Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						0römMWHt»
STOFNAÐ 1913
177. tbl. 80. árg.
LAUGARDAGUR 8. AGUST 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
111 meðferð Serba á föngum í Omarska-búðunum vekur hrylling
Viðurkenna
að fangar
séu sveltir
Zagreb, Zenica, Belgrad. The Daily Telegraph, Reuter.
LEIÐTOGI Serba í Bosníu-Herzegovínu, Radovan Karadzic, viður-
kenndi í gær að fangar í Omarska-fangabúðunum væru sveltir eftir
að sjónvarpsmyndir af grindhoruðum föngum þar vöktu hörð viðbrögð
um allan heim. Karadzic lofaði rannsókn á aðbúnaði fanganna og sagði
að þeim sem fremdu stríðsglæpi yrði refsað, en orð hans mættu van-
trú flestra vegna vaxandi sannana fyrir skipulögðum aftökum og
hryðjuverkum í fangabúðum og í „þjóðernishreinsunum" Serba. Tals-
maður Júgóslavíuhers varaði vestræn ríki við hernaðaríhlutun í Bosníu
í gær og sagði að hún gæti leitt til viðtækara stríðs á Balkan-skaga og
í Evrópu.
Milan Panic, forsætisráðherra
hinnar nýju Júgóslavíu [Serbíu og
Svartfjallalands], hvatti í gær til
þess að öllum fangabúðum í Bosníu
yrði lokað. Panic samdi í gær við
Króatíu um skipti á 1.000 stríðsföng-
um frá stríðinu þar.
Karadzic reyndi í gær að bera í
bætifláka fyrir Serba eftir að mynd-
um frá Omarska-búðunum var líkt
við myndir úr útrýmingarbúðum nas-
ista fyrir nærri hálfri ö\d'. Hann sagði
að óhæfuverk væru óhjákvæmileg í
stríði og væru framin af einstakling-
um sem brytu gegn fyrirmælum hans
og annarra leiðtoga Serba. Hann
sakaði BosníUstjórn um að starf-
rækja einangrunarbúðir fyrir Serba,
en blaðamenn, sem fóru til þriggja
staða í Sarajevo sem Serbar hafa
nefnt í þessu sambandi, fundu tvo
staðina tóma og sáu engin merki um
illan aðbúnað serbneskra fanga á
þriðja staðnum.
Flóttamenn í Bosníu segjast hafa
orðið vitni að fjöldamorðum í mörg-
um bæjum sem serbneskar sveitir
hafa tekið. Maður frá þorpinu Brcko
sagði bandaríska blaðinu New York
Newsday að um 1.350 manns af
1.500 hefðu verið skotnir eða skorn-
ir á háls eftir að þeir voru teknir til
fanga af Serbum og líkunum síðan
hent í Sava-fljótið. Gamall múslimi
frá þorpinu Visegrad sagði The Daily
Telegraph svipaða sögu; eftir að
júgóslavneski sambandsherinn yfir-
gaf þorpið og lét það í hendur serb-
neskum skæruliðahópi hefðu fjölda-
morð verið framin og fólkinu kastað
í Drina-ána. „í Drina-dalnum voru
engar fangabúðir, aðeins fjöida-
morð," sagði hann.
Fjórir franskir gæsluliðar í sveit-
um SÞ í Sarajevo særðust, þar af
einn alvarlega, þegar sprengjum var
kastaðað aðalstöðvum liðsins í borg-
inni. SÞ segir árásina hafa greinilega
verið beint að sér.
Reuter
Skyggnst úr skjóli
Serbneskur hermaður í grennd við bæinn Gorazde í Bosníu skyggnist út
úr fylgsni sínu þegar hlé varð á bardögum við múslima.
Einvígi Fischers og Spasskís í Sveti Stefan
Vilja fá Friðrik Olafs
son sem skákdómara
Reuter
Rússagullið skoðað
Kínverskir kaupsýslumenn virða fyrir sér úrvalið í skartgripaverslun
í Moskvu. Þrátt fyrir versnandi efnahagsástand í Rússlandi hefur auk-
ið frelsi í viðskiptum leitt til þess að Kínverjar streyma til landsins til
að selja Rússum neytendavörur og fá oft borgað í fríðu, því gjaldeyrir
er af skornum skammti.
Vasiljevic segist gera fastlega ráð
fyrir að Þjóðverjinn Lothar Schmid
annist dómgæslu í fyrstu skák ein-
vígisins í septemberbyrjun og minn-
ist þannig Reykjavíkurkeppninnar
sem hann dæmdi 1972. En skák-
mennirnir viljaað sögn Vasiljevic
helst fá Friðrik Ólafsson til að dæma
aðrar skákir einvígisins í Svartfjalla-
landi. „Þessu máttu gjarnan segja
honum og öðrum frá," segir Vas-
iljevic og kveðst ætla að hafa sam-
band við Friðrik eftir helgina.
„Það er mjög ánægjulegt að heyra
þetta og heiður að því að þessir
menn beri slíkt traust til mín," segir
Friðrik Ólafsson. Hann kveðst vilja
bíða þess að haft verði samband við
hann frá Belgrad, en vilja auðvitað
glaður gera sitt til að þessir snilling-
ar tefli aftur.
