Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 2
 MUKUl‘Nbl.\UU) KiMMTl'liaUKH Jp, fimWffl-J892 Sölumarkaður myndbanda stækkar stöðugt Walt Disney- fyrirtækið hefur úrslitavaldið hvaða íslensku leikarar fá hlutverk við talsetningar Myndbandasafnið/Skífan gefur út kvik- myndir og fræðsluefni með íslenskum texta og talsett bamaefni. Meðal bamefn- is má nefna teiknimyndir frá Hanna Bar- bera, Fuglastríðið í Lumbmskógi og Danseróbikk með Barbie. Einnig standa yfir samningar við Walt Disney-fyrirtæk- ið um að fá að talsetja þeirra efni og selja. „A báðum þessum stöðum em gerð- ar miklar kröfur varðandi talsetningu. Senda verður út raddprufur, sem þeir annaðhvort samþykkja eða hafna. Það er því í raun í þeirra valdi hvaða leikari fær hvaða hlutverk. Eg vona að við verðum komin með talsettar myndir frá Walt Disney með vorinu,“ segir Guðrún Þórð- ardóttir rekstrarstjóri Myndbandasafns- ins. Hún segir að Walt Disney-fyrirtækið fylgist mjög vel með því sem er að gerast í heiminum og ef þeir em ekki ánægðir geri þeir athugasemdir. „Þetta er auðvit- að mikið aðhald," bætir hún við. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Barnaefni - Guðrún Þórðardóttir Ieikkona hefur Iengi verið við- loðandi gerð barnaefnis, fyrst á Stöð 2 og nú hjá Myndbandasafn- Guðrún Þórðardóttir er leik- kona, en hefur undanfarin ár unn- ið störf sem tengjast gerð bama- efnis. Hún hóf störf hjá Stöð 2 vorið 1987 fyrst sem dagskrár- gerðarmaður en síðar sem deildar- stjóri bamaefnis. „Ég hætti á Stöð 2 síðastliðið sumar og tók við rekstri Myndbandasafnsins, sem Skífan hafði nýfest kaup á,“ segir hún. Myndbandavæðing á eftir að aukast enn frekar Guðrún hefur trú á því að í framtíðinni verði myndbönd notuð í mun meiri mæli en nú, bæði til útláns, kennslu og að fólk safni þeim svipað og bókum. Hún tekur sem dæmi fyrirspurnir frá kenn- urum um myndböndin Sagan mikla — sögur úr biblíunni. Þeir hafi áhuga að nota þau til kennslu. „í þessum mjmdaflokki fer saman fróðleikur og skemmtun, sem mér finnst ákjósanlegt þegar um barnaefni er að ræða. Ég veit um börn sem hafa lært mikið í biblíu- sögum af því að horfa á þetta efni, þannig að sannarlega er hægt að læra af myndböndum eins og bókum.“ Guðrún leggur áherslu á að þýðendur bamaefnis verði að hafa gott vald á talmálinu og hafa fjöl- breyttan orðaforða. Hún bendir einnig á að mjög ólíkt sé að þýða fyrir talsetningu eða skjátexta, meðal annars vegna þess að at- kvæðin þurfi að passa við vara- hreyfingamar. „Við eigum marga góða leikara sem eru þrautþjálfað- ir í talsetningum. í þeim teikni- myndum sem við gefum út tala margir leikarar inn á hverja mynd. Mér finnst ekki hægt að bjóða börnum upp á að sami leikarinn tali fyrir allar persónumar eins og stundum tíðkast." Hún segir að bömin taki talsetta efnið langt fram yfir það textaða, sem sé eðlilegt, því skjátextinn fari svo hratt yfír að þau ná ekki bæði að lesa textann og fylgjast með myndinni. Börnin Iæra það sem fyrir þeim er haft „Mín skoðun er sú að talsetja eigi barnaefni fyrir yngstu áhorf- endurna. Það ætti hreinlega að vera lögfest og þá mætti hugsa sér að menntamálaráðuneytið styrkti talsetninguna. Ef börnin horfa mikið á bamaefni tel ég að orðaforði þeirra aukist og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Það er ekki spurning, að við við- höldum tungumálinu betur með því að talsetja bamaefnið." Talið berst að eftirliti með út- gáfu myndbanda og segir Guðrún að þeim sem gefi út myndbönd til sölu sé skylt að Iáta Kvikmynda- eftirlitið skoða allt efni sem fari á markað nema fræðsluefni. „Vissulega er margt bamaefni framleitt sem ekki er æskilegt að börn horfi á. Það kom til dæmis fyrir að við settum ekki teikni- myndir á dagskrá á Stöð 2 vegna þess að í þeim var of mikið of- beldi. Mér vitanlega er bamaefni sjónvarpsstöðvanna ekki skoðað af Kvikmyndaeftirlitinu." Myndbandaklúbbur Myndbandasafn fjölskyldunnar var stofnað sl. sumar og er fyrsti myndbandaklúbbur sinnar teg- undar á íslandi. „Með því að ger- ast félagar getur fólk fengið senda heim teiknimyndaspólu mánaðar- lega. Það má segja að þetta sé ekki ósvipuð starfsemi og hjá bókaklúbbum, mánaðartilboð og aukatilboð. Það er auðvitað miklu skemmtilegra að eiga myndbönd i fallegu hulstri og geta gengið að þeim vísum uppi í hillu. Upp- taka úr sjónvarpi er svipað og að ljósrita bók. Maður ljósritar ekki Sækur og geymir. Érlendis eru myndbönd afar vinsæl og sölu- markaðurinn stór. Ég held að þró- unin hér heima hljóti að verða svipuð og í