Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993
Forseti Litháens í heimsókn til íslands
Verður fyrsta erlenda
heimsókn forsetans
FORSETI Litháens, Algirdas M.
Brazauskas, kemur í vinnuheim-
sókn til íslands daganna 17.-19.
mars n.k. Hér mun hann hitta
Fékk vist-
unáSogni
ÓSAKHÆFI afbrotamaðurinn
sem í síðustu viku var vistaður í
fangageymslum lðgreglunnar hef-
ur nú verið vistaður á réttargeð-
deildinni á Sogni i Ölfusi.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu var maðurinn vistaður í
fangageymslum, þar sem geðdeild
Landspítalans neitaði að taka við
honum og ekki var pláss fyrir hann
á réttargeðdeildinni á Sogni. Til stóð
að vista hann á geðdeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri nú eftir
helgina, en áður en til þess kom leyst-
ist málið og á laugardag komst hann
að á Sogni.
ýmsa ráðherra og aðra ráðmenn
að máii en unnið er að skipulagn-
ingu heimsóknarinnar í forsætis-
ráðuneytinu. Að sögn Ólafs Dav-
fðssonar ráðuneytisstjóra forsæt-
isráðuneytinsins er þetta fyrsta
erlenda heimsókn forsetans og
mikill heiður fyrír íslendinga að
landið skuli hafa orðið fyrir val-
inu.
Það er Guðmundur Benediktsson
fyrrverandi ráðuneytisstjóri sem
vinnur að skipulagningu heimsókn-
ar Brazauskas. Guðmundur segir
að dagskráin liggi ekki alveg fyrir
en forsetinn hefur lagt fram óskir
um þá menn sem hann vill hitta
að máli og verið sé að vinna að
málinu. „Brazauskas mun eiga við-
ræður við íslenska stjórnmálamenn
meðan á heimsókn hans stendur,"
segir Guðmundur. „Hinsvegar er
ekki alveg búið að ganga frá dag-
skránni því sambandið við Litháen
er slæmt sem stendur og samskipt-
in verða því að fara í gegnum sendi-
ráð okkar í Kaupmannahöfn."
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kraftapar
UNNUR Sigurðardóttir, ný-
krýnd sterkasta kona íslands,
heldur hér á Magnúsi Ver Magn-
ússyni, sem hlaut titilinn Steina-
kóngur íslands.
IDAGkl
HeimíW: Ve<5urstofa ísSands.
(Syggt á Vöðurspá kl. 16.15 í 9fl9f)
VEÐURHORFUR I DAG, $. MARS
YFIRUT: Norður af Jan Mayen er 980 mb lægð sem hreyfist austnorð-
austur. A Graenlandshafi er 989 mb smálægö sem grynníst. Austur af
Nýfundnaiandi er heldur vaxandi 978 mb lægð sem hreyfist norðaustur.
SPA: Hæg breytileg átt og léttskýjað um mest allt land í fyrramálið og
talsvert frost í innsveitum, einkum norðanlands og austan en fer síðan
hlýnandi með hægtvaxandisuðaústanátt. Suðaustan kaldi eða stinnings-
kaldí og dálítil rigning eða sútd suðvestan- og vestanlands síðdegis á
morgun en áfram bjartviðri á Norður- og Austurlandt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
Suðaustlæg átt, yfirieitt kaldi eöa stinningskaldi sunnan- og vestan-
lands, en hægari norðaustan til. Sunnanlands og vestan verður súld
eða rigning með köfium, en léttskýjað víðast norðanlands. Hiti verður
á bilimi 3-8 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.4S, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir; 990600.
Heiðskírt
r  r  r
r  r
r  r  r
Rigning
a
Léttskýjað
*  r  *
*  /
r  *  r
Slydda
Hálfskýjað
*  *  *
*  *
*  *  *
Snjókoma
Skýjað
Alskýjað
V
Skúrir Slydduél
V
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
vlndörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heilfjöðureravindstig.^
10° Hitastig
V  Súld
=  Þoka
stig-j
FÆRÐAVEGUM:               <KU7.3o,g«r>
Vegir í nágrenni Reyjavíkur eru vet færir en talsvert hálir. Fært er um
Hellisheiði og Prengsli og með suðurströndinni austur á Austurland og
eru vegir.vel færir á Austfjörðum og Héraði. Fært er fyrir Hvalfjörð í
Borgarnes en vegir í uppsveitum Borgarfjarðar eru vfða þungfærir.
Fært er um Snæfellsnes og um HeydaT f Dalt og þaðan til Reykhóla.
