Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
262. tbl. 80. árg.
SUNNUDAGUR 15. NOVEMBER 1992
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reykingakonur
líkari körlum
KONUM sem reykja hættir til að fitna
um magann þrátt fyrir þá útbreiddu
trú manna að reykingar haldi þyngd-
inni niðri. Rannsókn, sem kynnt var í
Internatíoiml Journal of Obesity, tíma-
riti um offitu, sýnir að reykingar valda
hormónábreytingum í konum og karl-
mannlegri vexti. Fitan safnast þá frek-
ar á kvið og maga en á mjöðmum og
þjóhnöppum. Fyrri rannsóknir hafa
gefið til kynna að reykingar breyti
hormónajafnvægi kvenna, sem verður
þá líkara því sem einkennir karla. Þetta
veídur því að konur komast fyrr á
bréytingaskeið, auk þess sem þær hafa
sjaldnar á klæðum og hárvöxtur þeirra
eykst.
Fílarnir gerast
æ heimtufrekari
BÍLSTJÓRAR á Indlandi verða oft að
múta fílahjörðum með banönum til að
fá að komast leiðar sinnar á þjóðvegun-
um í norðausturhluta landsins. Bílstjór-
arnir neyðast þvi til að hafa með sér
miklar birgðir af ávöxtunum og fyrir
hina óforsjálu hafa sprottið upp ban-
anasölubásar beggja vegna þjððveg-
anna. „Það er sama hvað bílstjórarnir
hamast á flautunni, fílarnir harðneita
að hreyfa sig nema þeir fái banana,"
sagði embættismaður. Fílum hefur
fjölgað gífurlega að undanförnu á þess-
um slóðum og þorpsbúar óttast mjög
árásir fílahjarða í leit að matvælum.
Þeir segja að fílarnir hafi drepið 400
manns undanfarin átta ár og valdið
gífurlegu Ijóni á uppskeru. Yfirvöld
hafa látið reisa rafmagnsgirðingar
umhverfis þau þorp sem eru í mestri
hættu vegna ágengni fílanna.
Finnskir kommún-
istar gjaldþrota?
Kommúnistaflokkurinn í Finnlandi,
sem var áður ríkur og áhrifamikill,
kann að verða gjaldþrota á næstunni.
Formaður flokksins, Ilelja Ketola, seg-
ir að ákveðið verði á miðstíórnarfundi
um helgina hvort leggja eigi fram
gjaldþrotsbeiðni. Skuldir flokksins
nema nú 125 milh'ónum marka (1,5
miUjörðum ÍSK) og eignirnar 100 inilij-
ónum marka (1,2 uiiUjörðuiu ÍSK), en
flokkurinn á meðal annars Menningar-
húsið sem finnski arkitektinn Alvar
Aalto hannaði. Flokkurinn tapaði miklu
fé á hlutabréfabraski fyrir nokkrum
árum, þegar hann keypti meðal annars
hlutabréf í tískufataverslun í Helsinki.
Flokkurinn var stofnaður í Moskvu
árið 1918 og er einn af sex elstu komm-
únistaflokkum heims.
VIÐ TOLLSTOÐINA
Morgunblaðið/Kristinn

Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins kynnir skoðanakönnun
Stuðningur almennings við
Maastricht fer minnkandi
Brussel. The Daily Telegraph.
STUÐNINGUR almennings við Maastricht-sáttmálann um aukinn samruna ríkja Evrópu-
bandalagsins hefur minnkað frá því í vor, samkvæmt könnun sem framkvæmdastjórn
bandalagsins birti á f östudag. Mest er andstaðan við sáttmálann í Bretlandi, þar sem 62
af hundraði aðspurðra sögðust andvígir honum. Danir koma næstir með 53%.
í þeim tveimur ríkjum sem hafa beitt sér
mest fyrir auknum samruna EB-rlkjanna kom
fram vaxandi óánægja almennings með
Maastricht-sáttmálann. í Frakklandi voru 46
af hundraði andvígir sáttmálanum og í Þýska-
landi 41%.
Skoðanakönnunin var gerð skömmu eftir
að Bretar gengu úr Gengissamstarfi Evrópu
(ERM) og eftir ringulreiðina á gjaldeyrismörk-
uðum í september. í löndunum í heild minnk-
aði stuðningurinn við Maastricht um 3-5
prósentustig og mestur var hann i Suður-Evr-
ópu. 85% ítala og 80% Portúgala voru hlynnt
sáttmálanum.
Flestir þeirra sem tóku þátt í könnuninni
viðurkenndu að þeir hefðu litla þekkingu á
sáttmálanum og kyndir það undir gagnrýni
á framkvæmdastjórnina og stjórnvöld í aðild-
arríkjunum um að þau hafi ekki kynnt hann
nægilega.
Ef marka má könnunina er þekking Dana
mest, því 41 af hundraði þeirra kvaðst hafa
kynnt sér málið. Aðeins 17% Breta sögðust
vita eitthvað um sáttmálann og 8% Spán-
verja. í löndunum í heild kvaðst einn af hverj-
um fimm vita um hvað málið snerist.
Þrír af hverjum fimm voru þeirrar skoðun-
ar að sáttmálinn væri af hinu góða fyrir
bandalagið. 27% töldu að hann myndi bæta
lífskjör þeirra en 17% voru á öndverðum meiði.
Sjá Baksvið á bls. 4.
Banvæn veira herjar á sænska íþróttamenn
3.000 hlauparar rannsakaðír
Stokkhólmi. The Daily Telegraph.
SÆNSK heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að rannsaka 3.000 víðavangshlaupara vegna
veiru, sem talin er hafa valdið átta dularfullum dauðsföllum á meðal vel þjálfaðra
hlaupara á undanförnum þremur árum.
Hlaupararnir voru á aldrinum 20-40 ára
og virtust við góða heilsu áður en þeir urðu
örendir. Þeir bjuggu allir í Dölunum í Sví-
þjóð og þekktust vel. Talið er að þeir hafí
dáið af völdum lungnabólguveiru, sem smit-
ast líkt og kvef og getur verið banvæn við
mikla áreynslu.
Læknár segja hugsanlegt að sama veira
hafi valdið dularfullum dauðsföllum í öðrum
íþróttum. Nokkrir ungir hjólreiðamenn hafa
til að mynda dáið skyndilega í Hollandi og
Belgíu á undanförnum árum.

FORSJARDEILUR
OG FORDÓMAR ?
18
NÚ ER LOKS
EITTHVAÐ GOTT
AB GERAST í
LÍBANON
10
ASGEIR
ÁSGEIRSSON
14

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40