Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 ‘ "----‘ 1,111 '■ ■' 1 * •'* V.*1":' V',:' ‘ 15, Karen Agnete Þórar insson — Minning Fædd 28. desember 1903 Dáin 1. október 1992 Karen Agnete var fædd 28. des- ember 1903 í Kaupmannahöfn. For- eldrar hennar voru Carl Christian Enevoldsen, iðnrekandi, og kona hans, Louise Madsen. Karen ólst upp á rótgrónu efnaheimili, þar sem list- ir og menning voru í hávegum hafð- ar. Hún tók stúdentspróf ung að árum, lærði píanóleik hjá einkakenn- ara í 14 ár, stundaði nám í Rannow- es Tegneskole, Carla Colsmanns Malerskole og Akademiet for de skönne kunster í Kaupmannahöfn. Þar bar saman fundum hennar við ungan íslending, Svein Þórarinsson frá Kílakoti í Kelduhverfi N-Þing. sem var þar einnig til náms í málara- list. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 1. júní 1929. Sama ár fóru þau til íslands og settust að á feðraleifð Sveins að Kílakoti. Þetta var á tímum kreppunnar miklu þegar íslenska þjóðin var bláfátæk. Þau fluttust inn í gamlan, kaldan og lekan torfbæ þar sem engin þægindi voru af neinu tagi. Þrátt fyrir fátæktina var þetta mik- ið menningarheimili. Móðir Sveins var dáin, en Þórarinn, faðir hans, var bráðgreindur maður, glaðsinna og vel hagmæltur, enda hélt hún alltaf mikið upp á hann. í sveitum Norður-Þingeyjarsýslu var búið að koma upp lestrarfélögum. Þar voru ungmennafélög og kvenfélög og talsvert um mannfundi. Sveinn og Karen Agnete fengu fljótlega leyfi tilað byggja lítið stein- hús í mynni Ásbyrgis og Sveinn gerðist þar skógarvörður. Þarna blasti fegurðin við og fóru þau iðu- lega á hestum til að mála, t.d. í Jökulsárgljúfur, Svinadal og jafnvel upp í Mývatnssveit. Ur þessum ferð- um höfðu þau eignast talsvert af málverkum og Sveinn tók sér far til Reykjavíkur og hélt sýningar, m.a. í Góðtemplarahúsinu. Þjóðin hafði þá ekki aðstæður til að kaupa mál- verk að ráði. En á þessum árum kynntust Sveinn og Karen Agnete Markúsi ívarssyni. Hann var járn- smiður og stofnaði ásamt öðrum Vélsmiðjuna Héðin. Markús hafði mikinn áhuga á málaralist. Hann lét íslenska listmálara njóta þess, þar á meðal Svein og Karen Agnete. Þau fluttust til Reykjavíkur árið 1938 og Markús bauð þeim að búa í íbúð í húsi sínu að Sólvallagötu 6. Sveinn og Karen Agnete unnu sér bæði gott álit sem listmálarar og byggðu sér síðar hús að Kvisthaga 13, sérstaklega hannað fyrir list- grein þeirra. Sveinn lést árið 1977. Eftir lát manns síns bjó Karen Ag- nete ein í húsinu. Hún átti trausta vini, t.d. Jón Kristin Hafstein, sem heimsótti hana oft og Sigrúnu Mark- úsdóttur fvarssonar, sem ásamt manni sínum, Baldri Möller, vakti yfir velferð hennar og sýndi henni kærleika. Þégar ellin sótti að og hún var næstum orðin blind, fór hún á Elliheimilið Grund, þar sem hún naut góðrar umönnunar og atlætis þar til yfir lauk. Hún fékk hægt andlát. Þegar ég var barn að aldri var ég svo lánsöm að kynnast Karen Agnete og Sveini. Hún var framúr- skarandi kona. í mínum augum var hún hefðarkona bæði í sjón og raun. Há og grönn, ljúfmannleg og prúð í framkomu. Fátt í lífinu virtist raska ró hennar. Þegar litið er yfir líf henn- ar er eins og hún hafi lifað mörg æviskeið. Fyrst allsnægtir og öryggi á æskuheimilinu