Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 Rafmagnseftirlitið verður lagt niður innan tveggja ára Níu manns þegar verið sagt upp störfum RAFFANGAPRÓFUN Rafmagnseftirlits ríkisins verður lögð niður frá og með næstu áramótum og Rafmagnseftirlitið verður lagt niður í áföngum innan næstu tveggja ára. í þessu skyni hefur öllum sem starfað hafa hjá raffangaprófun, alls níu manns, verið sagt upp störf- um og taka uppsagnirnar gildi um næstu áramót. í stað raffanga- prófunar verður sett á stofn markaðseftirlit. Raftæki sem seld hafa verið á íslandi hafa verið prófuð hjá raf- fangaprófun Rafmagnseftirlitsins. Frá og með áramótum verða próf- anir á þessum tækjum í öðrum lönd- um Evrópska efnahagssvæðisins teknar gildar hér á landi. Innlend framleiðsla gengur eftir sem áður í gegnum sérstaka prófun og hefur iðnaðarráðuneytið gert samninga við stofnanir í Svíþjóð og Danmörku um að annast þessar prófanir. Björn Friðfínnsson, ráðuneytis- stjóri í iðnaðarráðuneytinu, sagði að breytingar þessar væru gerðar í samræmi við svokallaðan Tampere- sáttmála sem íslensk stjómvöld skrifuðu undir árið 1988. Sáttmál- inn fjallar um gagnkvæma við- urkenningu á prófunum á raftækj- um. Hann sagði að auk þess væri slík breyting óhjákvæmileg með til- liti til EES. Auk raffangaprófunar hefur Raf- magnseftirlitið nú eftirlit með raf- lögnum, bæði háspennulögnum og húsalögnum. Ráðgert er að Raf- magnseftirlit ríkisins verði mun minni stofnun en nú er, og fylgist með því að eftirliti sé sinnt en fram- kvæmi það ekki sjálft. Sérstakar skoðunarstofur munu framkvæma eftirlitið, ýmist á vegum rafveitna eða sjálfstæðar skoðunarstofur með samninga við rafveitur. Markaður- inn muni ráða §ölda skoðunarstofa. Nú vinna 30 manns hjá Rafmagns- eftirliti ríkisins en eftir breytingarn- ar verða 7-9 _ manns þar í starfí. Þessar breytingar verða komnar á árið 1994. Að sögn Bjöms snerta þessar breytingar einnig önnur mál, þ. á m. svonefnda faggildingu, en fmmvarp um það hefur verið Iagt fram á Alþingi. „Með þessu nýja kerfi fellur niður einkaréttur opinberra eftirlits- aðila til að taka út og gera prófan- ir og í staðinn geta komið einkafyrir- tæki eða opinber fyrirtæki, en þau verða öll að uppfylla sömu kröfur, þ.e. að hafa faggildingu. Til að hljóta faggildingu þarf fyrirtækið að hafa hæft starfslið, tækjabúnað- ur og gæðahandbók verður að vera fyrir hendi í fyrirtækinu. Löggild- ingarstofan hefur eftirlit með fag- gildingunni," sagði Bjöm. Björn sagði að hugmyndin að baki þessu væri einnig sú að efla eftirlit með raftækjum, því ýmis tæki hafi verið undanskilin prófun- um. Ýmiss rafeindabúnaður, t.a.m. tölvur og sjónvarpstæki, hefði ekk- ert verið skoðaður fram til þessa. Hann sagði að á endanum myndu breytingamar leiða til spamaðar í opinbemm rekstri. Lagt er á sér- stakt rafmagnseftirlitsgjald ofan á raforkuverð og verður þetta gjald lækkað er raffangaprófunin verður lögð niður. Reuter Páll Guðmundsson, myndlistarmaður á Húsafelli, útskýrir verk sín fyrir forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi G. Einarssyni, menntamálaráðherra, við opnun myndlistarsýningar í Lond- on á fimmtudag. Ágæt aðsókn að íslensk- um listsýningum í London 3-400 manns voru við opnun tveggja sýninga á verkum íslenskra samtíðarlistamanna í London á fimmtudag. Sýningarnar eru haldn- ar í götu sem kallast Butler’s Warf, en þar er fjöldi listhúsa og eru norrænar myndlistarsýningar nú í sjö þeirra. Ölafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, opnaði sýningu íslensku listamannanna og meðal gesta var forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Ágæt aðsókn var að listvið- að sögn Helga Ágústssonar, burðunum á norrænu lista- og sendiherra. Á fímmtudagskvöld menningarkynningunni í London, opnaði forseti íslands norræna hönnunarsýningu í Design Muse- um og þá var Bandamannasaga einnig frumsýnd í Hammersmith- leikhúsinu og var nær uppselt. Sigrún Eðvaldsdóttir hélt fiðlu- konsert í St. Giles-kirkjunni sama kvöld og sagði Helgi að góður rómur hefði verið gerður að leik hennar. Útreikningar Þjóðhagsstofnunar á efnahagslegum áhrifum sæstrengs Sæstrengnr myndi auka hagvöxt um 2% árlega Bláfjöll Ekki útlit fyr- ir skíðaveður Skíðasvæðið í BláfjöIIum verður opnað í dag ef skíðaveður verður, en veðurútlitið er ekki gott. Nægur snjór er í Bláfjöllum. Veð- urstofan spáir hins vegar stinnings- kalda og slyddu eða snjókomu þann- ig að ekki er útlit fyrir skíðaveður. í dag Deilur á Ólafsfirði_______________ Innlendur vettvangur um deilumar í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. 