Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 271. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/C

tfffimMafeife

STOFNAÐ 1913

271.tbl.80.árg.

FEVIMTUDAGUR 26. NOVEMBER 1992

Prentsmiðja Morgunblaðsins

Efnahagsundur Þjóðverja

Kohl minnir á

þátt útlendinga

Bonn. Reuter. The Daily Telegraph.

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, varaði í gær við útlendinga-

hatri í landinu og sagði að ef útlendingar hefðu ekki komið til starfa

í landinu væri velmegun Þjóðverja mun minni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kohl

ræðir vaxandi útlendingahatur í

landinu eftir að ný-nasistar kveiktu

í húsi á mánudag með þeim afleið-

ingum að tyrknesk kona og tvær

tyrkneskar stúlkur biðu bana. Þessi

atburður olli miklu uppnámi í Tyrk-

landi og stjórnin í Ankara tilkynnti

í gær að hún hygðist senda nefnd

til að rannsaka aðstæður tyrk-

neskra innflytjenda í Þýskalandi.

Kohl virtist vera í mun að halda

hægrisinnuðum kjósendum góðum

því hann lagði áherslu á að lýðræð-

inu í Þýskalandi stafaði jafn mikil

ógn af vinstrisinnum og ný-nasist-

um. Háttsettur embættismaður í

varnarmálaráðuneytinu sagði hins

vegar að ný-nasistar væru mun

fleiri en herskáir vinstrimenn.

Um 6 milljónir útlendinga eru í

Reuter

Kosið á trlandi

Mary Robinson, forseti írlands,

greiðir atkvæði í þingkosning-

unum sem voru í gær. Ef marka

má kannanir getur Albert

Reynolds, forsætisráðherra og

formaður Fianna Fail-flokks-

ins, ekki gert sér vonir um

meirihluta og því líkur á sam-

steypustjórn eftir kosningarn-

ar. Áuk þingkosninganna voru

greidd atkvæði um tillögu þar

sem kveðið er á um takmarkað-

an rétt kvenna til fóstureyð-

inga, sem nú eru bannaðar, og

var talið að hún yrði felld.

Þýskalandi og Kohl sagði að þeir

hefðu upphaflega komið til landsins

að beiðni þýskra stjórnvalda til að

aðstoða við að endurreisa efnahag-

inn eftir ósigur nasista í síðari

heimsstyrjöldinni. „Hver sem lætur

leiða sjg út í útlendingahatur ætti

að átta sig á að án þessa fólks

væri velmegunin í landinu alls ekki

möguleg," sagði Kohl. Hann bætti

við að erlendir launþegar og at-

vinnurekendur í vesturhluta Þýska-

lands hefðu lagt mikið af mörkum,

eða um 9% af vergri þjóðarfram-

leiðslu sameinaðs Þýskalands í

fyrra. „Af 1,9 milljónum erlendra

launþega í vesturhluta Þýskalands

starfar ein milljón við iðnað, náma-

gröft, byggingar og þjónustu. Ef

þeir væru ekki hér væri þjóðarfram-

leiðsla okkar miklu minni."

Erlendir verkamenn, einkum

Tyrkir, flykktust með fjölskyldur

sínar til Vestur-Þýskalands á sjö-

unda og áttunda áratugnum að

frumkvæði vestur-þýsku stjórnar-

innar og áttu stóran þátt í þýska

„efnahagsundrinu".

Sjáfréttábls.23.

Frakkar

hótaaðfella

GATT- samning

Lögreglumenn í París fá yfir sig

skæðadrífu af járngrindum og

öðru braki frá bændum er mót-

mæltu samningi Evrópubanda-

lagsins (EB) og Bandaríkjanna

um landbúnaðarhluta GATT-við-

skiptasamkomulagsins. Tugir-

manna slösuðust í átökum víða

um landið. Framkvæmdastjórn

EB samþykkti samninginn í gær

einróma. Franska" stjórnin hélt

velli í atkvæðagreiðslu á þingi í

gærkvöldi er greidd voru atkvæði

um tillögu Pierre Beregovoys for-

sætisráðherra um að Frakkar

beittu neitunarvaldi gegn samn-

ingnum ef hann yrði ekki endur-

skoðaður. Beregovoy vísaði til

svonefndrar Lúxemborgar-mála-

miðlunar er veitir EB-ríkjum rétt

til hafna meirihlutaákvörðunum

í ráðherraráði bandalagsins telji

ríkið mikilvægum hagsmunum

ógnað. Beregovoy sagði að til

þess myndi þó ekki koma fyrr

en endanleg gerð alls GATT-

samkomulagsins lægi fyrir en

stjórnmálaskýrendur telja að það

verði vart fyrr en eftir nokkra

mánuði. Stjórnarandstaða hægri-

og miðflokkanna óttast að erfa

málið ef stjórn sósíalista fellur í

þingkosningum í mars eins og

allar skoðanakannanir benda til.

Reuter

Samkomulag milli stjórnar og launþega um efnahagsaðgerðir í Finnlandi

Skattar verða hækkaðir og

allsherjarverkfalli aflýst

Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttarítara Morgunblaðsins,

FINNSKU ríkisstjórninni og launþegasamtðkum tókst naumlega að

ná sáttum í gær um skattahækkanir sem grípið verður til í stað lækk-

unar á atvínnuleysisbótum. Fundi ríkisstjórnar og leiðtoga launþega

lauk aðeins nokkrum klukkustundum áður en aðalstjórn Alþýðusam-

bandsins, SAK, átli að taka endanlega ákvðrðun um allsherjarverk-

l'all er hefjast skyldi í dag. Auk verkamanna innan vébanda SAK

ætluðu öll ðnnur stærri launþegasamtðk að taka þátt í verkfallinu.

