Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR B/LESBOK
JN*tt0mi(I*Mfe
273.tbl.80.árg.
STOFNAÐ 1913
LAUGARDAGUR 28. NOVEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
	.v.   JhB
i   -,*"	1 1
...    p	
	
Hallarbruni í Vín
Reuter
Miklar skemmdir urðu á hinum sögufræga
Hofburg-kastala í Vín þegar eldur kom upp
í honum í gær. Urðu þær mestar á þeim hluta
hans sem heitir Redoutensaal og hefur hýst
marga afvopnunarráðstefnuna, en það tók 350
slökkviliðsmenn um fimm klukkustundir að ná
tökum á eldinum og koma í veg fyrir að hann
næði Þjóðskjalasafninu. Þar er eitthvert mesta
safn fágætra bóka og skjala sem til er. Stytt-
una af Jósef, fyrrum keisara, ber hér við loga-
tungurnar upp úr þakinu.
Sjá „Ómetanlegur hluti ..." á bls. 26.
Banna starfsemi
þýsks öfgaflokks
Bonn. Reuter.
ÞÝSKA srjórnin ákvað í gær að banna litinn nýnasistaflökk og er
litið á það sem upphaf að harðari aðgerðum gegn ofbeldi og ofsókn-
um annarra slíkra samtaka á hendur innflytjendum og minníhluta-
hópum. Þá var einnig tilkynnt, að átta félagar í flokki, sem hatast
við útlendinga, hefðu verið handteknir en þeir eru grunaðir um að
hafa tekið þátt í íkveikjuárás á gistiheimili þar sem þrjár tyrknesk-
ar konur létu lifið. Var útför þeirra gerð í gær.
Flokkurinn, sem bannaður var,
kallast „Þjóðernissinnafylkingin"
og Rudolf Seiters, innanríkisráð-
herra Þýskalands, sagði, að fleiri
slík samtök, sem leyniþjónustan
hefði haft auga með, yrðu bönnuð
fljótlega. Á þessu ári er vitað um
1.800 árásir á útlendinga, gyðinga
og aðra minnihlutahópa í Þýska-
landi og hafa ofbeldisverkin kostað
að minnsta kosti 16 manns lífið.
„Þjóðernissinnafylkingin" hefur
haldið uppi eins konar herþjálfun
fyrir félaga sína og við leit í aðal-
Ekvador úr OPEC
Vín. Reuter.
EKVADOR hefur sagt sig úr Samtökum olíuútflutningsrikja,
OPEC, og er fyrsta ríkið sem það gerir. Var skýrt frá þessu á
fundi samtakanna í Vín í gær en þá komust aðildarríkin, önnur
en Ekvador, að samkomulagi um að draga úr framleiðslunni á
næsta ári í þvi skyni að hækka olíuverðið.
Stjórnvöld í Ekvador höfðu áð-
ur boðað að til úrsagnar gæti
komið en þau segjast ekki hafa
efni á kostnaðinum við aðildina
auk þess sem þau sætti sig ekki
við að OPEC ákveði hve mikil
framleiðslan eigi að vera. Olíu-
vinnslan í Ekvador er nú aðeins
300.000 föt á dag en ríkisstjórnin
segir það vera allt of lftið vegna
óhjákvæmilegrar efnahagsupp-
byggingar í landinu. Sumir sér-
fræðingar telja hugsanlegt að
fleiri ríki muni fara að dæmi
Ekvadors í náinni framtíð.
Á fundi OPEC-ríkjanna í gær
urðu olíuráðherrarnir sammála
um að minnka aðeins heildarfram-
leiðsluna á næsta ári til að ná
fram hækkun á olíuverði.
stöðvum hennar gerði lögreglan
upptæk vopn, skotfæri og efni til
sprengjugerðar. Aðrir flokkar, sem
eru líklegir til að verða bannaðir,
eru „Þýski kosturinn" og „Frjálsi,
þýski verkamannaflokkurinn", sem
vill koma á nýrri nasistastjórn í
landinu.
í fyrradag var leiðtogi „ofbeldis-
sinnaðs öfgahóps" handtekinn og í
gær var tilkynnt, að þá hefðu einn-
ig verið handteknir átta aðrir í
flokknum, ungmenni á aldrinum
15-19 ára. Eru þeir grunaðir um
að hafa kveikt í gistiheimili fyrir
innflytjendur síðastliðinn mánudag
en eldurinn kostaði þrjá Tyrki, full-
orðna konu og tvær stúlkur, lífíð.
