Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B
*VBUaM*frÍfe
STOFNAÐ 1913
269.tbl.80.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 24. NOVEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ríkisstjórnin tilkynnir efnahagsaðgerðir og boðar þróunargjald á aflakvóta
GJALDTAKA ÝTIR UNDIR
SÆTTIR í ÞJÓÐFÉLAGINU
Þýskaland
Nýnasistar
myrða inn-
flytjendur
Mölín, Bonn, Amsterdam. Reuter.
MIÐALDRA, tyrknesk kona
og tvær tyrkneskar stúlkur
biðu bana þegar nýnasistar
kveiktu í tveimur húsum í
bænum Möllu suður af
Liibeck í Þýskalandi aðfara-
nótt mánudags. Þýska
stjórnin fordæmdi glæpinn
harðiega í gær og tyrknesk
stjórnvöld lýstu aðför nýnas-
ista að tyrkneskum innf'lytj-
endum sem glæp gegn
mannkyninu.
Upp úr miðnætti sl. nótt
hringdi ókunnur maður til lög-
reglu og slökkviliðs og lét vita
af því að eldur logaði í húsun-
um. Lauk hann símtalinu með
nasistakveðjunni: „Heil Hitl-
er."
Hollensk yfirvöld brugðust
ókvæða við í gær er í ljós kom
að tveir ungir þýskir nýnasistar
höfðu myrt 53 ára Þjóðverja,
ekið með líkið yfír hollensku
landamærin og losað sig við
það. Morðingjarnir segjast
hafa talið hinn myrta vera
gyðing sem hann var ekki.
Reuter
Reiðir bændur í Frakklandi
Franskir bændur kveikja í hjólbörðum og spýtnabraki við kókverksmiðju
í suðurhluta Parísar í gær. Ástæðan fyrir reiði bændanna er einkum krafa
Bandaríkjamanna um að Frakkar og fleiri þjóðir Evrópubandalagsins dragi
úr niðurgreiðslum og styrkjum sem hindra erlenda framleiðendur í að
keppa á mörkuðum EB. Nokkrir franskir fjölmiðlar vöruðu í gær við því
að hagsmunir ákveðins hluta bændastéttarinnar væru látnir ráða stefnunni.
Sjá frétt á bls. 27.
Talsmaður norskrar fiskvinnslu um gengisfellingu á íslandi
Afall fyrir sjávar-
útveg Norðmanna
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
„6ENGISFELLING íslensku krónunnar er mikið áfall fyrir okkur,"
sagði Geir Andreassen, einn af frammámönnum í samtökum norskra
fiskvinnslustöðva, í gær þegar hann fréttí af efnahagsaðgerðum fs-
lenskra stjórnvalda. Bætti hann því við að fiskvinnslan í Noregi
krefðist þess að gengi norsku krónunnar yrði fellt í kjölfar gengis-
fellingar gjaldmiðla í mörgum helstu viðskipta- og samkeppnislönd-
um Norðmanna.
Fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu
í Noregi kemur gengisfelling ís-
lensku krónunnar ofan í gengisfell-
ingu á Spáni og í Portúgal og áður
hafði gengið fallið í löndum, til
dæmis í Bretlandi og ítalíu, sem eru
mikilvægir markaðir fyrir norskar
sjávarafurðir.
„Lönd sem svara til 75% af mark-
aðinum fyrir norskar sjávarafurðir
hafa annaðhvort fellt gengið eða
látið það fljóta. Afleiðingin er sú
að verulega hefur hægt á fisksölu
meðan markaðirnir bíða eftir því til
hvaða aðgerða Norðmenn grípa.
Greiðsluflæðið er því lítið og það
er farið að valda mörgum fyrirtækj-
um vandræðum," sagði Andreassen.
Andreassen segir að með því að
fella krónuna um sex prósent hafi
íslendingar Jafnað" stöðuna gagn-
vart stóru fiskmörkuðunum og hjá
því verði heldur ekki komist fyrir
Norðmenn.
