Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 175. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
175.tbl.80.árg.
FIMMTUDAGUR 6. AGUST 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Svíþjóð:
Mesta at-
vinnuleysi
eftirstríð
Stokkhélmi, Ósló. Reuter.
Alls voru 307.000 manns at-
vinnulausir í Svíþjóð í lok júlí
og hefur atvinnuleysið aldrei
verið jafn mikið frá síðari
heimsstyrjöldinni, að því að at-
vinnumálaráð sænska félags-
málaráðuneytisins sagði í gær.
Atvinnuleysi fer einnig vaxandi
í Noregi.
Svíar án atvinnu voru 6,5%
vinnufærra manna. Atvinnulaus-
um fjölgaði um 40.000 í'rá því í lok
júní og 152.000 frá júlí í fyrra.
Atvinnumálaráðið sagði að at-
vinnuleysið væri að hluta tíma-
bundið en einnig væri alvarlegum
efnahagssamdrætti um að kenna.
Gote Bernhardsson framkvæmda-
stjóri ráðsins hvatti stjórnina til
að auka útgjöld ríkisins til að skapa
atvinnutækifæri. Hann sagði að
ráðið greiddi vikulega 500 milljón-
ir sænskra króna (um 5 milljarða
ÍSK) í atvinnuleysisbætur og að
stjórnin þyrfti að taka tíu milljarða
s.kr. (um 100 milljarða ÍSK) lán
vegna þessa kostnaðar ef ekki
drægi úr atvinnuleysinu.
Atvinnuleysið í Noregi jókst úr
5,5% í júní í 6,1% í júlí. Að sögn
norskra blaða er stjórn Verka-
mannaflokksins að kanna ýmsar
leiðir til að draga úr atvinnuleys-
inu. Meðal annars þykir koma til
greina að banna launahækkanir
og hætta við dýrar umbætur á
velferðarkerfinu. Fjármálaráð-
herra Noregs, Sigbjörn Johnsen,
sagði í gær að norskir hálauna-
menn þyrftu að sætta sig við verri
lífskjör til að hægt væri að berjast
gegn atvinnuleysinu. „Við sem
höfum hæstu launin verðum að
stíga á hemlana. Margir okkar
hafa efni á kjaraskerðingu," sagði
Johnsen í viðtali við Dagbladet.
Hann nefndi hins vegar ekki í
hvaða mynd slík lífskjaraskerðing
myndi verða.
Reuter
Her í þágu friðar
Gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna aka skriðdreka í gegnum íbúðarhverfi í Sarajevo í átt að aðalstöðvum SÞ í
borginni. Hjálparstarf SÞ liggur nú niðri vegna lokunar flugvallarins.
Ottast
drápsfíla
Nýju Delhi. The Daily Telegraph.
SKÓGARVERÐIR í Madhya
Pradesh-ríki á Indlandi eru
nú í óða önn að reisa raf-
magnsgirðingar til að verjast
mannýgum fílum, sem gert
hafa innrás í ríkið fjögur ár
í röð og drepið fjölda manns.
í fyrri viku drápu fílarnir konu
þegar þeir lögðu af stað í árlegt
flakk sitt og íbúar í grennd við
þorpið Raipur, þar sem næst er
von á skepnunum, vakta svæðið
með kyndlum. Drápsfílanna varð
fyrst vart árið 1988, þegar þeir
eyðilögðu hús og rifu upp tré.
íbúar segja að allt að 50 manns
hafi verið drepnir í árásum
þeirra, þó að yfirvöld hafi aðeins
staðfest 14 dauðsföll.
Menn eru ragir við að drepa
skepnurnar, því fílar eru friðaðir
og þar að auki taldir heilagar
skepnur af innfæddum. Maður
sem hugðist færa fílunum fórnir
var drepinn eftir að fórnargjaf-
irnar voru uppétnarl
Bosníustjórn segir yfir 120.000 manns í haldi í fangabúðum Serba:
Lið SÞ hótar að fara frá
Sarajevo vegna bardaga
Sarajevo, Sameinuðu þjóðunum, Washington. Reuter, The Daily Telegraph.
FRIÐARGÆSLULIÐAR Sameinuðu þjóðanna kunna að fara frá
Sarajevo innan skamms hætti bardagar ekki í borginni. Flugvellin-
um í Sarajevo hefur verið lokað eftir harða bardaga milli Serba
og sveita Bosníustjórnar. Bandaríska utanríkisráðuneytið fór þess
á leit í gær að þjóðir heims öfluðu gagna um stríðsglæpi í Bosníu
og Bandaríkin f óru fram á skyndifund í mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna vegna frétta um dráp og pyntingar í fangabúðum í
Bosníu.
