Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/C
0y0jittTOaM$>
STOFNAÐ 1913
230.tbl.80.árg.
FOSTUDAGUR 9. OKTOBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Borís Jeltsín lætur loka skrifstofu stofnunar Gorbatsjovs
Gorbatsjov
skammast sín
fyrir yfirvöld
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESK yfirvöld auðmýktu í gær Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrver-
andi sovétforseta, með því að senda tugi lögreglumanna að skrifstofu-
byggingu hans í Moskvu til að loka henni. „Lögreglan hefur lokað
byggingiuini rétt eins og hún væri njósnarabæli," sagði Gorbatsjov
við blaðamenn fyrir utan bygginguna. „Ég skammast min fyrir rússn-
esk yfirvöld. Þetta gerist í landi sem valdhafarnir kalla lýðræðisland."
Nokkrum klukkustundum áður
en lögreglan var send á vettvang
gaf Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
út tilskipun um að taka skyldi bygg-
inguna  af Gorbatsjov-stofnuninni
Thatcher
Thatcher í viðtali
Maastricht
þýðir stjórn
skriffinna
New York. Reuter.
MARGARET Thatcher, fyrr-
um forsætisráðherra Bret-
lands, ræðst harkalega að
Maastricht-samkomulaginu,
um pólitískan og efnahagsleg-
an samruna Evrópubanda-
lagsins (EB), í grein sem birt-
ist í bandaríska tímaritinu
Forbes á sunnudag en dreift
var í gær.
Thatcher
segir Maas-
tricht-sam-
komulagið
ganga í þveröf-
uga átt við það
sem æskilegt
væri. Markmið
þess væri að
breyta banda-
lagi, sem væri fyrst og fremst
efnahagsbandalag, í evrópskt
sambandsríki með sameiginleg-
an ríkisborgararétt, gjaldmiðil
og efnahagsstefnu. Þetta væri
tilraun til að afnema lýðræðis-
lega stjórn og koma á stjórn skrif-
finna í staðinn.
Bætti hún við að undir for-
sæti Jacques Delors, forseta
framkvæmdastjórnar EB, yrðu
80% allra efnahagslegra ákvarð-
ana Breta teknar í Brussel.
Thatcher sagðist einnig óttast
hið sameinaða Þýskaland. Væri
hún þeirrar skoðunar að frelsi
yrði einungis virt áfram í Þýska-
landi ef bandarískar hersveitir
yrðu áfram í Evrópu. „Stóran
hluta þessarar aldar hefur verið,
reynt að byggja upp kerfi sem
myndi halda völdum Þýskalands
í skefjum. Staðan var önnur þeg-
ar Þýskaland var klofið í tvennt
og Kalda stríðið geisaði í Evr-
ópu. Allt er breytt nú."
Breski íhaldsflokkurinn held-
ur um þessar mundir flokksþing
sitt í borginni Brighton á Eng-
landi og er talið að ummæli
Thatchers muni koma John Maj-
or, forsætisráðherra Bretlands
og leiðtoga íhaldsflokksins, illa.
svokölluðu, því nota ætti hana við
þjálfun fjármálasérfræðinga. Gorb-
atsjov-stofnunin gæti leigt smærra
húsnæði. Þegar Jeltsín úthlutaði
Gorbatsjov byggingunni í desember
lagði hann áherslu á að hann vildi
binda enda á þá sovésku hefð að
ofsækja fallna leiðtoga.
Ljóst er þó að forsetatilskipunin
er svar Jeltsíns við gagnrýni Gorb-
atsjovs á rússnesk stjórnvöld að
undanförnu, til að mynda þeim
ummælum hans að forsetinn valdi
ekki embætti sínu.
Þremur strætisvögnum, fullum
af lögreglumönnum, var ekið að
byggingunni í gærmorgun. Síðar
hurfu flestir lögreglumannanna af
vettvangi en nokkrir urðu eftir við
aðalinnganginn.
„Þessi stjórn vill ekki þiggja ráð
af neinum," sagði Gorbatsjov.
„Þetta er svar Jeltsíns - „Við skul-
um sýna þessum Gorbatsjov í tvo
heimana!" Þeir eru að reyna að
sanna eitthvað í stað þess að leysa
vandamál Rússlands, samveldisins,
umbótastefnunnar. Samveldið hef-
ur reynst sápubóla, efnahagurinn
er að hrynja, en þeir hlusta ekki á
það sem fólk vill segja þeim."

Auðmýktur og reiður
Reuter
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi sovétforseti, ræðir við blaðamenn fyrir
utan skrifstofu stofnunnar sinnar í Moskvu í gær. Var hann mjög reiður
vegna þeirrar ákvörðunar Jeltsíns Rússlandsforseta að loka stofnuninni
með lögregluvaldi og lýsa því yfir að húsnæðið yrði framvegis notað til
að þjálfa upp fjármálasérfræðinga.
Leiðtogafundur
Samveldisríkja
Deilt um
kjarnavopn
á nýjan leik
Bishek. Reuter.
LEIÐTOGAR aðildarríkja Sam-
veldis sjálfstæðra ríkja koma sam-
an í Bishkek, höfuðborg Kírgízíst-
ans, í dag og búist er við miklum
átakafundi. Blossað hefur upp
deila að nýju milli Rússa og Úkra-
ínumanna um kjarnavopn Sovét-
ríkjanna fyrrverandi og rússneska
stjórnin hótaði þvi í gær að hætta
að selja öðrum lýðveldum oliu
nema þau grciddu skuldir sínar
við Rússa.