Brattabrekka er ófær. Fært erfrá Brjánslæk tii Patreksfjarðar og þaðan
til Bfldudals. Breiðadalsheiði er fær en Botnsheiði ófær. Skafrenningur
er á Holtavörðuheiði sem er vel fær og fært ertil Hólmavíkur. Steingrfms-
fjarðarheiði er ófær. Vegir á Norðurlandi eru víðast færir en skafrenning-
ur er í Vatnsskarði og á Öxnadalsheiði. Góð færð er á Norðausturlandi
og fært er með ströndinni tii Vopnafjarðar. Elnnig er fært um Mývatns-
og Möðrudalsðræfi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftiriiti í síma 91-631500 og
á grænni fínu 99-6315.                              Vegagerðin.
Jfr	^	
%	A	
VEÐUR VÍÐA UM HEIM		
kl. 12.001	gm	að ísl. tfma
	hiti	vuður
Akureyri	+1	ðrkoma
Reykjavík	+2	snjóél
Bergen	4	súld
Helsinki	+2	þokumóða
Kaupmannahöfn  2		alskýjað
Narssarssuaq	+12	skýjað
Nuuk	+1B	skýjað
Ósló	4	skýjað
Stokkhólmur	2	skýjað
Þórshöfn	6	ekúrir
Algarve	16	léttskýjað
Amsterdam	ð	skýjað   -
Barcelona	16	mistur
Berlt'n	2	skýjað
Chicago	2	slydda
Feneyjar	7	heiðskírt
Frankf urt	S	léttskýjað
Glasgow	10	mistur
Hamborg	6	léttskýjað
Londott	10	léttskýjað
LosArtgeles	13	þoka
Lúxemborg	5	léttskýjað
Madrid	1$	mistur
Malaga	20	léttskýjað
Mallorca	17	léttskýjað
Montreal	+3	mistur
NewYoric	5	skýjað
Oríando	10	þokumóða
Parfs	9	heiðskírt
Madelra	18	háifskýjað
Róm	10	léttskýjað
Vfn	1	skýjað
Washington	3	hálfskýjað
Winnipeg	+4	alskýjað
íslendingur á flugvél sem skráð var hér
Nauðlent vegna
piparmyntufnyks
Flórída, frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Horgunblaðsins.
DOUGLAS DC-8 flutningaflugfvél Emery-flugfélagsins var látin nauð-
lenda á flugvellinum í Fort Lauderdale í Flórída síðastliðinn laugardag
vegna piparmyntufnyks sem gaus upp frá farmi hennar. Flugvél þessi
var eitt sinn skráð hér á landi og var í þjónustu Loftleiða og Flugleiða
og þegar hún nauðlentí nú var íslenski flugmaðurinn Unnar Þorbjörns-
son f áhöfn hennar.
Flugvélin sem var að koma hlaðin
varningi frá Dayton í Ohio og með
fjóra menn um borð var að hefja
aðflug að flugvellinum í Fort Laud-
erdale þegar piparmyntufnykurinn
gaus skyndilega upp. Var þegar í
stað gripið til súrefnisgrímanna og
flugturninn látinn vita. Var lýst yfír
hættuástandi á flugvellinum.
Unnar Þorbjörnsson, 2. flugmað-
ur, sagði í samtali við fréttaritara
að áhöfnin hefði yfirgefið vélina um
leið og hún stöðvaðist og skilið allt
sitt dót eftir. Sveit slökkviliðsins,
sem sérhæfð er f meðferð alls kyns
efna, hóf afferrningu vélarinnar og
var með súrefnisgrímur. Kom í fjós
að þessi megni fhykur kom frá 200
lítra stáltunnu með óblönduðu fjjót-
andi og grænleitu bragðefni sem
notað er í tyggígúmmí og tannkrem.
Var tunnan óþétt og byrjaði að leka
þegar vélin hóf aðflug til lendingar.
Blaðið Sun Sentinel í Miami hafði
það eftir yfirmanni efnadeildar
slökkviliðsins að bragðefnið væri svo
sterkt, að það gæti valdið truflunum
í öndunarfærum og jafnvel skaðað
slímhúð.
í þjónustu Loftleiða
Unnar Þorbjörnsson sagðist hafa
farið að rýna í plögg vélarinnar og
séð þá að hún hafifyrir nokkrum
árum verið skráð á íslandi og borið
einkennisstafina TF-FLC. Er þetta
væntanlega flugvél sem Loftleiðir
og síðar Flugleiðir voru með í þjón-
ustu sinni af og til á árunum 1970-
1980. Hún var skráð hér á landi
1979 en var mest í leiguverkefnum
erlendis eftir það og var síðan seld
1987.
Unnar hefur verið flugmaður hjá
Emery-flugfélaginu í tvö ár. Áður
starfaði hann hjá Air Lift í Miami
og þar áður hjá Flugleiðum.
