Húsnæðislán kr. 5,9 millj. (búðin er á 3. hæð í enda. Rétt við Heilsuverndarstöðina 4ra herb. neðri haeð við Egilsgötu, tæpir 100 fm. Öll nýlega endur- byggð. Þríbýli. Ræktuð ióð. Ágæt sameign. Góð lán geta fylgt. Góðar íbúðir - 3ja herbergja Við Hrafnhóla á 1. hæð 84,4 fm. Nýl. teppi. Nýtt bað. Góð sameign. Góður bflskúr 29,5 fm. Við Álftamýri á 3. hæð rúmir 80 fm. Sólrík stofa. Svalir á suðurhliö. Góð sameign. Nýr bílskúr um 21 fm. Útsýni. Við Hringbraut 3. hæð, 75 fm auk geymslu og sameignar. Nýtt park- et. Nýtt gler. Svalir. Risherbergi með snyrtingu. Laus fljótl. Skammt frá Fossvogsskóla Mjög góð 5 herb. íb. á 2. hæð, 120 fm. 4 svefnherb. Svalir á suður- hlið. Sameign ný standsett. Sérþvottahús á hæð. Góður bflskúr. Góðar íbúðir í lyftuhúsum eins og tveggja herb. við Asparfell, Kleppsveg og T ryggvagötu. Gott verð. Fjöldi fjársterkra kaupenda Meðal annars að einbýlishúsi á einni hæð miðsv. í borginni. Raðhúsi eða einbýlishúsi, 100-150 fm í borginni eða Mosfellsbæ. Ennfremur óskast eignir í gamla bænum. Mega þarfn. standsetningar. AIMENNA Opiðídag kl. 10-16. FASTEIGNAS&LAN Almenna fasteignasalan sf. m^mmmm var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 m bifrtfe (O co UO 00 Góóan daginn! Kvistir 2. grein Blóm vikunnar Umsjón Ág. Björnsd. 243. Þáttur Sunnukvistur (Spiraea nipp- onica) frá Japan er gullfalleg tegund, um 1,5 m á hæð, með aragrúa hvítra blómsveipa á fín- gerðum, fagurlega bogsveigðum greinum. Blöðin smá, egglaga og standa lengi fram á haustið. Harðger. Blómstrar í júní/júlí. Bjarkeyjarkvistur (Spiraea chamaedryfolia) kemur úr allt annarri átt - eða eins og nafnið bendir til frá Bjarkey í Noregi. Hann getur orðið rösklega 1 m á hæð og blómstrar hvítum blóm- um í júní/júlí. Blómin eru nokkuð sérkennileg að því leyti að fræfl- arnir eru langir og standa langt út úr blóminu svo blómsveipurinn verður eins og „loðinn" að sjá. Þetta er harðger og fallegur runni en sést ekki víða hér í görð- um. Algengt mun vera: Spiraea chamedryfolia, var Bjarkeyjarkvistur Ó.B.G. ulmifolia, með stærri og gróf- tenntari blöð og heldur stærri en gisnari blómum. Þetta afbrigði er mjög harðgert og breiðir sig nokkuð með rótarskotum. Falleg- ur runni einn sér og þá oft klippt- ur í kúlu. Getur orðið á annan metra á hæð. Síberíukvistur (Spiraea trilo- bata) frá Norður-Kína verður aðeins 50-60 sm hár en bæði harðger og blómríkur. Mætti vel nota í lágt limgerði en þannig notkun myndi þó bitna á blómg- uninni. Þolir nokkurn skugga. Birkikvistur var lengi vel nefnd- ur latneska nafninu Spiraea betu- lifolia en er það ekki lengur og heiðarkvistur tekið við því nafni. Birkikvistur er vel þekktur hér og algengur í görðum um all- langt skeið. Hann er ættaður frá Norðaustur-Asíu og Japan, verð- ur um það bil 60 sm á hæð hér og blómstrar hvítum blómum í júlí. Harðger og blaðfallegur runni, oft notaður í óklippt lim- gerði og ekki spilla fagurrauðir haustlitir á laufinu. Perlukvistur (Spiraea x margaritae) og Rósakvistur (Spiraea x bumalda) eru lágvaxn- ir blendingar um 60 sm á hæð með bleikrauðum blómum. Þurfa hlýjan og sólríkan stað til þess að blómstra vel. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 650. þáttur í frásögn þessa blaðs af alþing- ishátíðinni 1930 segir meðal ann- ars frá því, að fram fór sýning á þinghaldi árið 930 eftir forsögn prófessoranna Ólafs Lárussonar og Sigurðar Nordals. Eftir bestu heimildum töldu þeir 36 goða frá 930 og skráðu nöfn þeirra svo: Þorsteinn hvíti Olvisson _að Hofi í Vopnafírði, Lýtingur Ás- bjamarson í Krossavík, Hrafnkell Hrafnsson Freysgoði á Aðalbóli, Þiðrandi Ketilsson í Njarðvík, Brynjólfur Þorgeirsson hinn gamli úr Fljótsdal, Böðvar Þorleifsson hinn hvíti að Hofi í Álftafirði, Össur keiliselgur Hrollaugsson úr Suðursveit, Ossur Ásbjarnarson að Svínafelli í Öræfum, Leiðólfur kappi að Á í Skógahverfi, Jörund- ur Hrafnsson í Stóradal undir Eyjafjölium, Mörður Sighvatsson gígja á Velli á