Vasiljevic segir það rétt að Bobby
Fischer hafi dvalið heima hjá honum
í Belgrad síðustu daga. „En Fischer
fer til Sveti Stefan í dag og hefur
þar hús útaf fyrir sig til að undirbúa
einvígið með hjálp hóps manna,"
segir hann. „Spasskí er líka kominn
ÁKVEÐIÐ hefur verið að biðja Friðrik Ólafsson stórmeistara að dæma
skákeinvígi Bobby Fischers og Borísar Spasskís í haust. Jezdimir Vas-
ujevic eigandi Yugoscandic-bankans í Belgrad sem fjármagnar keppn-
ina sagði Morgunblaðinu frá þessu í gærkvöld. Friðrik Ólafsson segist
vilja gera það sem hann getur til að Fischer komi aftur fram í dagstjósið.
og verður í öðru einbýlishúsi með
sínu aðstoðarfólki. Þeir eru ánægðir,
þurfa nú að sitja við nýju skákklukk-
una og eiga eftir að vinna mikið
þessa daga í águst."
Janos Kubat er framkvæmdastjóri
keppni Fischers og Spasskís. Vas-
iljevic segir að undirbúningur gangi
vel, um 200 þekktum gestum hafi
þegar verið boðið til að fylgjast með
einvíginu. Hann segir að blaða-
mannafundur Fischers verði í Sveti
Stefan degi áður en það hefst, en
síðan verði teflt á hótel Maestro
skammt frá. Rætt var um að fá skák-
borðið sem notað var í Reykjavík á
Adríahafsströndina, en Vasiljevic
segir að horfið hafi verið frá því og
ákveðið að smíða nýtt.
Stórmeistarinn Svetozar Gligoric
skýrir skákir einvígisins að sögn
Vasiljevic. Það verður flutt til
Belgrad eftir fimm unnar skákir,
hvenær sem það verður. Hann kveðst
sjálfur vera áhugamaður um skák,
en hafi hvorki þekkt Fischer né
Spasskí persónulega áður en hann
hafði samband við þá í október.
Frostþolinn
lax búinn til
London. The Daily Telegraph.
KANADÍSKIR vísindamenn hafa
fundið erfðavisi sem ræður fram-
leiðslu eins konar frostlagar í
blóði flatfisks og hafa grætt hann
í lax svo hann geti þolað kaldari
ár og sjó.
Þá hafa vísindamenn við Ríkishá-
skólann í Louisiana byrjað tilraunir-
við að græða erfðavísinn úr fiskinum
í plöntur í því skyni að draga úr frost-
skemmdum í þeim.
Þessar upplýsingar koma frá hópi
vísindamanna sem kanna kynbætur
á fiskum með erfðavísaflutningum í
Southampton-háskóla í Englandi og
hafa meðal annars reynt að auka
vöxt og kuldaþol fiska og auka mót-
stöðu þeirra gegn sjúkdómum. Þeir
telja að_hægt sé að fá meðal annars
silung til að vaxa hraðar með því
að græða í hann erfðavísi, sem stuðl-
ar að framleiðslu vaxtarhormóns.
? ?  ?
Noregur:
Láku áætl-
unum til
Greenpeace
Osló. Frá Morten Red, fréttaritara
Morgunblaðsins.
MAÐUR vinveittur Grænfriðung-
um lak upplýsingum til þeirra um
áætlanir norskra stjórnvalda tíl
að bregðast við komu skipsins
Solo, sem áttí að trufla hrefnu-
veiðar Norðmanna.
Blaðið Verdens Gang sagði frá því
að fundargerðir frá fundi forráða-
manna norska sjóhersins, utanríkis-
ráðuneytisins og norsks sjávarútvegs
hefðu hafnað í skjalaskáp Green-
peace í Ósló. Blaðið segir Grænfrið-
unga hafa haft í mörg ár aðgang
að leynilegum skjölum um væntanleg
viðbrögð stjórnvalda við mótmælaað-
gerðum þeirra. Norska varnarmála-
ráðuneytið rannsakar nú málið, en
talið er að lekinn kunni að vera það-
an kominn.
¦?¦¦? ?
Bush segir
Iraka munu
láta undan
Washington. Reuter.
Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð-
anna komu í gær til Bagdad, þrátt
fyrir að íraksstjórn segist ekki
munu hleypa þeim inn í ráðuneytí
í borginni til að leita að göginim
um hernaðaráætlanir Iraka.
George Bush Bandaríkjaforseti
sagði í gær að hann teldi að Irak-
ar myndu láta undan.
Fyrir skömmu leystist illvíg deila
íraka og SÞ um aðgang að landbún-^
aðarráðuneytinu í borginni. Nú þegar
líkur eru á að sama sagan endurtaki
sig sagðist Bush samt vera vongóð-
ur. „Það er erfitt að segja hvort yfir-
lýsingar þeirra séu frekar gorgeir
eða lýsi viija tii að efna tii átaka,">
sagði Bush, en nefndi ekki hvað hann
myndi taka til bragðs ef mennirnir
yrðu hindraðir við störf sín.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28