Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
mgUnflIflMfr
STOFNAÐ 1913
263tbl.80.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 17. NOVEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þingkosningarnar í Litháen
Landsbergis ját-
ar sig sigraðan
Vilnius. Reuter.
VYTAUTAS Landsbergis, sem stjórnaði sjálfstæðisbaráttu Litháa,
viðurkenndi í gær að flokkur sinn, Sajudis, hefði beðið mikinn ósig-
ur fyrir Lýðræðislega Verkamannaflokknum í fyrstu þingkosningun-
um eftir að landið hlaut sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Seinni umferð
kosninganna fór fram á sunnudag.
Landsbergis sagði að „steinrunn-
ar hugmyndir" frá fortíðinni skýrðu
að hluta ósigur Sajudis. „Fólkið
hefur enn einu sinni orðið ginn-
keypt fyrir loforðum um að öllum
erfiðleikum í landinu verði útrýmt.
Við erum að hverfa aftur til eins-
flokkskerfísins sem við þekkjum frá
því fyrir 1988," sagði Landsbergis.
„En Litháen hefur nú komið á lýð-
ræðislegum stofnunum og reist brú
til Vesturlanda - og þann ávinning
verðum við að treysta. Með þetta
i huga óska ég sigurvegaranum til
hamingju."
Lýðræðislegi demókrataflokkur-
inn, sem er aðallega skipaður fyrr-
verandi félögum í kommúnista-
flokki Litháens, fékk 80 þingsæti
af 141, samkvæmt bráðabirgða-
tölum í gær. Sajudis-flokkurinn og
bandamenn hans fengu hins vegar
EB-aðild Noregs
Vill leggjá
ríka áherslu
á hefðarrétt
til fiskimiða
Ósló. Reuter.
GRO Harlem Brundtland,
forsætisráðherra Noregs,
lagði í gær fyrir Stórþingið
tillögu til þingsályktunar
þess efnis, að ríkisstjórnin
sækti um aðild að Evrópu-
bandalaginu (EB). Búist er
við að þingsályktunartillag-
an verði samþykkt á fimmtu-
dag og að Brundtland haldi
síðan til Lundúna í næstu
viku tíl að afhenda umsókn-
ina.
Norski forsætisráðherrann
sagði í ræðu, þegar hún fylgdi
þingsályktunartillögunni úr
hlaði, að nauðsynlegt væri fyrir
Norðmenn að halda yfirráðum
yfir náttúruauðlindum sínum,
Norðursjávarolíu, gasi og físki.
„Fyrir Norðmenn hefur það
úrslitaþýðingu að þeir haldi
hefðarrétti sínum til að veiða í
eigin lögsögu," sagði Brundt-
land. Hún kvað það von norskra
stjórnvalda að EB myndi ekki,
líkt og 1972, gera of lítið úr
sjávarútvegshagsmunum Norð-
manna. Ef su yrði raunin yrði
mjög erfitt að afia stuðnings
fyrir EB-aðild.
Þá yrðu núverandi aðildarríki
EB að sýna byggðastefnu
Norðmanna skilning en þeir
hefðu orðið að grípa til rót-
tækra aðgerða til að tryggja
byggð og landbúnaðarfram-
leiðslu við mjög erfiðar veður-
fars- og landfræðilegar aðstæð-
ur.
um 40 þingsæti.
Talsmaður Algirdas Brazauskas,
leiðtoga Lýðræðislega verka-
mannaflokksins, vísaði því á bug
að Litháen væri að hverfa aftur til
kommúnisma. „Það verður engin
bylting," sagði hann og bætti við
að nokkrir af ráðherrum stjórnar
Sajudis myndu halda embættum
sínum.
Allt bendir til að kjörinn verði
nýr þingforseti í stað Landsbergis
en ólíklegt er talið að Brazauskas
sækist eftir embættinu. Búist er
við að þeir verði báðir í framboði
í forsetakosningum, sem haldnar
verða á næstu vikum. Brazauskas
er fyrrverandi kommúnisti en rauf
tengslin við Moskvu þegar sjálf-
stæðisbarátta Litháa hófst og er
nú fylgjandi hægfara umbótum í
átt til markaðsbúskapar.
Reuter
Kaldsamur þvottur í Rússlandi
Öldruð kona skolar þvottinn sinn í vök á ísilögðu
fljóti við borgina Súzdal í Rússlandi og kirkjuturn-
ar borgarinnar sjást í baksýn. Súzdal er hluti af
Gullna hringnum svonefnda, en borgir hans eru
viðfrægar fyrir gamlar og fagrar byggingar.
Frakkar standa enn í vegi fyrir samkomulagi um nýjan GATT-samning
Reyna að koma í veg fyr-
ír tílslakanir af hálfu EB
Brussel, Washington. Reuter.
FRAKKAR gerðu í gær lokatUraun til að hindra að Evrópubandalag-
ið féllist á tilslakanir í deilunni við Bandaríkjamenn um nýjan GATT-
samning, aðeins tveimur dögum áður en samningaviðræður um samn-
inginn verða hafnar að nýju til að afstýra viðskiptastríði. Málaleitan
Frakka fékk lítinn stuðning annarra aðildarríkja EB.
