Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
270.tbl.80.árg.
MIÐVIKUDAGUR 25. NOVEMBER 1992
Prentsraiðja Morgunblaðsins
Mannskæðasta flugslys í sögu Kína
Reykur stóð úr
Boeing-þotunni
Peking. Reuter.
RÚMLEGA ársgömul Boeing 737-300 þota kínversks flugfélags fórst
í aðflugi að flugvellinum í bænum Guilin í gær. Orsakir slyssins eru
ókunnar en sjónarvottar sögðust hafa séð reyk frá flugvélinni áður
en hún flaug á fjallshlíð.
Að sögn sjónarvotta splundraðist
þotan í tætlur er hún fórst um 30
kílómetra suður af Guilin, sem sakir
náttúrufegurðar er með vinsælustu
ferðamannastöðum í Kína. Brak
dreyfðist yfír stórt svæði og slasaðist
Lamontfer
fram á þýska
vaxtalækkun
London. Reuter, The Daily Telegraph.
NORMAN Lamont, fjármálaráð-
herra Bretlands, hvatti Þjóðverja,
í viðtali við breska útvarpið BBC
í gær, til að lækka vexti. Sagði
hann það vera mikilvægasta skref-
ið sem hægt væri að stíga til að
örva hagvöxt í Evrópu. Taldi hann
Þjóðverja hafa vanmetið hve djúp-
stæð efnahagskreppan væri sem
við væri að etja.
Fjármálaráðherrar Evrópubanda-
Iagsins ákváðu á fundi á mánudag,
að leggja drög að víðtækri áætlun,
sem hefði það að markmiði, að örva
fjárfestingar. Það ætti meðal annars
að gera með viðamiklum fram-
kvæmdum á sviði vegamála, járn-
brauta og samskiptatækni.
Lamont sagði við BBC að þegar
leiðtogar EB kæmu saman til fundar
í Edinborg í næsta mánuði, myndi
hann taka þetta mál til umræðu.
Hann sagði þó mikilvægt að allar
aðgerðir, sem ákveðið væri að ráðast
í, yrðu fjármagnaðar með tilfærslum
á fé, sem þegar væri til staðar.
Hugmyndin að „Evrópskum fjár-
festingasjóði" er runnin undan rifjum
Jacques Delors, forseta fram-
kvæmdastjórnar EB, og tóku flestir
evrópsku ráðherranna vel í hana á
fundinum á mánudag.
einn maður á jörðu niðri er hann
varð fyrir braki.
Að sögn kínversku fréttastofunnar
Xinhua vöruðu flugumferðarstjórar
í Guilin flugmenn þotunnar við er
þeim varð ljóst að flugvélin lækkaði
flugið allt of ört. Veður var gott á
slysstað, logn en mistur.
Allir sem um borð voru í þotunni
fórust, 133 farþegar og átta manna
áhöfn. Flestir voru kínverskir en
rúmur tugur þeirra útlendingar.
Að sögn talsmanns Boeing-verk-
smiðjanna í Seattle í Bandaríkjunum
var flugvélin tiltölulega ný, afhent.
frá verksmiðjunum í maí í fyrra. Hún
var í eigu China Southern Airlines.
Mikil aukning hefur orðið í far-
þegaflugi í Kína undánfarin ár. Hafa
talsmenn flugfélaganna sagt að erf-
itt væri að finna reynda flugmenn
og þjálfa aðra til starfa.
Birgja sig af eldiviði
Reuter
Götusalar í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, með hjólbörufylli af eldiviði á útimarkaði í gær. íbúar borgarinn-
ar hafa verið hvattir til áð birgja sig af eldiviði áður en vetrarhörkur ganga í garð, því rafmagn til upphit-
unar verði af skornum skammti í borginni í vetur.
Qfbeldi gegn útlendingum í Þýskalandi fordæmt í blöðum víða um lönd
Þingmenn hvetja til sam-
stöðu gegn nýnasistum
Bonn. Reuter.
FLYTJA varð 60 útlendinga af
gistihúsi í Austur-Þýskalandi í
gær vegna ótta við að sprengju
hefði verið komið fyrir í húsinu.
Síðar kom í ljós að um gabb var
að ræða en atburðurinn hefur
aukið á spennuna sem rikir í
landinu vegna árása nýnasista á
innflytjendur. í fyrradag létust
þrir Tyrkir, fullorðin kona og
tvær stúlkur, þegar kveikt var i
gististað þeirra. I gær var ódæð-
ið fordæmt í blöðum víða um
lðnd og þýskir þingmenn risu úr
sætum og stóðu þögulir í eina
mínútu í virðingarskyni við fórn-
arlömbin þrjú.
Þýska þingið samþykkti yfírlýs-
ingu þar sem sagði að með hryðju-
verkinu í Mölln væri vegið að rótum
Móðir Teresa hvetur Ira til
að hafna fóstureyðingum
Dyflinni. Reuter.