í Kaupmannahöfn, síðan flutning til íslands og allsleysi í afskekktri sveit norður við ysta haf og að lokum dvöl hennar í Reykja- vík þar sem hún bjó til æviloka. Samband hennar og Sveins var ást- úðlegt og skilningsríkt og Sveinn dáði konu sína. Segja mátti að hún væri eins og drottning í lífi hans. Missir hennar var því mikill þegar hann féll frá. Sveinn og Karen Agn- ete eignuðust einn son, Karl Krist- ján. Fyrir nokkrum árum slasaðist hann alvarlega og dvelur nú á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Karl Kristján giftist ekki en sonur hans og Guðnýjar Soffíu Tryggvadóttur er Örn Karlsson, tölvunarfræðingur frá íslenskri forritaþróun hf. Hann er kvæntur Hellen Magneu Gunnars- dóttur og þau eiga tvo syni, Gunnar Örn og Ellert. Örn og fjölskylda hans hafa veitt Karen Agnete og Karli Kristjáni ómetanlegan stuðn- ing í veikindum þeirra. Ekki alls fyrir löngu spurði ég Karen Agnete hvort ekki hefði verið mikil viðbrigði fyrir Kaupmanna- hafnardömu að flytjast í óvissuna á íslandi. Þá hló hún sínum Ijúfmann- lega hlátri og svaraði: „Ó, það var allt saman ævintýri." Nú er ævintýr- inu lokið og ég óska henni blessunar guðs á ókunnum leiðum. Anna Jónsdóttir. Karen Agnete Þórarinsson, fædd Enevoldsen, er ein merkasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Það eru tíu ár liðin frá okkar fyrsta fundi svo að kynni okkar hófust ekki fyrr en á hennar efri árum. Karen yarð þjóðkunn fyrir mynd- list sína. Áhugi hennar á öðru formi lista var einnig slíkur að hann smit- aði út frá sér. Á meðan hún hafði heilsu til spilaði hún á píanó og las mikið. Ég minnist þess að þegar hún var 86 ára las hún Dostójevskí í gegnum stórt stækkunargler, því sjónin var farin að gefa sig. Karen var manneskja sem alltaf var að næra andann og þess vegna var það oft upplifun að sitja með henni og ræða lífið og tilveruna. Það var mikil reynsla fyrir „nú- tímakonuna" að fá tækifæri til að kynnast Karen Agnete. Hún átti langan starfsferil sem listamaður í fremstu röð, ól upp sitt barn og á sama tíma rækti hún húsmóðurstarf- ið af stakri kostgæfni. Mjög gest- kvæmt var á heimili Karenar og voru viðtökur ætíð konunglegar. Hún bar með sér þokka hefðarkonu, þar sem allt var framborið á óað- finnanlegan hátt. Áhrifín voru þann- ig að maður fann til hátíðleika að koma til hennar, þiggja kaffi og kökur með ijóma, og skála í sherry á eftir. Karen var kona af þeirri kynslóð sem bar virðingu fyrir hús- móðurhlutverkinu. Þegar maður hugsar til hennar hljómar orðið „bara húsmóðir" hjákátlega. Mér er minnisstætt eitt sinn er ég var í kaffi hjá Karen, á kvennadaginn 19. júní, ásamt Önnu Jónsdóttur og Sig- rúnu Möller, sem báðar hafa verið tengdar fjölskyldu Karenar lengi. Þetta var skemmtilegur hópur að vera með á þessum degi og staða konunnar rædd af mikilli víðsýni. Heimsóknirnar á heimili Karenar líða mér seint úr minni og fyrir þær stundir vil ég þakka. Fjölskyldan skipti Karen miklu máli. Hún lagði áherslu á að mikil- vægt væri að þekkja sinn uppruna. Hún gat talað um afa eðá langafa sína eins og hún hefði hitt þá í gær. Þrátt fyrir að Karen hafi verið búsett á íslandi meira og minna síð- an 1929 hélt hún ávallt góðu sam- bandi við