Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ Q9P BARCELOIMA '92 LAUGARDAGUR 1. AGUST 1992 Barcelona ’92 OQ9 ■ AFRÍKURÍKIÐ Burma stát- ar af léttustu keppendunum í karlaflokki á Ólympíuleikunum. Meðalþyngd þeirra er aðeins 53,0 kg, en meðalþyngd karlmanna frá Panama er 104,2 kg. Kvenmenn frá Honduras eru 77,6 kg að meðaltali en stúlkur frá Maldiv- eyjum undan ströndum Indlands eru léttastar, 44 kg að meðaltali. ■ / ÓLYMPÍUSKRÁNUM kem- ur einnig fram að yngstu kven- mennimir eru frá E1 Salvador og Seychelleyjum. Meðaldur þeirra er 15 ár. Kvenmenn frá Luxem- borg eru elstar, 44 ára að meðal- tali. ■ KARLMENN frá bresku Jómfrúareyjunum eru elstir að meðaltali, 37 ára. ■ 10.617 karlmenn keppa á Ólympíuleikunum en 7.589 konur. ■ 35 þjóðir eru ekki með neina konur á meðal keppnisfólks og 25 þjóðir sendu aðeins eina konu hver. ■ EINN af forráðamönnum Ekvador í skotfimi varð bráð- kvaddur í gær. Komið var að hon- um látnum í hótelherbergi hans í gærmorgun. Þetta er annað dauðs- fallið á Ólympíuleikunum, því faðir eins bandaríska sundmanns- ins lést eftir að hafa fengið hjarta- áfall við opnunarhátíðina. ■ JOSEP Miquel Abad, fram- kvæmdastjóri leikanna, sagði að hugmyndir um að hleypa fólki frítt inn, ef handhafar miða létu ekki sjá sig, yrðu ekki að veruleika. Auðu sætin verða því áfram auð. ■ PAUL Griffin, boxari í ijaður- vigt frá írlandi, réðst að dómara og var vikið úr keppni. ■ PAUL Gardbo frá Danmörku og Keith Dadzie frá Ghana stóðu sig illa í dómgæslunni í boxinu og fengu reisupassann fyrir vikið. ■ ALI Kazemi, boxari frá íran, missti af vagninum á leið til keppni. Hann mætti því of seint og hafði auk þess gleymt hönskun- um og höfuðhlífmni, en það kom ekki að sök — hann var dæmdur úr keppni fyrir að koma of seint. GRINDAHLAUP Keppnin gengur út á aö hlaupa yfir 10 grindur á sem skemmstum tíma Grindurnar eru úr málmi en þverbitinn efst er úr tré. Sé ýtt á slána með 3,6-4 kg krafti veltur grindin um koll Hæð grindanna 100m kvenna 0,838m 400m kvenna 0,762m 110m karla 1,067m / 400m karla 0,914m Greinar Karlar: 110m og 400m Konur: 100m og 400m Tugþraut: 110m Sjöþraut: 100m Brottvikning: Fari keppendur út af braut sinni eða dragi aftari fót fram fyrir utan grind og neðan trébitans dæmast þeir úr leik, einnig felli þeir grind af ásettu ráði með höndum eða fótum. start 110 m karla a-b 13,72m b-b 09,14m b-c 14,02m Vegalengd milli grinda mark start 100 m kvenna a'b 13,0m b'b 08,5m b'c 10,5m mark Ólympíumet Heimsmet 110mkarla 400m karla 110mkarla 400m karla Roger Kingdom (Bandar.) Andre Philips (Bandar) Roger Kingdom (Bandar.) Edwin C. Moses (Bandar.) 12,98 sek (1988) 47,19 sek (1988) 12,92 sek (1989) 47,02 sek (1983) 100mkvenna 400mkvenna 100m kvenna 400m kvenna Yordanka Donkova (Búlg.) Debbie Flintoff-King (Ástrallu) Yordanka Donkova (Búlg.) Marína Stepanova (Sovétr.) 