Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						88 SIÐUR B/C
*fguaMafeife
STOFNAÐ 1913
179.tbl.80.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 11. AGUST 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Tilvonandi kapítalistar mótmæla í Kína
Tugþúsundir manna gengu berserksgang um borg-
ina Shenzhen í suðurhluta Kína í gær til að mót-
mæla meintri spillingu opinberra starfsmanna í
tengslum við úthlutun hlutabréfa þar. Mótmælend-
urnir spörkuðu í lögreglumenn, kveiktu í sendibíl
og veltu nokkrum bifreiðum. Allt að milljón manna
kom til borgarinnar um helgina til kaupa eyðublöð
til að geta sótt um hlutabréfin og óeirðalögreglan
varð að a.m.k. tíu sinnum að beita táragasi til að
hafa hemil á mannfjöldanum. Myndin var tekin
er lögreglumaður réðst með barefli á biðröð við
Kínabanka í Shenzhen, sem er í grennd við Hong
Kong.
Færeyingar ætla
að hækka skatta
og lækka laun
LÆGRI LAIJN, hærri skattar og sparnaður ríkis og heimila er það
sem koma skal í Færeyjum og hefur sérstakt fjármálaráð gert fær-
eyska fimm ára áætlun um hvernig nota megi þessi meðul til setja
kraft í atvinnulífið. Til að fylgja fram ráðagerðunum þarf stranga
lagasetningu og segir færeyski seðlabankastjórinn líklegt að stjórn-
málamenn heykist ekki á henni, almenningur átti sig á ástandinu
og refsi varla þingmönnum ráðdeildarsemi í næstu kosningum.
Danska dagblaðið Bersen birti í
gær viðtal þar sem þetta kemur
fram við Sigurd Poulsen banka-
stjóra Landsbanka Færeyja, sem
samsvarar Seðlabanka Islands.
Hann situr í nýskipuðu fjármálaráði
ásamt Bjarna Olsen hagstofustjóra
og Kari Petersen, fjármálaráðherra
Færeyinga.
I blaðinu segir að færeyskt at-
vinnulíf sé í lamasessi eftir myndar-
legar fjárfestingar á síðasta áratug.
Þær hafi numið 40% af vergri þjóð-
arframleiðslu eða um 23 milljörðum
ÍSK árlega. En nú hafi framkvæmd-
ir víðast verið stöðvaðar, menn festi
ekki fé í skipum og láti hálfbyggð
hús óhreyfð.
Bersen segir Færeyinga hafa
eytt peningum áður en þeirra var
aflað og safnað erlendum skuldum
er nema 77 milhorðum ÍSK, 19
milljörðum meifa en þjóðarfram-
leiðsla ár hvert. Hver Færeyingur
skuldar því um 1,6 milljónir til út-
lendra linardrottna.
• Virðisaukaskattur    er   óvinsæl
Óryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjallar um stríðið í Bosníu-Herzegovínu:
Samkomulag um ályktun er
heimilar hernaðaríhlutun
Brussel, Sarajevo, París, Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph.
BANDARÍSK sljórnvöld sögðust í gær hafa náð samkomulagi við
Breta og Frakka um ályktunartillögu, sem lögð verður fyrir ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna, um að heimila hernaðaríhlutun í
Bosníu-Herzegovínu ef þörf krefur. Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, sagði að einungis hótun um
hernaðaríhlutun gæti orðið til þess að binda enda á „þjóðernis- og
morðbrjálæði" serbneskra leiðtoga. Ef Serbar yrðu ekki stöðvaðir
kynnu blóðsúthellingar af völdum þjóðernishaturs að breiðast út
í Evrópu.
nýjung sem nota á með öðru til
úrbóta. Hann verður fyrst lagður á
Færeyinga í janúar og gerir Poulsen
ráð fyrir að hlufallið verði 20%.
Boðskapur bankastjórans er annars
sá að þörf sé á kröftugri skatta-
hækkun næstu tvö til þrju ár auk
lækkun launa og mun minni neyslu.
Hann telur að taka þurfí til hendi
við lagasetningu til þess arna.
-----------» ? ?
Mannskæð
árásáKabúl
Kabul. Reuter.
ÓTTAST er að aUt að þúsund
manns hafi týnt lífi eða særst
alvarlega í sprengjuárás Hezb-i-
Islami-skæruliða á Kabúl, hðfuð-
borg Afganistans, í gærmorgun.