-----------» ? ?-----------
Ognaði konu
og nágrönn-
um með byssu
MAÐUR ógnaði eiginkonu sinni
og nágrönnum með haglabyssu
um helgina, eftír að hann hafði
drukkið sig ofurölvi á skemmtí-
stað. Þegar lðgreglan kom á vett-
vang var maðurinn sofnaður ðlv-
unarsvefni. Hann var fluttur í
fangageymslur, þar sem hann svaf
úr sér vímuna.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
hafði maðurinn verið á skemmtistað
fyrr um kvöldið, ásamt eiginkonu
sinni. Honum sinnaðist við kunningja
sinn og var enn mjög æstur í skapi
þegar hann kom heim. Hann ógnaði
konu sinni með haglabyssunni og
elti hana fram á gang, þegar hún
leitaði aðstoðar nágranna. Eftir að
hafa ógnað nágrönnunum tók hann
á sig náðir.
Lögreglan flutti manninn í fanga-
geymslurf þar sem hann svaf úr sér
vímuna. Á heimili hans var lagt hald
á tvær haglabyssur og skotfæri.
Tryggvi Emilsson
ríthöfundur látínn
Tryggvi Emilsson rithöfundur
lést laugardaginn 6. mars síðast-
liðinn á Landspítalanum í
Reykjavík á 91. aldursári.
Tryggvi fæddist 20. október
1902 í Hamrakoti á Akureyri, og
voru foreldrar hans Emil Petersen
búfræðingur, bóndi og síðar verka-
maður á Akureyri, og kona hans
Þuriður Gísladóttir. Tryggvi missti
móður sína þegar hann var sex ára
gamall, og ólst hann síðan upp í
Reykjavík og á ýmsum stöðum
norðanlands. Skólamenntun hans
var sex vikna undirbúningsnám fyr-
ir fermingu veturinn 1916. Hann
var vinnumaður í Árnesi í Tungu-
sveit í fimm ár, bóndi í Bakkaseli
og Fagranesi í Öxnadal, verkamað-
ur á Akureyri 1925-1947, og inn-
heimtumaður hjá Rafveitu Akur-
eyrar 1935-1947, en hann studdist
við búskap öll árin. Árið 1947 flutt-
ist hann með fjölskyldu sinni til
Reykjavíkur og var verkamaður
þar, lengst af hjá Hitaveitu Reykja-
víkur og eftirlitsmaður við hita-
veituframkvæmdir í Reykjavík
1962-1968. Tryggvi var formaður
Verkamannafélags Akureyrar-
kaupstaðar í tvö ár, í stjórn Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar í
Reykjavík í tvo áratugi, þar af vara-
formaður í sjð ár og lengi ritari.
Hann var félagi í Kommúnistaflokki
íslands frá stofnun hans og í Sósíal-
istaflokknum frá stofnun, en hann
sat í miðstjórn hans og gegndi þar
ýmsum trúnaðarstörfum.
Tryggvi var sæmdur heiðurs-
merki Dagsbrúnar fyrir störf í þágu
verkalýðshreyfíngarinnar og þáði
hann heiðurslaun Dagsbrúnar fyrir
bókina Fátækt fólk. Eftir hann
komu út tvær ljóðabækur 1967 og
1971, en eftir að hann lét af störf-
Tryggvi Emilsson
um hjá Hitaveitu Reykjavíkur gerð-
ist hann afkastamikill rithöfundur.
Æviminningar hans komu út í þrem
bindum, Fátækt fólk árið 1976,
Baráttan um brauðið 1977 og Fyrir
sunnan 1979. Fátækt fólk og Bar-
áttan um brauðið voru báðar til-
nefndar af íslands hálfu til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Auk þess komu út eftir Tryggva
skáldsögur, ættfræðirit og barna-
bók, auk þess sem hann skrifaði
fjölda greina í blöð og tímarit um
ýmis málefni.
Eiginkona Tryggva var Steinunn
Guðrún Jónsdóttir sem lést árið
1977. Dætur þeirra eru Fanney
Tryggvadóttir deildarstjóri og Elsa
Jóna Tryggvadóttir skrifstofumað-
ur.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32
Page 33
Page 33
Page 34
Page 34
Page 35
Page 35
Page 36
Page 36
Page 37
Page 37
Page 38
Page 38
Page 39
Page 39
Page 40
Page 40
Page 41
Page 41
Page 42
Page 42
Page 43
Page 43
Page 44
Page 44
Page 45
Page 45
Page 46
Page 46
Page 47
Page 47
Page 48
Page 48
Page 49
Page 49
Page 50
Page 50
Page 51
Page 51
Page 52
Page 52