12,38 sek (1988) 53,17 sek (1988) 12,21 sek (1988) 52,94 sek (1986) JUDO Japanir ekki leng- ur fremst- ir í eigin íþrótt JAPANIR hafa lengi borið ægishjálm yfir aðrar þjóðir í Júdó en nú er annað upp á teningnum og japanskir þjálf- arar verja æ meira af tíma sín- um erlendis til að tileinka sér nýjungar í íþróttinni. Japanir unnu aðeins ein gullverð- laun í Seoul fyrir íjórum árum og á leikunum nú þegar konur keppa með í fyrsta skipti er útlitið ekki bjart. Heimsmeistari þeirra, Okata þurfti að sætta sig við þriðja sætið í milliþungavigt og Ogawa, fimmfaldum heimsmeistari í þungavigt var skellt í úrslita- glímunni. Litlu betur hefur gengið í kvennaflokki þar sem Japanir hafa aðeins náð einu silfur- og bronsverðlaunum þegar keppni er lokið í þremur flokkum af sjö. Júdóið er um aldargömul íþrótt, fundin upp af Jigoro Kano seint á síðustu öld. Þá sendi hann leiðbein- endur út um heimsbyggðina til að kynna íþróttina en nú er komið að því að Japanir fara erlendis til að læra af öðrum. Japanskir þjálfarar og keppendur hafa verið tíðir gest- ir á mótum í Evrópu á síðustu misserum til þess að læra betur þá íþrótt sem þeir kunnu best. KULUVARP Farið að vor- kennamér - sagði Udo Bayer sem er hættur keppni FYRRUM Ólympíumeistari í kúluvarpi, Þjóðverjinn Udo Bayer varpaði kúlunni aðeins 18,47 fsinni síðustu kúluvarpskeppni í gær og komst ekki í tólf manna úrslitin. Bayer sem náði lengsta kasti sínu í fyrstu umferð hafnaði í 19. sæti í keppninni og gat ekki leynt vonbrigðum sínum. SLEGGJUKAST Hringurinrvó umluWnn stál- og trollnets- Sterkustu menn gætu einungis kastað sleggjunni um 30 metra án atrennu. Ströng jis- og tækni- þjálfun og vaxandi hrööun áhaldsins gerir afreksmönnum kleift aö kasta henni yfir 80 metra. Sigurvegari telst sá sem lengst kastar í sex tilraunum Upphafssveiflan Fyrsta skrefið er aö sveifla sleggjunni um höfuð sér í sem lengstri sveiflu tii þess 'að byggja upp hraða aður en sjálfur snúningur kastarí hefst „Fólk er farið að vorkenna mér,“ sagði Bayer þegar hann yfirgaf Ólympíuleikvanginn í Barcelona í gær. „Á æfingum hef ég oft kastað yfir tuttugu metra en í dag fór ég að hugsa um úrslitakeppnina of snemma. Eftir slæma byijun þá klúðraði ég seinni tveimur köstun- um,“ sagði Þjóðveijinn sem var eini keppandinn í Barcelona sem einnig var með á leikunum í Montreal. Bayer var sterkasti kúluvarpari heims seint á áttunda áratugnum og í byijun þess níunda. Hann varð Ólympíumeistari 1976 og Evrópu- meistari 1978 og 1982. Hann hætti keppni 1988 en byijaði að æfa aft- ur tveimur árum síðar en sagði í gær að í þetta sinn væri hann hætt- ur fyrir fullt og allt.“ Udo Bayer er hættur keppni. Sleggjan Lágmarksþungi 7,260kg Hnöttótt höfuð 110-130 mmí þvermál 1.17- 1,21m Utkasts- hornið ætti hélst að vora som næst ráðum. Til þess kasta 70 metra verður hraði haussins að vera 94 km/klst Utkastið Handleggjum haldið útréttum og á síðasta augnabliki er hnykkt á með framhandleggj- um til að auka kasthraðann REUTER OLYMPIUMETIÐ Sergej Lftvínov (Sovétr.) 84,80m (1988) HEIMSMETIÐ Júrij Sedykh (Sovétr.) 86.74m (1986) Barcelona ’92 OQ9 LYFJAMAL Bresku lyftingamennimir „hreinir“ á ólympíuprófi Bresku lyftingamennirnir, Andrew Saxton og Andrew Davies, sem féllu á lyijaprófi teknu í Bretlandi um miðjan júií og voru sendir heim frá Barcelona í vikunni, sluppu í gegnum lyfja- próf Alþjóða lyftingasambands- ins, IWF, en það var framkvæmt fimm dögum fyrir keppni. Enginn hefur fallið á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Barcelona, en Tamas Ajan, formaður IWF, vildi ekki tjá sig um hvort aðrir lyftingamenn hefðu misnotað lyf á undirbúningstímanum og síðan hætt nógu tímanlega til að mæl- ast örugglega „hreinir" á leikun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.