Morgunblaðið - 14.01.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.01.1993, Blaðsíða 52
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ MORGUNBLAÐW, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands undirritar staðfestingu EES Sameining- arhlutverk öðru ofar VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, undirritaði lögin um staðfest- ingu samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á fundi ríkisráðs í gær. Forseti las á fundinum upp yfirlýsingu í tilefni þeirra áskorana, sem henni hafa borizt um að neita að staðfesta_ lögin og efna með því til þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. í yfirlýsingunni kemur fram að forsetinn hyggist virða þá hefð að grípa ekki fram fyrir hendur Al- þingis. Lög öðlast ekki gildi nema forseti undirriti þau og ritar ráðherrann, sem fer með viðkomandi málaflokk, undir með honum. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins undirritaði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra lögin um staðfestingu EES þegar að lokinni atkvæðagreiðsl- unni á Alþingi á þriðjudag. Davíð Oddsson forsætisráðherra óskaði eft- ir því við Vigdísi forseta að haldinn yrði ríkisráðsfundur strax klukkan sex þá um kvöldið. Forseti vildi hins vegar taka sér tíma til umþóttunar og undirbúnings og varð að samkomulagi milli hennar og forsætisráð- herra að ríkisráðsfundur yrði haldinn innan skamms og forseti ákvæði tímasetningu hans. Embættið hafið yfir flokkadrætti Á ríkisráðsfundinum, sem hófst kl. þrjú í gær, las forseti ráðherrum ríkisstjórnarinnar yfirlýsingu sína áður en hún undirritaði lögin. Þar segir meðal annars: „Frá stofnun lýðveldis á íslandi hefur embætti for- seta íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþátt- ur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir íslenska þjóðmenningu, mennta- og menn- ingarstefnu íslendinga, tákn sameiningar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli embættisins er að enginn forseti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjörnu Alþingi sem tekið hefur ákvarðanir sínar með lögmætum hætti. Sá forseti sem nú gegnir því embætti hefur í störfum sínum alla tíð lagt áherslu á sáttmála sinn við þjóðina, við fólk úr öllum flokkum sem aðhyllist ólíkustu skoðanir. Með því hef ég viljað rækja sameiningarhlut- verk forsetaembættisins og sett það öðru ofar. í því felst að virða þær hefðir og venjur sem skapast hafa og efna þannig drengskaparheit for- seta við þjóðina.“ A Framkvæmdastj óri Islandsbanka um næsta vaxtadag Ovíst hvort tilefni er til lækkunar á vöxtum Morgunblaðið/Þorkell Forsetinn kemur til fundar Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands kemur til ríkisráðsfundarins í Stjómarráðshúsinu í gær þar sem lögin um EES voru undirrituð. „Misst’ann í vinkilinn“ „Ég missti boltann í markvinkil- inn,“ sagði Patrekur Jóhannesson leikmaður Stjörnunnar, sem gerði sigurmark liðsins gegn FH tveimur sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan heldur því efsta sæti íslandsmótsins í handbolta. Sjá íþróttir. Þrif í fram- haldsskólun- um boðin út ÁFORMAÐ er að bjóða út til einkaaðila ræstingar í flestum framhalds- og sérskólum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða á þriðja tug skóla. Undanfarið hefur Verkfræði- stofa Stefáns Ólafssonar unnið að því að kanna hvaða rekstrar- þætti stofnana, sem heyra undir menntamálaráðuneytið, megi einkavæða. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins sýnir athug- un verkfræðistofunnar að spara megi tugi milljóna króna á ákveðnu árabili með því meðal annars að bjóða út þrif í skólum og öðrum stofnunum, til dæmis opinberum söfnum. Líklega verður gert að skilyrði að verktakar, sem samið verður við, ráði til sín ræstingafólk, sem nú starfar við þrif í skólunum. Fordæmi frá 1946 Undantekning er að forseti gefi út yfirlýsingu af þessu tagi. Vigdís Finnbogadóttir vísar í yfirlýsingu sinni til þess er Sveini Bjömssyni for- seta bárust árið 1946 tilmæli þess efnis að hann beitti áhrifum sínum til þess að Keflavíkursamningurinn við Bandaríkjamenn yrði lagður undir þjóðaratkvæði. Sveinn forseti 'lýsti því þá yfír á ríkisráðsfundi að hann teldi stjómarskrána ekki gera ráð fyrir slíkum afskiptum forseta af málum Alþingis. Sjá fréttir og yfirlýsingu forseta í heild á miðopnu. RAGNAR Önundarson, framkvæmdastjóri íslandsbanka, segir að til- efni hafi verið til 4% nafnvaxtahækkunar um áramótin vegna þess að fyrir hafi legið að verðbólga næstu fjóra mánuðina hefði orðið 5,5%. Bankamir hafi hins vegar vitað að stjómvöld væru að skoða með hvaða hætti mætti koma í veg fyrir óæskileg áhrif lækkunar endur- greiðslna virðisaukaskatts á vísitölur og ákveðið að hækka vexti á óverð- tryggðum lánum aðeins um 2% um áramótin en hækka þá síðan aftur um önnur 2% síðar í mánuðinum ef ekkert yrði að gert í verðlagsmálum. „í allri umræðunni hefur hags- munaaðilum og stjórnmálamönnum algerlega yfirsést það að bankamir tóku ekki ákvörðun um nema hálfa þá hækkun sem fullkomið tilefni var til að taka og það gerðu þeir vitandi það að þetta væri í endurskoðun. í dag er því algerlega óvíst að tilefni verði til vaxtalækkana og þaðan af síður til hve mikilla," sagði Ragnar. Sjá einnig bls. 22. íslendingur vekur mikla athygli í Bandaríkjunum Læknaði banda- ríska fótboltahetju ÍSLENSKUR læknir, Kristján Tómas Ragnarsson, hefur verið í fréttunum í Bandaríkjunum að undanförnu vegna læknismeðferðar á Dennis Byrd, leikmanni úr bandaríska fótboltanum, sem skaddað- ist á mænu er hann varð fyrir slysi í leik með liði sínu, New York Jets. Meðal annars var fjallað um málið á forsíðu stórblaðsins New York Times í gær. Læknirinn íslenski læknirinn Kristján Tómas Ragnarsson var kallaður til að- stoðar strax og fótboltamaðurinn slasaðist. Kristján er yfírlæknir endurhæf- ingardeildar Mount Sinai sjúkra- hússins á Manhattan í New York og hefur unnið við lækningar á fólki sem skaddast hefur á mænu í tuttugu ár. Hann var kallaður til strax og Byrd varð fyrir slysinu og hefur haft hann til meðhöndlun- ar undanfamar vikur. Dennis Byrd lamaðist á öllum útlimum.og bol en hefur náð undraverðum bata og er farinn að geta hreyft hægri fót og handlegg. Kristján sagði að meðhöndlun Dennis Byrd væri ekki ólík öðru sem hann fengist við. Pilturinn hefði verið heppinn og gengi lækningin því vel. Hins vegar sagði hann að sú mikla athygli sem að þeim beindist, vegna þess að þekktur atvinnumaður í fótbolta ætti í hlut, væri ný reynsla og þyrfti hann að sinna upplýsingahlutverk- inu meira en áður. Sjá fréttir á bls. 23. Samherjar í samstuöi Dennis Byrd, leikmaður númer 90, slasaðist illa þegar hann lenti í sam- stuði við samheija sinn, Scott Mersereau, í leik liðs þeirra, New York Jets, gegn Kansas City Chiefs í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta í lok nóvember. Myndin var tekin þegar félagarnir rákust saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.