Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/C/LESBOK
ttúttttSAMb
STOFNAÐ 1913
255. tbl. 80. árg.
LAUGARDAGUR 7. NOVEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Díana ákveðin í að
þrauka með Karli
London. Reuter.
RITARI Karls Bretaprins viðurkenndi í gær að samlyndi þeirra
Karls og Díönu konu hans væri ekki eins og það gæti best verið
en sagði að ofsafengin umfjðllun breskra slúðurblaða um meinta
hjónabandserfiðleika gerði aðeins illt verra. Þá fullyrti höfundur
umdeildrar bókar um Díönu og líf hennar að hún væri ákveðin í
að þrauka í hjónabandi í þeirri von að ástir þeirra Karls kæmust
aftur í samt lag.
Díana prinsessa
Díana prins-
essa kom í gær
til Bretlands
eftir fjögurra
daga opinbera
heimsókn þeirra
Karls til Suður-
Kóreu, en hann
hafði nokkurra
daga viðkomu í
Hong Kong á
heimleiðinni.
Við komuna
til London sendi Díana frá sér yfir-
lýsingu þar sem hún gagnrýndi
fjölmiðla harðlega fyrir frásagnir
af hjónabandsmálum þeirrá Karls.
Sagði hún tilgátur um að Elísabet
drottning og maður hennar Filipp-
us prins væru allt annað en skiln-
ingsrík og hjálpleg væru með öllu
ósannar auk þess sem þessar frá-
sagnir særðu sig. Heimildarmenn
sögðu að yfirlýsing Díönu hefði
glatt mjög Karl prins er hann frétti
af henni í Hong Kong. Yfirlýsing
Díönu er óvenjuleg sakir þess að
hirðin hefur jafnan varast að láta
nokkuð frá sér fara um það sem
fiölmiðlar segja um kóngafólkið.
Myndir breskra blaða af þeim
saman í Kóreuferðinni voru venju-
lega teknar við athafnir þar sem
ekki þykir við hæfí að vera með
bros á vör, svo sem við minningar-
athafnir eða lagningu blómsveiga
í kirkjugörðum eða við minnis-
varða. Þá var skýrt frá því í gær
að í byrjun Kóreuferðarinnar hefði
Díana fengið fregnir af andláti
kornabarns nánustu vinkonu
hennar og það kynni að útskýra
meinta óhamingju hennar meðan
á heimsókninni stóð.
í gær kom út endurbætt útgáfa
af bók um Díönu sem olli miklu
fjaðrafoki í sumarbyrjun. I nýju
útgáfunni heldur höfundurinn
Andrew Morton því fram að Díana
hafi alvarlega íhugað að yfirgefa
hirðina í sumar. Elísabet drottning
hafi hins vegar talið henni hug-
hvarf og fengið hana ofan af skiln-
aði. Nú sé Díana staðráðin í því
að bjarga hjónabandinu og koma
á eðlilegu sambandi og þrauka þar
til eðlilegt samband kemst aftur á
milli hennar og annarra í konungs-
fjölskyldunni.
Reuter
Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, svarar spurningum fréttamanna í
London í gær en þangað kom hann til að flytja erindi í háskóla. Delors hefur verið sakaður um að halda
til streitu sérhagsmunum Frakka í viðskiptadeilunni við Bandaríkjamenn, án þess að hafa heildarhags-
muni bandalagsins í huga. Hann vísar ásökunum á bug.
Óvissa um framtíð GATT-viðræðnanna vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar
Reynt að fá Frakka til að
slaka á viðskiptahömlum
London, Brussel, Washington, París. Reuter, The Daily Telegraph
Forsætisráðherra Frakklands,
Pierre Beregovoy, sagði í gær
að báðir aðilar, Evrópubandalag-
ið (EB) jafnt sem Bandaríkin,
myndu bíða ósigur ef til við-
skiptastríðs kæmi milli þeirra.
Með þessu virtist hann reyna að
lægja öldurnar í deilunni sem
upp er komin vegna verndar-
stefnu Frakka er ekki vilja ganga
Áhlaup íKákasus
Reuter
Skæruliðar úr röðum Norður-Osseta gera áhlaup á stöðvar Ingúseta
í norðurhluta Kákasus sem tilheyrir Rússlandi. Harðir bardagar hafa
geisað þar að undanförnu milli þjóðabrotanna. Harðlínublaðið Pravda
minntist í gær 75 ára afmælis byltingarinnar. Birt var grein undir
fyrirsögninni „Sósíalisminn stóðst prófíð" og var hún sögð lýsa sjónar-
miðunum eftir 25 ár þegar búið væri áð brjóta á bak aftur þá sem
fært hefðu Rússum „dýrkun á tvöfeldni og gróðahyggju" auk þess sem
bandarísk áhrif hefðu verið að kæfa öll andleg verðmæti. Á glötunar-
barminum hefði þjóðin snúið „aftur til hinna sönnu, þjóðlegu gilda
sameignarinnar". 100 ára afmælisins hefði verið minnst með því að
endurreisa Sovétríkin.