Síðan í haust þegar gengi sterl-
ingspunds og líru var látið fljóta
hafa norskir fískframleiðendur átt
í vaxandi erfiðleikum með að koma
frá sér vöru og það gildir einnig
um laxeldið. Paul Birger Torgnes,
framkvæmdastjóri í samtökum
norskra laxeldisstöðva, segir að 10%
af norska laxinum fari til Spánar
þar sem allt sé orðið erfiðara en
áður samtímis því að Skotar, helstu
keppinautar Norðmanna, njóti
gengisfellingar pundsins. Segir
hann að annaðhvort verði að láta
gengi norsku krónunnar fljóta eða
létta mikið álögum af atvinnugrein-
inni.
Sjá ennfremur frétt á bls. 27.
-  segir Davíð Oddsson forsætisráðherra —
Gengið fellt um 6% — Verðbólga verður 4,5%
— Afkoma sjávarútvegs batnar um 5% —
Kaupmáttur skerðist um 4,4% — Komin út
úr þjóðarsátt, segir formaður VMSÍ
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ákvörðun ríkisstjórnar-
innar að taka upp þróunargjald á aflakvóta frá og með fiskveiðiár-
inu 1996-1997 sé til þess fallin að ýta undir sættir í þjóðfélaginu og
sé tekin í anda lagaákvæðis um að fiskimiðin séu sameign þjóðar-
innar. Híkisstjórnin tilkynnti í gær efnahagsaðgerðir, sem styrkja
eiga stöðu atvinnulífsins og sporna gegn atvinnuleysi. Gengi krón-
unnar er fellt um 6% til að auka tekjur útflutningsatvinnuvega.
Aðstöðugjald fyrirtækja er fellt niður. Tekjuskattur einstaklinga
er hækkaður, lagður á hátekjuskattur og benzíngjald er hækkað.
Undanþágum frá virðisaukaskatti er fækkað. Stofnaður verður
þróunarsjóður sjávarútvegsins, sem úrelda á fiskiskip og vinnslu-
stöðvar, og á þróunargjaldið meðal annars að standa undir tekjum
hans í framtíðinni. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar fengu neikvæðar
viðtökur á þingi Alþýðusambandsins á Akureyri. „Við erum komin
út úr stöðugleikanum. Við erum komin út úr því sem einhvern tím-
ann var kallað þjóðarsátt," sagði Björn Grétar Sveinsson, formað-
ur Verkamannasambandsins.
Að mati Þjóðhagsstofhunar verða
helztu efnahagsleg áhrif aðgerðanna
þau að verðbólga verður 4,5% á
næsta ári og kaupmáttur ráðstöfun-
artekna dregst sanian um 4,4%. Af-
koma sjávarútvegsins batnar um
tæplega 5% og viðskiptahalli, sem
spáð var að yrði 12 milljarðar á
næsta ári, lækkar í um 8 milljarða.
Á þingi Alþýðusambandsins á
Akureyri fengu aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar neikvæðar viðtökur. Ás-
mundur Stefánsson forseti ASÍ sagði
þær valda sér vonbrigðum, þar sem
hann hefði talið að stjórnin myndi
fara eftir hugmyndum verkalýðs-
hreyfíngarinnar. Björn _ Grétar
Sveinsson, formaður VMSÍ, sagði
aðspurður hvort ákvarðanir stjórnar-
innar kölluðu á aðgerðir verkalýðs-
hreyflngarinnar, að samningar væru
lausir 1. marz og sú dagsetning yrði
mönnum æ hugstæðari.