nágrannalöndunum, þannig að þess verði ekki langt að bíða að fólk gefír myndbönd í jólagjöf alveg eins og bækur og geisladiska." Hildur Friðriksdóttir Ekki upphaf að rithöfundaferli Kristín Atladóttir skrifta hjá Sjónvarpinu er höfundur jóladagatalsins KRISTÍN Atladóttir er höfundur jólada- gatals Sjónvarpsins Tveir á báti. Hún er aðstoðardagskrárgerðarmaður eða skrifta hjá Sjónvarpinu og þegar hún er spurð að því, hvað skrifta geri svarar hún: „Allt og ekki neitt. Þetta eru óskap- lega mildir snúningar. Ég sé um skipu- lagningu á upptökum og upptökuferðum, aðstoða upptökustjóra við útsendingar ásamt ýmsu öðru. Skrifta hefur mismikið að gera eftir því hvaða þætti er verið að vinna. Til dæmis er mikill munur á því að vera skrifta í Nýjustu tækni og vísind- um eða útsendingu á Hemma Gunn.“ Kristín lærði leikhúsfræði og fór síðan eitt ár í mastersnám til Sví- þjóðar. Þá hefur hún starfað við útvarp sem leikhúsgagnrýnandi á Rás 1 og verið markaðsstjóri Rásar 2. Tækifærin eru fjölmörg Varðandi starf sitt hjá Sjónvarp- inu segir hún að einkum séu fyrstu tvö árin mjög skemmtileg og fjöl- breytileg. „Maður fær tækifæri til að gera nánast allt, jafnvel klippa og stjórna að ákveðnu marki. Þetta starf gefur mjög víðtæka reynslu, sérstaklega ef maður kemur inn í þennan miðil án þess að kunna neitt. Þessi tími er á við góðan skóla hvar sem er. Ég hef fengið tæki- færi að gera minn eigin þátt, sem fjallaði um tælenskar konur á Is- landi. Auk þess hef ég hlaupið í skarðið fyrir umsjónarmenn í þátt- unum og nú síðast fékk ég tæki- færi til að skrifa, þannig að ég hef fengið að fara dálítið út fyrir þetta hefðbundna starfssvið." — Varst þú beðin að skrifa jóla- dagatalið eða fór einhver sam- keppni fram? „Það hefur engin samkeppni ver- ið í gangi um jóladagatalið þessi fjögur ár sem það hefur verið á dagskrá, sem mér fínnst undarlegt. Það er öllum fijálst að skrifa og það berst mikið efni til Sjónvarps- ins, bæði sem hugmyndir og hand- rit, en einhvem veginn virðist fólk ekki hafa áttað sig á því að jóla- dagatalið er árviss atburður." — Hvað varð til þess að þú skrif- aðir Tvo á báti? „Við vorum að rabba saman, Sig- ríður Ragna Sigurðardóttir umsjón- armaður barnaefnis Sjónvarpsins og ég. Þetta var í maí og hún var að kvarta yfir því að ekkert væri komið í gang varðandi jóladagatal- ið. Ég hugsaði með mér: Því ekki að prófa? Svo ég hripaði þessa hug- mynd niður á hálftíma og lét hana frá mér eftir klukkutíma. Ég hef verið mikið í hugmynda- smíðum alls konar, þannig að þetta var bara spuming um að fínna nokkur undirstöðuatriði og setja Morgunblaðið/Ámi Sæberg Skrifta - Kristín Atladóttir skrifta lyá Sjónvarpinu er höfundur jóladagatalsins Tveir á báti. þau saman í sögu, sem hefur ekki sést áður. Hugmyndasmíði er skemmtileg — „Hugmyndasmíðin, er það vegna starfs þíns? „Nei, það er bara persónulegt áhugamál. Ég fór til dæmis á nám- skeið í kvikmyndahandritagerð hjá Kvikmyndasjóði. Svo tók ég þátt í handritasamkeppni Evrópskra sjón- varpsstöðva nú síðast. Ég vann að vísu ekki en fékk viðurkenningu fyrir. Þar segir frá ungri stúlku og inn í söguna fléttast sorg og sorgar- viðbrögð. Þessi viðurkenning varð í sjálfu sér til þess að ég ákvað að reyna við jóladagatalið." — Ert þú kannski að hugsa um að fara að skrifa bamabók í fram- haldi af þessu? „Astæðan fyrir því að ég skrifaði jóladagatalið var vegna þess að það vantaði efni, en ekki vegna þess að þetta var bamaefni. Eg lít svo á, að þó ég hafi skrifað þetta hand- rit sé það ekki byijun á neinum nýjum ferli. Mér fínnst hins vegar handritagerð mjög skemmtileg, sér- staklega fyrir myndrænan miðil. Maður skapar kringumstæður og atburði í stað þess að lýsa hugar- ástandi og þankagangi. Ég álít það vera misskilning að dramatík, hvort sem hún er skrifuð fyrir leikhús, kvikmyndir eða sjón- varp, sé hliðargrein hefðbundinna bókmennta. Ég tel að þessi mis- skilningur standi höfundum verka sem skrifuð em fyrir þessa miðla nokkuð fyrir þrifum. Sjónvarp er fyrst og fremst sjónrænn miðill og gerir þær kröfur að höfundur taki mið af þeim forsendum sem þeim fylgja." Með helstu hlutverk í þáttunum fara Gísli Halldórsson, sem leikur séra Jóns og Kjartan Bjargmunds- son, sem leikur ísbjörninn, en leik- stjóri er Ágúst Guðmundsson. „Það er alveg ómetanlegt happ að svona fólk skuli vilja taka að sér að vinna fyrsta verk manns. Að því skuli finnast ánægjulegt og gaman að vinna verkið er ekki einungis hvatn- ing heldur forréttindi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.