Voru þær jarðsettar í gær að við-
stöddu miklu fjölmenni, sem mót-
mælti jafnframt ofbeldinu gegn út-
lendingum í Þýskalandi. Sagði
sendiherra Tyrklands í Bonn við það
tækifæri, að margir Tyrkir hefðu
búið í Þýskalandi í 30 ár og lagt
sitt af mörkum til samfélagsins
ekki síður en aðrir. „Þess vegna
eigum við ekki skilið þessa með-
ferð," sagði sendiherrann.
Fólk safnaðist saman f mörgum
bæjum og borgum í Þýskalandi í
gær til að láta í ljós andúð á útlend-
inga- og kynþáttahatri í landinu og
í sambandsráðinu eða efri deild
þingsins voru yfirmenn lögreglunn-
ar hvattir til að kveða niður ofbeld-
ið með öllum löglegum ráðum.
Utanríkisráðherra Hollands um GATT
„EB má ekkí líða
Frökkum að beita
neitunarvaldinu"
París. Reuter.
HANS van den Broek, utanríkisráðherra Hollands, sagði í gær
að Evrópubandalagið (EB) myndi ekki geta þolað Frökkum að
beita neitunarvaldi gegn landbúnaðarkafla GATT-sanuiingsins
og skapa hættu á viðskiptastríði við Bandaríkin. Skoðanakönnun
í Frakklandi gefur til kynna að mikill meirihluti Frakka sé ánægð-
ur með andstððu frönsku stjórnarinnar við samkomulag sem EB
og Bandaríkin náðu fyrir viku um landbúnaðarmálin.
„Það væri mjög erfitt að skilja
að ríki eins og Frakkland, með þá
ábyrgðarkennd sem það svo rétti-
lega þykist hafa, skuli ætla sér
að bera ábyrgð á því að hindra
alþjóðlegan samning um aukið
frjálsræði í viðskiptum," sagði Van
den Broek í viðtali sem birt var í
franska dagblaðinu Le Monde.
Hann kvað Evrópubandalagið og
Bandaríkin hafa fullreynt allar
hugsanlegar tilslakanir. Ef land-
búnaðarkaflanum yrði hafnað
myndi undirritun nýs GATT-
samnings dragast í mörg ár og
hætta yrði á viðskiptastríði sem
gerði vonir manna um aukinn hag-
vöxt út um allan heim að engu.
Van den Broek sagði einnig, að
vekti það fyrir frönsku stjórninni
með hótununum að neyða Evrópu-
bandalagið til að bæta frönskum
bændum sérstaklega niður-
greiðslumissinn, væri hún komin
á hála braut. Bændur í öðrum
EB-ríkjum myndu þá krefjast þess
sama og þá væri búið að opna flóð-
gáttir, sem erfítt yrði að loka aft-
ur.
82% Frakka vilja að samkomu-
lagi EB og Bandaríkjanna í land-
búnaðarmálum verði hafnað og
69% þeirra eru hlynnt því að
franska stjórnin beiti neitunarvaldi
sínu gegn því, samkvæmt skoð-
anakönnun sem birt var í gær.
? ? ?
LosAngel-
es skelfur
Los Angeles. Reuter.
JARÐSKJÁLFTI, sem var
5,1-5,3 stig á Richter-kvarða og
nógu mikill til að skekja 30
hæða hús, reið yfir Los Angeles
í Bandaríkjunum í gærmorgun.
Ekki er vitað til, að slys hafi
orðið á fólki en eitthvað var um
minniháttar skemmdir.
Bandaríska jarðskjálftastofnun-
in segir skjálftann hafa verið
„meðalstóran" og hafa átt upptök
sín fjalllendi norður af San Bern-
ardino, 80 km austur af Los Ang-
eles. Sögðu jarðskjálftafræðingar
í Pasadena í Kaliforníu, að jörð
hefði skolfíð í fáar sekúndur en
skjálftinn er talinn einn af mörg-
um eftirskjálftum skjálfta, sem
fannst á þessu sama svæði 28.
júní í sumar og mældist 6,6 stig
á Richter. Margir, smáir eftir-
skjálftar fylgdu skjálftanum í gær.
Reuter
Valdaráni afstýrt
Uppreisnarmenn í her Venesúela reyndu í gær að ná völdum í landinu
en gáfust flestir upp eftir snörp átök við hermenn holla stjórninni.
Talið er að allt að 50 manns hafí fallið og mörg hundruð særst en
þetta er í annað sinn á árinu að reynt er að bylta stjórn Carlos Andr-
es Perez forseta. Hér er hermaður úr þjóðvarðliðinu að skiptast á
skotum við uppreisnarmenn en félagi hans liggur fallinn í dyrunum.
Sjá „Misheppnuð ..." á bls. 27.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56