fjölskyldu sína í Danmörku og Hollandi. Synir mínir, Gunnar Örn og Ell- ert, voru gæfusamir að hafa fengið tækifæri til að kynnast langömmu sinni, Karen Agnete. Við biðjum öll góðan guð að veita henni hvíld í hlýjum örmum. Hellen Magnea Gunnarsdóttir. Fyrsta þessa mánaðar lést í Reykjavík í hárri elli Karen Agnete Þórarinsson, fædd Enevoldsen. Hún var fædd í Kaupmannahöfn 28. des- ember 1903 og var því nær 89 ára er hún lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Karen Agnete var dótt- ir Karls Kristians Enevoldsens, verk- smiðjueiganda í Kaupmannahöfn og konu hans. Hún ólst upp í vemduðu umhverfi efnaðra góðborgara ásamt tveimur systrum og fékk auðvitað menntun við hæfi, varð vel fær píanóleikari og afburða hannyrða- kona, og hneigðist til annarrar list- iðkunar. Byijaði hún að nema postu- línsmálun hjá færustu kennurum en óskaði frekara listnáms og var tekin á konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn á árinu 1926. Þar réðust örlög hennar er hún kynntist Sveini Þórarinssyni, listmálara, er þangað kom til frekara listnáms. Þau felldu hugi saman og þar hófst ævin- týrið um „prinsessuna“ og bónda- soninnp-nema hvað það snerist frá hinu hefðbundna mynstri ævintýr- sins. Þau giftu sig 1. júní 1929 og sneru samsumars heim í „kóngsríki“ bóndasonarins. Þar hófst svo ævi- starf Karenar Agnete sem húsmóð- ir, móðir og alla tíð vaxandi lista- manns. Þau hjónin byijuðu búskap- inn í Kílakoti í Kelduhverfi hjá for- eldmm Sveins og systkinum, og mat hún tengdafólk sitt mikils. Þarna var þéttbýlt og grannar góðir. Voru þau hjónin vinmörg í sveitinni, frá Kópa- skeri til Húsavíkur. Þau reistu sér síðan sitt fyrsta hús, Byrgi við Ás- byrgi. Þar kynntist „Sólvallagötu- fólkið" fyrst þessari ógleymanlegu Ijölskyldu. Þá var einkasonur þeirra, Karl Kristján, 3 ára, fæddur 1. okt. 1931, augasteinn foreldra sinna. Þessi heimsókn, það átti rétt að líta inn, stóð í 5 sólarhringa með sýnis- ferðum, heimsóknum til fjölskyldu og vina og alls kyns fagnaði. Svona kynni gleymast seint. Alla tíð var samband Karenar Agnete og Sveins við íj'ölskyldu hennar í Danmörku náið og gott, og tóku þau sig upp 1938 og hugðust dveljast um nokk- urn tíma í Danmörku. Seinni heims- styijöldin breytti þeirri fyrirætlun, og kom fjölskyldan heim um Pets- amo haustið 1940. Nokkru síðar fluttu þau svo á Sólvallagötu 6 og bjuggu þar þangað til þau‘ flutti í framtíðarhúsið sitt á Kvisthaga 13 í Reykjavík. í þessu sambýli á Sól- vallagötu 6 gerðust mörg og skemmtileg ævintýri. Áfram hélst vináttan og entist þeim, sem auðn- aðist að njóta, til þessa dags. Áföll verða ekki umflúin á langri ævi. Karen Agnete fékk líka að reyna slíkt, missi góðs maka og heilsutjón einkasonarins, Karls Kristjáns, kennara. Þegar kraftana þraut naut hún góðrar aðhlynningar á Elli- og- hjúkrunarheimilinu Grund, og gleð- innar af einstakri umhyggju og alúð sonarsonar síns, Amar, og fjölskyldu hans. Með þakklæti fyrir samfylgdina, Sigrún og Baldur, Sólvallagötu 6. fyE^AINlíjURENf a nýju húölinunm fra Yves Saint Laurent i dag frö kl. 13.00-18.00. LIBIA Laugavegl 35 Krlstín Einarsdóttlr. YSL lelðbelnandl. verðui ð stoðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.