Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1993 t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRLAUG VESTMANN, Helgamagrastræti 20, lést 28. mars. Akureyri, Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 2. apríl kl. 14.30. Þorvaldur Vestmann Magnússon, Bergljót Jónsdóttir, Már Vestmann Magnússon, Rannveig Þórhallsdóttir, Magnús Vestmann Magnússon, Sigrún Guðmundsdóttir, Sigursteinn Vestmann Magnússon, Elísabet Birgisdóttir. t Útför dóttur minnar, móður okkar og eiginkonu minnar, SIGRÍÐAR SÓLBORGAR EYJÓLFSDÓTTUR, Flúðaseli 61, Reykjavík, verður gerð frá Langholtskirkju í dag, þriöjudaginn 30. mars, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á reikning MND félags íslands sem er tékkareikningur nr. 1166 hjá Sparisjóði vélstjóra, Borgartúni 18, Reykjavík. Inga Guðmundsdóttir, Lára Jóhannsdóttir, Elmar Freysteinsson, Freysteinn Jóhannsson. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, SELMADÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR, Raufarseli 5, Reykjavík, formaður Fóstrufélags (slands, lést 27. mars. Guðjón Ágústsson, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, Hrefna Ýr Guðjónsdóttir. Útför RAGNHEIÐAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR frá Þingnesi, Kjarrmóum 20, Garðabæ, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. mars kl. 13.30. Eðvarð Vilmundarson, Þórdis Gunnarsdóttir, Þórdís Birna Eyjólfsdóttir, Ólafur B. Svavarsson, Þorsteinn Eyjólfsson, Valdfs A. Valgarðsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Inga Vildís Bjarnadóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR JÓHANNSDÓTTUR, Kvisthaga 27, Reykjavík. Kristján Sigurmundsson, Snæbjörn Kristjánsson, Hulda Kristinsdóttir, Smári Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og jarðarför JÓHANNS GUÐMUNDSSONAR, Helgamagrastræti 53, Akureyri, og virðingu sýnda minningu hans. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki lyfjadeildar F.S.A. og Útfararþjónustunnar á Akureyri. Freyja Jónsdóttir, Jón Dan Jóhannsson, Ruth Hansen, Rúnar H. Jóhannsson, Jónheiður Kristjánsdóttir, Heiðar Þ. Jóhannsson, María D. Garðarsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Eva Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. / þoegilegu umhverfi með góðri þjónustu. Glœsilegt kaffihlaðborð á hóflegu verði. Rauöarárstíg 18 Q* 62 33 50 Una Svava Jakobs dóttir — Minning Fædd 10. ágúst 1912 Dáin 23. mars 1993 í dag verður tengdamóðir mín, Una Svava Jakobsdóttir, jarðsungin frá Fossvogskirkju. Una fæddist 10. ágúst 1912 á Bakka í Tálknafirði. Hún var dóttir hjónanna Jakobs Kristjánssonar og Vigdísar Gísladóttur. Jakob var fæddur 5. september 1869 að Barmi í Gufudalssókn, en hann lést 6. maí 1926. Vigdís var fædd 24. septem- ber 1870 að Ytri-Múla í Hagasókn, en hún lést 11. nóvember 1924. Eins og sjá má hér að ofan var Una aðeins 12 ára er hún missti móður sína og faðir hennar lést aðeins tveimur árum síðar. Það er mér sérstaklega minnisstætt er hún sagði mér að er hún fermdist varð hún að fermast í svörtu þar eð móðir hennar hafði látist tæplega ári áður. Una átti síðan heimili hjá systur sinni, Soffíu Jakobsdóttur, og eigin- manni hennar, Helga Einarssyni, rafstöðvarstjóra á Patreksfirði, og átti hún góða vist hjá þeim hjónum. Una fluttist til Reykjavíkur er hún var 18 ára og vann þá við heimilisstörf. Tvítug að aldri giftist hún Tryggva Lúðvík Kristjánssyni og bjuggu þau lengst af í Reykja- vík. Tryggvi tengdafaðir minn lést 1. ágúst 1975. Una tengdamóðir