24 Lífstíðarmeistarar Bridsspilararnir Aðalsteinn Jörg- ensen ogJón Baldursson hafa hlot- ið nafnbótina evrópskur lífstíðar- meistari. 32 Valur vann Maistas Valur vann Maistas frá Litháen 28:24 í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í gærkvöldi. 47 Leiðari Uppstokkun lífeyrissjóðakerfísins. 24 Forstjóri Landsvirkjunar telur þátttöku erlendra fjárfesta óhjákvæmilega HAGVÖXTUR myndi aukast um u.þ.b. 2% á ári ef sæstrengur yrði lagður héðan til Evrópu og meira ef af áformum um sæ- strengsverksmiðju yrði. Þá ykist hrein þjóðarframleiðsla um tvo milljarða á ári vegna raforkusöl- unnar. Þetta kom fram í máli dr. Friðriks Más Baldurssonar, stærðfræðings hjá Þjóðhags- stofnun, sem hélt erindi um efna- hagsleg áhrif útflutnings á raf- orku á ráðstefnu^ Verkfræðinga- félagsins í gær. í máli Halldórs Jónatanssonar, forsljóra Lands- virkjunar, kom fram að vegna umfangs verkefnisins væri þátt- taka erlendra fjárfesta óhjá- kvæmileg. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í erindi sínu að undirbúningur verkefnisins yrði það kostnaðarsamur og tímafrekur að Landsvirkjun ætti erfitt að fjár- Lesbók ► Á100 ára afmæli Finns Jóns- sonar- Samtal við Reykjavíkur- goða ásatrúarmanna- Sigþrúðar þáttur úr Keflavík-Rabb eftir Hannes Pétursson. IBorflimblabUi Menning/Listir ^ Björgvin Björgvinsson skrifar um finnska nútímamyndlist- Kynning á fyrstu skáldsögu Þór- unnar Valdimarsdóttur, sem nefnist Júlia. * magna hann allan ein. í því sam- bandi vaknaði spuming um hvort til greina kæmi að hleypa erlendum fjárfestum inn í fjármögnun virkj- anarannsókna auk sæstrengshönn- unar. Fjárfestingin væri alls um 210 milljarðar króna og veruleg þátt- taka erlendra fjárfesta væri því sennilega óhjákvæmileg. Halldór sagði að í Evrópu væru nú þrír stórir framleiðendur sem hefðu yfír að ráða nægilegri þekk- ingu og reynslu til að takast á við verkefnið. Það væru ABB, Aleatel og Pirelli. Friðrik Már taldi að framkvæmd- ir við virkjanir vegna raforkuút- flutnings um sæstreng yrðu um þriðjungur af heildarfjárfestingu á ■hvetju ári í fimm ár. Hann lagði þó áherslu á að mjög mikil óvissa ríkti enn um ýmsar forsendur vegna sæstrengsins og því væri erfítt leggja mat á hin efnahagslegu áhrif. í útreikningum sínum gerir hann ráð fyrir að raforkusala hefj- ist að fullu á sjötta ári frá upphafi framkvæmda og að þijár krónur fáist fyrir hveija kWh. Það hefði í för með sér tekjur upp á 11 millj- arða króna árlega sem yrði væntan- lega um 7% af útflutningstekjum. Friðrik sagði að þó bæri að hafa í huga að viðskiptahalli ykist veru- lega þessi fímm ár. Hann gerir ráð fyrir að eignarhald yrði að fullu innlent og að 57% af virkjanakostn- aði yrðu innlend, en einungis um 10% af jafnstraumskerfínu. Friðrik sagði að erlendar skuldir gætu far- ið nálægt því að tvöfaldast vegna sæstrengsverkefnis ef það yrði allt í höndum íslendinga. -----»—» ♦----- KEA vill kaupa Sjöfn og Kaffi- brennsluna KAUPFÉLAG Eyfirðinga á nú í viðræðum við Landsbanka ís- lands um hugsanleg kaup KEA á eignarhlut bankans í Kaffi- brennslu Akureyrar og Efna- verksmiðjunni Sjöfn á Akureyri. Kaffíbrennslan og Sjöfn voru meðal þeirra eigna sem Hömlur, eignarhaldsfélag Landsbankans, tóku yfir fyrr í vikunni, með samn- ingum bankans og Sambandsins. Magnús Gauti Gautason, kaupfé- iagsstjóri, segir að Kaffibrennslan og Sjöfn séu góð fyrirtæki, svo KEA sjái fjárhagslegan ávinning af því að eiga þau. Sjá frétt á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.