Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						88 SIÐUR B/C/D
ffrgunliiiifrifr
STOFNAÐ 1913
253.tbl.80.árg.
FIMMTUDAGUR 5. NOVEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bill Clinton vinnur yfirburðasigur í forsetekosninfflinúm í Bandarílqumim
Hefst strax handa við
endurreísn efnahagsins
Little Rock, Washington. Reuter, The Daily Telegraph.
BILL Clínton, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hófst í gær handa
við að undirbúa aðgerðir til að rétta efnahag landsins við, nokkrum
klukkustundum eftir að hafa fagnað sigri í forsetakosningunum á
þriðjudag með stuðningsmönnum sínum. George Stephanopoulos,
blaðafulltrúi Clintons, sagði að hann hefði átt fund með „undirbún-
ingsliði" sínii, sem hefur starfað í Little Rock, höfuðborg Arkansas,
við að móta efnahagsstefnuna og rætt hverjir komi til greina sem
ráðherrar í stjórn Clintons. Miklar vangaveltur eru nú í Washington
um hverjir verði fyrir valinu. Clinton sagði eftir að sigurinn var í
liöfn að hann vildi nokkra repúblikana og óháða menn í stjórn sína.
Bill Clinton var kjörinn for-
seti Bandaríkjanna í kosn-
ingunum á þriðjudag og
sigraði George Bush, fráfar-
andi forseta. Myndin var
tekin af Clinton, konu hans,
Hillary, og dóttur þeirra,
Chelsea, þegar þau klöpp-
uðu fyrir sigurræðu Al
Gore, verðandi varaf orseta,
á sigurhátíð í Little Rock,
höfuðborg Arkansas.
George Bush, fráfarandi forseti,
viðurkenndi ósigur sinn í fyrrinótt
í Houston í Texas, þar sem hann
er skráður til heimilis. Bush lofaði
samvinnu við Clinton þar til hann
sver embættiseiðinn 20. janúar og
svo virtist sem hann væri feginn
að erfiðri kosningabaráttu væri lok-
ið. Clinton reyndi í gærkvöldi að
fullvissa vina- og óvinaþjóðir
Bandaríkjanna um að utanrikis-
stefna landsins yrði óbreytt og und-
ir stjórn Bush til 20. janúar.
Óháði frambjóðandinn Ross Per-
ot lét þau boð út ganga að hann
sæi ekki eftir því að hafa boðið sig
fram til forseta. „Við sóum ekki
tíma okkar í að líta til baka og
spyrja „hvað ef'-spurninga. Ross
Perot stóð sig frábærlega, hann
gerði sitt besta við erfiðar aðstæður
og við erum stolt af árangrinum,"
sagði sonur hans, Ross Perot yngri.
Þegar rúm 99% atkvæða höfðu
verið talin var Clinton með 43,5
milljónir atkvæða, Bush 37,97 millj-
ónir og Perot 19,1.. Samkvæmt
spám sjónvarpsstöðva bar Clinton
sigur úr býtum í 33 ríkjum og fékk
alls 370 kjörmenn, en þurfti aðeins
270. Bush sigraði í 18 ríkjum og
fékk 168 kjörmenn, en Perot, sem
fékk 19% atkvæða, fékk engan
kjörmann. „Þetta er stærri sigur
en nokkur þorði að vona," sagði
Stephanopoulos.
Tim Wirth, öldungadeildarþing-
maður demókrata frá Colorado,
spáði því að Clinton og Al Gore,
verðandi varaforseti, myndu hefjast
handa þegar í stað við að velja ráð-
herra í stjórnina. „Þessum un'gu
mönnum er mikil alvara," sagði
Wirth. „Þeir hafa greinilega fengið
umboð frá kjósendum til að knýja
fram breytingar. Nú er rétti tíminn
til að hefjast handa. Mér skilst að
þeir ætli að byrja strax - í dag."
Wirth sagði að Clinton hefði ekki
hug á að taka sér frí þrátt fyrir
Ianga og erfiða kosningabaráttu og
væri þegar byrjaður að skipa sér-
fræðinga í nefndir sem ættu að
leggja fram tillögur um hin ýmsu
málefhi, allt frá orkumálum til
heilsugæslu.
Clinton hefur lofað að grípa til
sérstakra efnahagsaðgerða til að
stuðla að auknum hagvexti og ekki
ætti að vera erfitt fyrir hann að
knýja þær fram á þinginu þar sem
demókratar eru þar í meirihluta.
„Kjósendur veittu honum mikilvægt
umboð til breytinga," sagði George
Mitchell, leiðtogi demókrata í öld-
ungadeildinni. „Þið megið búast við
tafarlausri samvinnu, tafarlausum
aðgerðum. Þetta verður spennandi
þing," sagði demókratinn Thomas
Foley, forseti fulltrúadeildarinnar.
Jafnvel Dan Quayle, fráfarandi
varaforseti, viðurkenndi að ef Clint-
on myndi sýna jafn mikinnvdugnað
í forsetaembættinu og í koshinga-
baráttunni væri líklegt að honum
tækist að rétta efnahaginn við.
„Hann stóð sig frábærlega í kosn-
ingabaráttunni. Ef hann stendur sig
jafn vel við að stjórna landinu hðf-
um við ekkert að óttast. Við stönd-
um frammi fyrir mörgum erfiðum
úrlausnarefnum."
