Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 196. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR B/C
*fttmiH«frife
STOFNAÐ 1913
196.tbl.80.árg.
SUNNUDAGUR 30. AGUST 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bretar epla-
og perulaga
Sá dagur kann að renna upp innan
skamms að notaður verði sérstakur
skanni til að sjá til að jakkafötin passi
nú sem allra best. Rannsóknarhópur í
Loughborough-háskólanum í Englandi
hefur undanfarið unnið að hönnun slíks
skanna og er fyrsta tilraunaeintakið nú
tilbúið. Getur skanninn mælt út líkams-
stærð og líkamshlutföll einstaklings á
örfáum sekúndum. Hópurinn hefur
einnig unnið að því að búa til gagna-
banka yfir vaxtarlag Breta. Hafa 23
þúsund einstaklingar, allt frá korna-
börnum upp í ellilífeyrisþega, verið
mældir út með hefðbundnum aðferðum
í þeim tilgangi. Eiga upplýsingarnar
sem fást að segja til um hvaða áhrif
mataræði, kynþáttablöndum, aldur og
fleiri þættir hafa á meðalhæð og hlut-
föll þjóðarinnar. Meðal fyrstu niður-
staðna rannsóknarinnar er að greinst
hefur þróun í þá átt að breskir karl-
menn eru farnir að verða meira eins
og epli í laginu, miðjan breiðari en
mjaðmirnar, en breskar konur líkjast æ
meir perum. Næsta skref verður að
þróa fram einfaldaða gerð af skannan-
um sem hægt verður að nota í verslun-
um.
Óreiða talin
vera hagkvæm
Þeir sem til þessa hafa sætt ákúrum
snyrtilegra samstarfsmanna sinna
vegna þess að skrifborð þeirra minna
helst á ruslahauga geta tekið gleði sína
á ný. Nýjar rannsóknir benda til að að
baki slíkri óreiðu geti Iegið mjög per-
sónuleg flokkunarkerfi sem oft reynast
mikilvirkari en nýjasta skrifstofutækni.
Óreiðan eigi ágætlega við starfsemi hins
mannlega minnis. Menn noti ákveðnar
vísbendingar til að finna hluti og geti
oft fundið mikilvæg bréf sem leynast í
draslinu hraðar en einhver sem hefur
geymt bréfið samkvæmt fullkomnu
flokkunarkerfi. Vísbendingar á borð við
„hvað var ég að gera þegar ég sá það
síðast" eða „hvernig leit það út" reyn-
ast oft betur en nafn á einhverri skrá.
Yísindamennirnir sem könnuðu þessi
mál segja að skrifborð hins hefðbundna
óreiðumanns miuni helst á eldfjall. Það
samanstandi af nánast keilulaga fjalli
skjala með smá gíg í miðjunni. Skjöl
lenda fyrst í gígnum og eru síðan fjar-
lægð eftir að vinnslu þeirra lýkur. Ef
ekki er hreyft frekar við skjalinu færist
það smám saman niður fjallið og dettur
loks af skrifborðinu. Starfsmenn á
stærri skrifstofum minna helst á hirð-
ingja. Þeir eru á sífelldu flakki og
mynda lítil eldfjðll alls staðar þar sem
þeir koma við.
I ÞINGVALLAKIRKJU
Morgunblaðið/PPJ
Bandarískir kjósendur vilja umræður um efnahagsmál en ekki siðfræði
Repúblikanar ætla að draga
úr árásum sínum á Clinton
Washington. The Ðaily Telegraph.
KOSNINGASTJÓRAR George Bush Bandaríkjaforseta hafa ákveðið að endurmeta
herferð Repúblikanaflokksins fyrir „fjölskyldugildum" og draga úr árásum sínum á
Hillary Clinton, eiginkonu Bills Clintons, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins.
Komust þeir að þessari niðurstöðu eftir að Ijóst var samkvæmt könnunum að kjósend-
ur vildu frekar fræðast um stefnu repúblikana í efnahagsmálum heldur en Guð og
siðaumvandanir á sviði kynlífs. Flokksþing repúblikana, sem haldið var í Houston i
Texas í síðustu viku, einkenndist af umræðu um „fjölskylduna" og náði hámarki er
Barbara Bush, eiginkona forsetans, kom upp á sviðið með 22 börn og barnabörn sin
á besta sjónvarpstíma.
Leiðtogar flokksins eru nú fiestir hverjir
að komast á þá skoðun að gengið hafi verið
of langt í þessum efnum og að persónulegar
árásir á andstæðingana séu farnar að hafa
neikvæð áhrif. Nýjar skoðanakannanir
rökstyðja þessi sjónarmið en samkvæmt þeim
er Bush, sem saxaði verulega á forskot Clint-
ons í kjölfar flokksþingsins, búinn að glutra
niður uppsveiflunni. Er Clinton enn á ný kom-
inn með um tíu prósentustiga forskot á forset-
ann.
Repúblikanar hafa ráðist mjög hart að eig-
inkonu Clintons vegna ýtni hennar og rót-
tækra skoðana á ýmsum sviðum en þeim árás-
um á nú að linna. Jafnvel þeir harðsvíruðustu
innan raða flokksins eru farnir að gera sér
grein fyrir þeim hættum sem felast í því að
byggja herferð, sem hefur að markmiði að
sýna hversu mikla áherslu þeir leggja á fjol-
skylduna, upp á árásum á eiginkonu mótfram-
bjóðanda.
George Black, einn af helstu ráðgjöfum
Bush, hefur til að mynda vítt þingmanninn
Newt Gingrich harkalega fyrir framlag hans
til fjölskylduherferðarinnar sem af mörgum
repúblikönum er talið vera það fáránlegasta
og ósmekklegasta sem fram hefur komið til
þessa. Reyndi Gingrich að tengja Demókrata-
flokkinn við deilur leikaranna Woody Allen
og Miu Farrow og sagði Allen vera hina full-
komnu fyrirmynd þeirra gilda sem Clinton
og demókratar stæðu fyrir. Leikarinn hefði
stundað „ekki-sifjaspell með ekki-dóttur sem
hann væri ekki-faðir vegna þess að þau væru
ekki-fjölskylda".
Bush sjálfur hefur ekki tekið þátt í ófræg-
ingarherferðinni gegn Clinton-hjónunum per-
sónulega heldur látið aðstoðarmenn sína sjá
um grimmustu árásirnar. Úr röðum repúblik-
ana eru líka farnar að heyrast raddir þess
efnis að kosningabaráttan hafi verið illa skipu-
lögð fram til þess. George Will, sem er mjög
áhrifamikill íhaldssamur dálkahöfundur, lýsti
til að mynda kosningabaráttu forsetans sem
„vitsmunalegu holræsi" sem væri uppfyllt af
lygurum. „Heiðarlegir íhaldsmenn finna þessa
stundina til sömu reiði og heiðarlegir íhalds-
menn fundu til fyrir fjörutíu árum er Joe
McCarthy var að koma vondu orði á and-
kommúnisma," ritaði Will í dálk sinn.
Sjánánarbls. 10
LESTUR
OG LÆSI
ÍSLANDI
12
10
BREIKKAR
BLAB
MARTRÖÐ í MOGADISHU
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
22-23
22-23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44