MÓÐIR Teresa, friðarverðlaunahafi Nóbels, hefur hvatt íra til að
hafna algjðrlega breytingum á banni við fóstureyðingum í þjóðarat-
kvæðagreiðslu sem fram fer um þetta umdeilda mál á írlandi í dag.
er í hættu. Búist
Móðir Teresa sendi bréf til írskra
samtaka sem hafa barist gegn
breytingum á banninu og sagði þar
að fóstureyðingar væru ekkert
annað en morð. „Hvers vegna erum
við hissa á ofbeldinu og hryðjuverk-
unum allt í kringum okkur ef móð-
ir getur drepið eigið barn í móður-
kviði?" sagði í bréfinu. „Fóstureyð-
ingar eru morð hvort sem þær eru
framkvæmdar heima fyrir eða í
útlöndum."
í         þjóðaratkvæðagreiðslunni
verða þrjár spurningar og í þeirri
fyrstu er spurt hvort heimila eigi
fóstureyðingar ef lif móðurinnar
er við að margir
þeirra, sem vilja
heimila fóstur-
eyðingar, svari
spurningunni
neitandi þar sem
þeir telji að ekki
sé gengið nógu
langt, til að
mynda sé ekki
gert ráð fyrir því
að fórnarlömb nauðgana og sifja-
spella geti látið eyða fóstri.
Hinar spurningarnar varða rétt
kvenna til að fara til útlanda í því
Módir Teresa
skyni að gangast undir fóstureyð-
ingu og til að fá upplýsingar á ír-
Iandi um erlendar stofnanir sem
framkvæma aðgerðina. Talið er að
mikill meirihluti sé hlynntur þess-
um tillögum þrátt fyrir andstöðu
kaþólsku kirkjunnar. Árlega gang-
ast hartnær 5.000 írskar konur
undir fóstureyðingu í Bretlandi.
Talið er að bréf móður Teresu
hafi talsverð áhrif á þjóðarat-
kvæðagreiðsluna. „Það er engin
spurning að skoðanir hennar vega
þungt á meðal írsku þjóðarinnar.
Móðir Teresa nýtur mikils trausts
út um allan heim. Þetta er mikil
hvatning," sagði Denis Murphy,
talsmaður samtaka sem berjast
gegn fóstureyðingum á Irlandi.
lýðræðisins. Var almenningur
hvattur til þess að sýna samstöðu
með útlendingum og standa vörð
um mannlegt eðli.
Þýskir fjölmiðlar lýstu í gær reiði
og áhyggjum sínum af ofbeldinu
gagnvart útlendingum í landinu en
það hefur kostað 14 manns lífið á
þessu ári. Var árásin, sem kostaði
konuna og stúlkurnar lífið, gerð á
gistiheimili í bænum Mölln í Norð-
ur-Þýskalandi og var hún jafnframt
fyrsta eiginlega atlagan gegn
Tyrkjum, stærsta þjóðernisminni-
hlutanum í Þýskalandi.
Bæjarstjórinn í Mölln, sem er
skammt frá Lubeck, sagði að íbú-
arnir væru óttaslegnir og kvíddu
því að næst yrði ráðist á þá sem
mótmæltu ofbeldi nýnasistanna.
Um 6.000 þeirra komu þó saman í
fyrrakvöld til að lýsa andstyggð
sinni á atburðinum og var einn
ræðumanna á fundinum rithöfund-
urinn Gunter Grass.
Tyrkir í Þýskalandi hafa hótað
að gjalda nýnasistunum líku líkt og
Ralph Giordano, rithöfundur og
gyðingur frá Berlín, sagði að gyð-
ingar tækju sér vopn í hönd ef þurfa
þætti. Þá hótuðu þeir að borga ekki
skatta nema yfirvöld tryggðu ör-
yggi útlendinga. Talsmenn fatlaðs
fólks í Þýskalandi segjast einnig
hafa áhyggjur af að það verði fyrir
barðinu á nýnasistum og nefna
ýmis dæmi um að því hafí verið
sýnd fyrirlitning.
Tvö helstu dagblöðin í Tyrk-
landi, Hurriyet og Milliyet, notuðu
í gær sömu fyrirsögnina, „Grimmd-
arverk nasista", þegar þau hneyksl-
uðust á ofbeldinu í Þýskalandi og
sögðu, að Þýskaland væri búið að
fá á sig orð fyrir kynþáttahatur.
Breska dagblaðið The Independent
sagði að atburðirnir á mánudag
sýndu að það væri goðsögn að út-
lendingahatrið væri einskorðað við
austurhluta Þýskalands. Á ítalíu
sagði Torínóblaðið La Stampa, að
allir útlendingar í Þýskalandi væru
í hættu og franska blaðið Liberation
og sænska Aftonbladet sögðu þýska
stjórnmálamenn bera sök á því
hvernig komið væri.
? ? ?----------
Ottast mikið
mengunarslys
áBalkanskaga
Genf. Reuter.
ÓTTAST er að hörmulegt meng-
unarslys geti orðið á Balkan-
skaga bresti stífla á eiturefnaþró
við blý- og zínknámur við bæinn
Mojkovac í Svartfjallalandi.
Sjö milljónir tonna af eiturefnum
eru í þrónni. í flóðum að undan-
förnu í ánni Tara hefur brotnað úr
stíflunni. Bresti hún flæðir eitrið út
í ána og berst líklega þaðan í Dóná
og ána Sava, að sögn fulltrúa Sam-
einuðu þjóðanna. Fyrir milligöngu
SÞ verður reynt að styrkja stífluna
og koma í veg fyrir að hún bresti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48