Hlutabréf lækkuðu talsvert í
verði í kauphöllinni í New York í
gær vegna óvissunnar um áhrif
kosningasigurs Clintons.
Sjá fréttir á bls. 24-29.
Reuter
John Major vinnur sigur á
andstæðingum Maastricht
Lundúnum. Reuter.
JOHN MAJOR, forsætisráðherra Bretlands, tókst í gær að koma í
veg fyrir að mikilvæg ályktunartillaga um Maastricht-sáttmálann
yrði felld á breska þinginu. Tillagan var samþykkt með 319 atkvæð-
um gegn 316.
Áður hafði þingið fellt tillögu I ans þar til eftir leiðtogafund Evr-
Verkamannaflokksins um að fresta ópubandalagsins í Edinborg 11.
staðfestingu  Maastricht-sáttmál- | og 12. desember.
Stjórn Majors hefur aðeins 21
sætis meirihluta á þinginu og fyrir
atkvæðagreiðsluna höfðu 30 þing-
menn íhaldsflokksins hótað að
greiða atkvæði gegn ályktun um
stuðning við Maastricht-sáttmál-
ann. Forsætisráðherrann kom því
Hóta EB refsiaðgerðum
Brussel. Fri Kristofer M. Kristinssyni, fréttarítara Morgunblaðsins. Reuter.
VIÐRÆÐUR BandarOdastjórnar og Evrópubandalagsins, EB, um
nýjan GATT-samning eru farnar út um þúfur að sinni að minnsta
kosti. í gær leitaði fulltrúi Bandaríkjastjórnar eftir heimild hjá
yfirstjórn GATT til að beita EB refsiaðgerðum en fulltrúi EB kom
í veg fyrir, að beiðnin yrði|tekin fyrir. EB vonast enn til, að unnt
verði að ljúka samningum fyrir áramót.
Talsmaður EB í Brussel sagði,
að setti Bandaríkjastjórn refsitolla
á matvæli frá bandalaginu myndi
það svara í sömu mynt en óttast
er, að viðskiptastríð af þessu tagi
muni stórskaða efnahagslífið í
heiminum. Að undanförnu hefur
ágreiningurinn snúist um miklar
niðurgreiðslur EB á matar- eða
fræolíu en hlutlausar matsnefndir
á vegum GATT hafa tvisvar sinn-
um komist að þeirri niðurstÖðu,
að EB-niðurgreiðslurnar séu svo
miklar, að þær brjóti í bága við
eðlilegar samkeppnisreglur.
Frans Andriessen, sem fer með
GATT-samningana fyrir hönd EB,
sagði í gær, að að þrátt fyrir mikla
erfiðleika ætti að vera unnt að
undirrita nýjan samning fyrir árs-
lok og hann sagði, að ekki væri
Frökkum einum um að kenna
hvernig komið væri. í gær fór full-
trúi Bandaríkjastjórnar hjá GATT
fram á heimild til að beita refsiað-
gerðum en fulltrúi EB kom í veg
fyrir umræðu um málið og hélt því
fram, að viðræðum hefði ekki ver-
ið formlega slitið.
Þeir Edward Madigan, landbún-
aðarráðherra Bandaríkjanna, og
Ray MacSharry, sem fer með land-
búnaðarmál í framkvæmdastjórn
EB, ræddust við í Chicago frá
sunnudegi og fram á þriðjudag og
er haft eftir heimildum, að samn-
ingurinn hafi verið tilbúinn til und-
irritunar klukkan sex síðdegis
þann dag. Þá hafi Madigan brugð-
ið sér frá til að kjósa en auk þess
hafi hann haft samband við tals-
menn bandarískra sojabauna-
bænda. Þegar hann kom aftur til-
kynnti hann, að ekkert yrði af
samningum. Eftir heimiidum í
Brussel er haft, að þegar ljóst var
hvert stefndi í kosningunum vestra
hafi fulltrúar Bandaríkjastjórnar
dregið fram gamlar kröfur, sem
þeir vissu, að EB gat ekki gengið
að.
í veg fyrir uppreisn andstæðinga
sáttmálans innan íhaldsflokksins.
Major hélt ræðu á þinginu fyrir
atkvæðagreiðsluna og lagði ríka
áherslu á að það væri mikið hags-
munamál fyrir Breta að gegna lykil-
hlutverki í samvinnu Evrópuríkj-
anna. Hann beindi orðum sínum
einkum til þeirra þingmanna fhalds-
flokksins,  sem höfðu  hótað  að
greiða atkvæði gegn ályktuninni,
og sagði að sú „miðstýrða Evrópa"
sem þeir óttuðust yrði að veruleika
ef Bretar myndu
ekki hafa áhrif á
þróunina. „Það er
mjög  líklegt  að
miðstýrð  Evrópa
verði að veruleika
ef  Bretar  hafa
engin áhrif innan
bandalagsins,  ef
Bretland  verður
úr  leik,  ef  við
stöndum til hliðar
og látum aðra um
að stjórna Evrópu."
Major hefur sagt að frumvarp
um staðfestingu Maastricht-sátt-
málans verði lagt fyrir þingið fyrir
leiðtogafund  Evrópubandalagsins.
Ennfremur hafði verið skýrt frá því
að hann hefði hótað andstæðingum
Maastricht innan þingflokks íhalds-
manna að boða til kosninga ef þeir
felldu ályktunartillöguna.
John Major
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56