Rangárvöllum, Hrafn Hængsson að Hofí á Rang- árvöllum, Loftur Ormsson í Gaul- veijabæ, Teitur Ketilbjarnarson að Mosfelli í Grímsnesi, Eyvindur Þorgrímsson að Gnúpum í Ölfusi, Hafur-Björn Molda-Gnúpsson úr Grindavík, Þorsteinn Ingólfsson allsheijargoði í Reykjavík, Val- þjófur Örlygsson að Meðalfelli í Kjós, Önundur Oddsson breið- skeggur á Breiðabólsstað í Reykj- ardal nyrðra, Gunnlaugur orm- stunga Hrómundarson á Gunn- laugsstöðum, Skalla-Grímur Kveldúlfsson að Borg, Sel-Þórir Grímsson að Rauðamel ytra, Þor- steinn Þórólfsson þorskabítur á Hofsstöðum á Þórsnesi, Ólafur Þorsteinsson feilan í Hvammi, Atli Úlfsson hinn rauði á Reykja- hólum, Þorkell Þórðarson hinn auðgi í Alviðru í Dýrafirði, Hólm- steinn Snæbjamarson í Vatns- firði, Ásgeir Auðunarson að Ás- geirsá, Þorsteinn Ingimundarson að Hofí í Vatnsdal, Véfröður Æavarsson að Móbergi í Langad- al, Eiríkur Hróaldsson í Goðdöl- um, Hjalti Þórðarson að Hofí í Hjaítadal, Þórður Bjarnarson að Höfða, Ingjaldur Helgason að Þverá, Þórir Hámundarson á Espi- hóli og Áskell Eyvindarson á Helgastöðum. Þegar ég renni augum yfir þennan hóp, dettur mér í hug að fjölbreytileiki og myndarskapur nafnanna beri nokkurt vitni því þjóðfélagi sem mennirnir eru sprottnir úr. Þústaðir múgamenn bera ógjama slík nöfn. ★ Málræktin er full af stofum sem enginn skilur nema skólastjórinn. Stærðfræðin er full af merkjum sem enginn skilur nema hann. Líffræðin er full af iðrum sem standa út og enginn skilur nema hann. Einkunnabókin er fuil af tölum sem allir skiija nema ég. (Bragi Skaftason, 12 ára.) ★ Ari Jónsson, eyfirskt skáld á 19. öld (d. 1907) sá mann eta þorskhöfuð. Hann kvað: Liprum hafna listum kann, líkist hrafni og svínum, soltinn jafnan hakkar hann haus af nafna sínum. ★ í bréfi frá próf. Arnóri Hannib- alssyni í Reykjavík segir m.a. á þessa leið: „Þeir sem stjórna málpólitík Islendinga hafa beint athyglinni að efnum, sem ekki eru lífsnauð- synleg, og þá einkum að nýyrða- sköpun. Hún er mikilvæg, en enn mikilvægara er að bygging máls- ins raskist ekki, svo að hún hald- ist óröskuð. Um leið og beyginga- kerfið raglast og tilfinning manna fyrir föllum slævist og umferðin snýst öll í áttina að nefnifalli einu — þá er hætta á ferðum. Þegar sagnbeygingar detta út úr málvit- und manna verða þær ekki endur- reistar nema með miklu átaki þeirra sem helzt hafa áhrif — fóstra og barnakennara. Það verð- ur að vera samræmt átak, sem menn eru sammála um. Það er vitað, hvernig mál hrörna. Menn hafa getað horft upp á það í Skotlandi. Gelískan er þar á undanhaldi. Fyrst slævist einmitt tilfínning manna fyrir gangi mála í tungunni, beygingar hverfa og menn missa tilfinningu fyrir því, hvenær vel eða illa er komizt að orði. Menn tala gelísku, en hugsa á ensku (oft án þess að vita af því, nákvæmlega eins og á íslandi núna). Þá halda innreið sína ensk orð. Loks hætta menn að basla við að reyna að tala gamla málið og taka upp ensku. Nú er svo komið, að núliðin tíð og þáliðin tíð eru um það bil að hverfa úr málinu. í staðinn eru komnar samsetningar með „bú- inn“. Öll þjóðin (eða a.m.k. yngstu tvær kynslóðirnar) er hætt að kunna mun á framsöguhætti og viðtengingarhætti, og er notkun þeirra í algjöru rugli. Forsetningar og kerfisbundin notkun þeirra er öll í grænum sjó. I staðinn er komið sundurleitt orðasafn: „gagnvart" (e. towards), „varð- andi“, og „vegna“.“ Bréfritari tekur síðan mörg skýr dæmi þessa úr blöðum og vörpum. Umsjónarmaður færir bréfritara bestu þakkir fyrir vin- samlegt bréf og umhyggju hans fyrir móðurmálinu. ★ Hlymrekur handan kvað: Ég spyr hvar þitt traust og þín trú sé, hvort tryggð þín á rúi og stú sé, þú sem allt þykist kunna og vera alsaklaus nunna, þú Helga á Hagbarði 3C. P.s. Út yfir allan þjófabálk tek- ur að heyra í fréttum íslenska rík- isútvarpsins (15. júlí): „að sögn Gísla Örn Lárussonar“ og rétt á eftir „þrotabússins“ í stað þrota- búsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.