mín var ein- staklega röggsöm kona. Hún var hrein og bein í allri framkomu og mátti ekkert aumt sjá. Þótt Una og Tryggvi eignuðust aðeins eina dóttur, Vigdísi, eiginkonu mína, þá var heimili þeirra oft setið börnum er þau tóku að sér í lengri eða skemmri tíma og gengu þau böm- um þessum í foreldra stað. Ömmu- bam Soffíu, systur Unu, Rán Ein- arsdóttir, missti foreldra sína barn að aldri og átti hún síðan til fullorð- insára heimili hjá Unu og Tryggva. Ég minnist tengdamóður minnar og tengdaföður með djúpu þakk- læti og hlýhug fyrir góð og innileg kynni. Ég tel að vart sé unnt að eiga betri tengdaforeldra en mér lánaðist að eignast er ég kvæntist Vigdísi eiginkonu minni. Guð blessi minningu Unu Svövu Jakobsdóttur. Jón Guðmundsson. Hún Una amma okkar er látin og við söknum hennar sárt. Þó að okkur hafí verið það ljóst að amma væri að deyja, er erfitt að sætta sig, við það, því að amma var alltaf til staðar, og hún hafði aldrei á sjúkrahúsi legið fyrr en nú að hún fékk flensu og lungnabólgu fyrir tveimur mánuðum, þá áttatíu ára. Hún var ein af þessum dugnaðar- konum sem alltaf var að vinna við heimilisstörfin, allt hvítskúrað og þvegið frá lofti ofan í gólf, og allur þvottur snjóhvítur, pressaður og stífaður. Það sást aldrei á neínu hjá henni. Hvenær sem við systkinin litum inn til hennar var heitt á könnunni eða matur og alltaf pönnukökur um helgar. Hún var alltaf hress og kát, og gaf alltaf góð ráð þegar maður leitaði til hennar. Hún amma var alltaf vön að vinna mikið. Þeg- ar hún var unglingur á Patreksfirði vann hún í fiski. Þegar togararnir komu með fískinn að landi voru stúlkurnar líka að vinna við að koma fiskinum á land, og unnu jafn- vel í lestinni. Það sagði hún okkur að hefði verið erfítt. Á stríðsárunum bjuggu þau amma og afí í Skerjafirðinum. Þá var afi okkar, Tryggvi Lúðvík Krist- jánsson leigubifreiðastjóri. Hann var einn af fáum í stéttinni sem skrifaði og talaði enska tungu og var hann því flesta daga í keyrslu fyrir herinn, sem túlkur eða sér pantaður af yfírmönnum deildanna, þegar þeir þurftu að leita á ýmsar skrifstofur bæjarins. Þá voru ekki mörg þvottahús í Reykjavík svo að herinn var í vand- ræðum með þvott. Þá tóku amma og kunningjakona hennar að sér að þvo vikulega alfatnað af heilli herdeild sem voru um 250 manns. Það voru engar þvottavélar í þá daga, og því allt handþvegið í þvottabala á þvottabretti og soðið í þvottapotti. Hann afi okkar var alltaf kallað- ur „Tryggvi skáti“ á bifreiðastöð- inni, því að hann starfaði mikið í skátahreyfingunni, en amma var þá í stúkunni, svo að þetta var mikið regluheimili, alltaf opið og oft margt af ungu fólki saman kom- ið. Aldrei gleymdi amma afmælis- •degi okkar eða barna okkar og á jólunum komu alltaf pakkar frá ömmu. Amma gleymdi engu og minni hennar var ótrúlega gott. Oft minnti hún okkur á liðnar stundir sem við vorum sjálf búin að stein- gleyma og þá var oft hlegið dátt. Nú er allt hljótt og söknuður mikill. Hvíl þú í friði, amma okkar. Barnabörn. Blómastofa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- perlan sími 620200 LbuvT kINAIi <' Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 GRÁSTEINN BLÁGRÝTI.LIPARIT GABBRÓ.MARMARI « G R A N í T 9 S.HELGASON HF STEINSMKMA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677 Erfidrykkjur Glæsileg kíiili- lilaðborð fállegir salirogmjög góð |)jónustíL lípplýsingar ísíma22322 0 FLUGLEIDIR 1ÍTEL LtrTLEmt Almanna aoglýsmgastolan h(.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.