Samveldisríkin eru nú aðeins tiu,
því þing Azerbajdzhans hefur sam-
þykkt úrsögn úr bandalaginu. Af 15
fyrrverandi Sovétlýðveldum gengu
Georgía og Eystrasaltsríkin þrjú
aldrei í samveldið.
Jevgeníj Shaposhníkov, yfirmaður
sameiginlegs herafla samveldisins,
kvaðst ætla að leggja það til á leið-
togafundinum í dag að Rússar fengju
þegar í stað yfirráð yfir öllum kjarna-
vopnum Sovétríkjanna fyrrverandi.
„Það er ekki hægt að skilja svo
hræðileg vopn eftir án yfirráða
ákveðins ríkis," sagði hann. Konst-
antín Morozov, varnarmálaráðherra
Úkraínu, sagði hins vegar að ekki
kæmi til greina að Úkraínumenn
afsöluðu sér yfirráðum yfir kjarna-
vopnum í lýðveldi sínu fyrr en í lok
ársins 1994.
Spennan í samskiptum samveldis-
ríkjanna jókst ennfremur þegar Vikt-
or Tsjernomyrdín, orkumálaráðherra
Rússlands, krafðist þess að önnur
lýðveldi greiddu skuldir sínar við
Rússa eigi síðar en á mánudag, ella
yrði olíusölu til þeirra hætt. Samveld-
isríkin fá því sem næst alla olíu sína
frá Rússlandi og sum á mun lægra
verði en gengur og gerist á heims-
markaði.
Stjórnmálamenn eru
ekki nmir öllu trausti
— segir Atli Dam lögmaður í samtali við Morgunblaðið
Þórsböfn. Frá Hirti Gislasyni, blaðmanni Morgunblaðsins.
FÆREYSKA landsstjóniin vinnur nú hörðum höndum.að því að koma
saman hallaláusum fjárlögum og hlíta þannig skilyrðum danskra stjórn-
valda fyrir fjárhagsaðstoð. Samtök opinberra starfsmanna akváðu í
gær að hefja viku mótmælaverkfall á mánudag gegn fyrirhuguðum
launalækkunum og fleiri stéttarfélög íhuga aðgerðir. Er Morgunblaðið
ræddi við Atla Dam, lögmann Færeyja, í gær sagðist hann áljta að
bankarnir hefðu verið óvarkárir í lánveitingum en auðvitað bæru si jórn-
málamenn einnig ábyrgð á ástandinu.
Atli minnti á að aflabrestur og
lækkandi afurðaverð hefðu valdið
þungum búsifjum en gjaldeyristekjur
landsmanna koma nær eingöngu frá
sjávarútvegi. Hann var spurður hvort
færeyskir stjórnmálamenn væru nú
ekki pólitískt gjaldþrota, rúnir öllu
trausti.
„Nei, það tel ég alls ekki. En auð-
vitað er reynt að finna blóraböggla
og ástandið er erfitt þótt því fari
fjarri að landið sé gjaldþrota. Fær-
eyjabanki lenti í miklum erfiðleikum
en því var bjargað með aðstoð dan-
skra stjórnvalda, vissulega fylgdu
hörð skilyrði. En við getum unnið
okkur út úr þessu. Ég minni á að
landssjóður skuldar ekkert innan-
lands. og aðeins fjórðungur erlendu
skuldanna er á ábyrgð hans." Atli
sagði að frá 1989 hefði landssjóður
ekki ábyrgst nein lán fyrir einkafyrir-
tæki.
Að sögn Sigurds Poulsen, banka-
stjóra færeyska Þjóðbankans, skuld-
ar landssjóður um  2.000 milljónir
danskra króna í útlöndum [nær 20
milljarða ÍSK] og eru þá meðtaldar
lánsábyrgðir hans vegna einkafyrir-
tækja. Sveitarfélög eru ekki á ábyrgð
þings og landsstjórnar, þau skulda
samanlagt einnig um 2.000 milljónir.
Skuldir einkafyrirtækja eru um
4.000 milljónir. Alls er erlendi
skuldabagginn því um átta miUjarðar
en öll þjóðarframleiðsla á þessu ári
er áætluð um sex milljarðar og út-
flutningstekjur, sem hafa minnkað
allra síðustu árin, um 4,5 milljarðar.
Um 36% af útflutriingstekjum fara
nú í að greiða vexti og afborganir
af erlendum skuldum.
Fjölmiðlar keppast við að finna
út hver beri ábyrgðina á því hvernig
komið er í efhahagsmálunum. Þar
fara blöðin fremst í flokki enda gef-
in út af flokkunum. Allir virðast sam-
mála um að eyðslusemi hafi komið
mönnum í koll en sökudólgarnir eru
ýmist stjórnmálamenn eða forystu-
menn í atvinnulífi og lánastofnunum.
Blaðið 14. september, málgagn Þjóð-
veldisflokksins, sem er í stjórnarand-
stöðu, segir: „Flestir hafa áttað sig
á því að þetta er rammasta alvara.
Alþjóðlegi lánamarkaðurinn varaði
við stöðunni í vor, fólk var farið að
velta því fyrir sér hvenær áfallið
kæmi. En í Þinganési [aðsetri lands-
stjórnarinnar] skildu menn ekkert.
Og þeir þykjast enn ekkert skilja í
þessu. Útvarpið ræddi við fjármála-
ráðherrann, Jógvan Sundstein, og
Atla Dam lögmann og þeir sögðu
það sama og alltaf áður, að þetta
gengi vel".
Málgagn Fólkaflokksins, sem
Sundstein er í forystu fyrir, segir að
lánastofnanir hafi „ausið peningum
í hagkerfið og flestir Færeyingar
áttu sinn hlut í eyðsluseminni".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40