Með þessum samningum lauk

glímu ríkisstjórnar borgaraflokk-

anna og SAK með nokkurs konar

'biðstöðu. Hefði verið farið út í póli-

tískt allsherjarverkfall eins og útlit

var fyrir undanfarna daga erjíklegt

að ríkisstjórnin hefði fallið. Ágrein-

ingur launþega og ríkisstjórnar fjall-

aði m.a. um 500 milljóna marka

sparnað sem ná átti fram með lækk-

un atvinnuleysisbóta. Tekjutap

vegna allsherjarverkfallsins var hins

vegar metið á um milljarð á dag.

Akveðið var að hækka svokallaðan

nefskatt landsmanna, sem er ein-

staklingsbundinn aukaskattur allra

skattgreiðenda. Kom þessi hækkun

í stað tillögu ríkisstjórnarinnar um

að spara með því að skera niður

langtímabætur til atvinnuleysingja

og lengja biðtíma áður en útborgan-

ir á atvinnuleysisbótum hefjast. SAK

féllst á skattahækkun með þeim

Niðurstaða alþjóðlegs fundar um ósóneyðingu í Kaupmannahöfn

Banni við ósóneyðandi efnum flýtt

Kaupmannahufn. Frá Sigrúnu Daviðsdóttur, frettaritara Morgunblaðsins,

ÞRIGGJA daga fundi á vegum umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóð-

anna og danska umhverfisráðuneytisins um verndun ósónlagsins lauk

í Kaupmannahöfn í gær. Á fundinum náðist mikilvæg samstaða um

enn frekari takmörkun á notkun þessara efna og bráðabirgðasjóður

til að styðja þróunarlðndin við að draga úr notkun efnanna var festur

í sessi,

Þegar hafa verið gerðar al-

þjóðasamþykktir um að hætta

notkun ýmissa ósóneyðandi efna.

Á fundinum nú var samþykkt að

hætta notkun verstu efnanna mun

fyrr en áður var ætlað, í síðasta

lagi 1995. Á íslandi eru umrædd

efni  fyrst  og  fremst  notuð  við

frauðplastframleiðslu, í kælikerfi,

slökkvikerfi, úðabrúsa og sem

leysi- og hreinsiefni. Önnur

hættuleg efni eru notuð gegn

skordýrum í ávaxtarækt, mest í

Suður-Evrópu og þriðja heimin-

um. Flest þessi efni eru einnig

talin  valda  gróðurhúsaáhrifum.

Árið 1990 var stofnaður bráða-

birgðasjóður á vegimi SÞ til að

styrkja þróunarlönd í að hætta notk-

un ósóneyðandi efna. Síðan átti að

leggja hann undir Alþjóðabankann,

sem sinnir ýmsum svipuðum verk-

efnum. Þróunarlöndin voru flest á

móti þeirri tilhögun, því þau mega

sín lítils innan bankans og höfðu

áhyggjur af að sjóðurinn týndist

þar. Undir forystu Mustafas Tolbas,

yfirmanns     umhverfisstofnunar

SÞ,  og Pers  Stigs  Mðllers,  um-

hverfisráðherra  Dana,  tókst  að

ná samkomulagi um að sjóðurinn

starfaði áfram sem sjáífstæður

sjóður og framlag til hans fest

næstu tvö árin. Hlutur íslands er

um tvær og hálf milh'ón ÍSK.

í lok fundarins sagði Eiður

Guðnason umhverfisráðherra í

samtali við Morgunbláðið að sér

sýndust niðurstöður fundarins

vera vel viðunandi. íslendingar

hefðu staðið við allar skuldbind-

ingar um að draga úr notkun ósó-

neyðandi efna, samstiga Norður-

landaþjóðunum.

skýringum að meira réttlæti væri í

því að láta þá borga sem hafa ennþá

vinnu en að minnka tekjur þeirra

sem hvergi geta fundið vinnu.

Hinum eiginlegum kjarasamning-

um við vinnuveitendur var lokið á

örstuttum fundi eftir að gengið hafði

verið frá pólitískum ágreiningsmál-

um. Samið var um kaup og kjör til

næsta árs með þeirri niðurstöðu að

engar launahækkanir yrðu nema

verðbólga færi yfír 4,3% á árinu.

Þýðir þetta í raun að kaupmáttur

finnskra launþega er skertur um 4%.

Iiro Viinanen fjármálaráðherra

(Hægrifl.)'sagði á fréttamannafundi

að sér þætti sögulegt að ganga frá

þjóðarsátt sem væri fólgin í því að

launþegar vildu skattahækkun.

Hefði þetta ekki verið að ósk hægri-

manna; Finnar borguðu nú hærri

skatta en nokkur önnur þjóð í Evr-

ópu. Næst þyrfti að fara sparnaðar-

leiðina.

í samningunum var einnig tekið

fram að ríkisstjórnin mætti ekki

skerða verkfallsrétt með lögum á

samningstímabilinu. Hafa launþega-

samtök haldið því fram að ríkis-

stjórnin vildi draga sem mest úr

áhrifum launþegahreyfingarinn-

ar í þjóðmálum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48