til móts við kröfur Bandaríkja-
manna um að lækka tolla og
draga úr viðskiptahömlum á
verslun með ýmsar landbúnaðar-
afurðir. Fulltrúar annarra EB-
þjóða reyndu í gær að telja
Frakka á að láta undan, að sögn
efnahagsmálaráðherra Þýska-
Iands, Jiirgens MSUemanns.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, sem nú er í forsæti fyrir
EB, ræddi við forseta framkvæmda-
stiórnar EB, Frakkann Jacques
Delors, í gær og urðu þeir ásáttir
um að hefja bæri viðræður á ný sem
fyrst um deilumálin við Bandaríkja-
menn. Ónafngreindir, breskir emb-
ættismenn sögðu Major hafa krafíst
þess að Delors, sem sakaður er um
að draga um of taum frönsku
stjórnarinnar, ynni heils hugar að
því að fundin yrði málamiðlun. Del-
ors hefur verið mjög orðaður við
forsetaframboð í Frakklandi.
Ummæli ýmissa annarra
franskra leiðtoga voru á öðrum
nótum en Beregovoys forsætisráð-
herra. Jacques Chirac, helsti leið-
togi stjórnarandstöðunnar, sakaði
Bandaríkin um að vilja einoka al-
þjóðaverslun með landbúnaðar-
afurðir. „Frakkar mega hvergi
hvika þegar þeir þurfa að verja
hagsmuni sína", sagði hann.
Franskir bændur eru afar öflugur
þrýstihópur, njóta mikilla ríkis-
styrkja auk þess sem þeir hirða
bróðurpartinn af landbúnaðar-
styrkjum EB. Tveir þriðju hlutar
útgjalda bandalagsins fara til land-
búnaðar. Stjórn George Bush
Bandaríkjaforseta hefur m.a.
ákveðið að setja refsitoll á frönsk
vín sem margfaldast nú í verði á
Bandaríkjamarkaði. Iðnaðar- og
verslunarmálaráðherra Frakka,
Dominique Strauss-Kahn, sagði
Bandaríkjamenn hafa hagað sér
dólgslega með því að setia á toll-
ana, með þessu gætu þeir stefnt
allri Uruguay-lotu GATT-viðræðn-
anna um aukið frelsi í alþjóðavið-
skiptum ( hættu. Strauss-Kahn
sagði að kæmu refsitollamir til
framkvæmda myndu Frakkar krefj-
ast gagnaðgerða af hálfu EB. Þing-
kosningar verða á næsta ári í
Frakklandi, ákveðinn hefur verið
niðurskurður á styrkjum EB og
franskir bændur hafa látið mjög
ófriðlega af þessum sökum í sum-
ar. Stjórnarflokkur sósíalista mun
bíða afhroð í kosningunum ef
marka má kannanir að undanförnu.
Bill Clinton, nýkjörinn Banda-
ríkjaforseti, vill ekki tjá sig um
málið, segir að Bush sé enn forseti
og taki allar ákvarðanir í þessum
efnum. Bandarísk blöð, þ. á m.
The New York Times, sögðu í gær
að Evrópumenn ættu sök á því að
GATT-viðræðurnar væru komnar í
hnút og vörðu ákvörðun stjórnar
Bush. Blöðin minntu á að embættis-
menn GATT hefðu úrskurðað að
sumar af viðskiptahömlum EB
brytu í bága við alþjóðasamninga
og The New York Times taldi að-
gerðir Bandaríkjastjórnar mjög var-
færnar.
Norski Verkamannaflokkurinn
BrundtTand segir af
sér leiðtogaembætti
Ósló. Reuter. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
GRO HARLEM Brundtland, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi
Verkamannaflokksins, lýsti því óvænt yfir á landsfundi flokksins í
gær að hún hygðist láta af leiðtogaembættinu af persónulegum ástæð-
um. Hún verður áfram forsætisráðherra.
Brundtland var hrærð er hún
flutti ávarp sitt, en hún hefur verið
flokksleiðtogi í rúman áratug. „Eins
og þið vitið varð ég og fjölskylda.
mín fyrir þungu áfalli fyrir
skömmu," sagði ráðherrann, en
yngsti sonur hennar fyrirfór sér
fyrir tæpum mánuði. Yfírlýsingin
kom samt mjög á óvart en fundar-
Tnenn hafa tvo undanfarna daga
rætt afstöðuna til Evrópu, vaxandi
atvinnuleysi og fleiri mikilvæg mál.
Forsætisráðherrann, sem er 53
ára, sagðist hafa dregið af ásettu
ráði að skýra frá ákvörðun sinni;
mikilvægt „hefði verið að fundar-
menn gætu einbeitt sér að þeim
málum sem á dagskrá voru og
umræður um eftirmann hefðu að-
eins skaðað fundarstarfið. Margir
grétu er Brundtland dró sig í hlé
eftir ávarpið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48