Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 26. tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Danska ríkisstjómin veitir Færeyingum nýtt milljarðalán Uppstokkun í sjávarút- vegi skilyrði aðstoðar LANDSSTJÓRNIN í Fær- eyjum og danska ríkis- stjórnin hafa náð sam- komulagi um að Danir láni færeyska Sjóvinnubankan- um 350 milljónir danskra króna (hálfan fjórða millj- arð íslenskra króna) vegna slæmrar eiginfjárstöðu bankans. Ströng skilyrði fylgja láninu en þeir fær- eysku stjórnmálamenn, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, töldu þau að mestu áþekk þeim skilmál- um sem settir voru í októ- ber. Kröfur Dana væru þó nánar útfærðar og heldur víðtækari. „Það verður að segjast eins og er að á sumum sviðum er lands- stjóminni skipað fyrir. Það er bein- línis verið að skerða fullveldi okk- ar,“ sagði Anfinn Karlsberg, leið- togi Fólkaflokksins. Lofa að mínnka fiskiskipaflotann Eftir því sem blaðið Dimmalætt- ing greinir frá í frétt í dag gerðu Danir í upphafi kröfu um að skattalögum í Færeyjum yrði breytt þannig að skattar á fjár- magnstekjur yrðu stórlega hækk- aðir, hæsta þrep tekjuskattsstig- ans yrði 68% og sérstakur eigna- skattur lagður á. Þá vildu þeir að kjördæmaskipan Færeyja yrði breytt þannig að eyjamar yrðu eitt kjördæmi. Sögðu Danir kjör- dæmapot vera eina af helstu ástæðum efnahagsvandans. Þegar samningaviðræðunum lauk höfðu dönsk stjómvöld slegið töluvert af sínum ýtrustu kröfum þó enn fylgdu láninu til Sjóvinnu- bankans mjög ströng skilyrði. Krefjast þeir m.a. að engum nýjum útgerðarleyfum verði úthlutað og að opinberum stuðningi vegna kaupa á fiskiskipum verði hætt. Þá er lögð fram krafa um að skatt- ur á fjármagnstekjur verði hækk- aður. Landsstjórnin skuldbindur sig einnig til að draga úr stærð fiskiskipaflotans og ætlar hún að skipa nefnd, sem skila skal tillög- um fyrir 1. júlí 1993, um hvernig minnka megi afkastagetu flotans. Markmið þeirra tillagna verður að gera sjávarútveginum kleift að standa undir sér á grundvelli mark- aðslögmála og leyfilegrar veiði við Færeyjar. Einungis eru tæpir fjórir mánuð- ir liðnir frá því dönsk stjórnvöld veittu bankanum 500 milljóna lán vegna mikils tapreksturs og glat- aðra útlána. Sjá fréttir á miðopnu. Beðið eftir frelsaranum Reuter Þessir eftirvæntingarfullu gyðingar mættu á sam- komu í bænahúsi í New York á sunnudagskvöld til að verða vitni að því að leiðtogi þeirra, Menachem Schneerson rabbíni, yrði krýndur Messías, eða frels- ari gyðinga. Rabbíninn boðaði komu Messíasar í fyrra og fylgismenn hans bjuggust við guðlegri opin- berun á samkomunni á sunnudag um að Schneei-son sjálfur væri frelsarinn útvaldi. Rabbíninn, sem er níræður, fékk hins vegar hjartaáfall fyrir nokkru þannig að hann lamaðist að hluta og missti málið. Þúsundir fylgismanna hans mættu samt á samkom- una í von um að gamli maðurinn myndi rétta upp aðra höndina, sem yrði þá túlkað sem opinberun um að hann ætti að verða krýndur Messías. Þeir urðu hins vegar fyrir miklum vonbrigðum því rabbíninn hreyfði ekki einu sinni litlafíngur. Schneerson er leiðtogi Lubavitch-hreyfingarinnar, sem telst til hasída, trúflokks gyðinga er kom upp í Póllandi á 18. öld og einkennist af dulhyggju og áhuga á trú- rækni fremur en guðfræðilærdómi. Hundruð þús- unda manna víða um heim eru í Lubavitch-hreyfing- unni. Rabin gefur eftir Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels, hefur fallist á málamiðlun í deilunni um palestínsku útlagana í Líbanon. ísrael Hundrað útlögiim heimilt að snúa heim Jerúsalem. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær- kvöldi að hundrað Palestínu- mönnum af 415, sem sendir voru í útlegð til Suður-Líban- ons, yrði heimilað að snúa aftur til hernumdu svæðanna. Rabin sagði ennfremur að hinir útlagarnir yrðu í helmingi styttri tíma í útlegð en gert var ráð fyrir og að ísraelar myndu senda hjálpar- gögn til þeirra með þyrlum. Utlagamir hafa búið í tjöldum í einskismannslandi í suðurhluta Líb- anons í sex vikur. Þeir sögðu áður en Rabin tilkynnti ákvörðun sína að þeir myndu hafna hverskonar málamiðlun sem væri ekki í sam- ræmi við ályktun öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um málið. Þar er þess krafist að Palestínumennirnir fái allir að snúa heim. Spánveijar hafa fallið frá beinni andstöðu við EES Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SPANVERJAR hafa fallið frá beinni andstöðu við EES-samninginn þó svo enn sé ósamið um hvort skertur verður þróunarsjóður sá sem aðildarríki Frí- verslunarbandalags Evrópu (EFTA) skuldbundu sig til að greiða í. Á fundi utanríkisráðherra Evrópubandalagsins í gær var samþykkt umboð fyrir framkvæmda- stjórn bandalagsins til að semja við ísland, Finn- land, Noreg, Svíþjóð og Austurríki um breytingar á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið vegna neikvæðra úrslita þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Sviss. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í Bruss- el féllu Spánveijar frá beinni andstöðu við EES- samninginn á ráðherrafundinum í gær og sögðu hann mikilvægan fyrir framtíð Evrópu. Á hinn bóginn liggur enn ekki fyrir hvort greiðslur til þróunarsjóðs EB verða skertar sem nemur um- sömdu framlagi Sviss samkvæmt samkomulagi EFTA-ríkjanna. Samningsumboðið sem utanríkisráðherrarnir samþykktu í gær kveður á um að lögð verði áhersla á að EES-samningurinn taki gildi sem fyrst. Ráðherrarnir töldu að breyttur samningur' ætti að gera ráð fyrir aðild Svisslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu í náinni framtíð kjósi Svisslendingar svo. Auk þessa er framkvæmda- stjórninni ætlað að gera ráð fyrir lengri aðlögun- artíma fyrir Liechtenstein vegna náinna efna- hagslegra tengsla hertogadæmisins við Sviss. Líkur á gildistöku EES 1. júlí Heimildarmenn Morgunblaðsins telja enn góðar líkur á að EES-samningurinn taki gildi 1. júlí nk. Hins vegar er bent á að til þess að það geti orðjð þurfi að ljúka samningsgerðinni fyrir lok þessa mánaðar, helst fyrr. Næsti fundur utanrík- isráðherra EB verður ekki fyrr en í byijun mars en hugsanlegt er að ganga frá sáttmálanum á fundi annarra ráðherra en þeirra. Reiknað er með að það taki fjóra mánuði að koma breyttum samningi eða bókun um það efni í gegnum 19 þing, þ.e. þjóðþing 18 ríkja auk Evrópuþingsins. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.