Frakkar. lögðu fram skýrslu á
fundi landbúnaðarráðherra EB-ríkj-
anna í gær þar sem sagt var að
framkvæmdastjórn Evrópubanda-
lagsins  hefði  í  viðræðunum  við
Bandaríkjastjórn léð máls á því að
niðurgreiðslur til landbúnaðarins
yrðu minnkaðar meira en gert væri
ráð fyrir í landbúnaðarumbótum
EB, sem samþykktar voru fyrr á
árinu. Bent var á að framkvæmda-
stjórnin hefði ítrekað fullvissað
stjórnvöld í EB-ríkjunum um að
skilmálarnir sem samið yrði um í
GATT-viðræðunum myndu sam-
ræmast landbúnaðarstefnu Evrópu-
bandalagsins.
John Gummer, landbúnaðarráð-
herra Bretlands, vildi ekki tjá sig
um skýrsluna en sagði það „hugar-
burð" að EB þyrfti að ganga lengra
Hafna Svisslendingar EES?
AUKNAR líkur eru á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu i Sviss 6. desember næst-
komandi. Könnun, sem gerð var fyrir dagblöðin Soantags Blick og
Le Nouveau Quotidien bendir til vaxandi andstöðu við samninginn. í
sjii kantónum, flestum þýskumælandi, voru andstæðingar EES í mikl-
um meirihluta en ibúar frðnskumælandi kantónanna sex eru einarðir
í stuðningi sínum við EES. Fram til þessa hefur staðan verið tvísýn
í þeim tíu kantónum sem eftir eru en könnunin, sem framkvæmd var
í siðustu viku, bendir tíl að andstæðingar samningsins séu að ná þar
yfirhöndinni.
Samkvæmt stjórnarskrá Sviss
nægir ekki að meirihluti íbúa lands-
ins samþykki samninginn í þjóðarat-
kvæðagreiðslu heldur verður hann
einnig að fá hreinan meirihluta í
helmingi kantónanna.
Meirihluti Svisslendinga segist
styðja samninginn í skoðanakönnun-
um en stuðningurinn er að mjög
miklu leyti bundinn við hinar
frönskumælandi kantónur. Hann er
því í mikilli hættu. Stjórnmálaskýr-
endur segja hinn mikla stuðning
frönskumælandi íbúa landsins mega
rekja til sterkra tengsla þeirra, land-
fræðilegra jafnt sem menningar-
legra, við Frakkland. Þýsku- og ítöl-
skumælandi Svisslendingar hafi ekki
nærri jafn sterka samkennd með
Þjóðverjum og ítölum.
Ríkisstjórn Sviss mælir eindregið
með samþykkt samningsins og hafa
ráðherrar miklar áhyggjur af því að
stuðningurinn við hann virðist fara
minnkandi. Boðuðu þrír ráðherrar
til blaðamannafundar í síðustu viku
þar sem þeir ítrekuðu stuðning sinn
við EES og hvöttu menn til að halda
ró sinni, en andstæðingar samnings-
ins heyja nú mjög óvægna baráttu
gegn honum. Svissneska stjórnin
hefur sótt um aðild að Evrópubanda-
laginu og leggur mikla áherslu á að
menn megi ekki láta það hafa áhrif
á atkvæðagreiðsluna um EES. Þjóð-
in muni fá tækifæri til að sýna hug
sinn gagnvart EB-aðild í þjóðarat-
kvæðagreiðslu þegar að því kemur.
Gunnar Snorri Gunnarsson sendi-
herra sagði að EES-samningurinn
myndi ekki ganga í gildi 1. janúar
á næsta-ári ef Svisslendingar hafna
honum. Hins vegar væri ákvæði í
samningnum um að ráðherrar EFTA
gætu komið saman fyrir 30. júní til
að ræða hvernig bregðast skyldi við
ef eitthvert ríkjanna hafnar samn-
ingnum.
Sjá  „Geta  hringt  í  hjálpar-
línu ..." á bls. 27.
í niðurskurðinum en landbúnaðar-
stefnan kvæði á um til að geta náð
samkomulagi við Bandaríkjamenn.
Landbúnaðarráðherrar EB stað-
festu á fundinum að þeir styddu
samningaumleitanir Rays Mac-
Sharrys, sem fer með landbúnaðar-
mál innan framkvæmdastjórnarinn-
ar og hefur stjórnað viðræðunum
við Bandaríkjamenn ásamt Frans
Andriessen, sem fer með viðskipta-
samninga við önnur ríki.
Arthur Dunkel, framkvæmda-
stjóri GATT, hóf í gær viðræður
við bandaríska embættismenn í
Washington og kvaðst vongóður um
að málamiðlunarlausn fyndist. „Ég
tel að nú sé fyrir hendi pólitískur
vih'i til að semja og ég vona að það
takist í þetta skipti," sagði Dunkel,
sem hafði rætt við samningamenn
Evrópubandalagsins í Brussel á
föstudag.
James Dobbins, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Evrópubanda-
laginu, varaði hins vegar við því
að spennan væri að magnast. „Við
erum mjög nálægt samkomulagi en
það hefur gerst áður og allt hefur
runnið út í sandinn. Ég tel að stað-
an sé að verða mjög hættuleg."
Þá sagði Edward Madigan, land-
búnaðarráðherra Bandaríkjanna, að
Bandaríkjastjórn léði ekki máls á
frekari tilslökunum varðandi deil-
una við EB um niðurgreiðslur
bandalagsins á fræolíu, sem gæti
leitt til viðskiptastríðs milli Banda-
ríkjanna og EB.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56