Mik Magnusson, talsmaður SÞ í
Sarajevo, sagði að einn gæsluliði
hefði verið drepinn og sex alvarlega
særðir í bardögum undanfarna
daga og að ef átökum linnti ekki
gæti gæsluliðið ekki sinnt störfum
Brakandi
þerrirtil baga
Á myndinni sjást rússneskir
bændur taka sér kaffihlé, en spáð
er mjög lélegri kornuppskeru
vegna þurrka víða í landinu. Vél-
búnaður bænda er úreltur og
flutningakerfið ófært um að koma
matvælum nógu fljótt í geymslur
svo að mikið fer til spillis. Bænd-
ur efndu víða til mótmæla í gær,
tepptu umferð með því að leggja
dráttarvélum á aðalgötum og hót-
uðu að neita að selja afurejirnar
á því lága verði sem yfirvöld bjóða.
Alexander Rútskoi varaforseti,
sem hefur landbúnað á sinni
könnu, tók undir mótmælin gegn
stefnu stjórnar Borís Jeltsíns for-
seta en Rútskoi er nú orðinn helsti
keppinaUtur forsetans um völd.
Reuter
sínum. Bæði Serbar og Bosníuher
reyna að sækja í bardögum í kring-
um Sarajevo og er talið að 8.000
múslimar og Króatar og 5.000 Ser-
bar taki þátt í bardögunum. Skrið-
drekum, eldflaugum og stórskotal-
iði er beitt, en Serbarnir hafa það
framyfir andstæðinga sína að þeir
ráða mikilvægum hæðum í kring-
um borgina.
Sendiherra Bosníu-Herzegovínu
hafði uppi þungar ásakanir um
fjöldamorð í fangabúðum Serba á
fundi öryggisráðs SÞ. Hann sagði
að 17.100 manns hefðu verið
drepnir í 10 fangabúðum, þar af
8.000 í herbúðum í bænum Prijed-
or. Bosníustjórn segir að að
minnsta kosti 120.000 manns sé
haldið í einangrunarbúðum Serba
í landinu. Ekki hefur verið hægt
að ganga úr skugga um ásakanirn-
ar, þar sem óháðir aðilar og
hjálparstofnanir hafa ekki fengið
aðgang að fangabúðunum. Örygg-
isráð SÞ hefur krafist þess að Rauði
krossinn og aðrar alþjóðlegar stofn-
anir fái aðgang að búðunum.
Demókratar á Bandaríkjaþingi
krefjast þess í auknum mæli að
Bandaríkjastjórn hafi frumkvæði
að beitingu hervalds í nafni SÞ til
að stöðva dráp Serba í fangabúð-
um. Þingmenn sökuðu Serba um
„þjóðarmorð" og líktu ástandinu
við það þegar fyrstu fréttir af út-
rýmingarbúðum nasista bárust og
mættu vantrú fólks. Lewis Mac-
Kenzie, yfirmaður gæsluliðs SÞ í
Sarajevo, sagðist í gær efast um
að hægt yrði að stöðva átökin í
Bosníu með hervaldi og sagðist
telja að til þess þyrfti 600-800.000
hermenn til að byrja með.
? ? ?
Ný uppgötvun:
Prótein gegn
heilahrörnun
Washington. Reuter.
BANDARÍSKIR vísindamenn
segjast hafa uppgötvað nýtt pró-
tein, sem kann að koma að gagiii
við að bæta heilaskaða eftir
hjartaáfall og í sjúkdómum eins
og Parkinson-veiki og Alzheim-
er-veiki.
Notkun próteinsins, sem kallað
er taugavaxtarþáttur, myndi vera
algerlega ný aðferð til að vinna
gegn heilahrörnun, að sögn visinda-
mannanna frá Suður-Kaliforníu-
háskóla. Próteinið er þeim eiginleik-
um gætt að það kemst inn í heila-
frumur gegnum varnarkerfi heil-
ans, sem væri nauðsynlegur eigin-
leiki lyfs sem ætti að vinna gegn
fyrrgreindum sjúkdómum. Nú er
engin lækning þekkt við Alzheimer-
veiki, sem veldur hægfara hrörnun
heilafruma, en vísindamennirnir
vöruðu við að ekki væri að búast
við lyfi byggðu á uppgötvuninni
fyrr en eftir 5-10 ár.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44