Að sögn vestrænna stjórnarer-
indreka var sprengjuárásin sú harð-
asta frá því borgarastríð blossaði
upp í Afganistan fyrir 14 árum.
Talsmaður varnarmálaráðuneyt-
isins, sagði að rúmlega 650 sprengj-
um hefði rignt yfír borgina í árás
sem hófst I dögun í gærmorgun.
Skæruliðar skutu sprengjunum frá
stöðvum í borginni sunnanverðri og
reyndu árangurslaust að ná suður-
hluta borgarinnar á sitt vald.
Hezb-i-Islami eru harðlínusam-
tök sem styðja skæruliðaforingjann
Gulbuddin Hekmatyar. Hreyfingin
á aðild að stjórn skæruliða sem tók
við völdum í Afganistan er Kabúl
féll í apríl.
Franskir embættismenn sögðu í
gær að Frakkar, Bandaríkjamenn
og Bretar hefðu náð samkomulagi
um ályktunartillögu um ástandið í
Bosníu, sem lögð yrði fyrir öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna á mið-
vikudag. Þeir vildu ekki veita upp-
lýsingar um tillöguna í smáatriðum
en sögðu að gengið hefði verið að
kröfu Frakka um að Sameinuðu
þjóðirnar hefðu eftirlit með fanga-
búðum í Bosníu og vernduðu bíla-
lestir hjálparsveita, sem Serbar
hafa ráðist á. Bandarísk stjórnvöld
staðfestu að samkomulag hefði
náðst og breskir embættismenn
sögðu að í tillögunni væri mælst
til þess að öllum ráðum yrði beitt
til að tryggja að matvælasendingar
bærust til Bosníu.
„Svo virðist sem að án trúverð-
ugrar hótunar - og ég undirstrika
trúverðugrar - um hernaðaríhlut-
un, sé engin leið til að binda enda
á morðstefnu serbnesku leiðtog-
anna," sagði Delors á neyðarfundi
Evrópuþingsins um stríðið í Bosníu.
Hann bætti við að of miklir hags-
munir væru í húfi til að Évrópuríki
gætu látið þjóðernishreinsanir við-
gangast í fyrrverandi lýðveldum
Júgóslavíu. „Ef við gefum eftir nú
stuðlum við að því að þjóðernishatr-
ið breiðist út í Evrópu."
Ekkert var því til fyrirstöðu í
gær að Atlantshafsbandalagið
gengi frá áætlun um hugsanlegar
hernaðaraðgerðir til að vernda bíla-
lestir hjálparsveita í Bosníu, að
sögn embættismanna bandalagsins
í Brussel. Aðildarríkin samþykktu
í síðustu viku að bandalaginu skyldi
falið að ganga frá áætluninni og
þau fengu frest til kl. 15.00 í gær
til að leggjast gegn því, en engin
andmæli komu fram.
38 ára múslimsk kona, sem er
í flóttamannabúðum í Króatíu,
kvaðst í gær hafa orðið vitni að
a.m.k. tíu morðum daglega er hún
var í haldi í átta daga í serbneskum
fangabúðum í norðurhluta Bosníu.
Hún sagði að Serbarnir hefðu tekið
tvo fanga í einu og att þeim sam-
an. „Sá sem barðist ekki nóg var
drepinn," sagði hún og bætti við
að Serbarnir hefðu lamið fangana
til bana með riffilsköftum og flösk-
um. í eitt skiptið hefðu þeir skorið
eyrun og nefið af fanga áður en
þeir hefðu skorið hann á háls.
Eina brauðgerðin í Sarajevo hef-
ur nú aðeins tveggja vikna hveiti-
birgðir, að sögn embættismanna í
borginni. „Þetta er spurning um líf
eða dauða," sagði borgarstjórinn,
Muhamed Kresevljakovic, en brauð
hefur verið aðalfæða borgarbúanna
undanfarna fjóra mánuði.
Sjá „Serbar hefja brottflutn-
ing fanga..." á bls. 20.
Huglækningar í Moskvu
Rússneskur
huglæknir,
Alexander Jer-
omín, snertir
hér Moskvubúa
til að lækna
hann af hjarta-
sjúkdómi á heil-
unarstofu í
borginni. Frá
hruni kommún-
ismans í Sovét-
ríkjunum fyrr-
verandi hafa
Rússar, sem
eiga við veik-
indi að stríða,
flykkst til slíkra
huglækna í von
um skjótan
bata.
Reuter
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44