I umræðum á Alþingi um efna-
hagsráðstafanirnar sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson formaður Alþýðu-
flokksins að frumkvæði aðila vinnu-
markaðarins hefði skilað góðu verki
og þess sæjust rækilega merki í að-
gerðum stjórnarinnar. Steingrímur
Hermannsson formaður Framsókn-
arflokksins taldi ekki nóg að gert
fyrir sjávarútveginn og hvað vaxta-
lækkun varðaði, taldi hann að ríkis-
stjórnin yrði að beita „handaflinu
einnig".
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í gærkvöldi að hann teldi efna-
hagsaðgerðirnar í heild sinni ein-
hverjar þær merkustu, sem ráðizt
hefði verið í. „Þær eru skilvirkar og
varanlegar. Þær eru ekki byggðar á
að skattpeningar ríkisins séu sendir
eitthvert. Það er að vísu stofnaður
lánasjóður, en hann verður síðan
endurgreiddur ríkisvaldinu. Þannig
að þetta er alger hugarfars- og
stefnubreyting. Eg er viss um að ef
tekið verður á þessum niðurstöðum
af ábyrgðartilfinningu, sem ég veit
að almenningur gerir kröfu til, eru
menn búnir að leggja góðan grund-
völl að framtíðinni hér," sagði Davíð.
Sjá umfjöllun á bls. 2, 20-25,
28-29, 32, 34 og baksiðu.
Helztu atriði efnahagsaðgerða rík-
isstjórnarinnar eru þessi:
•  Gengi íslenzku krónunnar er fellt
um 6%. Gengi Bandaríkjadals hækk-
ar um 7,9% og er nú 63,60 krónur
en var 58,94 kr. fyrir helgi. Flestir
evrópskir gjaldmiðlar hækka um
5-6%. Sterlingspundið hækkar úr
90,53 kr. í 96,07 kr. og dönsk króna
úr 9,68 kr. í 10,17 kr.
• Aðstöðugjald fyrirtækja verður
fellt niður en sveitarfélögum bætt
upp tekjutapið til bráðabirgða með
hlutdeild í tekjum ríkissjóðs.
• Auk áður ákveðinna aðgerða
verður 500 milljónum króna varið til
aðgerða í atvinnumálum á Suður-
nesjum og 500 miHjónum til bygging-
ar og viðhalds opinberra mannvirkja.
• Tekjuskattshlutfall einstaklinga
verður hækkað um 1,5% og lækka
skattleysismörk því um 2.000 krón-
ur. Næstu tvö ár verður lagður sér-
stakur 5% hátekjuskattur á tekjur,
sem eru yfir 200.000 kr. hjá einstakl-
ingi og 400.000 hjá hjónum.
•  Strax um áramót leggst 14% virð-
isaukaskattur á húshitun og afnota-
gjöld útvarps og sjónvarps, 1. júlí á
blöð, bækur og tímarit og 1. septem-
ber á hótelgistingu og fólksflutninga.
Frá áramótum verður endurgreiðsla
af virðisaukaskatti af vinnu við íbúð-
arhúsnæði lækkuð í 60%.
• Benzíngjald verður hækkað um
1,50 kr. á lítra frá því sem gert er
ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi.
• Viðmiðunarmörk reiknaðra launa
einstaklinga í atvinnurekstri hækka
um 15% og skatteftirlit verður hert.
• Ríkisútgjöld verða skorin niður
um 1.240 milh'ónir frá fjárlagafrum-
varpi. Auk þess á að draga úr út-
gjöldum vegna barnabóta um 10%.
•  Stjórnin vill stuðla að vaxtalækk-
un með óbeinum aðgerðum. Dráttar-
vextir verða lækkaðir um 2-2,5%.
• Þróunarsjóður sjávarútvegsins
fær fjóra milh'arða króna til ráðstöf-
unar með skuldabréfum. Að auki
eiga gjöld á flskiskip og vinnslustöðv-
ar að renna til sjóðsins. Kvótaárið
1996-1997 verður lagt þróunargjald
á hvert kíló úthlutaðs kvóta, sem
renna á í sjóðinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56